Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 49 UMRÆÐAN Engjavellir - Hf. - Laus strax Í sölu mjög góða 92,4 fm 4ra herbergja íbúð á góðum stað í nálægð við skóla og leikskóla í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Eign- in er með sérinngang og skipt- ist í forstofu, hol, eldhús, stofu, tvö barnaherbergi, hjónaher- bergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Fallegar innrétt- ingar og gólfefni eru parket og flísar. Eignin er laus strax. Verð 21,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. 7,3 hektara jörð á Kjalarnesi, Reykjavík. Á jörðinni er fallegt einbýlishús, tvöfaldur bílskúr, lítið hesthús og alifuglahús. Jörðin er fyrir neðan þjóðveg og nær út að sjó. Afar fallegt útsýni er yfir til Reykjavíkur og allt umhverfi er mjög fallegt. Með tilkomu Sundabrautar er um áhugaverðan fjárfestingarkost að ræða. Óskað er eftir tilboðum í jörðina og þær eignir sem henni fylgja. Áhugaverður fjárfestingarkostur Kristján Ólafsson hrl. og löggildur fasteignasali www.klettur.is Mjög falleg og björt 4ra herbergja 128 fm íbúð á fyrstu hæð með suðursvölum í glæsilegu 3ja-4ra hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Íbúðinni fylgir sérstæði í bílageymslu og sérgeymsla í sameign. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Hol með eikarparketi á gólfi og halogenlýsingu, eins lýsing og parket í allri íbúðinni. Svefnherbergi með parketi á gófi og fataskáp. Hjónaherbergi með parketi og fataskáp. Þvottaherbergi með flísum á gólfi og vaskborði. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar og vaskinnrétting. ÁSETT VERÐ: 32,9 m. EIGENDUR TAKA Á MÓTI GESTUM, ALLIR VELKOMNIR OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14.00 OG 16.00 ÁLFKONUHVARF 19 - ÍBÚÐ 0101 DOUGLAS DC-4 Skymaster var einn glæsilegasti farkost- ur háloftanna þegar Loftleiðir eignuðust slíka vél árið 1946. Danir urðu vitaskuld gulir og grænir af fögnuði þegar Íslend- ingar komu á Heklunni til Kastrup því sambandsflug- félag þeirra, Norð- manna og Svía, SAS, átti enga fjögurra hreyfla flugvél um þær mundir. Danir reyndust ákaflega hjálplegir og voru stundum svo liðlegir að kveikja ekki lendingarljósin á Kastrup þegar Alfreð Elíasson og félagar ætluðu að lenda þar í myrkri. Neyddust þeir til að sveima yfir flugvellinum þar til SAS-flugvél bar að og lenda strax á eftir henni áður en slökkt var aftur. Loft- skeytasamband við flugturninn á Kastrup var líka oft grunsamlega slæmt. Dagblöðin þeirra voru einnig stórmannleg. Í Extrabladet var fullyrt að danska loftferðaeftirlitið teldi eftirlit með Heklunni ábóta- vant og treysti sér ekki til að bera ábyrgð á henni. Er íslensk flug- málayfirvöld spurðust fyrir um málið hjá þeim dönsku, kunnu þau enga skýringu á „fréttaflutningi“ Ext- rabladet og sögðu enga gagnrýni hafa komið frá þeim varð- andi Heklu. Sama bróðurlega hugarþelið er nú að finna hjá greining- ardeild Danske Bank sem greint hefur minnkandi markaðs- hlutdeild til Íslend- inga og birtir því skáldlega greiningu um að kreppa sé yf- irvofandi á Íslandi. Fólskuleg viðbrögð Dana gagnvart Loft- leiðum þá og við- skiptalífinu nú sýna að með aukinni velgengni má búast við æ ómerkilegri árásum. Það er því ástæða til að fagna „greiningu“ Danske Bank. Hún er ótvírætt merki um að styrkur Íslendinga er orðinn raunverulegur. Áfram Ísland! Danska heygarðshornið Sigurgeir Orri Sigurgeirsson fjallar um Loftleiðir, bankamál og samskipti Dana og Íslendinga Sigurgeir Orri Sigurgeirsson ’Fólskuleg við-brögð Dana gagnvart Loft- leiðum þá og við- skiptalífinu nú sýna að með auk- inni velgengni má búast við æ ómerkilegri árásum.‘ Höfundur er að gera heimildar- mynd um Alfreð Elíasson og Loftleiðaævintýrið. TILKYNNING bandarískra stjórnvalda um brotthvarf orr- ustuflugvéla þeirra frá Keflavík í haust hristi upp í Ís- lendingum og ekki að ósekju. Brotthvarf hersins þýðir að við þurfum að horfast í augu við og skilgreina varnarþarfir þjóð- arinnar á forsendum heimsmyndar sem er gjörólík þeirri sem uppbygging og starf- semi Keflavíkurstöðv- arinnar hvíldi á. Þegar þessi orð eru skrifuð er enn allt óljóst um framhaldið. Næstu skref virðast í höndum embættismanna NATO og banda- rískra stjórnvalda – svo virðist sem beðið sé eftir tilboði og til- lögum frá þeim aðilum til að hægt sé að meta hvaða kostir séu í stöðunni. Íslendingar virðast van- máttugir til að stýra umræðunni á eigin forsendum, mögulega vegna áratuga dvalar á brjósti Banda- ríkjahers. Það er hins vegar ekki endilega svo að aðrir viti hvað er okkur fyrir bestu. Skort Íslendinga á frumkvæði í varnarmálum má vafalítið rekja til herleysis okkar; þjóðar- einkennis sem við stærum okkur af en staðreyndar sem gerir okk- ur jafnframt háð öðrum þjóðum. Eða það höfum við að minnsta kosti talið hingað til. Hér er því aftur á móti haldið fram að Ís- lendingar geta sýnt frumkvæði og sinnt eigin vörnum án þess að hervæðast. Hvað er því til fyr- irstöðu að Ísland verði mögulega fyrsta ríkið í heiminum til að vera með borgaralegar varnir? Íslendingar sinna nú þegar víð- feðmu öryggisstarfi og annast með borgaralegri starfsemi flest svið öryggismála sem herdeildir gegna annars staðar. Með sjálf- boðastarfi mönnum við viðbragðs- sveitir um allt land sem bregðast við hörmungaástandi svo sem jarðskjálft- um, snjóflóðum og eldgosum. Í flestum öðrum ríkjum hvíla slík viðbragðsstörf á herðum hersins. Embætti ríkislög- reglustjóra sinnir hættunni af alþjóð- legri glæpastarfsemi, hryðjuverkum og tölvuglæpum með öfl- ugu alþjóðastarfi og auknum og skýrari lagaheimildum. Hættunni af útbreiðslu kjarna- vopna getum við tæpast sinnt öðruvísi en í gegnum starfsemi utanríkisráðuneytisins á alþjóða- vettvangi. Landlæknisembættið og aðrar stofnanir sinna hættu- mati og vinna viðbragðsáætlanir vegna mögulegrar útbreiðslu fuglaflensunnar. Sýslumenn og tollgæsla sinna eftirliti með flug- völlum og höfnum og Landhelg- isgæslan, síðast en ekki síst, sinn- ir björgunar- og eftirlitsstörfum á höfum úti. Landhelgisgæslan er í raun okkar sjóher, hún veitir eft- irfylgd, dregur í land eða jafnvel siglir á skip sem eru óvelkomin inni í landhelginni. Varðskipin eru vopnuð en sjaldan sem aldrei hef- ur þurft að hleypa af skoti. Land- helgisgæslan lýtur enda borg- aralegri stjórn. Tvö meginatriði breytast með brotthvarfi hersins frá Keflavík, eftirlitsflugi með lofthelgi Íslands lýkur og björgunarstörf á sjó og landi eru ótryggari en áður. Með hliðsjón af ofangreindu ætti ekk- ert að vera því til fyrirstöðu að Landhelgisgæslan eða önnur sam- bærileg, borgaraleg stofnun taki að sér þessi hlutverk. Það myndi vissulega kosta mikið fjármagn, flugvélar og þyrlur sem um ræðir eru gríðarlega dýrar í innkaupum og rekstri. En hvernig verðleggj- um við fullveldið? Það eru engir auðveldir kostir í stöðunni og öllu fylgir tilkostnaður, pólitískur jafnt sem fjárhagslegur. Því má ekki gleyma að við höfum verið tilbúin til að kosta ýmsu til að halda í starfsemina í Keflavík. Íslendingar leggja mikið upp úr herleysi sínu, þeir stæra sig af því að vera friðsæl og velmegandi þjóð sem ekki hefur barist síðan á Sturlungaöld. Það er okkar val að vera háð erlendum herliðum um eftirlit með lofthelgi landsins og það getur einnig verið okkar val að annast slíkt eftirlit sjálf, á eig- in forsendum. Hættan á innrás erlends herliðs hefur nánast horfið í kjölfar loka kalda stríðsins og ef svo ólíklega færi að slíkt hættumat breyttist skipti litlu máli hvaðan eftirlits- flugi væri sinnt. Meira þyrfti til og til þess erum við í varnabanda- laginu NATO. Íslenskt samfélag þykir fyrir margt sérstakt á alþjóðavett- vangi: smæðin, náttúran, jarð- orkan, tónlistin, sagan. Með hlið- sjón af ógnum núverandi heimsmyndar virðist fátt því til fyrirstöðu að Ísland gæti einnig skapað sér sérstöðu með því að verða fyrsta ríkið í heiminum með herlausar varnir. Borgaralegar lausnir fyrir herlaust land? Birna Þórarinsdóttir fjallar um brottför varnarliðsins og ný viðhorf ’Með hliðsjón af ógnumnúverandi heims- myndar virðist fátt því til fyrirstöðu að Ísland gæti einnig skapað sér sérstöðu með því að verða fyrsta ríkið í heiminum með her- lausar varnir.‘ Birna Þórarinsdóttir Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.