Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 50

Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 50
50 SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Um er að ræða ca 140 fm mikið endurnýjaða efri hæð, ásamt lítilli íbúð í kjallara. Íbúð er öll endurnýjuð á mjög vandaðan hátt með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Mjög gott útsýni er úr íbúðinni, flísalagðar suðursvalir. Íbúðin er laus fljótlega. V. 34,8 milljónir. Hermann og Helga taka á móti gestum frá kl. 14-16 í dag. Opið hús í dag kl. 14-16 að Efstahjalla 1B Kópavogi www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 Nýkomin í einkasölu falleg ca 90 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu fráb. vel stað- settu húsi rétt við Spöngina og grunn- og leikskóla. Fallegt útsýni. Gott skipu- lag. Íbúðin er laus samkv. samkomulagi. Verð aðeins 16,9 millj. Lillian og Þorsteinn taka á móti gestum í dag frá kl. 14-16 Opið hús í dag kl. 14-16 Gullengi 29-31 íbúð 0303 sérinngangur af svalagangi Í einkasölu mjög góð ca 110 fm 4ra herb. íb. á 2. h. sem er efsta hæð í góðu vel staðs. húsi. Nýl. parket á flestum gólfum, þvotta- hús í íb. Góð mjög vel skipul. íb. Stutt í t.d. skóla, leikskóla og verslunarmið- stöð. Verð 22,9 millj. Sveinn og Dagný taka á móti gestum í dag frá kl. 14-16. Opið hús í dag kl. 14-16 Mosarimi 11, íb. 0203 - Sérinng. Í einkasölu glæsileg nýmál- uð og yfirfarin 107 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í vönd- uðu steniklæddu fjölb. Ný- standsett flísalagt baðher- bergi með þvottaðstöðu. Gott eldhús með nýlegum tækjum. Parket. Góðar suðvestursvalir. Stæði í ný- standsettu bílskýli fylgir. V. 19,2 millj. Íbúðin er laus strax. Mjög góð eign á góðum stað. Áhugasamir geta skoðað íbúðina í dag sunnudag frá kl. 12-15. Opið hús í dag kl. 12-15 Fífusel 41, íb. 0201 glæsileg íbúð m. bílskýli Opið hús verður í dag frá kl. 14-16 á þessu glæsilega 202 fm raðhúsi sem staðsett er á frábærum stað í lokuð- um botnlanga. Góður jeppa- bílskúr. Húsið er tilb. til inn- réttinga að innan og sand- sparslað. Glæsilegt útsýni yfir golfvöllinn. 4 góð svefn- herbergi. Frábært skipulag. Mjög gott barnahverfi. Óskað er eftir tilboðum í húsið. Opið hús í dag kl. 14-16 Þorláksgeisli - glæsilegt raðhús Til afhendingar strax LAUGAVEGUR 168 - TIL SÖLU Vorum að fá í einkasölu stærsta hluta hússins nr. 168 við Laugaveg. Húsið stendur á eftirsóttum stað á horni Laugavegs og Nótatúns með góðu auglýsingagildi. Eignin er á tveimur hæðum, samtals u.þ.b. 1080 fm og skiptist í verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Eignin er öll í útleigu í dag. Góð staðsetning á áberandi stað sem hentar vel fyrir fjárfesta og undir ýmiss konar starfsemi. Byggingarréttur að þremur hæðum. 5706 Nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SVÖR óskast! Þegar Hæstiréttur Íslands dæmir fólk í refsimálum og byggir niður- stöðu sína á grundvelli vitnaleiðslna úr héraðsdómi, þá er um lögbrot að ræða. Hæstiréttur Íslands verður að kalla til vitni sjálfur og hlusta á þau ef rétturinn ætlar að dæma fólk til refsingar á grundvelli vitnaleiðslna. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið fyrir að fara ekki eftir þessum lögum. Það gerðist árið 2003 vegna svokallaðs „Vegas“ máls. Ég veit ekki annað en að óbreytt vinnuferli sé enn við lýði. Í framhaldi af þessu fýsir mig að vita: 1) Af hverju eru ekki kölluð til vitni fyrir Hæstarétti Íslands í refsimál- um? 2) Af hverju er fólk sett í sakbend- ingu hjá lögreglu og svo er ekki farið eftir henni við dómsuppkvaðningu? Ef Hæstiréttur hefði farið að lög- um gæti líf mitt og minna verið öðru- vísi í dag. Ég vil fá svör frá ofangreindum aðilum! Einnig langar mig að vita hversu lengi í viðbót ég þurfi að bíða eftir að komast að í Hæstarétti með mál son- ar míns. Frestur til að áfrýja í Hæstarétt rann út 12. nóvember 2005 og enn er málið ekki komið á dagskrá Hæstaréttar. KRISTÍN B.K. MICHELSEN, Melabraut 23, Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra, Hæstiréttur og Lögmannafélag Íslands Frá Kristínu B.K. Michelsen: ALLIR sem segja að Ísland verði fyrst að verða aðili að EB áður en hægt sé að taka upp evru og að það séu engin fordæmi fyrir því að ríki utan EB taki upp evru ættu að lesa sér til um evruna. Varðandi fordæmi, þá eru það Vatíkanið, Mónakó, San Marínó, Andorra og Svartfjallaland, sem eru utan EB með evruna sem gjald- miðil. Þau fyrstu þrjú slá eigin mynt með leyfi EB. Svo eru til ríki utan EB sem eru með fasttengingu við evruna, þau eru: Bosnía Herzegóvína, Búlgaría, Grænhöfðaeyjar, Miðbaugsgínea, Gabon, Kamerún, Lýðveldið Kongó, Tsjad, Mið-Afríkulýðveldið, Benin, Búrkína Fasó, Fílabeinsströndin, Gínea Bissá, Malí, Níger, Senegal, Tógó. Svo eru til sjálfstjórnarsvæði sem tilheyra Frakklandi utan EB sem nota evru: Mayotte, Saint-Pierre og Miquelon, og þau sem eru að skipta úr tengingu við evru yfir í evru, Franska-Pólýnesía, Nýja-Kaledónía og Wallis og Futunaeyjar. Síðasta svæði sem ég veit um sem er utan EB og notar evru er Kó- sóvó. Sem sagt eru mörg dæmi um ríki og sjálfstjórnarsvæði sem standa ut- an EB en annaðhvort nota evruna beint sem gjaldmiðil eða hafa tengt sinn gjaldmiðil fastan við evruna. Flest gera það með samþykki EB. Ég get varla ímyndað mér að EB mundi neita okkur um evruna; jafn- vel leyfa okkur eftir aðlögunartíma formlegt samstarf með sæti í evr- ópska seðlabankanum. Spurningin er ekki hvort við get- um tekið upp evru heldur hvort við viljum taka upp evru. JOCHUM M. ULRIKSSON, Sunnubraut 20, 200 Kópavogi. Varðandi tengingu við eða upptöku evru Frá Jochum M. Ulrikssyni: NÚ ER hvatt til umræðu um þá hugmynd að gefa þegnum þessa lands kost á að kaupa sér heil- brigðisþjónustu framhjá biðlistum tryggingakerfisins, að því tilskildu að það lengi ekki biðtíma annarra. Hugmyndin að baki þessu er sú að sjúkrahús og aðgerðarstofur í einkaeign eru vannýtt vegna tak- markaðara fjárframlaga úr trygg- ingakerfinu. Frá mínum bæjardyrum séð yrði þetta til þess að biðlistar yrðu styttri en ella og því myndu allir hagnast á slíkri ráðstöfun. Þeir sem vildu og gætu varið fjár- munum sínum í læknisaðgerðir framhjá biðröðum með nefndum hætti, færu ekki í biðröðina, en væru þar annars, bið hinna yrði því styttri sem þeim fjölda næmi. Kostnaður tryggingakerfisins yrði óbreyttur en tekjur þó nokkrar. Auk þess er líklegt að nokkuð sparist í lyfja-, læknis-, hjúkr- unar- og vistunarkostnaði vegna þeirra sem ekki þurfa á slíku að halda vegna þess að þeir hafa fengið læknisþjónustu fram hjá tryggingakerfinu. Mér hefur skilist að það séu helst þeir sem telja sig vera mál- svara lítilmagnans sem setja sig upp á móti þessum möguleika, en það er meinbægni, því þeir eru í raun að lengja biðtíma og kvala- tíma skjólstæðinga sinna með þessari afstöðu! Um daginn var haft eftir for- sætisráðherra að hann væri á móti svona kerfi og nú er það sama haft eftir heilbrigð- isráðherra. Þar sem hvatt hefur verið til umræðu almennings um málið, finnst mér að ráðherrar ættu að bíða með að tjá sig um það um hríð. SIGURÐUR ÞORKELSSON, fyrrverandi ríkisféhirðir og ellilífeyrisþegi. Vesturbergi 93, Reykjavík. Mein- bægni Frá Sigurði Þorkelssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.