Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 53

Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 53 MINNINGAR ✝ HólmfríðurJónsdóttir fæddist á Mjóabóli í Haukadalshreppi í Dalasýslu 5. sept- ember 1920. Hún lést á Landspítalan- um 21. mars síðast- liðinn eftir langvar- andi veikindi. Foreldrar hennar voru Jakobína Guðný Ólafsdóttir, f. 26.12. 1886, d. 6.8. 1974, og Jón Jónasson, f. 26.4 1887, d. 1.7.1944. Hólmfríður var númer þrjú í röðinni af sjö systk- inum er komust á legg. Þau voru: Jónas Kristinn, f. 26.4. 1918, d. 20.12. 1959, Ólafur Kristján, f. 23.5. 1919, d. 15.12. 1999, Karl, f. 14.4. 1923, d. 13.11. 1987, Guð- mundur, f. 26.4. 1926, Ingibjörg Aðalheiður, f. 27.9. 1927, og Jens Arinbjörn, f. 6.6. 1929. Hólmfríður giftist fyrri manni sínum Jakobi Jónassyni 1944. Þau bjuggu um skeið á Núpi í Haukadalshreppi og síðar í Keflavík. Þau eignuðust ein dreng, Jón Guð- mund að nafni, 6.7. 1945. Hólmfríður giftist seinni manni sínum, Kristjáni Björnssyni, 5.9. 1959 og bjuggu þau lengst af á Hjalla- vegi 14 í Reykjavík. Þau eignuðust fimm syni og fjórir þeirra komust á fullorðinsár. Þeir eru Kristján Þverdal, f. 29.12. 1957, Björn Þverdal, f. 24.3. 1959, Jón- as Kristinn Þverdal, f. 23.4. 1960, sonur andvana fæddur 1961, og Hólmar Ingi Þverdal, f. 4.4. 1964, d. 18.11. 2001. Barnabörn eru orðin 11 og barnabarnabörn eru sex. Útför Hólmfríðar var gerð frá Grensáskirkju 24. mars. Jarðsett var í Fossvogskirkjugarði. Elsku mamma mín. Hér að hinstu leiðarlokum ljúf og fögur minning skín. Elskulega mamma góða um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu æskudögum áttum skjól í faðmi þér. Hjörtun ungu ástúð vafðir okkur gjöf sú dýrmæt er. Hvar sem okkar leiðir liggja lýsa göfug áhrif þín. Eins og geisli á okkar brautum mamma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. Hvíldu í friði, elsku mamma mín, Þinn sonur og tengdadóttir Jón og Jóna. Hólmfríði hitti ég í fyrsta sinn sitj- andi í eldhúsinu heima á Hjalló í október 1974. Var hún þá nýkomin úr erfiðri aðgerð og gat sig lítið hreyft. Þrátt fyrir lélegt líkamlegt ástand tók hún á móti mér ókunn- ugri unglingskindinni opnum örmum og bauð mér strax að borða með strákunum. Upp úr því varð ég fastagestur við matarborðið og fékk með réttu mat- arást á þessari ljúfu og góðu konu. En ævisaga Hólmfríðar Jónsdótt- ur byrjaði ekki við matarboðið þenn- an vetrardag 1974, heldur fæddist hún á Mjóabóli í Haukadal 15. sept- ember 1920, þriðja barn hjónanna Jakobínu Guðný Ólafsdóttur og Jóns Jónassonar. Þær eru ófáar stundirnar í gegn- um árin þar sem ég hef setið og hlustaði á Fríðu – eins og hún helst var kölluð – segja frá æskuárum sín- um í Haukadal. Alltaf fannst henni jafn gaman að lýsa torfbænum sem hún ólst upp í. Hvernig hún lítill stelpuhnokkinn lærði að sauma skinnskó á sjálfa sig og systkini sín. Skelfinguna þegar pabbi hennar slasaðist á auga. Gleðina yfir að vera létt á fæti og skokka upp í Villingadal með nesti fyrir fólkið sem var við heyskapinn. Hvað hún varð undrandi þegar hún sá fyrstu bifreiðina, og hversu góð henni þótti fyrsta appelsínan sem hún borðaði. Og aldrei var hún iðjulaus. Þeir eru óteljandi lopametrarnir sem orð- ið hafa að dýrindis peysum gegnum hendurnar hennar Hólmfríðar, og væn búbót til heimilisins þeir aur- arnir sem hún fékk fyrir lobburnar sem hún seldi. Hún var fjölhæf kona og kunni margt til verka. Að prjóna peysur og sauma föt féll henni vel úr hendi. En skemmtilegast þótti henni þó að sauma út myndir, og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Þær voru henni oft erfiðar örlaga- nornirnar, en sjálfri fannst henni hún þó vera mesta auðnukona, og fáa hef ég hitt sem horft hafa lífið jafn jákvæðum augum og Hólmfríður. Hún giftist tvisvar og voru báðir Dalamenn. Ung giftist hún Jakobi Jónssyni frá Leikskálum og eignuð- ust þau soninn Jón Guðmund 1945. Eftir nokkur ár á Núpi í Haukadal fluttu þau til Keflavíkur til að freista gæfunnar. Þar veiktist Jakob alvar- lega og náði sér aldrei eftir þau veik- indi. Hólmfríður kynntist síðar seinni manni sínum, Kristjáni Björnssyni frá Skógsmúla í Þverdal. Þau hjónin bjuggu alla sína búskapartíð í Reykjavík og eignuðust fimm syni: Kristján Þverdal, f. 1957, Björn Þverdal, f. 1959, Jónas Kristin Þver- dal, f. 1960, ónefndan son sem dó í fæðingu 1962, og Hólmar Inga Þver- dal, f. 1964, sem dó á heimili sínu í Danmörku árið 2001. Kristján Björnsson lést árið 1990 og þótti Fríðu sárt að missa hann svo snemma. Henni þótti gaman að ferðast, og eftir að hún fór í sína fyrstu utan- landsferð til Austurríkis árið sem hún varð sextug var hún á sífelldu flakki úti í löndum. Synir hennar hafa búið ýmist í Noregi, Svíþjóð eða Danmörku og þótti henni afskaplega gaman að fara til þeirra í heimsókn. Síðustu ferðina fór hún til Noregs og Danmerkur árið eftir að Hólmar dó. Þótti henni vænt um að sjá heimilið hans Hólmars aftur, þó svo að hann væri allur. Síðustu árin fór heilsu Hólmfríðar ört hrakandi, en aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún var heldur undr- andi yfir því hversu lengi hún fékk að lifa hér í þessari veröld á meðan yngra fólk féll í valinn. Með þessum orðum kveð ég mikla heiðurskonu og bið Guð að blessa minningu hennar. Þorbjörg Kristjánsdóttir, Noregi. Árin og dagarnir í lífi okkar allra líða alltof fljótt. Hugur minn reikar á þessari stundu 25 ár aftur í tímann. Þegar ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að kynnast Fríðu eins og hún var alltaf kölluð af fjölskyldu og vinum. Ég og Hólmar yngsti sonur hennar höfðum kynnst fyrr um sum- arið í sumarvinnu og upp frá þeim tíma tengdumst við órjúfanlegum vinaböndum. Fríða tók mér mjög vel og heimili hennar stóð mér alla tíð opið. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn, skemmtileg samtöl og góðar stundir sem við áttum sam- an. Enda á ég margar ánægjulegar minningar frá Hjallaveginum og Hvassaleitinu. Elsku Fríða, takk fyrir samfylgd- ina á liðnum árum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Ég votta fjölskyldu þinni og ætt- ingjum þínum dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Júlíana Þorvaldsdóttir. Elsku amma. Nú ertu komin á betri stað. Þó að við söknum þín mik- ið þá vitum við að nú líður þér betur og þú ert komin til Stjána afa, Hólm- ars frænda og litla barnsins þíns sem dó í fæðingu. Sú hugsun að nú séuð þið öll saman á ný gefur okkur hugg- un á þessum erfiða tíma. Við munum sakna þess að geta aldrei kíkt í heim- sókn til þín í Hvassaleiti og talað saman um allt milli himins og jarðar. Þér fannst mikið gaman að segja okkur systrunum frá því hvernig líf- ið var hjá þér í gamla daga og hvað við hefðum það gott í dag. Svo var svo gaman þegar þið afi fluttuð af Hjallaveginum í íbúðir fyrir eldri borgara í Hvassaleiti. Þetta var svo stórt hús á mörgum hæðum og okk- ur systrunum þótti svo gaman að leika okkur í lyftunni og fara niður í kjallara og alveg upp á efstu hæð. Og svo fórum við í kapp við lyftuna alveg frá 1. hæð og upp á þá fimmtu til ömmu. Og svo skipti engu máli á hvaða tíma við komum í heimsókn, alltaf varstu fljót að reiða fram á borð kleinur, smákökur og lagatert- ur. Alveg sama hvort við vorum að kíkja í smá stund, alltaf var eitthvert góðgæti komið á borðið hjá ömmu. Svo varstu alltaf svo dugleg að sauma, hekla, prjóna og föndra og eigum við systurnar margt fallegt frá ömmu sem hún hefur búið til handa okkur í gegnum tíðina. T.d. bjóstu til handa mér og Drífu systur nælur. Önnur var mús og hin var köttur og átti þetta að tákna Magga mús og Kristínu kött. En eitthvað ruglaðist þetta þegar þú gafst okkur gjafirnar því að ég fékk köttinn og Kristín músina. En það leiðréttist þó að lokum. En elsku amma, við söknum þín sárt, það verður erfitt að fá aldrei að faðma þig framar og finna ömmu- lykt. Við elskum þig og vitum að þú fylgist með okkur af himnum og við geymum minningu þína í hjarta okk- ar. Þínar sonardætur, Kristín Drífa og Jóna Margrét. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur í faðm afa, Hólmars og litla drengsins þíns sem að þú fékkst aldrei að umvefja ást þinni og hlýju. Veit ég að þú hefur lifað erfiða tíma í lífi þínu hér á jörð en aldrei kvartaðir þú og þó þú værir mikið veik síðustu mánuði og fyndir til þá þótti þér það lítið í samanburði við missi þinn og söknuð eftir ástvinum þínum sem farnir voru. Þó ég muni sakna þín mikið og þess að fá aldrei meir ömmukossa, finna ömmufaðm með sína einsstöku hlýju og ilmi á ég yndislegar minn- ingar frá því ég var lítil skotta og fékk að vera hjá ömmu og afa á Hjallaveginum, kúra í afabóli er hann var á næturvöktum, trítla eftir þér úr búðinni, skoppandi í kringum þig við húsverkin, fara með ömmu og afa upp í Múla, sumarhús ykkar við Hólmsá og margar aðrar ljúfar minningar frá barnæsku minni er þið bjugguð á Hjallaveginum og til dagsins í dag. Elsku amma, það er enginn eins og þú. Þú kenndir mér svo margt og gafst mér svo mikið. Takk fyrir að vera amma mín og langamma sonar míns, Guðmundar Róberts. Þín elskandi sonardóttir Hólmfríður Þórdís. Elsku amma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kveðja frá Rósý og börnunum. Þinn sonarsonur Guðmundur. HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR AÐALSTEINN JÓNSSON tollvörður, Asparfelli 10, Reykjavík, lést laugardaginn 18. mars. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 30. mars kl. 13.00. Sigrún Bjarnadóttir, Jón Kristinn Ólafsson, Sóley Sverrisdóttir, Bjarni Þór Ólafsson, Maureen Hindrichs, Karl Arnar Bjarnason, Viktor Árni Bjarnason, Margrét Ruth Sigurðardóttir, Jóhanna Sigrún Bjarnadóttir, Sigríður G. Halldórsdóttir, Ólöf María Jónsdóttir, Ólafur Aðalsteinn Jónsson, Sara Björk Karlsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, VALDEMAR KONRÁÐSSON, Stigahlíð 32, Reykjavík, andaðist á Landspítala Fossvogi mánudaginn 13. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magnea Benía Bjarnadóttir, Guðrún Valdemarsdóttir, Ásta Benía Ólafsdóttir, Magnea Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristján Konráð Haraldsson, Margrét Einarsdóttir, Valdemar Örn Haraldsson, Sigrún Guðný Erlingsdóttir, langafabörn og langalangafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI ELÍAS VALDIMARSSON húsasmíðameistari, Álfaheiði 8a, Kópavogi, lést á Landakotsspítala mánudaginn 20. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 29. mars kl. 15.00. Arnþrúður Ingvadóttir, Sigurjón Skúlason, Valdimar Ingvason, Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Aðalheiður Ingvadóttir, Kolbeinn Sigurðsson, Unnur Ingvadóttir, Ævar Már Axelsson, Erlingur Ingvason, Birna Róbertsdóttir Sveinn Ingvason, Guðlaug Jónsdóttir, Rannveig Ingvadóttir, Ian Wilkinson, Viðar Ingvason, Linda Villariasa, afabörn og langafabörn.Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.