Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 57

Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 57 FRÉTTIR BENS TIL SÖLU Glæsilegur Mercedes Bens E-240, blásanseraður, til sölu, ekinn aðeins 63 þ. km. Bíllinn er eins og nýr, nýsprautaður og með nýjum hurðum, frambrettum og skotti. Leðurinnrétting, sjálfskiptur, sóllúga, krús- kontról, naví, rafmagn í rúðum, álfelgur, auka dekkjasett á felgum o.fl. Verð 2.490 þús. Uppl. í síma 896 0747. Þessir bekkir heimsóttu Morgun- blaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skól- um er samstarfsverkefni á vegum Menntasviðs Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verkefnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á margvíslegan hátt í skólanum koma þeir í kynningarheimsókn á Morg- unblaðið og fylgjast með því hvernig nútímadagblað er búið til. Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Auður í netfangi audur@dag- blod.is – Kærar þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti 7. bekkur A.Ó. Grunnskólanum Hellu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti 7. bekkur G.G. Háteigsskóla. Morgunblaðið/Ásdís 7. bekkur A Laugalækjarskóla. Pera vikunnar Ferningur hefur ummálið 36 cm. Annar ferningur hefur flatarmál sem er jafnt þreföldu flatarmáli þess fyrri. Hve löng er hliðin í stærri ferningnum ? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 3. apríl 2006. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopa- vogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi 20. mars. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranesskóla og Morgunblaðsins NÝ stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, var kosin á aðalfundi félagsins sem fram fór 18. mars sl., í félagsheimili Vöku. Ný stjórn hefur þegar hafið störf. Stjórn Vöku, f.v. Jan Hermann Erlingsson, Sindri Ólafs- son, Aldís Helga Egilsdóttir, Reynir Jóhannesson, Einar Örn Gíslason, Katrín Amni Ajram, Magnús Már Einarsson, Andri Heiðar Kristinsson, Gerður Guðjónsdóttir, Helga Lára Haarde og Björn Patrick Swift. Ný stjórn kosin í Vöku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.