Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 59 Upledger höfuðb. og spjald- hryggjarmeðf. Kynningarnám- skeið á Upledger höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð verður haldið 22. apríl næstkomandi í Reykjavík. Upplýsingar í síma 466 3090 eða á www.upledge Fermingar Góð fermingargjöf - 20% kynn- ingarafsláttur. Góður hæginda- púði. Notast t.d. við höfðagafl í rúmi við lestur, horfa á sjónvarp og fleira. Margir litir. Bólstrun Elínborgar, s. 555 4443. www.siggi.is/elinborg Viðskipti Viltu skapa þér algjört fjár- hagsfrelsi? Sé svo skaltu kynna þér frábært námskeið þar sem fagfólk kennir þér að búa til hörkutekjur í heimavinnu. Skoðaðu www.Kennsla.com fyrir allar nánari upplýsingar. Viltu hafa miklu hærri tekjur? Langar þig til þess að vinna sjálf- stætt, stjórna þínum vinnutíma og öðlast algjört tímafrelsi sem og fjárhagsöryggi? Kannaðu málið nánar á www.Fagmennska.com Leitar þú að góðri og öruggri tekjuleið? Áttu tölvu? Ertu í net- sambandi? Af hverju þá ekki að læra sjálfstæð netviðskipti? Frá- bær leið til að margfalda tekjurn- ar. Kynntu þér málið á www.Hagnadur.com. Eru stafrænu myndirnar þínar í ólestri? Finnur þú ekki uppá- halds myndirnar? Gætu þær glat- ast? Námskeið þ. 1.4. 2006 um geymslu og skráningu stafrænna mynda, hugbúnað, gott verklag. www.myndaskraning.net Dulspekinámskeið - www.tar- ot.is. Tarotnámskeið og Talna- spekinámskeið. Fjarnám - bréfa- skóli. Þú lærir hvar og hvenær sem er. Uppl. og skrán. á vef eða í s. 868 0322. Skrán. daglega. Byggingar Arkitektúr Verkfræði Skipulag Leysum öll vandamál hvað varðar byggingar og skipulag. Arkitekta og Verkfræðistofan VBV, fast verð. Allur hönnunar- pakkinn s 557 4100 824 7587 og 863 2520. Námskeið Vélar & tæki Flísasagir í miklu úrvali frá 6.900. Mikið úrval af Einhell flísa- sögum ásamt flísaskerum & bor- um, góð gæði á góðu verði. Verk- færasalan ehf., sími 568 6899, Síðumúla 11, 108 Reykjavík. Bílar Ttilboð! Nissan Terrano II 2.4 bensín árg. 1995, beinskiptur, 33" breyting. Verð 580 þ. Tilboð 380 þ. stgr. Upplýsingar í síma 567 4000. Vantar nýlega bíla á skrá vegna mikillar sölu. Toyota Landcruiser 90 VX, árg. 1997, 3.0 dísel. Ek. 211 þús. V. 1.690 þús. Uppl. í síma 567 4000. Vegna mikillar sölu vantar okkur nýlega bíla á skrá og á plan. Tilboð! Nissan Patrol GR 2.8 dísel árg. 1991. Beinskiptur, ekinn ca 70 þ, á vél, nótur fylgja. Verð 570 þ. Tilboð aðeins 380 þ. stgr. Upplýsingar í síma 567 4000. Vantar nýlega bíla á skrá vegna mikillar sölu. Nýr bíll - frábært verð - Chrysl- er PT Cruiser 2005. Ekinn 4 þús. 2,4 vél, sjálfskiptur, framhjóladrif, 17" krómfelgur og breið dekk + aukadekk. Verð 2,1 millj. Upplýsingar í síma 899 2005. Nissan Patrol árg. '99, ek. 197 þús. km. 35". Leður, topplúga. Áhv. lán. S. 893 0271. Mitsubishi Pajero (Montero) 3.5 Limited árg. '01, ek. 82 þús. km, ssk., 32" dekk, leður, cd magasín, krókur, filmur o.fl. Einn með öllu! Ásett verð 3.150 þ. Uppl. í síma 699 2649. Jeppar Toyota Landcruiser 3,0 diesel sjálfsk., '99. Til sölu vel með farin Landcr. GX, ek. 204 þ. km, reglul. viðhald, dr.krókur, sumar-vetr- ard., nýl. ryðv. Ath. skipti á ód. bíl, tjaldv., fellihýsi. V. 1.890 þ. kr. Uppl. 694 7597. Húsviðhald Lyftuþjónusta. Hámarksþjónusta á lágmarksverði. Sérfræðiþjón- usta fyrir LM og H&S lyftur. Ára- tuga reynsla. Sími 588 8180. Fax 588 9180. orms@simnet.is www.lyftur.is. Kerrur Til sölu notaðar lyftur á góðu verði. JLG 2646 skæralyfta. Vinnuhæð 10 metrar. Árgerð 2000 (nóv.) Verð 990.000 + vsk. Lyfta.is - Sími 421 4037. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl FRÉTTIR ODDFELLOWSTÚKAN Leifur heppni hefur afhent Krabbameinsfélagi Íslands eina milljón króna að gjöf til kaupa á stafrænum röntgentækjum, en stúkan var stofnuð þennan dag fyrir tíu árum. Í gjafabréfi frá stúkunni kemur fram að tilgangur Oddfellowreglunnar sé meðal annars að styðja við góð verk í samfélaginu og að það sé von gefenda að þessi gjöf færi Krabbameinsfélagið nær því marki sem það stefnir að. Þegar gjöfin var afhent sagði Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, að félagið væri af- ar þakklátt Leifi heppna fyrir þessa gjöf sem kæmi að mjög góðum notum. Félagið stefnir að því að geta gefið íslenskum konum kost á stafrænum myndatökum af brjóstum sem fyrst og er að safna fé til tækjakaupa fyr- ir Leitarstöðina. Á myndinni eru Reynir Matthíasson, Arnfinnur Unn- ar Jónsson og Ásgeir Þormóðsson frá Oddfellowstúk- unni Leifi heppna nr. 19, Guðrún Agnarsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélags Íslands, og Anna Björg Halldórsdóttir, Börkur Aðalsteinsson og Baldur F. Sig- fússon, læknar á röntgendeild Krabbameinsfélagsins. Morgunblaðið/Ómar Gaf eina milljón til Krabbameinsfélagsins Aðalfundur Krabbameins- félags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Krabbameins- félags Reykjavíkur verður haldinn næstkomandi mánudagskvöld, 27. mars. Fundurinn hefst kl. 20 og fer fram í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Fundurinn hefst með venjulegum aðalfundarstörfum, m.a. skýrslu stjórnar, afgreiðslu reikninga og stjórnarkjöri. Að loknum aðalfund- arstörfum flytur Vilhelmína Har- aldsdóttir, sviðsstjóri lækninga á lyflækningasviði II á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, erindi. Nefnir hún það þjónusta við krabbameins- sjúklinga á nýjum Landspítala. Að loknu erindi Vilhelmínu verður unnt að varpa fram fyrirspurnum. Boðið verður uppá veitingar á fundinum. Aðalfundur Nýrrar lífsjónar AÐALFUNDUR Nýrrar lífsjónar, sem eru samtök fólks sem vantar á útlimi, verður haldinn mánudaginn 3. apríl nk. kl. 20 á lofti Grafarvogs- kirkju (2. hæð). Hvetur stjórn fé- lagsins félagsmenn til að mæta og taka með sér gesti. Veitingar verða í boði. Vilja málefni eldri borgara til sveitarfélaga AÐALFUNDUR 60+ í Hafnarfirði, sem haldinn var sunnudaginn 19. mars 2006, telur að ríkisstjórnin hafi alls ekki sinnt málefnum eldri borgara á þann hátt sem þeir eigi skilið. Í ályktun fundarins segir: „Aðal- fundurinn krefst þess að nú þegar verði ákveðin og tímasett fjölgun hjúkrunarrýma á landinu og þá fyrst þar sem þörfin er mest, þ.e.a.s. á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur sýnt sig að nærþjónusta er eldri borgurum til hagsbóta og sömuleið- is að það er fráleitt að málefni eldri borgara heyri ekki öll undir sama ráðuneyti. Þess vegna krefst fund- urinn þess að nú þegar verði allur málaflokkur eldri borgara settur til sveitarfélaga landsins jafnframt því að velferðarmálin verði sett undir eitt ráðuneyti. Við krefjumst þess að eldri borg- urum séu tryggð laun til jafns við kjör almennings í landinu. Einnig krefst fundurinn þess að skattamál eldri borgara verði stórlega bætt og að lífeyristekjur verði skattlagðar á svipaðan hátt og fjármagnstekjur, en verði ekki tví- eða þrískattaðar.“ Yfirlýsing B-listans í Reykjavík „Einföld Sundabraut? Nei, takk!“ B-LISTINN í Reykjavík gagnrýnir harðlega yfirlýsingu sem fram kom hjá oddvita Samfylkingarinnar um Sundabraut á íbúafundi á Kjalarnesi sl. fimmtudagskvöld. „Dagur B. Egg- ertsson lýsti því þar yfir að eina vitið væri að leggja Sundabraut alla í ein- um áfanga en hafa hana einfalda, í stað þess að leggja tvöfalda braut upp í Grafarvog í fyrsta áfanga,“ segir í yf- irlýsingu frá B-listanum. „B-listinn í Reykjavík mótmælir yf- irlýsingum af þessu tagi. Einföld Sundabraut væri mjög slæmur kost- ur út frá öryggissjónarmiðum, heild- arkostnaði við framkvæmdina og væri án efa skipulagsslys ef þetta yrði niðurstaðan. Það er óviðunandi að formaður skipulagsráðs í Reykjavík skuli leggja til einfalda brú í Reykjavík árið 2006. B-listinn í Reykjavík vill að Sunda- braut verði lögð í göng á ytri leið. Einföld Sundabraut væri til þess fallin að auka enn frekar á vaxandi umferðarvanda í höfuðborginni og ber vott um skort á framtíðarsýn. Á sama tíma og rætt er um nauðsyn þess að tvöfalda Hvalfjarðargöng og jafnvel að tvöfalda Vestfjarðagöng á að bjóða Reykvíkingum upp á ein- falda brú. Þessi yfirlýsing er ótrú- verðug og í hróplegu ósamræmi við allt sem sagt hefur verið um Sunda- braut. Þetta bendir til þess að fram- kvæmdin sé ekki ofarlega á forgangs- lista Samfylkingarinnar,“ segir í yfirlýsingu frá B-listanum. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur endurskipulagt frá grunni rafræna þjónustu sína sem mun hafa áhrif á starfsemi fjörutíu stofnana og um þrettán hundruð starfsmenn á veg- um ráðuneytisins. Í átaksverkefni sem hefur staðið yfir frá árinu 2004 hefur verklag, stjórnskipulag og um- hverfi upplýsingatæknimála verið endurskoðað og grunnur þannig lagður að frekari uppbyggingu raf- rænnar þjónustu hins opinbera. Hluti af endurskipulagningunni er flutningur þjóðskrár frá Hagstofu Ís- lands til dóms- og kirkjumálaráðu- neytis. Þjóðskrá mun taka við ábyrgðarhlutverki Útlendingastofn- unar varðandi útgáfu vegabréfa og með því verður starfsemin styrkt og grunnur lagður að frekari tæknivæð- ingu varðandi auðkenningu. „Ein af forsendum rafrænnar þjónustu á netinu er auðkenning ein- staklinga, en dæmi um einfalda auð- kenningu er t.d. notendanafn og lyk- ilorð fyrir aðgang að heimabanka. Betri lausn varðandi auðkenningu eru svonefnd rafræn skilríki eins og bankarnir eru nú að skoða,“ segir Þorsteinn Helgi Steinarsson, verk- efnisstjóri átaksverkefnisins. Raf- ræn skilríki eru skrár sem innihalda gögn svo hægt sé að undirrita raf- rænt. Þessi rafrænu skilríki auð- kenna eiganda sinn eins og önnur skilríki. Á einum stað „Þjóðskrá gegnir veigamiklu hlut- verki varðandi almenna auðkenningu Íslendinga þar sem þar er skráning kennitölu og lögheimilis en auk þess varðandi útgáfu nafnskírteina og brátt einnig vegabréfa. Athuga þarf hvernig útfæra á aðkomu Þjóðskrár þegar kemur að rafrænni auðkenn- ingu á netinu,“ sagði Þorsteinn Helgi. Grunnur hefur einnig verið lagður að svokölluðu rafrænu þjónustulagi sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að nálgast opinbera þjónustu á einum stað með stöðluðum hætti og tryggir auðkenningu notenda, að- gangsheimildir, öryggismál og gjald- töku með samræmdum hætti. Þorsteinn Helgi sagði að dæmi um þjónustu sem veitt yrði á næstunni um rafrænt þjónustulag væru ýmis leyfi sem sótt væru til lögreglu, svo sem skemmtanaleyfi og veitingaleyfi. Í framhaldi af því yrði bætt við ýmsu sem varðaði afgreiðslu Þjóðskrár, svo sem flutningi lögheimilis, skrán- ingu sambúðar og fleiru. Það grunn- starf sem nú þegar hefur verið unnið leiðir til þess að ráðuneytið getur af meira öryggi en áður flutt ýmis verk- efni til annarra stofnana og þar með aukið sérhæfni þeirra. Rafræn þjónusta dómsmálaráðuneytis endurskipulögð Þjónusta við almenning bætt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.