Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 63

Morgunblaðið - 26.03.2006, Page 63
er til lausn! Samtök hömlulausra skuldara. Askja – Náttúrufræðihús Háskóla Íslands | Í næsta fræðsluerindi Hins íslenska nátt- úrufræðifélags mun dr. Guðmundur A. Guð- mundsson dýravistfræðingur á Nátt- úrufræðistofnun Íslands flytja erindi um vetrarútbreiðslu íslenskra andfugla í ljósi fuglaflensu sem hann nefnir; Vorboðar eða vágestir. Fer fram 27. mars kl. 17.15–18.15. Eirberg | Reynsla hjúkrunarfræðinga af starfi sínu á geðdeildum, eflandi og nið- urbrjótandi þættir starfsins, eru efni fyr- irlestarar Drafnar Kristmundsdóttur hjúkr- unarfræðings í málstofu Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði, stofu 201, 2. hæð Eirbergi, hjúkr- unarfræðideild HÍ. Fer fram 27. mars kl. 12– 13. Ýmir | Aðalfundur Karlakórs Reykjavíkur verður haldinn 26. mars kl. 15, í Ými við Skógarhlíð. Venjuleg aðalfundarstörf. Þjóðminjasafnið | Ráðstefnan myndhvörf í minningu Þorsteins verður í Þjóðminjasafn- inu 26. mars kl. 10–16.30. Að henni standa þeir sem rökræddu myndhvörf í málstofu íslenskuskorar haustið 2004 og Ritið, Tímarit hugvísindadeildar. Ráðstefnan er helguð minningu Þorsteins Gylfasonar sem kynti sleitulaust undir rökræðunum. Nánari dagskrá á www.hugvis.hi.is Fréttir og tilkynningar Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Upplýs- ingar um fundarstaði og tíma almennra funda, sporafunda og nýliðafunda er á heimasíðunni, www.al-anon.is Al-Anon og Alateen er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand- endur? Hægt er að hringja í GA-samtökin í síma: 698 3888. Seltjarnarneskirkja | Messa og aðalfundur Grunnvíkingafélagsins í Reykjavík verður í Seltjarnarneskirkju kl. 11. Að messu lokinni verður hádegisverður og kaffi í boði félags- ins. Að borðhaldi loknu hefst aðalfundur fé- lagsins. Messan er öllum opin en fundurinn ætlaður félagsmönnum eingöngu. Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands | Há- skóli Íslands heldur 12. maí nk., hin al- þjóðlegu DELE-próf í spænsku. Innritun fer fram í Tungumálamiðstöð HÍ sem staðsett er í kjallara Nýja Garðs. Frestur til innrit- unar rennur út 7. apríl. Nánari upplýsingar um prófin og innritun: http://www.hi.is/ page/dele Frístundir og námskeið Mímir – símenntun ehf. | Jóhanna Krist- jónsdóttir blaðamaður heldur námskeið hjá Mími – símenntun sem ber yfirskriftina „Ír- an í hundrað ár“. Námskeiðið verður haldið 30. mars kl. 20–22. Nánari upplýsingar og skráning hjá Mími – símenntun í s. 580 1800 eða á www.mimir.is. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 63 DAGBÓK ÍKennaraháskóla Íslands fer fram veglegtmálþing um náttúrufræðimenntun dagana31. mars og 1. apríl. „Megintilgangurinnmeð málþinginu er að efna til umræðu um náttúrufræðimenntun á Íslandi, horfa til fram- tíðar og spyrja hvert við viljum stefna,“ segir dr. Hafþór Guðjónsson, dósent í kennslufræðum og formaður undirbúningsnefndar málþingsins. „Rannsóknir á sviði náttúrufræðimenntunar gefa til kynna að staða ungs fólks í raungreinum er víða heldur bágborin og erfiðleikum bundið að ná til ungs fólks með þessar greinar. Má í þessu sambandi nefna bæði TIMSS rannsóknina sem gerð var fyrir nokkrum árum og PISA rannsóknina, sem báðar gefa til kynna að huga þurfi betur að náttúrufræðimenntun á Íslandi líkt og annars staðar.“ Málþingið er tileinkað minningu Ólafs Guð- mundssonar kennara en hann var mikill áhuga- maður um raungreinakennslu og hafði einstakt lag á að vekja áhuga nemenda með athugunum og tilraunum. Á málþinginu eru bæði í boði fræðileg erindi sem og vinnustofur, og nær dag- skráin til allra skólastiga: „Annars vegar verður greint frá rannsóknum á sviði náttúrufræði- menntunar, en hins vegar kynna kennarar af öllum skólastigum verkefni sem þeir hafa þróað í sínum skólum,“ segir Hafþór. „Vert er að vekja sérstaka athygli á góðum gesti sem við fáum á málþingið á laugardag, en það er Guð- mundur Eggertsson, prófessor emeritus, sem heldur erindi sem hann kallar „Erfðafræði á 21. öld“. Í upphafi 21. aldar er búist við áframhald- andi framförum í erfðafræði og erfðatækni, en margir eru uggandi um afleiðingar þessara framfara. Guðmundur mun í fyrirlestri sínum fjalla um þekkingu og vanþekkingu á erfðum og reynir að spá um hvers má vænta af erfðafræð- inni á næstu áratugum.“ Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á náttúrufræðimenntun og aðgangur ókeypis. Dagskránni lýkur með pallborðsumræðum, þar sem fjallað verður um tilgang náttúrufræði- kennslu í skólum. Þar taka þátt Sigríður Ólafs- dóttir, lífefnafræðingur hjá Lyfjaþróun, Svan- borg R. Jónsdóttir, kennari í Þjórsárskóla, Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðiprófessor, Helgi Gíslason, skólastjóri og námsefnishöf- undur og Sandra Seidenfaden, nemandi í Álfta- mýrarskóla. Pallborðsstjóri er Ólafur Páll Jóns- son heimspekingur. Nánari upplýsingar um málþingið og ítarlega dagskrá auk korts af húsakynnum má finna á slóðinni http://natturufraedi.khi.is/natting. Þar er einnig hægt að skrá þátttöku. Menntun | Fjölbreytt dagskrá í KHÍ um náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum Málþing um náttúrufræðimenntun  Hafþór Guðjónsson fæddist í Vest- mannaeyjum 1974. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1967 og bakkalárgráðu í efnafræði frá Háskól- anum í Ósló 1974. Haf- þór lauk mastersprófi í lífefnafræði frá Háskól- anum í Tromsö 1976 og doktorsprófi í kennslufræðum frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu 2002. Hafþór starfaði sem lífefnafræðingur við Raunvísindastofnun HÍ, kenndi síðan við Menntaskólann við Sund frá 1979 til 1999. Stundakennari í kennslufræði raungreina við HÍ frá 1990 og aðjúnkt við KHÍ 1999, síðar lektor og loks dósent frá 2005. Hafþór er kvæntur Þorgerði Hlöðversdóttur grunnskólakennara, og eiga þau samanlagt fjögur börn. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Í HARÐNANDI samkeppni við aukið framboð síðari áratuga á hvers kyns afþreyingu hefur einnig hið klassíska tónleikaform fundið fyrir viðleitni til endurnýjunar. Ýmislegt hefur verið reynt aukreit- is til að krydda með tónflutninginn, þó ekki muni ég beinlínis eftir sjón- rænum leiktilþrifum unnum úr ævi og starfi klassískra meistara. E.t.v. eigum við það enn eftir. A.m.k. gat fyrirkomulagið í Salnum á laugardag gefið hugboð um það, þó hvorki væru upplesarar farðaðir og í búningum né töluðust við í beinum samræðum. Né heldur var sýningartjaldið notað undir bak- grunnsmyndir, og einu leiktjöldin voru lítil kaffiborð á sínum hvorum sviðsvæng (hvort prýtt andlits- mynd af sínu Schumannhjónanna) hvar við sátu upplesarar kvöldsins. Komst sú umgjörð þó langt með að galdra fram lifandi svipmynd af lífi og ástum þeirra Clöru, jafnvel þótt textinn byggði nær alfarið á bréfa- samskiptum hjónanna 1835–55 og bréfum Brahms til Clöru – er hunz- aði síðar meir kröfu hans um að brenna þau líkt og hann eyddi öllu rituðu sem frá henni kom. Hinn þaulreyndi leikari Arnar Jónsson fór með ljónspart upplest- urs af fyrirsjáanlegum bravúr, en Hulda Björk Garðarsdóttir skilaði einnig prýðisgóðum texta þá sjald- an mælt var fyrir munn Clöru, er ásamt Fanny Mendelssohn var meðal hæfileikaríkustu tónskáld- kvennna 19. aldar en, líkt og systir Leipzigmeistarans, vængstýfð í flugtaki af íhaldssemi tímans gagn- vart hlutverki húsmæðra. Hulda söng fyrst Feldeinsamkeit Brahms Op. 86,2, tvö lög eftir Clöru og eitt úr Frauenliebe Ro- berts af einlægni. Hún komst þó fyrst á fullan skrið eftir hlé með þróttbjartri túlkun á Widmung (Op. 25,1) og angurværri en blæ- brigðaríkri meðferð á Nu hast du mir den ersten Schmerz getan (Frauenl. nr. 8; hvoru tveggja eftir Robert) ásamt Heineljóði Clöru, Sie liebten sich beide. Píanóleikur Steinunnar Birnu var líflega fylginn og í góðu jafnvægi. Það var sumpart hálfopnu flygilloki að þakka, þó ekki dygði það alltaf til í samleik píanós og fiðlu í Þrem róm- önzum Clöru Op. 22 (t.a.m. heyrð- ist varla pizzicatoplokk fiðlunnar í nr. 3). Hlutlaus ómvist Salarins gerði raunar lítið fyrir fiðlutóninn, er í mínum eyrum verkaði stundum heldur hvass. Á móti vó fjörug snerpa og spilagleði Auðar Haf- steinsdóttir í hröðu þáttum Sónötu Roberts í a Op. 105. Furðuástríðu- fullu „Scherzói“ Brahms fyrir fiðlu og píanó (Op. posthum.) hefði á hinn bóginn ekki veitt af meira rúbatói í sammótun. Hjón í tali og tónum TÓNLIST Salurinn Verk eftir Robert & Clöru Schumann og Brahms. Auður Hafsteinsdóttir fiðla og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó. Upp- lestur: Arnar Jónsson. Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran: einsöngur og upplestur. Laugardaginn 18. marz kl. 17. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur hefur í vetur staðið fyrir mánaðarlegum uppákomum í Þjóðleikhúskjall- aranum undir yfirskriftinni „Þetta mánaðarlega“. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður Hug- leikur á sínum stað en á dag- skránni að þessu sinni eru sex einþáttungar, þar af eru fimm frumfluttir. Flutt verða verkin „Latexdrottningin“ eftir Ármann Guðmundsson, „Leki“ eftir Guð- mund Erlingsson, „Í öruggum heimi“ eftir Júlíu Hannam, „Frið- ardúfan“ eftir Unni Guttorms- dóttur, og loks „Kratavar“ og „Hannyrðir“ eftir Sigurð H. Páls- son. Eins og nöfn einþáttunganna gefa til kynna eru viðfangsefni þeirra margvísleg og víða farið í verkunum. Höfundar og leik- stjórar eru úr röðum félags- manna Hugleiks. Dagskráin hefst kl. 21 en húsið er opnað kl. 20.30. Þetta mánaðarlega með Hugleik KOMIÐ er að síðasta sunnudeginum í dag- skránni „Söngur og sund“ sem Menningar- miðstöðin Gerðuberg hefur staðið fyrir. Að þessu sinni verða sung- in lög eftir hið ástsæla tónskáld Jón Ásgeirs- son en hann mun einnig heiðra samkomuna með nærveru sinni. Ingveldur Ýr mun að venju kenna gestum undirstöðuatriðin í raddbeitingu og söng- tækni auk þess sem hún mun flytja tvö af lögum Jóns. Gróa Hreinsdóttir leikur með á píanó. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13 og boðið er upp á heitt te á undan til að liðka raddböndin. Aðgangseyrir er kr. 500 og síðan er frítt í Breiðholtslaugina fyrir þá sem vilja fá sér sundsprett eða slaka á í heita pottinum eftir sönginn. Jón Ásgeirsson í Gerðubergi Jón Ásgeirsson „MYNDHVÖRF í minningu Þorsteins“ er yfirskrift ráðstefnu um myndhvörf sem haldin er í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafnsins í dag, sunnudag. Að ráð- stefnunni standa Ritið, tímarit Hugvísindastofn- unar og þátttakendur í málstofu íslenskuskorar um myndhvörf haustið 2004, en Þorsteinn Gylfa- son kenndi á því námskeiði. Bergljót S. Kristjánsdóttir er skipuleggjandi ráðstefnunnar: „Þorsteinn var einn af fáum Íslend- ingum sem hafði sérstakan áhuga á myndhvörfum (metafórum). Við héldum saman málstofuna haustið 2004 og áhugi hans var slíkur að þótt hann hafi aðeins átt að kenna í tveimur af þrettán lotum mætti hann í hvern einasta tíma og hélt uppi líflegum umræðum í tímum, í frímínútum og jafnvel úti á götu þegar nemendurnir urðu á vegi hans,“ gantast Bergljót. „Í framhaldi málstof- unnar ákváðum við að halda ráðstefnu til að reyna að kveikja áhuga á fyrirbærinu myndhvörfum. Okkur langaði að rökræða ákveðna grunnþætti og fá bæði nemendur og kennara til að koma, hvern með sitt framlag til umræðunnar. Til stóð að halda ráð- stefnuna á útmánuðum en Þor- steinn dó í haust og höldum við ráð- stefnuna þess vegna í minningu hans, og í anda hugsjóna hans um samvinnu kennara og nemenda.“ Dagskráin hefst kl. 10 og verða fimm málstofur haldnar, til kl. 16.30. Rætt um myndhvörf Þorsteinn Gylfason Í HEIMSÓKN hér á landi um þessar mundir er enski stúlkna- kórinn Schola Cantorum of Calne. Kórinn hefur þegar ferðast um norðurland og haldið tónleika þar en í dag, sunnudag, syngur kórinn í messu í Lang- holtskirkju kl. 11 og heldur tón- leika í kirkjunni kl. 16 í með Gradualekór Langholtskirkju. Stjórnandi kórsins er Geoffrey Field en hann er skólastjóri St. Mary’s tónlistarskólans í Calne. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Brahms, Handel og Elgar auk útsetninga á sígildum dæg- urlögum. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis. Enskur stúlknakór í heimsókn Scola Cantorum of Calne-stúlknakórinn ásamt Geoffrey Field.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.