Morgunblaðið - 22.04.2006, Page 8

Morgunblaðið - 22.04.2006, Page 8
8 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Íslensk sjávarútvegs-fyrirtæki hafa á síð-ustu árum fært út kvíarnar og stunda veiðar við strendur Afríkuríkja en einnig veiðar á vatna- fiski. Hefur eitt þeirra, Sjólastöðin í Hafnarfirði, meðal annars verið með skip á sardínuveiðum við norðvesturströnd Afríku og í fréttum hefur löngum verið sagt að fiskað væri í lögsögu Marokkó. En umrædd fiskimið eru hins vegar í lögsögu lítillar þjóðar, Vestur-Sa- haramanna, milli Marokkó og Máritaníu. Landið var lengi spænsk nýlenda en Spánverjar yfirgáfu það loks 1975 og reyndu þá grannþjóðirnar Marokkómenn og Máritaníumenn að leggja það undir sig. Eftir nokkurra ára stríð við liðsmenn sjálfstæðis- hreyfingar Vestur-Sahara, Polis- ario, gáfust Máritaníumenn upp. En Marokkómenn hafa hins veg- ar stöðugt lagt undir sig stærra svæði og ráða nú mestum hluta V-Sahara. Eini hlutinn sem Pol- isario ræður eru lítil svæði við landamærin að Alsír. Alþjóðadómstóllinn í Haag úr- skurðaði árið 1975 að Marokkó ætti engan rétt á Vestur-Sahara, þar byggi þjóð sem ætti rétt á sjálfstæði. Alþjóðasamfélagið hef- ur lengi reynt að koma á friði og vopnahlé hefur ríkt síðan 1991. Hefur verið reynt að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem valið yrði milli fulls sjálfstæðis eða áframhaldandi yfirráða Mar- okkó. En Marokkóstjórn, sem hefur sent hundruð þúsunda eig- in þegna til svæðisins, hefur ávallt komið í veg fyrir þá lausn, m.a. með því að krefjast þess að innfluttu Marokkómennirnir fengju kosningarétt í von um að þeir myndu þá hafna sjálfstæði. Svæðið er stundum nefnt „síð- asta nýlenda Afríku“ og þá átt við að það sé marokkósk nýlenda. Þótt V-Sahara sé að mestu lítt byggileg eyðimörk eru þar mikl- ar fosfatnámur, fiskimiðin við strendurnar eru mjög auðug og loks má geta þess að talsverðar líkur eru á að olía sé á hafsbotni í lögsögunni. Marokkómenn eru margfalt fjölmennari og öflugri en smáþjóðin og hafa því komist upp með þessi augljósu brot á al- þjóðalögum. Útlagastjórn Vestur-Sahara hefur átt hauk í horni þar sem er Alsír er stutt hefur málstað smá- þjóðarinnar kúguðu. Kúbverjar og Austur-Tímormenn styðja einnig V-Saharamenn. Utanríkis- áðherra A-Tímor, Jose Ramos- Horta, hefur árum saman hvatt til þess að ríki heims taki í taum- ana og leyfi V-Saharamönnum að velja sér framtíð í frjálsum kosn- ingum. Austur-Tímor þurfti ára- tugum saman að berjast gegn margfalt öflugri granna, Indóne- síu, sem hrifsaði til sín yfirráðin þegar Portúgalar hurfu á braut. Mótmæltu fiskveiðisamn- ingum við ESB Afríkusambandið styður sjálf- stæðiskröfur V-Saharamanna sem eru sennilega um 500 þúsund. Nú er allt að helmingur þjóðarinnar í útlegð, hátt í tvö hundruð þúsund manns eru í flóttamannabúðum í Alsír. Þess má geta að þegar Evr- ópusambandið samdi í fyrra við Marokkómenn um veiðiheimildir við strönd V-Sahara mótmæltu talsmenn Polisario kröftuglega og sögðu að um „ólöglega og óréttláta“ samninga væri að ræða. Guðjón Magnússon hjá Sæ- blóma, sjávarútvegsfyrirtæki sem hefur stundað veiðar við Namibíu en hyggst nú veiða við strönd V-Sahara, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að gert yrði út frá borginni Layoune í V- Sahara. Samið væri um veiði- heimildir á sardínu og makríl til fjögurra ára og árlegur kvóti væri alls um 78.000 tonn. En hverja er samið við? „Við semjum við þá sem eru handhafar að þessum kvóta,“ sagði Guðjón. „Það eru menn sem búa á svæðinu og eiga frystihús- in, þeir eru frá þessu svæði. Þeir eru með sín leyfi frá marokkósk- um stjórnvöldum. Það er nýbúið að skipa forseta fyrir þetta svæði þannig að þeir hafi sjálfsstjórn.“ – Innan Marokkó en það sættir sjálfstæðishreyfing Vestur-Sa- haramanna sig ekki við og ekki heldur alþjóðasamfélagið. Þið vit- ið af þessum deilum, er það ekki? „Jú, við gerum það.“ – En hafið ekki séð ástæðu til að kynna ykkur þær nánar? „Nei, við höfum nú ekki gert það.“ – Hvað verður um hagnaðinn? „Tekjurnar renna náttúrulega til fyrirtækjanna sem vinna fisk- inn í landi og svo höfum við auð- vitað einhverjar tekjur af veið- unum. Þarna er heilmikil útgerð, landað allt að sjö þúsund tonnum á dag í borginni, mest af smábát- um. Við verðum með eigin skip- stjóra og vélstjóra á skipunum en svo verða þarna sjómenn af svæðinu,“ sagði Guðjón Magnús- son hjá Sæblóma. Ekki náðist í talsmenn Sjóla- stöðvarinnar sem hefur gert út skip til sardínuveiða á sömu slóð- um. Fréttaskýring | Marokkó tekur sér bessa- leyfi og selur auðlindir V-Saharamanna Vafasamir sardínukvótar? Íslensk fyrirtæki kaupa kvóta kúgaðrar smáþjóðar af hernámsveldinu                                     Marokkó ræður að mestu yfir V-Sahara. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði gegn Marokkó  Deilurnar um sjálfstæði Vest- ur-Sahara hafa staðið yfir í nokkra áratugi. Kröfur Marokkó til svæðisins voru lagðar fyrir Al- þjóðadómstólinn í Haag árið 1975 og var niðurstaðan að þjóð- in sem byggði svæðið ætti rétt á að velja fullt sjálfstæði, Sögu- legar kröfur Marokkó ættu ekki við rök að styðjast. En Marokkó nýtur stuðnings eða hlutleysis margra öflugra arabaríkja auk Frakklands og Bandaríkjanna. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Komdu í ORMSSON Smáralind og á Akureyri BEINN SÍMI Á SÖLUMENN : 530-2906 • 530-2907 • 530-2908 AKUREYRI • SÍMI 461 5003 Falleg hönnun þarf ekki að kosta mikið. Það sýnir Hvíttuð eik dekor/0900. Hið ljósa eikaryfirbragð fellur vel að stál áferð heimilistækjanna. SÓLSKIN og bros einkenndi stemninguna í Hlíð- arfjalli við Akureyri um hádegisbil í gær. Eftir heldur leiðinlegt veður um morguninn voru veðurguðirnir komnir í spariskapið og hátt í 700 keppendur og ann- að eins af foreldrum og fararstjórum á 31. Andrésar andar leikunum virtust allir skemmta sér konunglega. Sumir betur en aðrir eins og gengur og sigurveg- ararnir hafa eflaust brosað breiðast, en aðalatriðið er að vera með og hafa gaman af því að vera á staðnum. „Ég er ekki vanur að fara svona hægt!“ sagði gal- vaskur ÍR-ingur sem var að búa sig undir að keppa í flokki 7 ára, þegar blaðamaður kom að þar sem þjálf- ari piltanna var að segja þeim til. Þjálfarinn vildi að þeir kynntu sér brautina og lét þá renna sér varlega niður. Stjarna dagsins í gær var Karen Sigurbjörnsdóttir frá Akureyri, sem sigraði í stórsvigi í 12 ára flokki en daginn áður fagnaði hún sigri í svigi. Líkast til má segja að Karen sé að miklu leyti alin upp í Hlíð- arfjalli, en móðurafi hennar, Ívar Sigmundsson, var lengi staðarhaldari á Skíðastöðum. Ívar er einn ól- ympíufara Íslands, keppti á leikunum 1968. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glaðbeittir ÍR-ingar í 7 ára flokki skoða brautina áður en þeir hófu keppni í gær. „Ég er ekki vanur að fara svona hægt“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.