Morgunblaðið - 22.04.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 23
MINNSTAÐUR
Suður-Þingeyjarsýsla | Skáklistin hefur verið í
mikilli uppsveiflu í Suður-Þingeyjarsýslu í vet-
ur, en töluvert hefur verið gert í því að efla
áhuga ungs fólks á því að tefla.
Það er skákfélagið Goðinn í Þingeyjarsveit
sem stendur fyrir átakinu og hefur formað-
urinn, Hermann Aðalsteinsson, ferðast í alla
grunnskólana á svæðinu og sagt nemendum til
í skák. Þá hefur félagið útvegað taflmenn og
borð fyrir þá sem það vilja á hagstæðu verði
og hafa margir notfært sér það.
Í framhaldi af skákkennslunni hafa verið
haldin skólamót í hverjum skóla og munu
skákmeistarar allra skólanna seinna keppa um
það að komast á Norðurlandsmeistaramótið í
skák sem haldið verður í vor.
Héraðssamband Þingeyinga hélt héraðsmót
fyrir ungt fólk nú í vikunni og varð Gestur
Vagn Baldursson héraðsmeistari í flokki 13–16
ára, en Björn Húnbogi Birnuson varð héraðs-
meistari í flokki 7–12 ára. Allir þátttakendur
fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna og
héraðsmeistararnir fengu verðlaunaskjöl.
Krakkarnir segja skákina skemmtilega og
góða afþreyingu og nú er það svo að oftar en
áður er gripið í tafl í frímínútum skólanna.
Nemendur yngstu bekkjanna horfa þá gjarnan
á og læra með því mannganginn ótrúlega
fljótt.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Spennandi Gestur Vagn Baldursson t.v. og Einar Þór Traustason voru jafnir að vinn-
ingum þegar héraðsmótinu lauk og urðu því að tefla hraðskákeinvígi sem Gestur Vagn
vann 2-0. Hér sjást þeir í lokaskákinni.
Skákvakning í Þingeyjarsýslu
Eftir Atla Vigfússon
LANDIÐ
Viðurkenningar kúabænda |
Landssamband kúabænda veitti
þremur mönnum viðurkenningu í
tengslum við tuttugu ára afmæl-
ishátíð sambandsins sem nýlega var
haldin í Reykjavík. Það voru Jón
Viðar Jónmundsson, Snorri Sigurðs-
son og Kristján Gunnarsson. Kemur
þetta fram á vef LK.
Jón Viðar Jónmundsson er naut-
griparæktarráðunautur Bænda-
samtaka Íslands. Fram kemur í rök-
stuðningi fyrir viðurkenningu LK að
sambandið vilji á tuttugu ára afmæli
sínu þakka Jóni Viðari frábært starf
í þágu íslenskrar nautgriparæktar.
Snorri Sigurðsson var fram-
kvæmdastjóri Landssambands kúa-
bænda til síðustu áramóta. Hann
hefur auk þess verið fararstjóri í
bændaferðum, meðal annars á land-
búnaðarsýningar, og er far-
arstjórnin sérstaklega tilgreind í
rökstuðningi stjórnar LK.
Kristján Gunnarsson hóf störf hjá
Norðurmjólk, þá Mjólkursamlagi
KEA, fyrir 25 árum. Með viðurkenn-
ingu sinni vilja kúabændur þakka
Kristjáni gott og faglegt starf.
Suðurnes | Sorpeyðingarstöð
Suðurnesja, Blái herinn og sveit-
arfélögin efna til hreinsunarátaks
á Suðurnesjum í næstu viku í til-
efni af því að dagur umhverfisins
er 25. apríl. Athyglinni er sér-
staklega beint að rafgeymum að
þessu sinni. Íbúar og stjórnendur
fyrirtækja eru hvattir til að losa
sig við gamla og hættulega
geyma sem hætt er að nota og
koma þeim í réttan farveg til
eyðingar.
Liðsmenn Bláa hersins munu
sækja geyma sem fólk lætur vita
af og koma þeim til Kölku til eyð-
ingar. Fram kemur í tilkynningu
frá Sorpeyðingarstöðinni að vitað
er um marga gamla og hættulega
rafgeyma í umferð en sýran sem
er á þeim er hættuleg umhverf-
inu, dýrum og mönnum. Þeir
ættu því ekki að liggja á glám-
bekk, sérstaklega þar sem börn
geta verið að leik.
Sorpeyðingarstöðin hvetur
einnig almenning og fyrirtæki að
skila af sér spilliefnum sem til
falla á heimilum og fyrirtækjum
til gámastöðvanna eða móttöku-
stöðvarinnar í Helguvík.
Hirða og farga
gömlum rafgeymum
Hornafjörður | Sveitarfélagið
Hornafjörður á fimmtán og hálft
ærgildi og fram kom á bæjarstjórn-
arfundi nýlega að þau væru til sölu.
Kemur þetta fram á vef bæjarins,
hornafjordur.is.
Ærgildin mun sveitarfélagið hafa
eignast með jörðinni Hafnarnesi
fyrir allmörgum árum. Fram kem-
ur á vefnum að ærgildin séu aðeins
til á pappírunum, ekki standi lif-
andi fé á bak við þau. Áætlað er að
verðmæti framleiðsluréttar eins
ærgildis sé 20 til 30 þúsund kr. Tek-
ið er fram að helst af öllu vilji bæj-
arstjórn selja þennan rétt innan
héraðsins.
Sveitarfélagið
auglýsir 15
ærgildi til sölu