Morgunblaðið - 22.04.2006, Page 28

Morgunblaðið - 22.04.2006, Page 28
28 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í APRÍL www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Stærsti sveitabær í heimi er við-urnefni sem höfuðborg Nor-egs, Ósló, hefur oft verið köll- uð. Það er ekkert skammarlegt við það enda Ósló einstaklega falleg borg með aðeins fimm hundruð þús- und íbúa. Hafnarsvæðið er eitt af því sem ferðamenn verða að rölta um á ferð sinni um Ósló. Við Akerbrygge er fullt af flottum veitingastöðum og krám auk verslana. Þar iðar allt af lífi um leið og sól sést á himni og á sumrin liggja veitinga- og skemmti- bátar við bryggjuna og lífga upp á mannlífið. Borgin er tilvalin til útivistar enda mikið af grænum svæðum um hana alla. Á veturna má sjá fólk á göngu- skíðum um alla borg og börn á snjó- þotum, á sumrin fyllast svo allir garðar af fólki sem nýtur lífsins í góðra vina hópi. Einn flottasti og vinsælasti garð- urinn í Ósló er Vigeland-högg- myndagarðurinn. Í garðinum standa 212 höggmyndir eftir listamanninn Gustav Vigeland en hann fékk þetta landsvæði að gjöf árið 1924 undir höggmyndir sínar en auk þeirra hannaði hann allan garðinn frá a til ö. Höggmyndir Vigelands eru ein- staklega fallegar og sýna yfirleitt samskipti mannsins og hringrás lífs- ins. Ein frægasta höggmyndin í garðinum stendur á brúnni og nefn- ist Litli reiði strákurinn. Vel varðveitt víkingaskip Í Ósló er mikið menningarlíf og ófá söfn sem hægt er að skoða. Edvard Munch er án efa frægasti listamaður Noregs. Í Munch-safninu gefur að líta mörg af helstu verkum listamannsins auk þess sem safnið er reglulega með sýningar eftir aðra listamenn. Ríkislistasafnið í Noregi hýsir þó eitt frægasta verk Munch, Ópið. En í Ríkislistasafninu, sem er staðsett í miðbænum, má sjá mál- verk eftir norska listamenn í gegn- um aldirnar auk þess sem safnið er hin glæsilegasta bygging. Íslendingar gætu líka haft ein- staklega gaman af því að heimsækja Víkingasafnið og skoða sameiginlega arfleifð sína og Norðmanna. Þar má m.a sjá best varðveitta víkingaskip sem hefur fundist ásamt ýmsu öðru sem komið hefur upp úr jörðu eftir þessa merku forfeður okkar. Miðbær Ósló er ekki stór og til- valið að rölta um hann og upplifa borgina. Við Karl Johans götu er fjöldinn allur af veitinga- og kaffi- húsum og mikill straumur af fólki. Þar rétt hjá er líka þjóðleikhús Norðmanna og dómkirkjan. Einnig er hægt að rölta í gegnum Ráðhús Óslóarbúa en sú bygging er afar um- deild og sýnist sitt hverjum um feg- urð hennar. Holmenkollen-skíðasvæðið Í kringum Ósló er mikill fjalla- hringur enda borgin byggð í skeifu kringum fjörð. Eitt frægasta mann- virki Norðmanna er skíðastökkpall- urinn á Holmenkollen. Þangað upp er gaman að fara, útsýnið yfir borg- ina er stórkostlegt og hægt er að fara upp í skíðastökkpallinn og kom- ast enn hærra. Auk þess sem Skíða- safn er þar hjá stökkpallinum, en í safninu er hægt að upplifa meira en 4.000 ár af skíðasögunni. Holmen- kollen er einn vinsælasti ferða- mannastaðurinn í Noregi enda er  FERÐALÖG | Iðandi mannlíf, garðar og söfn í höfuðborg Noregs Ein frægasta höggmyndin í Vigel- and-garðinum stendur á brúnni og nefnist Litli reiði strákurinn. Morgunblaðið/Ingveldur Vert er að skoða Holmenkollen-skíðastökkpallinn sem er uppi í hæðum Óslóarborgar en þaðan er tilkomumikið útsýni yfir borgina. Ertu á leiðinni til Óslóar? þetta frábært útivistarsvæði sem laðar að sér fjöldann allan af skíða- áhugafólki ár hvert. Ef dvalið er í Ósló er tilvalið að gista á Holmen- NÝSTOFNAÐ Ferðafélag Siglu- fjarðar stóð fyrir sinni fyrstu ferð á föstudaginn langa, en þá var gengið frá skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðs- dal á Súlur. Leiðsögumaður í ferð- inni var göngugarpurinn Magnús Eiríksson og tókst ferðin vel enda var veður frábært. Stofnfundur Ferðafélags Siglu- fjarðar var haldinn 16. febrúar sl. og er félagið deild innan Ferðafélags Íslands. „Okkur fannst tilfinnanlega vanta einhvern félagsskap hér í bænum sem skipulegði ferðir umhverfis Siglufjörð og stuðlaði að merkingu gönguleiða,“ segir Arnar Heimir Jónsson, formaður félagsins. „Við áttum ekki von á mörgum í félagið, kannski fimmtán manns, en áhuginn reyndist mikill og hafa nú um sjötíu manns skráð sig. Við ætlum okkur að vera með nokkrar skipulagðar ferðir í sumar og verður m.a. farin Skarðsganga í samstarfi við Þjóðlagahátíðina í júlí. Helgina 28.–30. júlí er áformuð fjöl- skylduganga þar sem gengið verður að rústum Evangers-verksmiðj- unnar. Helgina 11.–13. ágúst verður gengið í Héðinsfjörð. Einnig ætla fé- lagar í ferðafélaginu að merkja gönguleiðir í sumar og höfum við fengið styrk frá Ferðamálastofu til efniskaupa,“ segir Arnar.  FERÐALÖG | Ferðafélag Siglufjarðar Ljósmynd/Hörður Júlíusson Norðlenskir göngugarpar fengu blíðskaparveður á föstudaginn langa í fyrstu göngunni undir merkjum Ferðafélags Siglufjarðar. Gönguferðir og merkingar gönguleiða Nánari upplýsingar um ferðir fé- lagsins má fá í síma 844-3855 eða með því að senda póst á arn- ar@siglo.is. EITT vinsælasta hverfið í Ósló um þessar mundir er Grünerløkka. Hverfið sem var á niðurleið fyrir ekki svo löngu er nú orðið suðu- pottur menningarlífsins í Ósló, með flottu næturlífi og kaffihúsum á hverju horni. Andinn þar er ungur og líflegur, þetta er hverfið þar sem nýjasta tískan kemur fyrst í ljós og öðruvísi búðir, m.a með föt ungra norskra hönnuða, má finna út um allt. Listamenn hafa tekið sér ból- festu í hverfinu og eru margir þar með vinnuaðstöðu og litlar búðir. Áin Aker rennur í gegnum Grün- erløkka að miðbæ Óslóar, meðfram árbakkanum er mikið af krám og veitingastöðum þar sem tilvalið er að sóla sig í sumarblíðunni. Aðalgöturnar í Grünerløkka eru Markveien og Thorvald Meyers gata.  HVERFI Þó að það sé óneitanlega dálítið hryssingslegt í Grünerløkka yfir vetrartímann eru í hverfinu margar sjarmerandi byggingar, skemmtilegar verslanir, notaleg kaffihús og fjölbreytt úrval af veitingastöðum. Suðupott- ur menn- ingarlífsins Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.