Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINFALDASTA vörnin gegn fuglaflensu gæti falist í því að hneigja sig fyrir viðmælanda í stað þess að heilsa honum með handa- bandi. Japanir hafa ekki orðið fyrir barðinu á alvarlegum og bráða- öndunarfæra- sjúkdómum í sama mæli á nágranna- löndin. Líklegasta ástæðan er talin fel- ast í, að vírsuar eiga greiðasta leið manna á milli með snertingu handa. Í Japan er það hins vegar siður, að menn hneigja sig hver fyrir öðrum, er þeir heilsast en ekki með handa- bandi. Í japönskum leikskólum og skól- um er rekinn mikill áróður fyrir handþvotti. Talið er að þetta tvennt eigi mik- inn þátt í lítilli útbreiðslu önd- unarfærasjúkdóma í Japan og haldi aftur af, jafnvel hægi á, útbreiðslu flensufaraldurs. Flestir gera sér ekki grein fyrir, að yfir 90% öndunarfæravírusa, eins og t.d. þeirra, er valda kvefi og flensu, komast inn í líkamann vegna snertingar fingra og slím- húðar í augum og nefi. Þeir „húkka“ sér einfaldlega far inn í líkamann og við gerum þeim auðvelt fyrir. Ef fuglaflensuveiran stökkbreyt- ist þannig, að hún smitist milli manna og valdi faraldri, er talið, að hún geti orðið allt frá 200.000 til 150.000.000 manna að aldurtila. Við erum óviðbúin fuglaflensuf- araldri. Bólusetning gagnast lítt. Þótt nú sé unnið að þróun bóluefna og lyfja og þegar séu til lyf, sem talið er að vinni að einhverju leyti gegn fuglaflensu (TAMIFLU og RELENZA), er ljóst að ekki gagnar að hefja framleiðslu bólu- efna fyrr en ljóst er, hvernig vírusinn stökk- breytist. Þá verður of knappur tími til að framleiða nægjanlegt magn. Áframhaldandi og ófyrirséð stökk- breyting veirunnar gæti líka tor- veldað þetta enn frekar. Þetta gild- ir og um þróun inntökulyfja og viðnám veirunnar gegn þeim. Þetta leiðir hugann að því, að skynsamlegasta og einfaldasta vörn gegn fuglaflensu er, að þvo sér oft og vel um hendur. Hindrun á að veiran komist inn í líkamann með snertingu handa við slímhúðir nefs og augna dregur verulega úr smitlíkum. Handþvottur er þó ekki eins auð- veldur í framkvæmd og ætla mætti. Mælt er með bakteríudrep- andi sápu. Útskolun nefganga get- ur líka bætt náttúrulega vörn geng veirunni. Margir vilja vita hvernig búa skal í haginn fyrir sig og fjölskyld- una verði faraldur. Sóttvarnalæknir hefur sagt, að skynsamlegt sé að safna matvælum til einhvers tíma. Í þætti hjá Ophru Winfrey komu fram nokkur ráð frá dr. Osterholm, viðmælanda hennar. – safnið birgðum af niðursoðnum mat, sem dugar til 4–5 vikna – Birgið ykkur upp af lyfjum, sem þið takið reglulega. – Gætið að gæðum og birgðum neysluvatns. Ýmsir framleiðendur hampa varningi sínum fyrir heilbrigð- isstéttir og almenning. Þar ber hæst sóttvarnarsápulög, hanska, öndunargrímur, hlífðargleraugu og samfestinga. Hérlendis hefur Landbún- aðarstofnun veg og vanda af að- gerðaráætlunum gegn fluglaflensu. Ísland er nú með varnarstig 2 í framkvæmd. Þriðja varnarstig verður gangsett ef veiran greinist hér. Skynsamlegt væri að kynna al- menningi tímanlega í hverju að- gerðir munu felast þá, svo ekki komi til öngþveitis og hamsturs vegna fyrirsjáanlegs ótta. Vörn gegn fuglaflensu? Jón H. Karlsson fjallar um smit- un og varnir gegn fuglaflensu Jón H. Karlsson ’Í japönskum leik-skólum og skólum er rekinn mikill áróður fyrir handþvotti.‘ Höfundur er fyrrverandi aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SÆLL… biskup… Nú er ég REIÐ, ég get ekki sætt mig við það að meirihluti sóknar- barna í Keflavík sé hundsaður á þennan hátt, þ.e. að ráða ekki sr. Sigfús, en eins og þú veist voru ríf- lega 4.300 undir- skriftir eða tæp- lega 80% sóknar- barna sem skrifuðu undir slíka viljayfirlýs- ingu. Ég hef áður sent fyrirspurn um það hvort það séu einhver sér- stök eyðublöð sem þarf að fylla út til þess að segja sig úr þjóðkirkj- unni en hef EKKI ENN fengið svar. Ég óska eftir því, þar sem þú ert nú enn á kaupi hjá mér, að ég fái þessi svör því ég ásamt mínu fólki ætlum svo sannarlega að segja okkur úr þjóðkirkjunni og leita þess safnaðar sem hlustar á sóknarbörn sín og ganga því næst til liðs við þann söfnuð. Hvert eigum við að snúa okkur til þess að segja okkur úr þjóðkirkjunni sem kærir sig ekk- ert um sóknarbörn sín aðeins um einhverjar fámennar nefndir og eða sér útvalda presta … svei attan … Svo mörg voru þau orð. Þess ber að geta að enn hafa engin svör bor- ist frá biskupi, enda telur hann mig ábyggilega vera hluta af litla fólk- inu í söfnuðinum sem kemur þetta mál bara ekkert við. Ég nota hér tækifærið og þakka vf.is kærlega fyrir að benda mér á hagstofuna því nú þarf ég ekkert á því að halda að biskupinn svari – átti heldur ekki von á því. En hvað er hér á ferðinni! Það eru sögur ef sögur skyldi kalla, að um eitt allsherjarplott sé að ræða! Að þegar núverandi sýslumaður láti af störfum þá sé eiginkonu nýskip- aðs sóknarprests ætluð sú staða! Hva … á ekki að auglýsa stöðuna og velja þann hæfasta til starfans! Hvílík óvirðing … Sr. Sigfús hefur verið hér við störf sl. 13 ár ásamt eiginkonu sinni, Laufeyju, sem hefur verið með honum í öllu hans starfi og staðið sig frábærlega. Þessi hjón eru það besta fólk sem söfnuðurinn og bæjarfélagið allt hefur fengið til verka. Eftir fráfall sr. Ólafs þá taldi ég víst (gerði ráð fyrir að fólk gæti komist upp í starfi þarna eins og hjá ríkinu) að sr. Sigfús tæki við stöðunni en staða prests yrði aug- lýst. Ég er viss um að nýskipaður sóknarprestur er miklum hæfi- leikum og kostum búinn og hefði sómt sér vel hér í prestsstarfi við hlið sr. Sigfúsar sem væri sókn- arprestur … en annað kom illilega á daginn. Ég hef ákveðið að við þessa nið- urstöðu þá muni ég segja mig úr þjóðkirkjunni og ef ekki verður stofnaður hér fríkirkjusöfnuður þá mun ég ganga til liðs við slíkan söfnuð í Hafnarfirði, sem er næst mér. Ég nota hér með tækifærið og þakka sr. Sigfúsi og konu hans, Laufeyju, fyrir frábær störf og heil- indi. Ég og mitt fólk vonum svo sannarlega að þau verði hér áfram, ef ekki sem sóknarprestur þá prest- ur óháðs safnaðar. RAGNHILDUR L. GUÐMUNDSDÓTTIR, félagsfræðingur og kennari, Melteigi 20, 230 Keflavík. Skipan sóknarprests … Hvílík óvirðing Frá Ragnhildi L. Guðmundsdóttur: Ragnhildur L. Guðmundsdóttir TIL HVERS lifum við? Stórt er spurt og vefst tunga um tönn að svara. Þó mun þetta vera sú spurning, sem flestir glíma við einhvern tíma ævinnar, og sumir jafnvel lengi. Við horfum á lífsbaráttu tegund- anna allt í kringum okkur. Hvern- ig þær lifa sitt þroskaskeið, hnign- ar – og deyja síðan. En rótin skýtur sprotum og upp vaxa aðrir einstaklingar, en með eigindir og kynfestu. Og hringrásin heldur áfram, svo lengi sem hún er ekki trufluð af utanaðkomandi áhrifum, tortímt óviljandi eða af ásetningi. Fólk komið á efri ár gerir oft upp hug sinn við lífið á þann hátt að segja sem svo: „Mér er ekkert að vanbúnaði. Ég hef komið börn- um mínum til manns, þau eru heil- brigt og heiðarlegt fólk. Ég kveð því sátt/sáttur við lífið.“ Það er þá búið að eyða ævi sinni í að reyna að búa börnum sínum betri heim en það ólst sjálft upp við. Ytri aðstæður ráða svo oft hvernig til tekst og úr spilast. Þetta er hin náttúrlega og eðli- lega framvinda. Það skýtur því óneitanlega skökku við, að vítisvélaframleið- endur auðsöfnunar og óréttlætis virðast vera að tortíma heims- byggðinni með valdagræðgi og gróðafíkn. Mæla sinn hagvöxt með afstæðu peningagildi og rányrkju auðlindanna. Drukknandi í sínu eigin sorpi. Kaldrifjuð, ófresk ágirndin skil- ur hvorki né skynjar, að því færri hendur sem raka til sín auðnum, þeim mun fleiri milljónir manna eiga ekkert, hafa engan gjaldmiðil til að kaupa fyrir. Matvara hleðst upp á afmörk- uðum svæðum, meðan mikill hluti mannkyns sveltur. Á meðan græðgi hinna fáu „ríku“ fer eins og logi yfir akur um veröldina og skilur eftir sig sviðna jörð. Kirkjan prédikar blinda trú á upprisu og eilíft líf, með kreddum og kennisetningum, í gylltu prjáli musteranna. En hvar er áherslan á það, að trúin er dauð án verkanna, – utan helgidómsins? Á meðan munnhelgin freyðir eins og óminnisvín um vit hinna útvöldu eru þjóðfélögin að útskúfa sínum komandi kynslóðum, æsku- fólkinu, með atvinnuleysi, röngum áherslum í uppeldi, óstjórn og sið- leysi. Og afleiðingin verður rótleysi, siðleysi og siðblinda, – kúgun, uppreisnarandi og hryðjuverk. Það var ekki þetta, sem Kristur kenndi á sinn látlausa hátt, á með- an hann dvaldist hér á jörð, sem MAÐUR. Og fyrr en við tökum hans líf- erni okkur til fyrirmyndar, um jafnrétti, frelsi og bræðralag í þessum heimi, fáum við víst engu umbreytt til batnaðar. GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR, Austurhlíð 2, 541 Blönduós (dreifbýli.) Hugleiðing á föstudaginn langa Frá Guðríði B. Helgadóttur: FYRIR skömmu kom sókn- arprestur Digranessóknar í Kópa- vogi fram í sjónvarpi og greindi frá hörmulegum dauðdaga ungmennis er lét líf sitt vegna spilafíknar. Fjárhættuspil og spilafíkn eiga sér æva- fornar rætur. Heim- ildir eru til um pen- ingaspil í Mið-Austur- löndum og Indlandi fyrir fjögur þúsund ár- um. Fyrsta bókin um skaðsemi spilafíknar kom út árið 1674. Höf- undurinn Charles Cot- ton lýsir áhrifum spila- fíknar svo: „Eirðarlausan kalla ég hann, hvorki getur hann eftir vinning eða tap hvílst ánægður. Ef hann vinnur vill hann vinna meira, ef hann tapar vill hann vinna til baka.“ Norðmenn eiga nýlegar rann- sóknir um fjárhættuspil, sem gætu verið vegvísir fyrir okkur hér á landi. Þegar áróður fyrir frjálsu pen- ingaspili hefst, er útgangspunkt- urinn og sterkustu rökin „pen- ingaspil er góð aðferð til söfnunar fyrir góðgerðarstarfsemi“. Norðmenn hafa leyft of mikið frelsi spilakassa í búðum og versl- unarmiðstöðvum, sem hafa þróast í „lítil spilavíti“. Frá árunum 1990 til 1999 jókst umfang spilakassa í Nor- egi um 4.600 prósent, umfangið varð 47-falt. Síðustu ár hafa Norðmenn leyft Norsk tipping, Rikstoto og privat selskap peningaspil á internetinu. Nýjasta frelsi Norðmanna er fjárhættuspil í farsíma. Eftir hring- ingu úr farsíma fyrir kr. 20 n. kem- ur útdrátturinn eftir 20 sekúndur. Hægt er að tapa kr. 4000n., u.þ.b. 45 þús. kr. ísl. pr. klst. Enginn lokunartími, netið og síminn alltaf opin. Nógir lánardrottnar til staðar með „góða handrukkara“. Um- fang spilakassa í Nor- egi er 38% af pen- ingaspilum. Þar af hafa 85% orðið spila- fíklar. Hestaveðhlaup, Oddesen og fotbaltipp- ing eru 21% af pen- ingaspilum. Þar af hafa 45% orðið spila- fíkn að bráð. Í Bandaríkjunum virðist frelsi í „spilaiðnaðinum“ fara dvínandi. Að- allögmaður þeirra hefur gefið út að- varanir. Annars muni yfirvöld alfar- ið banna spilabransann. Fjárhættuspil þrífast á mann- legum veikleika, taka meira frá þeim fátæku. Hið opinbera verður fyrir auknum útgjöldum vegna meðferðar og félagslegrar aðstoðar við spilafíkla. Vegna þagnargildis er ekki sagt frá fjölskylduharmleikjum og sjálfs- morðum spilafíkla. Þökk sé fjölskyldu fyrrnefnda unga mannsins fyrir styrk og hug- rekki, að segja frá hörmulegum af- drifum hans. Megi það verða til hjálpar þeim, sem nú eru í víta- hring spilafíknar og fjölskyldum þeirra. Kennum börnum okkar að forðast spilafíkn og áfengisfíkn. Ræðum við þau um hættuna, verum þeim góð fyrirmynd. Lærum af sögunni og reynslu annarra þjóða, leyfum ekki spila- kassa og áfengi í verslunarmið- stöðvum og sjoppum. Norska skáldkonan Inger Hag- erup orti ljóðið „Spilleren“ („Fjár- hættuspilari“) um harmleik spila- fíknar, lauslega þýtt: Spilarinn tapar í sífellu sönnustu gildum er hlaut: Ástin, gleðin og gæfan fjölskyldan – öll eru á braut Hann spilar í sífellu myntin á borðinu bylur lífinu kastar á glæ. Því hann ekki skilur Að spilið í raun sem ’ann spilar er gjaldið hans dauði. Árangurslaust ’ann sálina selur fyrir rúllettuspili og brauði. Gleðilegt sumar. Fjárhættuspil í sögu og samtíð Sigríður Laufey Einarsdóttir fjallar um spilafíkn ’Þegar áróður fyrirfrjálsu peningaspili hefst, er útgangspunkturinn og sterkustu rökin „pen- ingaspil er góð aðferð til söfnunar fyrir góðgerð- arstarfsemi.‘ Sigríður Laufey Einarsdóttir Höfundur er djákni að mennt og situr í fjölmiðlanefnd IOGT. ókeypis smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.