Morgunblaðið - 22.04.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 22.04.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 49 MINNINGAR aðir af lífi og hamingju, hafðir svo góða nærveru. Ég man stuttu eftir að ég kynntist þér, að ég kynnti þig fyrir konunni minni með þessum orðum: „Þetta er Rut, þessi ynd- islega kona sem ég sagði þér frá.“ Þú brostir og varst eiginlega svolít- ið hissa og ánægð að ég skyldi kynna þig þannig, því við vorum ekki búin að þekkjast lengi þá, en ég var nú samt búinn að gera mér grein fyrir því að þarna fór mjög svo sérstök kona sem geislaði af lífi og jákvæðum straumum. Stundirn- ar sem við náðum að eiga saman eru eftirminnilegar og gleymast seint. Við hittumst nú oftast til að spila saman á gítar og kenndir þú mér heilmikið í sambandi við tón- listina sem ég mun alltaf búa að. Við ræddum líka mikið um lífið og til- veruna, þar hafðir þú mjög ákveðnar og heilbrigðar skoðanir sem fengu mig til að staldra við og hugsa. Þú hafðir mikla réttlætis- kennd, vildir öllum vel og gafst lítið fyrir efnisleg gæði. Þú hélst alltaf þinni hugarró, líka eftir að þú veikt- ist, varst ánægð með lífið og sátt þó að þú vissir að þú ættir stutt eftir ólifað. Þú náðir að sá mörgum góð- um fræjum hér sem við njótum góðs af um ókomna tíð. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm, sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund, sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Stgr.) Ég og Sigga Rósa þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við sendum öllum ættingjum þínum einlægar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, kæra Rut. Þinn vinur Richard. Elsku Rut, takk fyrir samfylgd- ina, blessuð sé minning þín. Mig langar að þakka þér með sömu orð- um og ég söng fyrir þig síðast þegar við hittumst: Fagra blóma tú sum prýðir fjallatindar berg og skørð, bø og ong og grønar líðir, hvat er fagrari á jørð ? Eina blómu tó eg kenni, fagrast hon av øllum er, sjálvt ei rósan líkist henni, tað er hon eg valdi mær. Blómur spretta móti vári, følna, tá ið heystið er, mín, hon blóma man alt árið, um so kalt og kavið er. – Einaferð hon bert kann blóma, følnar hon, eg følni við. Fylgja skal eg blómu míni, til tann síðsta hvíldarfrið. (Poul F. Joensen.) Þinn vinur Davíð Samúelsson. Einstök kona hefur haldið áfram för sinni og við sem eftir erum get- um aðeins þakkað fyrir þær stundir sem við fengum með henni. Það var í ágúst 2004 sem Rut kom til okkar í Borgarhrauni 30. Hún var ráðin sem heimilishjálp, að aðstoða mömmu við dagleg störf og vera henni félagsskapur. Eftir stutta stund var ekki hægt að kynna Rut sem heimilishjálpina, hún var svo miklu meira en það. Það eru engin orð til að lýsa Rut, eða hvað hún var fyrir okkur. Hún varð fljótt partur af fjölskyldunni og til hennar leituðum við með vandamál sem við ekki gátum leyst sjálf. Það stóð sjaldan á lausninni og ef það var ekki hægt að leysa þetta mál, þá leið manni allavega aðeins betur en áður eftir gott samtal. Í ágúst var mamma þegar búin að missa málið, en saman ræddu þær samt um heima og geima við tölv- una eða að Rut sat við rúmið hjá mömmu og las fyrir hana. Hún varð góð vinkona hennar mömmu, sú kona sem mamma treysti best fyrir sjálfri sér. Hún hugsaði af alúð og umhyggju um mömmu, las fyrir hana, hló með henni, grét með henni og barðist með henni, og okk- ur við MND-sjúkdóminn. Við hér í Borgarhrauninu, sem fengum að kynnast Rut svo vel, er- um glöð yfir því að hafa fengið að njóta hjartahlýju hennar, þó ekki væri nema í stutta stund. Hún var alltaf til staðar fyrir allar okkar áhyggjur og okkar vandamál. Við fjölskyldan eigum Rut allt að þakka, fyrir að vera svona frábær, einstök kona. Hún mun alltaf eiga stað í okkar hjarta. Kona sem skilur allt er ei á hverju strái. Kona sem á svar við öllu vex ei á hverju tré. Konu sem gefur sér alltaf tíma er sjaldgæft að finna. Konu sem er svo hlý og góð eiga ekki allir að. Hún Rut okkar var allt þetta. Hún Rut sem brosti svo blítt. Hún Rut sem við minnumst ætíð, því góðar konur gleymast ei. Kæra fjölskylda, við hugsum til ykkar. Halldór, Berglind, Hrafn- hildur, Elísabet, Örvar, Ólíver Dór og Emma Dís. Þegar ég horfi á þig kæra vinkona mín sé ég hetju hversdags- lífsins sem réttir meira úr sér eftir því sem byrðin er þyngri. Fallega áran þín verður bjartari með hverjum deginum þess vegna munt þú sigra hverja þraut í lífinu og gefa þeim styrk sem þurfa á þér að halda. Þetta réttir þú mér dag einn í mars árið 2000. Síðan þá hafa þessi orð fylgt mér og veitt mér styrk. Mikið finnst mér ég lánsöm að hafa kynnst vináttu þinni. Þér hlýtur að hafa verið ætlað stórt hlutverk annars staðar fyrst sá sem öllu ræður tók þig frá okkur. Við Stjáni, Eyrún og Hákon þökkum þér samfylgdina og send- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Kristín Ólafsdóttir. Rut vinkona mín Gunnarsdóttir fékk nú undir lok lönguföstu hvíld frá erfiðri og ósigrandi sjúkdóms- legu. Það er trúa mín að hún hafi farið yfir til nýrra heimkynna sátt og sæl í sinni. Eftir situr heimurinn fátækari en ella. Ekki aðeins hafa hennar mörgu og kæru aðstandendur misst mikið heldur ekki síður jarðlífið sjálft. Rut var kona sem lét sig jarðlíf þetta skipta. Baráttukona fyrir bættri veröld fram til hinstu stundar. Kynni okkar hófust að marki í tengslum við umræðu um Sólheima í Grímsnesi og málefni fatlaðra hér í okkar heimahéraði. Þar vorum við samstíga og jafn sannfærð um að vandamálið væri tvíhöfða þurs. Annars vegar þau öfl sem halda vilja Sólheimum í gíslingu sinna sér- hagsmuna og tildurmennsku þvert á hagsmuni hinna fötluðu íbúa stað- arins. Hins vegar fílabeinsturnafólk það sunnan heiðar sem helst vill sjá Sólheima lagða niður í núverandi mynd en íbúana flutta í nálæga þéttbýliskjarna. Rut var dreifbýliskona og skildi vel þau verðmæti sem skapa mætti fötluðum í búsetu fjarri skarkalan- um. Henni var líkt og okkur fleiri annt um að staðurinn fengu að vaxa og dafna sem búsetukostur fyrir fatlaða einstaklinga. Valkostur í veröld þar sem megináherslan virð- ist lögð á að steypa alla í sama mót. Um hitt vorum við Rut jafn sann- færð að þessi þroski Sólheima yrði aldrei undir núverandi stjórn þar á bæ. Hér eru ekki efni eða aðstæður til að ræða þau mál út í hörgul og frá- leitt er ég jafn gagnorður í þeim efnum eins og þér, Rut, tókst að vera í fáorðum en skorinorðum smáskeytum gsm símans sem þú sendir mér af banabeði. Það síðasta þeirra var reyndar ekki sent mér heldur núverandi félagsmálaráð- herra í þeirri von að hann tæki upp merki flokksbróður síns og félaga Páls Péturssonar í málefnum stað- arins. Það bíður mín nú að koma þeim boðum rétta leið. Baráttan fyrir bættum heimi, pólitíkin og skáldskapurinn, allt var þetta þér nálægt þegar fundum okkar bar saman í síðasta sinn á líknardeild í gamla Kópavogshæl- inu. Þú hrósaðir umönnuninni þar og taldir þig hafa undan engu að kvarta. Beiðst brosandi þess sem okkar allra bíður og tókst sennu um pólitíkina við mig forhertan fram- sóknarmanninn. Þannig ætla að ég að minnast þín og þannig vonast til að hitta þig að nýju í eilífðinni. Móður þinni, afkomendum og öðrum nánum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Bjarni Harðarson. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Útför móður minnar og systur okkar, JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis í Vesturbergi 78, verður gerð frá Garðakirkju í Garðabæ, mánu- daginn 24. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Snorri Hallgrímsson og systkini hinnar látnu. Elskulegi eiginmaður og vinur minn, NÚMI ÓLAFSSON FJELDSTED, Ljósheimum 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Kópavogi að morgni fimmtudagsins 20. apríl. Ásta Þ. Fjeldsted. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN JÓNSSON bifreiðastjóri, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést að morgni fimmtudagsins 20. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Ragna Kristjánsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Sigurður E. Gíslason, Eyþór Kristjánsson, Ingibjörg Thorp, Valgerður Kristjánsdóttir, Kristján Birgisson, Þórný Kristjánsdóttir, Benedikt Benediktsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samkennd og hlýhug í orði og verki við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, MARINÓS BJÖRNSSONAR, Þernunesi. Guð blessi ykkur öll. Björn Þorsteinsson, Sigríður Steinsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Vilborg Björnsdóttir, Guðjón B. Sverrisson, Þorsteinn Björnsson, Ída C. Bergman, Steinn Björnsson, Þórdís Eva Þórhallsdóttir og systkinabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, STEFANÍA INGIBJÖRG SNÆVARR, lést að morgni sumardagsins fyrsta, fimmtu- daginn 20. apríl sl. Árni Snævarr Guðmundsson, Sesselja Guðmundsdóttir, Orri Haraldsson, Sesselja Snævarr, Sigrún Snævarr. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, JÓHANNA ÞORGEIRSDÓTTIR, Hlunnavogi 3, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 21. apríl sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hjalti Jónasson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.