Morgunblaðið - 22.04.2006, Síða 51
með Bjána. Bjáni var heimiliskött-
urinn, hann trítlaði alltaf á eftir
húsbónda sínum, með sperrta rófu,
í hans daglegu gönguferðum.
„Hann hagar sér eins og hundur,“
sagði Magnea, „kannski veit hann
ekki að hann er köttur, þetta er
svoddan bjáni.“
Ég sagði þeim að ég hefði átt af-
mæli fyrir tveimur dögum og
krakkarnir mínir hefðu gefið mér
bók ritaða af Sigurði A. Magnús-
syni um ævi og starf Sigurbjörns
Einarssonar. – „Æ, blessunin,“
sagði Sigurbjörn, „áttir þú nú ekk-
ert betra skilið en það?“ Það tísti í
Magneu og hún sagði að það væri
heitt á könnunni fyrir okkur Sig-
urbjörn en Bjáni fengi bara mjólk.
Ég sagði þeim að ég ætlaði að
bjóða þeim í leikhús, þau gætu val-
ið um mjög menningarlega klass-
íska sýningu í Borgarleikhúsinu
eða „Revíuna í den“ sem væri brot
úr gömlu revíunum leikið í Kaffi-
leikhúsinu.
Hjónin horfðu hvort á annað og
hugsuðu sig um. Síðan sagði Magn-
ea: „Er ekki gaman að fá að sjá
revíu?“ Eiginmaðurinn var fljótur
að samþykkja það. Og þau mættu í
Kaffileikhúsinu. Hún uppáklædd að
venju í peysufötum, og þarna hlógu
þau og skríktu með okkur leik-
urunum, við lékum líka sérstaklega
vel þetta kvöld, því við lékum að-
allega fyrir þau.
Ég ætla að enda þessi minn-
ingabrot mín um konu sem var mér
kær með því að segja frá því að
sem við vorum hnípinn vinahópur
komin í Skálholt á kyrrðardaga, við
sátum í borðstofunni og vorum að
lesa, hvert í sínu horni, þá kom inn
kona, hún hafði sama fas og hún
Magnea þar sem hún gekk á milli
borða og kveikti á kertum til að
gera umhverfið notalegra fyrir
okkur. Og þegar hún kíkti yfir til
okkar og brosti hlýju brosi var eins
og hún Magnea væri stödd mitt á
meðal okkar. Þetta reyndist líka
vera dóttir hennar Rannveig sem
er eiginkona rektorsins í Skálholti.
Eitt andartak datt mér í hug að
stæla í mig kjark og biðja rekt-
orsfrúna að koma sér upp peysuföt-
um, svona rétt til þess að við hefð-
um andann hennar Magneu hjá
okkur. En sá mig um hönd því ég
skildi að sá andi sem hún Magnea
bar með sér var sjálfur Heilagur
andi Jesú Krists. Og sá andi hefur
gefið mannanna börnum það loforð
að hann muni aldrei skilja okkur
eftir munaðarlaus.
Guðrún Ásmundsdóttir.
,,Ég vil lofa Drottin meðan lifi,
lofsyngja Guði mínum meðan ég er
til.“ (Pst.146.2.)
Þökkin fyrir lífið sem guðsgjöf
vekur lofgjörð í hjarta. Fagnaðar-
erindi Jesú Krists gefur þeirri vit-
und viðmið og grunn til að byggja
á. Kjarni þess opinberast í boðskap
dymbilviku og páska um þann nýja
sáttmála vígðan fórnarblóði hans
og sigrandi elsku sem er gróðr-
armáttur nýrrar sköpunar og upp-
risa hans birtir og boðar. Magnea
Þorkelsdóttir andaðist háöldruð á
helgum Skálholtstað í upphafi
dymbilviku þar sem kristni á Ís-
landi fékk í árdaga aðalathvarf sitt
og gróðurreit. Hún var látlaus í
allri framkomu en sæl í hógværð
sinni og auðmýkt hjartans sem var
gróskumikil sáðjörð Guðs náðar-
verka.
Magnea giftist ung dr. Sigurbirni
Einarssyni biskupi, sem þá var við
guðfræðinám og stefndi á utanför
til Svíþjóðar í framhaldsnám og
varð eftir það framsækinn sókn-
arprestur á Breiðabólsstað á Skóg-
arströnd og í Hallgrímssöfnuði í
Reykjavík, prófessor í guðfræði við
Háskóla Íslands og farsæll og mik-
ils metinn biskup Íslands. Þau
höfðu kynnst á Kirkjubæjarklaustri
á unglingsaldri og fundist sem
strengur væri þeirra á milli síðan
og lýstu því iðulega yfir er á ævina
leið, að lífi þeirra hefði verið ráð-
stafað og þau væru hvort öðru
Guðs gjöf. Látið hendur hlýna við
hans loga, segir enda Sigurbjörn í
fögrum hjónavígslusálmi, huga og
augu spegla ljós hans anda, svo þið
verðið gleði Guðs hvort öðru, gjöf
sem blessar hamingju og vanda.
Magnea var hvort tveggja í senn
lífsakkeri hans og leiðarstjarna
sem með ástríki sínu, góðum gáfum
og skilningi veitti hvatningu og
þrek til boðunar og baráttu. Og
hún sá vonir sínar rætast í vitn-
isburði hans og verkum, ,,við orf og
altari“, skrifum hans og varnarorð-
um gegn váboðum vígvædds þjóð-
ernissósíalisma, andófi gegn guð-
lausum og glámskyggnum komm-
únisma og baráttu fyrir frelsi
þjóðar andspænis freistingum og
yfirgangi auðhyggjunnar sem dró
land og þjóð inn í áhrifasvæði sitt í
köldu stríði. En dýrmætast var að
hann setti óvefengjanlega fram
kjarna fagnaðarerindisins, sem fell-
ur ekki að hyggindum heims og
háttum en umskapar líf og hjörtu
fyrir náðarverk Jesú Krists. Á
þeim kjarna og kletti þyrfti kirkjan
ávallt að byggja ekki síst í gjörn-
ingaveðri og sviptingatíð. Passíu-
sálmar Hallgríms væru t.d. sígildur
trúararfur sem drægi kjarnann vel
fram. Þá ætti að lesa í útvarpi á
föstu og reisa líka Hallgrímssöfnuði
veglega kirkju sem bæri það með
sér að mannlíf og menning á Ís-
landi fengi sína styrkustu stoð í
trúararfinum og minnti á gildi hans
í samtíð og framtíð. Endurreisa
þyrfti fornfrægt Skálholt, byggja
þar kirkju sem sæmdi staðnum og
sögu hans og koma þar upp kristnu
menningarsetri. Þessar draumsýnir
urðu allar að fögrum veruleika fyr-
ir einurð og eljusemi, heit hjörtu og
hugsjónarík. Þar var hlutur Magn-
eu mikill sem aflvaki hugsjóna og
góðra verka fyrir biðjandi trú. Þótt
hún prédikaði ekki í sjónvarpinu
hefur áhrifa hennar og fyrirbæna
gætt þar í styrkri og heillandi
framsetningu dr. Sigurbjörns á
trúarsannindum á helgum jólum.
Hún bjó manni sínum og börnum
þeirra átta sem upp komust öruggt
skjól og gott heimili. Lífsskilyrði
voru frumstæð á prestssetrinu á
Breiðabólsstað en umhverfis fegurð
og hlýja sóknarbarnanna bætti
mjög úr þeim. Og ekki var hús-
rýmið mikið á Freyjugötu í Reykja-
vík síðar, en bænrækni og trúar-
hlýja varð börnunum dýrmætt
vegarnesti, lífsvirðing og gleði sem
ríkti þar innan dyra.
Fjórir synir urðu prestar, einn
þeirra biskup. Öll lögðu börnin fyr-
ir sig mannlífsbætandi og upp-
byggileg viðfangsefni, og afkom-
endur þeirra hafa látið vel að sér
kveða t.d. á listasviði og unnið að
bættum samskiptum og velferð á
alþjóðavettvangi. Magnea lék á
orgel og unni fagurri tónlist og var
listfeng í höndum og mikil hann-
yrðakona. Hún var oftast klædd
peysufötum eða upphlut á manna-
mótum og hátíðarstundum, sem
hún saumaði sjálf og vann og vitn-
uðu um hógværa smekkvísi hennar
og virðingu fyrir þjóðarverðmæt-
um.
Dýrmætt var í guðfræðinámi að
horfa til þeirra hjóna og finna um-
hyggju þeirra og hvatningu og
kynnast vel gefnum sonum þeirra
sem voru fyrir í guðfræðideild Há-
skólans. Og það var þakkarefni
skömmu fyrir prestsvígslu að vera
treyst fyrir því að aka þeim í rauð-
um Peugeot bíl þeirra í vísitasíuför
vestur í Dali og norður á Strandir
allt að Árnesi, rita vísitasíugjörðir
og fá kynnst þar prestum og
kirkjufólki, hlýða á prédikanir bisk-
upsins hverja annarri betri og ræða
við þau og þiggja blessandi og upp-
örvandi orð. Prestsvígslan í Dóm-
kirkjunni 3. október 1976 þar sem
dr. Sigurbjörn vígði sex guðfræðik-
andidata til prests og fylgjandi
heimboð biskupshjóna á biskups-
setrið við Bergstaðastræti geymast
sem helgandi áhrif í hjarta, einnig
prestastefnur síðar og heimsóknir
til þeirra biskupshjóna þar sem
móttökur einkenndust af myndar-
skap, reisn og gleði. Þau fylgdust
með framgangi prestsþjónustunnar
á Suðureyri og í Hafnarfirði, þótt
horfin væru af opinberum forystu-
vettvangi Þjóðkirkju Íslands. Þau
tóku þátt í jólavökum í Hafnar-
fjarðarkirkju, og gættu vel að
áformum og síðan byggingu veg-
legs safnaðarheimilis við kirkjuna.
Þau létu sig varða ,,Stefnumót trú-
ar og listar“ sem haldið var á veg-
um Hafnarfjarðarkirkju og Kjalar-
nessprófastsdæmis, voru við helgun
byggingarlóðar safnaðarheimilis
kirkjunnar og tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar sem dr. Sigurbjörn bless-
aði. Þau tóku þátt í vígslu Stafns,
kapellu heimilisins, sem fékk nafnið
Strandberg. Bæði komu þangað
þegar biskup flutti þar merkan og
fjölsóttan erindaflokk um kristna
íhugun og tilbeiðslu. Fyrsta presta-
stefna sem hr. Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands, stýrði var
haldin í vistarverum Strandbergs
þótt meginsalarkynni þess væru þá
ekki fullgerð og saman blessuðu
þeir biskuparnir um haustið þau
salarkynni sem fengu nafnið Hásal-
ir, og Magnea mun þar hafa verið
með þeim sem oftar. Það var einnig
gefandi og dýrmætt að vera með
þeim hjónum á næstu prestastefnu
sem haldin var á Kirkjubæjar-
klaustri þar sem leiðir þeirra höfðu
í fyrstu legið saman og virða fyrir
sér með þeim merk náttúrufyrir-
brigði og sögustaði. Guðsþjónustan
í Langholtskirkju í Meðallandi var
sérlega eftirminnileg. Dr. Sigur-
björn prédikaði þar í kirkju
bernsku sinnar og bar saman fortíð
og nútíð og benti á myrkur og
voða, himinbirtu og trúarljós á sinn
einstaka hátt. Innileg gleði og helgi
fylgdi því að vera með þeim öldnu
hjónum í kirkjunni eftir guðsþjón-
ustuna þar sem þau sögðu frá og
lýstu altaristöflunni og helgigripum
líka fyrir börnum sem andaktug
horfðu á og ganga síðan með þeim
úr kirkju að grafarstæðum og leið-
um þar sem látnir ættingjar og vin-
ir hvíldu. Kristnihátíð ári síðar í
þjóðarhelgidómi Þingvalla, þar sem
glampandi himinsól og dásemdar-
veður vottuðu guðsblessun á þús-
und ára minningu þjóðarkristni,
hefur vakið þeim einlæga þökk fyr-
ir að fá að lifa hana og það jók
vægi hátíðarinnar fyrir mörgum að
fá að eiga hana með þeim. Það var
dýrmætt að fá að heimsækja þau
hjón í Reynigrund í Kópavogi þar
sem þau áttu heima á efri árum og
ræða við þau og biðja þar með
þeim og höndlast af áhrifum and-
ans helga sem greinilega umlukti
þau friði og blessun sinni einkum
áður en lagt var af stað til Wales í
framhaldsnám í keltneskri guð-
fræði sem varðar bæði uppruna
þjóðar og kristni á Íslandi. Þar
kom fram að dagur heilags Davíðs
þjóðardýrlings Wales og jafnframt
þjóðhátíðardagur Walesverja er 1.
mars en hann var einmitt afmæl-
isdagur Magneu. Síðast hittum við
Magneu og dr. Sigurbjörn saman
við aftansöng á helgu aðfangadags-
kvöldi í Áskirkju. Sr. Árni Bergur
sonur þeirra hafði þjónað henni
lengi sem afar vel metinn guðs-
þjónn og sálnahirðir en hann lést á
liðnu hausti, harmdauði öllum sem
áttu hann að og til hans þekktu.
Fyrr höfðu þau misst son sinn sr.
Björn sem gegndi prestsþjónustu í
Danmörku við góðan orðstír. Þau
vissu að engum er hlíft við sorg og
missi í þeim heimi sem Jesús Krist-
ur er enn að frelsa, jötubarnið og
hinn krossfesti maður, en hvíldu í
vissu um upprisu hans og þeirra
sem honum treysta og fylgja og
þökkuðu hvern dag sem gafst til að
lofa hann og horfa móti komanda
ríki hans. Sú minning bætist nú við
sögufrægan Skálholtsstað að
Magnea Þorkelsdóttir hafi andast
og átt þar sinn dýrðardag falin
frelsara sínum krossfestum og upp-
risnum. Það er ljúft að minnast
hennar fylgjandi honum inn í
dymbilviku að krossi hans og svo
inn í upprisuljóma páska og þakka í
himinbirtu þeirra allt það góða og
dýra sem Guð gaf með henni, gef-
andi trú hennar, örugga von og
fórnfúsa elsku og biðja ástvinum
hennar blessunar í lofgjörðarsöngv-
um upprisuhátíðar:
Ég tigna kærleikskraftinn hljóða,
Kristur, sem birtist oss í þér.
Þú hefur föðurhjartað góða,
himnanna ríki, opnað mér.
Ég tilbið undur elsku þinnar,
upphaf og takmark veru minnar.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Þórhildur Ólafs og
Gunnþór Ingason.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 51
MINNINGAR
✝ Anna S. WiumKristinsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. júní 1948. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 16. apríl síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru Helga Ágústs-
dóttir (Stella), f.
10.2. 1922 í
Reykjavík, d. 26.2.
2004, og Kristinn
Wium Vilhjálms-
son, f. 11.3. 1913 í
Reykjavík, d. 22.7. 1997. Systk-
ini Önnu eru: Tómas Vilhelm, f.
1942, Sigríður Júlía Wium, f.
1946, Hjörtur Wium, f. 1950,
Reynir Páll, f. 1951, og Halldór
Þór Wium, f. 1959.
Anna fluttist til Dalvíkur
1968. Hinn 8. nóvember 1969
giftist hún Jóni G. Halldórssyni
íþróttakennara, f. 24.9. 1941.
Börn þeirra eru: 1) Gunnlaugur,
tölvunarfræðinemi, f. 27.4. 1972.
2) Ágúst, tölvunarfræðingur, f.
13.7. 1973, sambýliskona Oddný
G. Guðmundsdóttir kennari,
sonur þeirra er
Kjartan Óli, f.
19.11. 2002. 3)
Snjólaug María, f.
22.12. 1978, eigin-
maður El Mahfoud
Buanba, sonur
þeirra er Elyass
Kristinn, f. 8.6.
2005.
Á Dalvík vann
Anna við barna-
gæslu á gæsluvell-
inum í 16 sumur.
Síðan lá leið henn-
ar í rækjuvinnslu
Söltunarfélags Dalvíkur þar
sem hún vann þar til vinnslan
var lögð niður. Þá fór hún að
vinna hjá O. Jakobsen við fisk-
vinnslu þar til heilsa hennar
leyfði það ekki lengur. Anna
hafði alla tíð mikið dálæti á allri
handavinnu og marga peysuna
var hún búin að prjóna. Hún var
meðal stofnenda handverkshúss-
ins „Gallery Iðja“ sem starfaði á
Dalvík í nokkur ár.
Útför Önnu verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrr allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um langar mig að þakka Önnu fyr-
ir þær stundir sem við áttum sam-
an. Í haust var ég svo sannfærð
um að Anna myndi komast yfir
veikindi sín og ætti eftir að sjá
barnabörnin vaxa úr grasi en það
fór á annan veg. Sem betur fer
voru samverustundir nokkrar en
hefðu mátt vera fleiri í ljósi þess
að tími okkar saman varð ekki
lengri en raun bar vitni. En þakk-
lát er ég fyrir minningarnar sem
þó eru til staðar.
Ég kom inn í fjölskylduna fyrir
tíu árum og var frá fyrsta degi
ætíð velkomin. Í fyrstu heimsókn
minni norður fórum við saman í
skíðaferð á troðaranum upp Bögg-
vistaðafjall og inn dalinn og er hún
mér ógleymanleg. Þennan dag
skein sólin skært og veður var hið
fegursta. Nonni var í fararbroddi
og stýrði troðaranum og vænn
hópur skíðafólks var í eftirdragi.
Ferðin var nokkuð löng og tók vel
í lærvöðvana en Anna var enginn
eftirbátur yngra fólksins. Þá varð
mér hugsað hvað það væri nú
gaman ef allar mömmur á fimm-
tugsaldri gætu leikið þetta eftir.
Eftir að Kjartan Óli fæddist
komst sú hefð á að litla fjölskyldan
brunaði norður á Fiskidaginn
mikla. Ég mun aldrei gleyma því
þegar við birtumst á fyrsta ári
Kjartans Óla. Við vorum varla
komin út úr bílnum þegar Anna
tók hann í fangið og var rokin nið-
ur að bryggju til að sýna hann öðr-
um með stolti. Barngóð var hún og
Kjartan Óli naut þess að vera í
kringum hana. Hún gat setið tím-
unum saman inni í herbergi með
honum og leikið við hann eða bara
horft á hann leika sér.
Anna var mikil handverkskona
og var prjónaskapurinn þar
fremstur í flokki. Varla fór hún
neitt nema hafa prjónana meðferð-
is og var hún óþreytandi að sækja
staði þar sem handverk var boðið
til sölu, bæði til að sýna sitt og fá
hugmyndir frá öðrum.
Þótt þrekið væri farið að þverra
sagði hún ekki skilið við handa-
vinnuna og englarnir sem hún
gerði fram á síðasta dag bera því
vitni. Myndin sem hún færði
Kjartani Óla nú um páskana er
enn eitt dæmið um handbragð
hennar og er okkur mjög kær.
Þó það sé alltaf sárt að kveðja
er það huggun harmi gegn að nú
veit ég að Önnu líður betur og hún
mun brátt hitta foreldra sína sem
henni þótti svo vænt um. Ég bið
góðan Guð að halda verndarhendi
sinni yfir henni og þakka henni
fyrir samverustundirnar.
Elsku Nonni, Guð blessi þig og
fjölskyldu þína og gefi ykkur styrk
til að takast á við sorgina.
Oddný Guðrún.
Elsku Anna mín. Minningar
mínar um okkar stundir voru ynd-
islegar. Þú varst alltaf svo góð við
mig og börnin mín, alltaf þegar þú
komst suður þá komstu í heimsókn
til okkar og börnin mín sögðu allt-
af: „Amma er komin.“ Þú leiðréttir
það alltaf og sagðir: „Nei, Anna
frænka,“ en þú varst í mínum
huga amma þeirra. Á Þorláks-
messu þá fórum við alltaf saman
með pabba í bæinn og vorum eins
og fjölskylda, ég leit á þig sem
móður mína því þú og ég áttum
skemmtilegar stundir saman og
hlógum mikið. Þú og amma heitin
voruð mér mikils virði og þið kom-
uð fram við mig eins og ég væri
dóttir ykkar og ég sakna ykkar
mjög mikið.
Núna ertu komin í faðm mömmu
þinnar og pabba og líður vel hjá
þeim. Þú átt tvö yndisleg barna-
börn en okkar á milli átt þú fimm
barnabörn, mín þrjú líka.
Þegar þú fórst til Spánar til
dóttur þinnar þegar hún gifti sig
þá lofaði ég þér að vera hjá ömmu
í hennar veikindum fyrir þína
hönd og mína líka. Ég var hjá
henni síðustu stundir hennar og þú
varst svo þakklát að ég skyldi vera
hjá henni þegar hún kvaddi okkur.
Ég get endalaust skrifað um
þig, Anna mín, og okkar góðu tíma
og þær minningar munu ávallt
vera í mínum huga. Þín er sárt
saknað af börnunum mínum og
mér. Guð geymi þig Anna
(mamma) mín.
Þín
Kristín Wíum.
Okkur langar að minnast Önnu
W. Kristinsdóttur í nokkrum orð-
um. Anna reyndist okkur ætíð vel
og erum við þakklát fyrir þær
stundir sem við fengum að njóta
með henni. Undanfarna mánuði
barðist hún allt fram á síðasta dag
við illvígan sjúkdóm en nú er sú
barátta á enda og nýtt tímaskeið
tekið við þar sem henni mun líða
vel í faðmi þeirra sem farnir eru.
Munum við ætíð minnast Önnu
með hlýhug. Megi hún hvíla í friði.
Við vottum Jóni og börnum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Kveðja.
Helgi Tómas, Sandra
og Sigrún Silja.
ANNA S. WIUM
KRISTINSDÓTTIR