Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 118. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fagleg og lögleg þjónusta í boði Löggild menntun snyrtifræðinga tryggir þér fagmennsku í snyrtingu og förðun og rétta og örugga húð- meðferð. Þú finnur snyrti- fræðinga í Félagi íslenskra snyrtifræðinga um land allt. Sjá nánar á Meistarinn.is. Skraddarinn á horninu Nýfluttur aftur til Íslands eftir 27 ára fjarveru | 16 Hreinrækt- aður virtúós Unun að fylgjast með Kristjáni Ingimarssyni leikara | 17 Íþróttir í dag Skytturnar þrjár  Kobe Bryant „sjóðheitur“  Ævintýri lítt þekkts kylfings  United gerði jafntefli „VIÐ vinnum þau störf, sem Bandaríkjamenn vilja ekki“ segir á spjaldinu, sem drengurinn ber, en í gær, 1. maí, efndu milljónir manna, ólöglegir innflytjendur og stuðningsmenn þeirra, til mótmæla víða um Bandaríkin. Talið er, að ólöglegir innflytjendur í landinu séu hátt í 12 milljónir en margir þingmenn vilja, að margt af þessu fólki verði sent aftur til síns heima. Það krefst þess aftur, að staða þess sem löglegra innflytjenda verði staðfest. Í gær lagði þetta fólk víða niður vinnu og sneiddi hjá versl- unum til að leggja áherslu á mikilvægi sitt fyrir efnahagslífið. | 12 AP Milljónir í mótmælum ÞÁTTTAKENDUM í kröfugöngum og úti- fundum hefur farið fækkandi á liðnum árum, sums staðar hefur verið horfið frá hefðbund- inni baráttudagskrá og víðar eru uppi hug- myndir um breytt snið á hátíðarhöldum 1. maí. „Launþegum sem mæta í kröfugönguna í Reykjavík hefur farið sífellt fækkandi og á sama tíma höfum við í stéttarfélögunum í Reykjavík haldið vel sóttar fjölskylduuppá- komur,“ segir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem viðrað hefur hugmyndir sínar um breytt snið á hátíðarhöldum í höfuðborginni. Guð- mundur segir félögin leggja í kostnað við há- tíðir sínar hvert fyrir sig og telur eðlilegra breyttar og ágæt sátt hafi til að mynda ríkt um kjaramál. Hún kveðst þó ekki verða hissa þótt ástandið á atvinnumarkaðinum muni breytast á ný þannig að aftur verði þörf fyrir verkalýðsbaráttu í anda fyrri tíma. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar- Iðju, segir menn hafa verið sammála um að prófa að sleppa kröfugöngunni á Akureyri en að það þýði ekki að engin ganga verði á næsta ári. Hann telur að full þörf sé á bar- áttudegi verkafólks. „Ef menn hættu að halda upp á fyrsta maí væri illa komið fyrir verkalýðshreyfingunni,“ segir hann. að þau sameinuðust um veglega fjölskyldu- dagskrá. Hann segir engan ganga lengur með steytta hnefa niður Laugaveginn. Tím- arnir séu breyttir. Full þörf á baráttudegi verkafólks Í ár var í fyrsta skipti í langan tíma ekki gengin kröfuganga á Akureyri og á Selfossi var, þriðja árið í röð, ekki hefðbundin hátíð- ardagskrá. Margrét Ingþórsdóttir, formaður Verslunarmannafélags Suðurlands, segir að- sókn að dagskrá þann fyrsta maí á Selfossi hafa verið orðna mjög dræma. Hún telur ekki að baráttuandinn sem einkennt hafi daginn sé að hverfa en að forsendur séu Morgunblaðið/ÞÖK Hugmyndir um breytt snið á hátíðarhöldum Ungir sem aldnir gengu niður Laugaveginn í gær og tóku þátt í dagskrá í tilefni baráttudags verkalýðsins í Reykjavík.  1. maí-göngur | 6, 10/11 ÞÓTT ýmis ríki á Evrópska efna- hagssvæðinu hafi opnað dyr sínar fyrir frjálsu flæði vinnuafls í gær, þá á það ekki við um þau öll, til dæmis ekki sum þeirra stærstu. Þar er óttast, að ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu geti valdið ókyrrð og undirboðum á vinnu- markaði og þau vilja, að fyrst verði unnið að því að bæta efna- hagsástandið og þar með lífskjör- in í austanverðri álfunni. Finnland, Spánn, Portúgal, Grikkland og Ísland opnuðu vinnumarkaðinn nú um mánaða- að geta sýnt fram á verulega rösk- un á vinnumarkaði, yrði allt opnað upp á gátt. Í könnun, sem gerð var í Bret- landi, kom fram, að atvinnurek- endur hefðu hagnast vel á erlendu vinnuafli og raunar efnahagslífið í heild en á hinn bóginn er viður- kennt, að þetta fólk, sem sumt er vel menntað þótt það sé í lág- launastörfum, fái ekki alltaf þau lágmarkslaun, sem lög kveða á um. Sama gildi um ýmsan annan aðbúnað og ákvæði vinnulöggjaf- arinnar. Um það er hins vegar deilt hvort þetta nýja vinnuafl hafi aukið á atvinnuleysi meðal innfæddra. á vinnumarkaði og gera erfitt at- vinnuástand enn erfiðara. Í Aust- urríki er lögð áhersla á, að bæta verði efnahagsástandið í A-Evr- ópu og þá fyrst, þegar kjörin hafi verið jöfnuð, sé rétt að opna landamærin. Þrjú til fimm ár enn Þegar 10 ný ríki fengu aðild að Evrópusambandinu 2004 var samþykkt, að gömlu ríkin gætu frestað því í tvö ár að opna vinnu- markaðinn fyrir fólki í nýju ríkj- unum. Að þeim tíma loknum mátti framlengja takmarkanirnar í þrjú ár og loksins í önnur tvö. Um síð- ustu tvö árin gilti þó, að ríkin urðu mótin en Bretland, Írland og Sví- þjóð gerðu það fyrir tveimur ár- um. Þýskaland, Austurríki, Danmörk, Frakkland, Belgía og Lúxemborg gerðu það hins vegar ekki en þau þrjú síðastnefndu hafa samt í hyggju að gera það smám saman, atvinnugrein eftir atvinnugrein. Í Hollandi hefur ákvörðun um þessi mál verið frestað fram undir árslok en Ítalir ætla að auka kvót- ann, sem þeir setja á erlent vinnu- afl í landi sínu. Rökin fyrir áframhaldandi tak- mörkunum, til dæmis í Þýska- landi, eru þau, að holskefla ódýrs vinnuafls muni leiða til undirboða Ódýrt vinnuafl takmarkað Fullar skorður enn í sumum ESB-ríkjum og önnur fara hægt í sakirnar Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is GARNAVEIKI hefur greinst á bæn- um Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, dýralæknis á Keldum, hefur tveimur kindum verið lógað og gripið verður til frekari ráðstafana til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt smit og forðast tjón á sauðfé og nautgripum, sem einnig geta tekið veikina. Segir Sigurður m.a. að fylgst verði vel með öllum jórturdýrum í grenndinni og sýni tekin reglulega. Að sögn Sigurðar hafa íslenskir bændur og dýralæknar verið að kljást við garnaveiki allt frá árinu 1933 þegar sýkt sauðfé var flutt inn í landið frá Þýskalandi. Fyrir nokkr- um árum sagði embætti yfirdýra- læknis garnaveiki í sauðfé stríð á hendur og var markmiðið að útrýma veikinni á um áratug. Henni er nú haldið niðri með bóluefni sem hefur verið þróað á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Garnaveiki komin upp í Gnúpverjahreppi ÍSBIRNIR og flóðhestar eru nú í fyrsta sinn komnir á lista yfir þau dýr, sem eiga á hættu að verða aldauða. Á lista Alþjóðlegu verndarsamtakanna, IUCN, eru 16.000 dýrategundir og hafa verið að bætast á hann ýmsar tegundir hákarla og fersk- vatnsfiska í Evrópu og Afríku. Hættan, sem nú steðjar að ísbjörnum, er fyrst og fremst hlýnun andrúmsloftsins og minni ís á norðurhveli en það gerir björnunum erfitt fyrir við veiðar á sel, sem þeir lifa að miklu leyti á. Um flóðhestana er það að segja, að þeim hefur fækkað um 95% á sumum búsvæðum sínum í Afríku og er stjórnlausum veiðum einkum um að kenna. Ísbirnir og flóð- hestar á válista ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.