Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 34
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HÉR KEM ÉG
HEIMUR!
HVAÐ
VAR
ÞETTA?
HEIMURINN VILL FÁ 5
MÍNÚTUR Í VIÐBÓT
PERSÓNU-
LEIKA...
ANDLIT MITT ER LAUST
VIÐ PERSÓNULEIKA EN ÞITT
ER ÞAÐ VÍST EKKI
EN ÞÚ ERT BARA MEÐ
STÓRT NEF OG FURÐULEG
EYRU!
EN ÞAÐ ER VÍST
SKÁRRA EN AÐ VERA MEÐ
ANDLITSLEGT ANDLIT
ÉG ÆTLA
AÐ ENDUR-
TAKA ALLT
SEM ÞÚ
SEGIR
ER ÞAÐ
JÁ!
ER ÞAÐ
JÁ!
HÆTTU
ÞESSU, ÞETTA
ER MJÖG
PIRRANDI!
HÆTTU
ÞESSU,
ÞETTA ER
MJÖG
PIRRANDI
ÉG ÆTLA
EKKI AÐ
BORÐA EFTIR
RÉTT FRAMAR
MÁ ÉG
ÞÁ EIGA
HANN?
FARÐU OG
PIRRAÐU MÖMMU
ÞÍNA Í SMÁ
STUND!
ÞEGAR ÞÚ VERÐUR BÚIN AÐ GIFTA ÞIG ÞÁ ER MJÖG
MIKILVÆGT AÐ ÞÚ EYÐIR TÍMA BÆÐI MEÐ
TENGDÓ OG OKKUR UM JÓLIN
ÞVÍ MÆLI ÉG MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ EYÐIR JÓLUNUM
MEÐ OKKUR OF HAFIR ÞAÐ SVO HUGGULEGT
MEÐ TENGDÓ VIKUNA EFTIR
ÞETTA ER FYRSTA
TEIKNI-
MYNDAPERSÓNAN SEM
GAT GENGIÐ UPPRÉTT
OG TALAÐ
ÞAÐ ER JÓLAGJAFALEIKUR Í
GANGI Á SKRIFSTOFUNNI OG MIG
VANTAR GJÖF
ÞAÐ ER BEST AÐ
BYRJA SMÁTT Í
ÞESSUM
JÓLAGJAFALEIK
ÞÚ ÆTTIR AÐ FARA ANNAÐ
OG KAUPA EITTHVAÐ
ALMENNILEGT
JÁ, SEINNA Í
VIKUNNI!
ÞETTA FÓR ILLA! M.J.
ER MJÖG FÚL ÚT Í MIG
FYRIR AÐ NJÓSNA...
...OG FJÖLMIÐLAR
MUNU ÚTHÚÐA MÉR
FYRIR AÐ TAKA EKKI Í
HÖNDINA Á KREVEN
HVAÐ EF KRAVEN ER Í RAUN OG
VERU ORÐINN HEIÐARLEGUR?
NEI, ÞAÐ ERU
ENGAR LÍKUR
Á ÞVÍ
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 2. maí, 122. dagur ársins 2006
Víkverji fór vestur áfirði um helgina
og sótti þar heim hið
prýðilegasta fólk.
Settist hann um stund
á kaffihúsið Langa
Manga sem er sann-
kallað menning-
arsetur og smakkaði á
eldamennskunni á
nýjum veitingastað
þar í bæ sem nefnist
Fernando’s. Það er
greinilegt að metn-
aðurinn ræður ríkjum
þar og var maturinn
svo sannarlega ekkert
sjoppufæði eða samsull sem fólk
kvartar oft yfir að sé ríkjandi á
landsbyggðinni. A.m.k. var þessi
reynsla langtum betri en reynsla
Víkverja af veitingunum við Geysi
forðum daga. Þá var á staðnum Thai
Koon að fá alveg hreint prýðilegan
taílenskan mat. Segið svo að áhrif
innflytjenda séu slæm. Hver hefði
trúað því fyrir 20 árum að á Ísafirði
yrði hægt að fá einn besta taílenska
mat hérlendis.
Ennfremur er Víkverji farinn að
hrífast gríðarlega af enn einni ný-
sköpuninni sem hann hefur fengið að
smakka á fyrir vestan, en það eru
svokallaðir „bæjarstjórabitar“, sem
nefnast einnig „nautadjörkí“ og
„hrefnudjörkí“. Víkverji kann vel að
meta þetta bragðgóða snarl, sem
leikur við bragðlauka
hans á nýjan og áður
ókunnan hátt. Hreint
og klárt „nammi
namm“ að mati Vík-
verja. En hins vegar
er mjög erfitt að fá
þessa frábæru krás,
þurrkað og kryddað
nauta- og hrefnukjöt, í
kjörbúðum hér syðra.
Hvað á það eiginlega
að þýða? Hér erum við
með alveg prýðilega
nýsköpun í mat-
vælaiðnaði sem marg-
faldar verðmæti hrá-
efnisins, hreina búbót fyrir
Vestfirðinga, og þeir markaðssetja
snilldina ekki fyrir okkur hér fyrir
sunnan. Víkverji vill hvetja fólkið í
tilraunaeldhúsinu ísfirska að gera nú
gangskör í sinni markaðssetningu
og fara að selja fleirum þetta bragð-
góða og grennandi snakk sem er í
senn próteinríkt, sykursnautt og fit-
urýrt.
En nóg um magann á Víkverja.
Halda mætti að hann gerði lítið ann-
að en að éta. En það gerir hann svo
sannarlega ekki. Á Ísafirði er einnig
að finna afskaplega falleg hús í
gamla bænum og er gönguferð um
hann hin besta heilsubót og andleg
upplyfting, enda eru gönguferðir al-
mennt prýðileg leið til að kynnast
heiminum betur.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Leiklist | Leikfélag Kópavogs frumsýndi á dögunum aðra sýningu leikársins,
ALF. Leikhópurinn í ALF samanstendur af 15 leikurum og leikstjórinn er
Oddur Bjarni Þorkelsson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Guðjóni
Þorsteini Pálmarssyni og leikhópnum.
Efnistökin í ALF eru blóðugt háð og óhuggulegt grín í garð taumlausrar
útlitsdýrkunar, en ALF stendur fyrir andspyrnuhreyfingu ljóta fólksins, sem
berst við FF – fallega fólkið.
Nokkrar sýningar eru framundan og er sýnt í Hjáleigu Félagsheimilis
Kópavogs. Gengið er inn um aðaldyr.
Andspyrnuhreyfing
ljóta fólksins – ALF
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100.
Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum
og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel. (3. Jóh. 2.-3.)