Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGINN 26. maí verður blásið til stórtónleika á Nasa í Reykjavík þar sem tónlistarmað- urinn Jon Spencer, úr Jon Spencer Blues Explosion og Pussy Galore, kemur fram ásamt rokkabillíbandi sínu Heavy Trash. Með honum í hljómsveitinni er Matt Verta Ray sem var áður í Madder Rose og Speedball Baby en á síðasta ári sendi Heavy Trash frá sér sam- nefnda plötu sem hlaut mikið lof gagnrýnenda. Ærslabelgirnir í hljómsveitinni Powersolo munu einnig koma fram á tónleikunum en tónlist þeirra hefur verið uppnefnd „asnapönk“. Power- solo spilaði á síðustu Airwaves hátíð og vakti mikla lukku er þeir fram- reiddu sinn magnaða kokteil fyrir fullu húsi á Nasa. Sveitin er um þessar mundir að gefa út sína þriðju plötu Egg en fyrsta smáskífulagið af henni, „Knucklehead“, var smáskífa vikunnar hjá danska ríkisútvarpinu. Þriðja sveitin sem kemur fram þetta kvöld er hljómsveitin The Tremelo Beer Gut en þessar þrjár sveitir eru allar á mála hjá fremsta indí merki Dana, Crunchy Frog. Tremelo Beer Gut var stofnuð af Yebo og Sune Wagner (Raveonet- tes) eftir að þeir höfðu hlustað á gamlar surf plötur á hljómleikaferð með bandinu Psyched Up Janis sem þeir báðir voru í. Tremelo Beer Gut leikur að eigin sögn „surf & wes- tern“ og hafa hitað upp fyrir Jon Spencer Blues Explosion, auk þess sem þeir voru opnunarband Hróars- kelduhátíðarinnar árið 2000 þegar þeir léku á stóra sviðinu fyrir fram- an 30.000 tónleikagesti. Tónlist | Jon Spencer og félagar á leiðinni til Íslands Rokkabillí og asnapönk Jon Spencer Blues Explosion. Miðasala verður tilkynnt síðar og á næstu dögum skýrist hvaða ís- lenska hljómsveit mun kemur fram sem sérstakur gestur. Miðaverð er 1.800 kr. auk miðagjalds. ENN þykir það sæta tíðindum er rokksveitin Pearl Jam gefur út nýja breiðskífu. Í dag kemur út áttunda breiðskífa sveitarinnar, samnefnd henni. Pearl Jam er óhikað ein af „stærstu“ rokk- sveitum heims í dag, á sér stóran hóp aðdá- enda sem hefur staðið með sínum mönnum í gegnum þykkt og þunnt. Síðustu plötur, eins og Yield (’98), Bi- naural (2000) og Riot Act (2002) læddust í búðir án lúðrablást- urs en samfara því var alltaf troðfullt í risatónleikahöllum um heim allan. Sveit- in var ekki lengur á allra vörum líkt og í árdaga gruggs- ins, en greinilegt var að meðlimir voru staðráðnir í því að vinna að sínu af heilindum. Pearl Jam bakkaði vís- vitandi úr sviðsljósinu, og hefur auð- heyranlega grætt á því. En ef að líkum lætur verða fréttir af Pearl Jam plötum framtíðarinnar stórtíðindi. Nýja platan er nefnilega frábær og ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið hissa á því. Vonaðist auðvitað til þess að platan yrði frá- bær, nokkuð sem maður gerir reynd- ar alltaf er maður bregður nýrri plötu undir nálina/yfir geislann/á spilastokkinn/í tölvuna. En ég var fyrst og fremst tiltölulega raunsær, grunaði reyndar að platan yrði góð en EKKI svona góð. Grunurinn byggðist á síðustu plötu, Riot Act, sem var firnasterk, nokkurs konar endurkomuplata. Satt að segja var ég búinn að gefast upp eftir Yield og Binaural sem ollu mér töluverðum vonbrigðum. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni nýju er hversu ofsafengin og ástríðull spila- mennskan er. Platan hljómar eins og hún hafi verið gefin út ári á eftir Ten. Hljóm- sveitin virðist endur- nærð, uppfull af orku. Ferill rokksveita er einfaldlega þannig að maður er hættur að gera ráð fyrir svona löguðu þegar svona langt er liðið á hann. Það er því eitthvað verulega gott í gangi hjá okkar mönnum. Pearl Jam hljómar nú eins og ungæðisleg en geysiþétt bílskúrshljómsveit. Þeir dómar sem hafa nú þegar ver- ið birtir eru og á þessu máli. Blöð eins og Kerrang!, Rolling Stone, Los Angeles Times og netmiðlar á borð við amazon.com og allmusic.com hafa birt lofsamlega gagnrýni. Þar má meðal annars lesa að Pearl Jam hafi ekki hljómað svona fersk og jafn ákveðin síðan Vitalogy og jafnvel verði að leita lengra til baka til að finna hliðstæðu. Platan sé heilsteypt, hrá og rokkuð og ástríðan blússandi. Styrkur plötunnar liggur einmitt í því hversu beinskeytt og „einföld“ hún er. Nú er ég á því að besta plata Pearl Jam sé No Code, en hún og Vitalogy teljast tilraunakenndustu plötur sveitarinnar. Þessi plata er í raun nokkurs konar spegilmynd af No Code, hún er jafn örugg í „ótil- raunamennskunni“ og sú plata var í hinu óhefðbundna. Fyrstu þrjú lögin eru þannig all svakalegt trukk. „Life wasted“, „World Wide Suicide“ (fyrsta smáskífan) og „Comatose“ minna helst á Rolling Stones í áferð, þá þessi snilldarlegu, skítugu blús- rokklög þeirrar mætu sveitar. „Sev- ered Hand“ er eitt af þessum klass- ísku, stóru dramarokklögum sem Pearl Jam eru sérfræðingar í og „Marker in the Sand“ býr yfir snúnu gítarstefi sem minnir óneitanlega á Captain Beefheart. Pearl Jam leyfa sér þannig að fara út fyrir rammann hér og hvar. „Unemployable“ býr yf- ir þessu einkennandi Pearl Jam gít- arstefi, glúrnar gítarlínur með mjög svo auðþekkjanlegum McCready/ Gossard stimpli. Eddie Vedder hefur ekki verið jafn innblásinn lengi vel og þó er jafnan einkar stutt í dramatík- ina hjá þessum sjarmerandi fram- verði. Þetta má best heyra í hinu frá- bæra „Army Reserve“, þar sem Vedder gefur sig allan og gott betur en það. Þeir eru ekki margir í dag sem „meina það“ jafn mikið og Eddie Vedder. Í grunninn býr platan nýja yfir klassísku rokki og róli, sem er hressi- lega beint af augum og flæðið er óað- finnanlegt. Flutningur er lifandi og kraftmikill og maður finnur vel að það hefur verið roknastuð við upp- tökurnar. Pearl Jam er gengin í end- urnýjun lífdaganna á vissan hátt. Vandamál Pearl Jam er því ekki lengur tónlistin. Vandamálið er hins vegar þessi pínlega þversögn sem sveitin glímir stöðugt við. Það er eins og Vedder vilji að Pearl Jam sé Fug- azi (einstrengingslegasta neðanjarð- arrokksveit Bandaríkjanna sem fylgir hugsjónum sínum út í ystu æs- ar) en á meðan selur sveit hans plöt- ur í milljónavís. Pearl Jam hampar stöðugt áhugaverðum jaðarsveitum og listamönnum og fær þær og þá til að hita upp fyrir sig (Sleater Kinney, My Morning Jacket, Dism- emberment Plan, Robert Pollard) en hafa þó engan áhuga að feta svipaðar slóðir tónlistarlega séð. Sveitin er einkar virk í ýmsum mann- úðarmálum en eins og rokkarar sem eru í svipaðri stöðu, þá vita meðlimir ekki aura sinna tal. Þeir eru auðvitað ekki einir um þetta (spyrjið bara Bruce Springs- teen) en að mínu viti býr Pearl Jam yfir miklum heilindum sem hljóm- sveit, nokkuð sem hefur orðið skýr- ara eftir því sem árin hafa liðið. Hug- sjónirnar og þessa sönnu ástríðu ber að virða, þó að á stundum fari Vedder fram úr sér. Pearl Jam hefur t.a.m. aldrei fundið sig knúna til að umpóla sig og umfaðma hinna meintu kald- hæðnu, póstmódernísku tíma (já, ég er að tala við þig Bono), nálgun sem hefur skilið ákveðna sveit frá Írlandi eftir í tómu rugli. Pearl Jam túra linnulaust, eru nánast á „endalausum“ túr eins og Bob Dylan og spila ætíð eins og hverjir tónleikar séu þeir síðustu. Ber þó að geta þess að heil sex ár eru síðan þeir heimsóttu Evrópu, síðustu tónleikar voru á Hróarskeldu árið 2000 en þá gerðist sá voveiflegi at- burður að níu manns tróðust undir frammi við sviðið og létust. Breyting verður hins vegar á þessu í haust, en Evrópuhluti tónleikaferðar Pearl Jam hefst á Írlandi í ágúst og í sept- ember færir sveitin sig yfir á meg- inlandið. Djö...ætla ég að fara mað- ur... Tónlist | Pearl Jam gefur út samnefnda breiðskífu í dag Óbilgirnin algjör Í dag kemur út áttunda breiðskífa sveitarinnar Pearl Jam, samnefnd henni. „Flutningur er lifandi og kraftmikill og maður finnur vel að það hefur ver- ið roknastuð við upptökurnar.“ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Scary Movie 4 kl. 6 - 7 - 8 - 9 og 10 B.i. 10 ára Firewall kl. 5.45 - 8 og 10:10 B.i. 16 ára V for Vendetta kl. 5:50 - 8:15 og 10 B.i. 16 ára The Matador kl. 6 og 8 B.i. 16 ára SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK SCARY MOVIE 4 kl. 8 - 10 FAILURE TO... kl. 8 FIREWALL kl. 10 B.i. 16 ára SCARY MOVIE 4 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 FAILURE TO... kl. 8 - 10 SYRIANA kl. 5:50 Sumum karlmönnum þarf að ýta út úr hreiðrinu Það fyndnasta sem þú hefur nokkurn tímann sagað! MYND SEM FÆR ÞIG TIL AÐ TRYLLAST AF HLÁTRI Fjórði og síðasti kaflinn af þríleiknum Ekkert er hættulegra en maður sem er um það bil að missa allt STÆRSTA PÁSKAOPNUN ALLRA TÍMA Í USA VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0035-1384 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.