Morgunblaðið - 02.05.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.05.2006, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF V I L T U B Æ T A S A M K E P P N I S S T Ö Ð U N A DR. PATRICK D. EAGAN HELDUR FYRIRLESTUR HJÁ SAMTÖKUM ATVINNULÍFSINS MIÐVIKUDAGINN 3. MAÍ. „HÖNNUN - FRAMLEIÐSLA - SJÁLFBÆR ÞRÓUN“ Dr. Patrick D. Eagan, prófessor í verkfræði við háskólann í Wisconsin - Madison heldur fyrirlestur hjá Samtökum atvinnulífsins: Húsi atvinnulífsins - Borgartúni 35 - 6. hæð miðvikudaginn 3. maí kl. 9:00. Nánari upplýsingar á vef Samtaka atvinnulífsins www.sa.is Allir velkomnir Skráning á: mottaka@sa.is � �� � �� � �� �� � �� � � � �� � � � � � BAUGUR Group var í breskum dagblöðum í gær orðaður við yfir- tökutilboð í verslanakeðjuna House of Fraser. Talsmenn stjórnar House of Fraser staðfestu við blaðið The Times að slíkt tilboð hefði borist en gáfu ekki upp frá hverjum. Stutt er síðan Baugur fjárfesti að nýju í verslanakeðjunni, á þar nærri 10% hlut, en fyrir um tveimur árum var ríflega 10% hlutur Baugs seldur. Í frásögn Financial Times af málinu eru allar líkur taldar á að yfirtöku- tilboðið hafi komið frá Baugi en fsagt að yrirtækið hafi ekki viljað staðfesta það. Samkvæmt gengi bréfanna í House of Fraser sl. föstu- dag er markaðsvirði fyrirtækisins talið um 280 milljónir punda, eða um 38 milljarðar króna. Áhugi á Links of London Bresku blöðin greina einnig frá því um helgina að Baugur hafi sýnt skartgripaverslunum Links of London áhuga, en fyrir á Baugur verslanir Goldsmiths og Mappin & Webb. Baugur orðaður við yfirtöku á House of Fraser Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Yfirtökutilboð Baugur Group á tæplega 10% hlut í verslunum House of Fraser og er nú fyrirtækið orðað við yfirtöku á keðjunni í breskum miðlum. ● DANSKA blaðið Idag – Industriens Dagblad fjallaði í gær um fasteigna- kaup í Danmörku og segir að fyrstu fjóra mánuði ársins hafi fjárfestinga- félög á vegum Íslendinga keypt fast- eignir þar í landi fyrir um 3,5 millj- arða danskra kóna, jafnvirði yfir 44 milljarða íslenskra króna. Vitnað er í rannsókn eignarhaldsfélagsins Sa- dolin & Albæk sem sýnir að Íslend- ingar hafi staðið á bak við þriðjung allra fasteignakaupa í Danmörku. Blaðið hefur eftir sérfræðingi hjá Sadolin & Albæk, að íslenskur fjár- festir hafi nú nýlega keypt 37 þús- und fermetra skrifstofuhúsnæði á Austurbrú og 20 þúsund fermetra húsnæði í Glostrup. Fjárfest í fasteignum fyrir 44 milljarða ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Hlutafjárhækkun hjá Icelandic ● SAMÞYKKT hefur verið hluta- fjárhækkun hjá Icelandic Group og hún skráð í Kauphöllinni, alls 135 milljón hlutir. Skráð hlutafé á Að- allista Kauphallar er 2.888 milljónir. Miðað við gengi bréfanna er mark- aðsvirði félagsins nú um 25 millj- arðar króna. FRÉTTIR Egilsstaðir | „Okkur langaði að leggja eitthvað af mörkum,“ segja Valdís Ellen Kristjánsdóttir og Margrét Halla Hjálmarsdóttir, sem komu við hjá Morgunblaðinu á Austurlandi í vikunni og sögðust hafa safnað 18.662 krónum á Egils- stöðum til hjálparstarfs í Pakistan. „Við gengum í hús og buðumst til að vinna viðvik fyrir einhverja aura,“ segja þær stöllur. „Í einu húsinu kom kona út á náttfötunum og bað okkur að fara nú við tæki- færi og moka snjóinn frá útidyrum gamallar konu í nágrenninu, á öðr- um stað fórum við út með ruslið og mokuðum snjó á þeim þriðja. Svo var það maðurinn sem sagði okkur að hann hefði verið að kaupa sér splunkunýjan bíl, sýndi okkur hann stoltur og stakk svo fimmþúsundk- rónaseðli að okkur og kvaddi,“ segja þessar knáu stúlkur, sem lögðu söfnunarféð inn hjá Rauða- krossinum. Kærleiksrík viðvik Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Margrét Halla Hjálmarsdóttir og Valdís Ellen Kristjánsdóttir voru sprækar í vorblíðunni. Álftanes | Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, brá sér á í hlutverk póstburðarmanns er hann hóf dreifingu á bæklingi og DVD diski sem Sveitarfélagið Álftanes hefur gefið út um skipulag svokall- aðs miðsvæðis. Að dreifingu lokinni sneri Guð- mundur sér þá aftur óskiptur að bæjarstjórastarfinu. Í bæklingnum er farið yfir helstu áherslur og ein- kenni skipulagsins. Markmið útgáf- unnar er að gefa íbúum bæj- arfélagsins sem gleggsta mynd af þeim hugmyndum sem unnið hefur verið með. Honum fylgir stutt hreyfimynd um skipulagið á DVD diski. Bæjarstjóri í útburði Staðarhaldari ráðinn að Skriðuklaustri prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1993 og lagði stund á háskólanám í dönsku við Kaupmanna- hafnarháskóla 1995-1999. Hún var kynningarfulltrúi við Háskóla Ís- lands árin 2000-2003 og lektor í ís- lensku við Háskólann í Kiel í Þýska- landi 2003-2004 en stundar nú cand. mag. nám í menningar- og miðlunar- fræði við Syddansk Universitet í Danmörku. Halldóra er gift Úlfari Trausta Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn. Fljótsdalur | Halldóra Tómasdóttir ís- lenskufræðingur hefur verið ráðin til Stofnunar Gunnars Gunnarsonar sem staðarhaldari. Fjórtán manns sóttu um starfið. Halldóra kemur til starfa í júlí- mánuði og mun hafa umsjón með menningarstarfsemi Gunnarsstofn- unar á Skriðuklaustri. Jafnframt mun hún vinna að kynningarmálum og ýmsum verkefnum stofnunarinn- ar með forstöðumanni. Halldóra er 38 áram lauk háskóla- Sextíu milljarða hagnaður bankanna? ● UPPGJÖR Glitnis og Landsbank- ans fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins verða gerð opinber í Kauphöllinni í dag. Miðað við spár greiningardeilda er ekki reiknað með jafn háum tölum og uppgjör KB banka og Straums- Burðaráss sýndu í síðustu viku. Þannig reiknar greiningardeild KB banka með 13,4 milljarða króna hagnaði hjá Landsbankanum og að hagnaður Glitnis verði um sjö millj- arðar króna. Gangi sú spá eftir munu viðskiptabankarnir fjórir, sem skráðir eru í Kauphöll, skila nærri 60 millj- arða króna hagnaði eftir reksturinn í janúar, febrúar og mars. Hagnaður hjá Spari- sjóði Þórshafnar Þórshöfn | Hagnaður varð af rekstri Sparisjóðs Þórshafnar upp á 33,4 milljónir króna á síðasta ári. Þetta kom fram á aðalfundi sjóðs- ins nýlega, sem var vel sóttur þrátt fyrir slæmt veður. Hagnaðurinn var að hluta til söluhagnaður af hlutabréfum. Eig- ið fé sjóðsins í árslok 2005 nam 291,8 milljónum króna og hreinar rekstrartekjur sama árs voru 142,7 milljónir króna. Eignir sparisjóðs- ins eru samtals um tveir milljarðar króna. Auk afgreiðslunnar á Þórshöfn rekur sparisjóðurinn nú útibú á Bakkafirði og Kópaskeri og nýlega opnaði hann einnig afgreiðslu á Raufarhöfn. Meðalfjöldi starfsmanna á árinu, umreiknaður í heilsársstörf, var 9,7 stöðugildi. Sparisjóðsstjóri er Guðni Örn Hauksson og stjórnar- formaður Kristín Kristjánsdóttir. Auk Kristínar starfa í stjórn sjóðs- ins Þorbjörg Þorfinnsdóttir, Þór- unn Þorsteinsdóttir, Jóhannes Jón- asson og Sigurður Jens Sverrisson. Stjórnin var einróma endurkjörin á aðalfundinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.