Morgunblaðið - 02.05.2006, Page 31

Morgunblaðið - 02.05.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 31 ALDARMINNING Þriðjudaginn 2. maí eru liðin 100 ár frá fæðingu Ragnars Ólafssonar, hæstaréttarlögmanns og löggilts endurskoðanda. Ætt og uppruni Ragnar var fæddur 2. maí 1906 í Lindarbæ í Ásahreppi, Rangár- vallasýslu. Faðir hans var Ólafur Ólafsson, búfræðingur, bóndi og hreppstjóri í Lindarbæ, sonur Ólafs Ólafssonar, bónda og hreppstjóra á Lundum í Stafholtstungum í Borg- arfirði og konu hans, Ragnhildar Ólafsdóttur. Ólafur, faðir Ragnars, var búfræðingur frá búnaðarskól- anum Stend í Noregi og búnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn. Jafn- framt búskap kenndi Ólafur smjör- og ostagerð og mældi fyrir mýr- arskurðinum mikla, sem breytti Safamýri úr hálfgerðu flóði í eitt besta engi landsins, sem gaf af sér tugi hestburða af heyi. Árið 1909 var fyrsta sláttuvélin sem notuð var í Safamýri sett saman í Lindarbæ. Vélina höfðu 3 bændur í Vetleifs- holtshverfi keypt, þeir Vilhjálmur Hildibrandsson í Vetleifsholti, faðir Ingvars, útgerðarmanns í Reykja- vík, Ólafur Erlendsson í Parti, afi Guðrúnar Erlendsdóttur hæstarétt- ardómara, og svo Ólafur, faðir Ragnars, sem jafnframt var fram- kvæmdastjóri félags um rekstur vélarinnar. Móðir Ragnars var Margrét Þórðardóttir, Guðmunds- sonar, bónda, hreppstjóra, oddvita og alþingismanns í Hala í Holta- hreppi og fyrri konu hans Valdísar Gunnarsdóttur. Nám Það var hin venjulega leið ungra manna í sveitinni þar fyrir austan að fara til Vestmannaeyja á vertíð. Ragnar valdi aðra leið, námsleiðina. Á þeim árum gengu menn eða riðu á hestum þegar haldið var til Reykjavíkur. Ferðin tók 2 daga. Ragnar settist í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þar stúdents- prófi árið 1926 með góðri 1. ein- kunn. Með honum í menntaskól- anum voru frændur hans, þeir Bjarni og Sveinn Benediktssynir. Alla tíð var gott samband milli þeirra frænda, þótt pólitíkin skipti þeim í mjög andstæða flokka. Snemma tók Ragnar þá ákvörðun að nema lög. Hann settist í laga- deild Háskóla Íslands og lauk þar prófi árið 1931, einnig með góðri 1. einkunn. Framhaldsnám sótti Ragnar til Svíþjóðar og Englands á árunum 1932 og 1933 og nám í end- urskoðun í Bandaríkjunum árin 1938 og 1939. Hann öðlaðist réttindi sem löggiltur endurskoðandi árið 1942 og hæstaréttarlögmaður varð Ragnar árið 1944. Starfsmaður SÍS Á námsárum sínum í háskólanum hóf Ragnar störf hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga. Að loknu lagaprófi tók hann við starfi eftirlitsmanns kaupfélaganna. Þetta var á kreppu- árunum og var staða ýmissa kaup- félaga ískyggileg. Ragnar ferðaðist vítt og breitt um landið og heim- sótti þau kaupfélög sem verst stóðu. Á árunum 1935 til 1937 fóru fram skuldaskil byggð á vinnu og til- lögum Ragnars hjá 11 kaupfélög- um. Þau héldu öll velli. Erlendur Einarsson sagði um þennan þátt Ragnars að honum látnum: „Það er samdóma álit þeirra sem til þekktu, að sem eftirlitsmaður kaupfélag- anna hafi Ragnar unnið samvinnu- hreyfingunni mikið gagn á viðsjár- verðum tímum.“ Á þessum árum vann Ragnar einnig að tillögum til breytinga á samvinnulögum frá 1921 svo og tók hann þátt í und- irbúningi að stofnun Lífeyrissjóðs SÍS á árinu 1938 og átti hann sæti í fyrstu stjórn hans. Ragnar vann að stofnun bréfaskóla SÍS og veitti honum forstöðu fyrsta árið. Við- skiptaháskóli Íslands var stofnaður 1938 fyrir forgöngu utanríkismála- nefndar. Ragnar Ólafsson veitti honum forstöðu. Skólinn var árið 1941 færður undir Háskólann og varð upphafið að viðskiptadeild Há- skóla Íslands. Lögmennska Ragnar stofnaði lögfræði- og end- urskoðunarskrifstofu árið 1940, í fyrstu í félagi við Ólaf Davíðs Jó- hannesson, síðar forsætisráðherra. Ólafur sneri sér að öðrum störfum árið 1942. Eftir það rak Ragnar skrifstofuna einn þar til Ólafur son- ur hans gerðist samstarfsmaður föður síns. Ragnar var mikill lögvís- indamaður, glöggur og nákvæmur. Hann naut mikils trausts í þjóð- félaginu, bæði hjá öðrum „kolleg- um“ sínum, dómurum og almenn- ingi. Þótt sumum hafi fundist hann ansi „rauður“ á tímabili, breytti það ekki því að fólk annarra stjórnmála- skoðana hélt tryggð við hann. Með- al annars sóttu bændur á Suður- landi ráð til hans. Leitum til samferðamanna, Páll heitinn S. Pálsson hæstaréttarlögmaður lýsir Ragnari þannig: „Ragnar Ólafsson naut óskoraðs trausts lögfræðinga sem annarra sem hæfileikamaður í starfi og drengur góður.“ Davíð Ólafsson seðlabankastjóri lýsti Ragnari þannig: „Um áratuga skeið hafði Ragnar þá verið í hópi kunn- ustu lögmanna og jafnframt löggilt- ur endurskoðandi. Enda þótt mig bresti kunnugleiki til að meta þann mikla þátt í ævistarfi hans, þar sem ég hafði ekki haft náin kynni af honum á því sviði, þá fór það ekki fram hjá neinum, að þar fór maður sem naut mikils trausts samborgara sinna, enda voru honum falin mörg stór og oft mjög flókin viðfangsefni á sínu fagsviði. Er það besti vitn- isburðurinn um hvert álit menn höfðu á hæfileikum hans á þessu sviði.“ Björn Þorsteinsson sagn- fræðingur sagði þannig um Ragnar: „Hann var frá því um 1938 og fram undir 1970 einn helsti bakhjarl rót- tækustu fylkinga Íslendinga á margslungnum lögkrókaleið- um … Hann lét ekki kjósa sig í nefndir og stjórnir fyrir fordildar sakir heldur þótti einstaklingum og stofnunum gott að eiga hann sem fulltrúa sinn og ráðunaut, og stund- um var hann maðurinn, sem menn af ólíku sauðahúsi treystu og sættu sig við, þegar sló í brýnu milli þeirra.“ Einar Olgeirsson lýsti Ragnari þannig: „Það hefur verið íslenskri verkalýðshreyfingu dýr- mætt að eiga svo traustan og öruggan lögspeking, er aldrei hik- aði að berjast fyrir málstað hennar og beita raunsæi sínu og ráðsnilld í hennar þágu.“ Ragnar virtist aldrei breyta skapi, var brosmildur, ákveðinn og einstaklega hláturmildur. Halldór Kiljan Laxness Einn af stærri viðskipskipta- mönnum Ragnars á lögfræðisviðinu var Halldór Kiljan Laxness. Halldór lýsti upphafi viðskipta þeirra þannig, að Ragnari látnum. „Hugur minn er hjá vini mínum og lögfræðilegum verndara Ragnari Ólafssyni sem nú er látinn. Lángt er liðið síðan við hittumst á götu í bænum og höfðum þá reyndar ekki sést síðan á námsárum. Um þessar mundir hafði hann hlerað úr fjarska að ég ætti í einhverskonar stappi útaf bókum. Nú stingur hann upp á því formálalaust þar á strætinu, hvort hann ætti ekki að gerast um- boðsmaður minn á vettvángi út- gáfuréttar og tryggja þannig að mér gæfist meiri tími til skáldskap- ariðkana en rifrildis og málaferla útaf skáldskap; en hið gagnstæða hefur stundum viljað við brenna hjá okkur íslendingum.“ Halldór heldur áfram: „Einkennilegt að svo stílf- astur maður og hæglátur, uppalinn og menntaður við forsendur ólíkar mínum, skyldi gefa mér gaum á götu og bjóða mér aðstoð ef í harð- bakka slægi … Mennirnir skildu bókstaflega ekki að Atómstöðin væri skáldsaga. Sem betur fór voru þessi málaferli kæfð í burðarliðnum með þeirri aðferð að Ragnar Ólafs- son gekk á fund þessara háttvirtu dómsvalda, lágmæltur og kímileit- ur, og bað þá velta fyrir sér hvort ólöglegt athæfi á skáldsögum væri refsivert fyrir dómstólum, þannig að höfundur ætti að þola skellinn. Líka átti Ragnar Ólafsson ekki síst- an þátt í því að ónýta brellur „hins opinbera“ þegar Ragnar í Smára, Stefán Ögmundsson prentari og ég áttum samkvæmt dómi að þola tukthúsvist fyrir að gefa út Lax- dælasögu með lögfestri stafsetn- ingu íslenska ríkisins. Sum réttar- farsleg uppátæki sem Ragnar átti við að rjá minna vegna á hærri stöðum væru of fáránleg historía að skrifa upp, svo ég hlífi mér og öðr- um við slíkar upprifjunum á stund einsog þessari.“ Ráð og nefndir Ragnar átti sæti í fjölda mörgum ráðum og nefndum um dagana. Má þar nefna: Í happdrættisráði Há- skóla Íslands 1935, í yfirskatta- nefnd Reykjavíkur 1936–1947, þar af formaður hennar 1936–1941, í landskjörstjórn frá 1934–1953, og aftur 1956–1963, og enn 1967–1971, í yfirkjörstjórn Reykjavíkur um árabil, í nefnd sem undirbjó lög um stéttarfélög og vinnudeilur, í kjara- nefnd 1962–1982, formaður KRON 1952–1979, í stjórn SÍS 1968–1980, í stjórn prentsmiðjunnar Hóla 1942– 1969, þar af formaður 1956–1969, í stjórn Máls og menningar 1940– 1965, formaður Íslenskrar endur- tryggingar hf. 1958–1961, í banka- ráði Seðlabanka Íslands 1969–1976, þar af formaður 1973–1976, og for- maður matsnefndar við sameiningu Loftleiða hf. og Flugfélags Íslands hf. 1973–1975. Í byrjun árs 1940 boðuðu Ásgeir Ásgeirsson, Ragnar Ólafsson, Sigfús Halldórs frá Höfn- un, Sigurður Nordal, Steingrímur Arason og Thor Thors til stofn- fundar Íslensk-ameríska félagsins í þeim tilgangi að auka samvinnu milli Íslands og Norður-Ameríku. Ragnar sat í fyrstu stjórn félagsins. Pólitík Ragnar Ólafsson kom frá miklu Framsóknarheimili. Hann studdi Framsóknarflokkinn í byrjun. Í lok 4rða áratugar síðustu aldar sneri hann við blaðinu og gekk í Samein- ingarflokk alþýðu, Sósíalistaflokk- inn. Hann sat í miðstjórn þess flokks árin 1960–1964. Þegar leið á 7nda áratug síðustu aldar skildu leiðir Ragnars og þeirrar hreyfing- ar. Það var óróleiki um allan heim hjá þessum hreyfingum. Hann skráði sig ekki í flokk eftir það. Þegar við Oddný mættum á hátíð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi til heiðurs Emil Jónssyni, er hann lét af þátttöku í stjórnmálum, sem haldin var í veitingahúsinu Skiphól í Hafnarfirði, óskaði Ragn- ar eftir því að hann og Kristín, kona hans, mættu koma með okkur. Mál- ið var sjálfsagt. Emil tók mig afsíð- is á hátíðinni, furðaði sig á því að sjá Ragnar þarna, en fagnaði hon- um engu að síður. Ragnar og Kristín fluttu inn í hús sem þau byggðu við Hörgshlíð í lok 6. áratugar síðustu aldar. Þetta var glæsilegt hús. Á þeim árum komu margir sovéskir listamenn til Reykjavíkur á leið sinni vestur um haf. Gjarnan var þá bankað upp á hjá Ragnari til þess að hafa mót- töku fyrir þá. Eitt skiptið mætti þar hinn frægi Katsaturian. Spiluðu þau þá fjórhent Sverðdansinn, þau Oddný Ragnarsdóttir og tónskáldið á píanó, á heimili Kristínar og Ragnars. Hjúskapar- og fjölskyldumál Ragnar var tvíkvæntur. 12. júlí 1935 gekk hann að eiga Auði Jón- asdóttur hússtjórnarkennara. Hún var dóttir Guðrúnar Stefánsdóttur og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Þau skildu eftir eins árs hjónaband og voru barnlaus. Þegar Ragnar var við nám í end- urskoðun í Bandaríkjunum á árinu 1939 var haldin heimssýning í New York. Þar vann ung stúlka af ís- lenskum ættum sem hann hafði hitt áður hjá frændfólki í Seattle, Krist- ín Sigríður Johnson, dóttir hjónanna Oddnýjar Ásgeirsdóttur frá Lundum í Stafholtstungum í Borgarfirði, og Hinriks Jónssonar frá Mosvöllum í Önundarfirði. Þau Oddný og Hinrik fluttu til Vest- urheims á níunda áratug 19ndu ald- ar. Kristín og Ragnar felldu hugi saman. Kristín var frænka Ragn- ars. Kristín flutti til Íslands í upp- hafi síðari heimsstyrjaldar til þess að giftast Ragnari. Þau gengu í það heilaga 1. júní 1940. Þeim varð fjög- urra barna auðið, tvennra tvíbura, Ólafs Hinriks hæstaréttarlög- manns, og Oddnýjar Margrétar hjúkrunarfræðslustjóra, f. 16. mars 1949; og Kristínar Ragnhildar meinatæknis og Ragnars verkfræð- ings, f. 27. des. 1944. Maki Ólafs er María Jóhanna Lárusdóttir, BA í íslensku og sagnfræði., Oddnýjar Hrafnkell Ásgeirsson hrl., Kristínar Geir Arnar Gunnlaugsson, stjórn- arformaður Sæplasts, og Ragnars Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir kenn- ari. Barna- og barnabörn Kristínar og Ragnars eru 16. Heimilið var mikið menningar- heimili og heimilisfaðirinn las mikið enda hinn fróðasti og hafði af mikl- um fróðleik að miðla. Niðurlag Ég minnist tengdaföður míns með þakklæti og virðingu. Hann var fastur fyrir, mikill fjölskyldu- maður, ræktaði fólk sitt vel, gott var að leita til hans, hvort sem það snerti lögfræði eða önnur mál, alltaf sáu betur augu en auga. Þegar við Oddný vorum að byggja í Hafn- arfirði í upphafi hjúskapar okkar, höfðum við selt íbúð þá sem við átt- um fyrir. Ragnar kom þá að máli við mig, og bauð mér að búa í auka- íbúð sem staðsett var á jarðhæð húss hans við Hörgshlíðina, 2 af börnum hans höfðu búið þar áður. Ég afþakkaði gott boð hans en bað hann að misvirða það ekki við mig. Ég sagði honum þá skoðun mína, að aðeins gæti einn húsbóndi verið á hverju heimili. Mér myndi aldrei koma til hugar að ganga inn á hans svið. Hann sagðist skilja mig. Á miðju ári 1981 hittum við Oddný Kristínu og Ragnar í Seattle í Bandaríkjunum. Við vorum að koma frá San Diego og Los Angel- es. Ragnar tók á móti okkur á flug- vellinum, hress í bragði að vanda, hló og lék við hvern sinn fingur, allt virtist leika í lyndi. Við fórum með tengdaforeldrunum yfir til Van- couver og Vancouvereyju til þess að hitta frændfólkið. Heim fórum eftir 10 daga dvöl þar, en einni til tveim- ur vikum síðar kom hringing að vestan, Ragnar hafði veikst, kominn með krabbamein og kominn á sjúkrahús. Oddný fór með fyrstu vél aftur vestur og kom með föður sinn í hjólastól til baka nokkrum vikum síðar. Ragnar lést 7. júní 1982. Reykjavík, 9. apríl 2006, Hrafnkell Ásgeirsson. RAGNAR ÓLAFSSON – ALDARMINNING Fundur bankaráðs og bankastjórnar Seðlabanka Íslands í desember 1976. Sitjandi frá vinstri: Ingi R. Helgason, Pétur Sæmundsen, Ragnar Ólafsson, formaður, Jón Skaftason og Sverrir Júlíusson. Standandi frá vinstri: Sig- urgeir Jónsson, Bjarni Bragi Jónsson, Davíð Ólafsson, Jóhannes Nordal, Guðmundur Hjartarson, Björn Tryggva- son og Sveinn Jónsson. Kristín og Ragnar, ungt og ást- fangið par í Kanada. Bónorði tekið og stefnan tekin til Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.