Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eyjakúrekinn fór létt með þennan kálfinn. Grassprettan er að-alumræðuefniþeirra sem stunda golfíþróttina á Íslandi og að sama skapi fylgjast knattspyrnumenn og -konur vel með sprett- unni. Enda eru ekki nema tæplega tvær vikur í upp- haf Íslandsmótsins í knattspyrnu. Mikið liggur við hjá þeim sem hafa um- sjón með grasvöllum knattspyrnuliða en útlitið fyrir upphaf Íslandsmóts- ins er þó ágætt að mati þeirra sem til þekkja. Jóhann G. Kristinsson vallar- stjóri Laugardalsvallar var spurður að því hvort veðurfarið í apríl hafi sett svip sinn á ástand knattspyrnuvalla á Íslandi. „Ástand Laugardalsvallarins er að mínu mati ágætt en það er of snemmt sé að spá fyrir um hvort grasið verði tilbúið að taka á móti knattspyrnumönnum hinn 14. maí. Það eru ekki nema fimm til sex dagar síðan að grasið fór að byrja að spretta og fá grænan lit á vellinum. Aprílmánuður var kaldari í ár en í fyrra en ég tel að það verði allt í sómanum hinn 14. maí. Ef hitastigið verður þokka- legt í bland við smá úrkomu þá kvíði ég engu. Það má hinsvegar lítið út af bregða í þessu eins og öðru. Kaldur vindur og þurrkur eru ekki efst á óskalistanum hjá okkur sem höfum umsjón með grasvöllum,“ sagði Jóhann. Hann hefur ekki tekið stöðuna á öðrum knattspyrnuvöllum á landinu en býst við að staðan sé mjög svipuð hjá þeim flestum. Oft hefur verið tvísýnt um hvort Laugardalsvöll- ur þoli það álag sem oft er til staðar er stutt er á milli leikja og þá sérstaklega þegar A-landslið í karla- og kvennaflokki eiga að leika í upphafi júní. „Við erum með leiki á dagskrá 20. og 21. maí og það er frekar óheppilegt en það ætti að sleppa þar sem að engir landsleikir eru á dagskrá fyrr en ágúst,“ sagði Jóhann. Uppbygging fyrir milljarð? Á KSÍ-þingi í febrúar 2005 var samþykkt ályktun um að KSÍ skipaði 5 manna milliþinganefnd sem; „móti framtíðarstefnu í gerð og hönnun leikvalla á Íslandi þannig að lengja megi keppnis- tímabilið og hefja það fyrr“. Í greinargerð sem Mannvirkja- nefnd KSÍ sendi frá sér er sagt frá því að endurbyggja þurfi flesta knattspyrnuvelli landsins til þess að hægt verði að ná þeim markmiðum. Keppnistímabilið hefur í langflestum tilfellum stað- ið yfir frá 16. maí–30. september. Með nokkrum undantekningum þó. Í greinargerð Mannvirkja- nefndar er sagt frá því að hægt sé að lengja keppnistímabilið á Ís- landi um 2–4 vikur, og gera jafn- framt kröfur til þess að keppn- isvellir í efstu deild séu tilbúnir til leiks í byrjun tímabils og dugi út tímabilið. Til að ná því þarf þó að endurbyggja flesta ef ekki alla vellina hjá liðum í efstu deild. Sérfræðingar telja að á gras- völlum byggðum eftir bestu þekkingu, með hitakerfi og vökv- unarkerfi, og með góðu viðhaldi, mætti hefja keppnistímabilið í byrjun maí a.m.k., og leika 1–2 vikur inn í október. Kostnaður við byggingu slíks vallar er áætlaður 57 millj. kr. Styrking slíks vallar með gervigrastrefjum kostar um 30 millj. kr. í viðbót en mundi auka slitþol hans umtalsvert. Alls eru 10 lið í efstu deild karla í knatt- spyrnu, og endurbygging allra knattspyrnuvalla þeirra liða myndi því kosta á bilinu 570–870 millj. kr. Með lengingu keppnistímabils- ins yrði einnig gerð krafa um fljóðljós á keppnisvöllunum en kostnaður við slíkt nemur um 15– 35 millj. kr. á hvern völl eftir því hvaða ljósstyrkleiki er valinn. Kostnaðurinn við að endurbyggja vellina 10 gæti því farið vel yfir 1,2 milljarða kr. Landbúnaðarhugmyndir Fyrst var leikið á grasvelli á Íslandsmótinu í knattspyrnu á uppbyggðum velli árið 1951 í Frostaskjóli, heimavelli KR. Í kjölfarið voru byggðir vellir víðsvegar um landið. Laugardals- völlur (1957), Akranesvöllur (1959) og Akureyrarvöllur (1960). Það var sammerkt þessum elstu völlum að uppbygging þeirra byggðist aðallega á reynslunni og hugmyndum úr landbúnaði. Mis- mikið var lagt í þá, og gjarnan var þörfin á drenlögn og drenlagi vanmetin eða því hreinlega sleppt, og þá var uppbyggingin/ vaxtarlagið að mestu moldar- kennd. Álagsþol þessara valla var því ekki mjög mikið. Á áttunda áratugnum hafði þekkingunni fleygt mikið fram. Uppbygging vallanna breyttist verulega, m.a. var þykkt drenlag úr grófri möl sett undir vaxtarlagið í betri völl- um. Líftími slíkra valla var yfirleitt góður, og þoldu þeir umtalsvert meira álag en eldri vellir. Þá var farið að gera kröfur um sérvalið gras í vellina, grastegundir sem hentuðu betur í knattspyrnuvelli. Á þessum tíma var Laugardalsvöllur end- urbyggður. Fréttaskýring | Ástand knattspyrnuvalla þokkalegt rétt fyrir upphaf tímabilsins Kaldur vindur er óvinurinn Rétt undirlag, hita- og vökvunarkerfi, einkennir nútímaknattspyrnuvöll Endurbyggja þarf flesta knattspyrnuvelli landsins  Til þess að hægt verði að lengja keppnistímabilið í knatt- spyrnu á Íslandi þarf að endur- byggja flesta knattspyrnuvelli landsins að mati sérfræðinga sem Knattspyrnusamband Ís- lands leitaði til árið 2005. Kostn- aðurinn er á bilinu 570–1.200 millj. kr. og þar með væri hægt að lengja keppnistímabilið um 2–4 vikur á hverju ári. Álagsþol gamalla knattspyrnuvalla er minna er þeirra sem nýrri eru. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.