Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 15 MINNSTAÐUR LANDIÐ Hvanneyri | Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands gaf nýlega út hljómdiskinn ,,Að sumarlagi“ með fimm- tán frumsömdum lögum. Lögin eru öll í létt- ari kantinum og tengjast sumri, sól, sveit og bústörfum. Ljóðin við lögin eru flest eftir Guðmund Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Bjarn- ardal, en þar eru líka ljóð eftir Guðmund Böðvarsson, Jóhannes úr Kötlum, Trausta Eyjólfsson og eitt ljóð er frumsamið. Bjarni flytur flest lögin sjálfur en Þórunn Péturs- dóttir syngur tvö. Sleppur létt frá heimilisstörfunum ,,Að útgáfunni er býsna langur aðdrag- andi segir Bjarni, ,,ég er búinn að fást við al- þýðutónlist í hálfa öld og hef gripið í að semja lög. Lögin á disknum eru valin úr haugi laga sem hafa orðið hafa til á síðustu tuttugu árum. Segja má að fjölskyldan og nágrannar hafi valdið því að ég fór út í þessa útgáfu. Fyrir sex árum fékk ég í gjöf frá fjölskyldunni möppu sem innihélt 200 tóma plastvasa og var merkt mér með nafni auk þess sem á henni stóð ,,Laga- og texta- bók, þannig að ég fór að tína saman blöð og nótur, nú er mappan hálffull og ég hugsa að hún dugi mér. Nágrannar og sveitungar Bjarna ýttu svo undir að lögin yrðu ódauð- leg. ,,Þegar ég átti stórafmæli fyrir nokkru, varð þrítugur í annað sinn, gáfu þeir mér peningagjöf til þess að fara í hljóðver. Ég tók upp hjá Vilhjálmi Guðjónssyni sem sá um hljóðfæraleik að mestu, og alla hljóðritun og saman útsettum við þessi 15 lög sem fóru inn á diskinn.“ Bjarni semur lögin sín á gítar og lítilsháttar á hljómborð. ,,Gítar hefur verið mitt afþreyingarhljóðfæri síðustu 40-50 ár- in,“ segir Bjarni ,,og ég slepp létt frá heim- ilisstörfunum, konan mín Ásdís B. Geirdal hefur séð um það allt fyrir mig. Ég glamra á hljóðfærið í staðinn fyrir að láta í upp- þvottavélina enda er það yfirlýst skoðun fjöl- skyldunnar að ég kunni það ekki. Hins vegar kann ég að skúra og er nokkuð góður í því.“ Ásdís er framkvæmdastjóri og fjármálastjóri útgáfunnar, en dætur þeirra þrjár koma líka að framkvæmdum. Sú elsta, Ásdís Helga, er forstöðumaður kynningardeildar, Þórunn Edda er hönnuður umbrots og sá um tölvu- vinnslu og sú yngsta, Sólrún Halla, gerir það sem út af stendur. ,,Ég kvarta ekki yfir söl- unni, ég er að gera þetta að gamni mínu og er enginn sölumaður sjálfur. Ég veit hins vegar að dætur mínar þegja ekkert yfir út- gáfunni. Og í þessum töluðum orðum hringdi farsími Bjarna og einhver pantar disk. ,,Það lítur út eins og ég hafi pantað þetta símtal,“ segir Bjarni og hlær ,,einmitt með blaða- manninn hjá mér.“ Gefin voru út 1000 eintök og getur Bjarni fengið meira ef hann vill. ,,Þó ég gefi þetta sjálfur út hef ég fengið mikla og góða hjálp frá Steinari Berg hjá Steinsnar, tónlistar- og ferðabónda í Fossa- túni.“ Þeir sem hafa áhuga á að eignast disk- inn geta sett sig í samband við Bjarna á net- fanginu laekjartun@vesturland.is Syngur sauðasöngva fyrir ameríska eldri borgara Bjarni hefur líka verið að koma fram ásamt Snorra Hjálmarssyni bónda og söngv- ara á Syðstu-Fossum. ,,Við erum búnir að syngja saman í 14 ár sauðasöngva og íslensk lög og texta sem snerta sauðkindina um árs- ins hring. Við höfum skemmt um 3000 amer- ískum eldriborgurum sem hingað koma til landsins gagngert til að kynnast náttúru, sögu og atvinnuháttum. Við skemmtum þeim á kvöldsamkomum á Hótelinu í Borgarnesi í 15-18 mínútur og spilum 5-6 lög. Þetta er launað starf og harður bissness,“ segir Bjarni brosandi. ,,Nú, oft koma norrænir hópar í heimsókn að Hvanneyri og ef vantar uppákomur troðum við upp. Við syngjum líka saman í kór, erum í kirkjukór Hvann- eyrarsóknar og Reykholtssóknar.“ Bjarni söng jafnframt um árabil í karlakór en hefur látið af þeirri iðju sökum tímaskorts. En tónlistin er ekki eina áhugamál Bjarna því hann hefur verið í forsvari fyrir Búvéla- safnið að Hvanneyri og nú er einnig í bígerð að koma upp Landbúnaðarsafni Íslands. Söfnun, rannsóknir og kynning ,,Það er allt í þróun, og hugmyndin er að þetta verði fyrirtæki sem tæki að sér að gera búnaðarsögu 20. aldar skil, með söfnun, rannsóknum og kynningu . Ætlunin að þetta þróist áfram upp á grundvelli Búvélasafns- ins sem hér hefur starfað um árabil. For- sendur fyrir svona safni hér á stað eru margar: Hér hefur verið landbúnaðarskóli í 120 ár sem dekkar miklar breytingar. Hér eru ýmsar minjar sjáanlegar í umhverfinu, hér er besta bókasafn á landinu um land- búnað. Og hér er fjöldi fólks með marg- víslega þekkingu sem nýst getur safninu. Í þessa átt standa draumar okkar, og við er- um að vinna í þessu þessar vikurnar. Segja má samt að þetta sé fremur þróun en bylt- ing.“ Að sögn Bjarna er rætt um að gamla fjósið og hlaðan á Hvanneyri myndu hýsa þessa starfsemi. ,,Þar er pláss og mikilvægt að finna þessu húsnæði verðugt hlutverk. Þekkingar- og tækniþróun landbúnaðarins losaði um mikið vinnuafl sem horfið gat til annarra starfa að uppbyggingu íslensks samfélags. Safn sem þetta gegnir því mik- ilvægu hlutverki í því að segja sögu síðustu 100-120 ára, og að varðveita þá þekkingu sem til hefur orðið – og áhöldin og aðferð- irnar sem sköpuðu henni farveg.“ Syngjandi prófessor Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Spil og söngur Bjarni á góðri stund með gítarinn, sem aldrei er langt undan. Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.