Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 11 FRÉTTIR : Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Teg. 4144 Stærð 36-41 Litir: Svart, brúnt og hvítt Verð 9.995 Teg. 5907 Stærð 36-41 Litur: Beige og hvítt Verð 12.995 Teg. 24078 Stærð 36-41 Litur: Gyllt, Svart, brúnt og silfurgrátt Verð 16.995 Teg. 3256 Stærð 36-41 Litur: hvítt og beige Verð 14.995 Nýjar vörur Mikið úrval Teg. Hv 64 Stærð 36-41 Litur: Silfur og gull Verð 10.995 Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins | Valhöll | Háaleitisbraut 1, 3. hæð | 105 Reykjavík | Símar 515 1735 og 898 1720 | Fax 515 1739 | oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 27. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10 - 22. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Sjálfstæðisfólk, látið vita um stuðnings- menn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ALLT tal um að afnema verð- tryggingu lána er árás á launafólk og þjónar engum nema hagsmun- um bankanna, að því er fram kom í máli Kristjáns Gunnarssonar, for- manns Starfsgreinasambandsins, í 1. maí-ávarpi sem hann hélt á Ísa- firði í gær. Kristján kvaðst einnig hafa efasemdir um að það launa- kerfi lágra dagvinnutaxta, sem at- vinnurekendur bæru meginábyrgð á, gæti gengið lengur. Kristján sagði ljóst að afnám verðtryggingar myndi ekki minnka vaxtaokur íslensku bankanna gagnvart almenningi. Þvert á móti hefði verið sýnt fram á að raun- vextir verðtryggðra lána hefðu verið lægri en óverðtryggðra lána síðastliðin 15 ár. „Sannleikurinn er sá að verka- fólk hefur enga tryggingu fyrir raunávöxtun lífeyris síns nema verðtrygginguna, meðan hin lítils megna íslenska króna er leiksopp- ur millibankaviðskipta og fjár- málaspekúlanta. Allt tal um að af- nema verðtryggingu við núverandi aðstæður er ekkert annað en árás á launafólk og þjónar engum nema hagsmunum bankanna,“ sagði Kristján. Kjarasamningar í uppnámi Hann sagði að þær verðbólgutöl- ur sem sést hefðu undanfarið væru hærri en þekkst hefðu um langan tíma. „Kjaraskerðing og óstöðug- leiki efnahagslífsins blasir við svo stefnir í óefni og fátt bendir til annars en að kjarasamningar verði í uppnámi í haust. Hækkun höf- uðstóls lána getur orðið hrikaleg í aukinni verðbólgu. Starfsgreina- sambandið hefur varað við þessu,“ sagði Kristján. Hann sagði hækk- un íbúðalána og skattalækkanir illa tímasettar og hafa aukið á þenslu og ójafn- vægi. Þá væri athyglisvert að sjá hvernig fjár- málaspekúlantar hefðu brugðist við. Verðtrygging sökudólgur? „Fyrst ráðast þeir á virtar er- lendar stofnanir, sem vara við þró- un efnahagsmála á Íslandi og nú með því að finna sér sökudólg, nefnilega verðtrygginguna sem or- sakavald óstöðugleikans.“ „Meðan launafólk verður fyrir árás óstöðugleikans og verulegri tekjuskerðingu af ástæðum sem ríkisstjórnin og fjármálafyrirtækin bera fyrst og fremst ábyrgð á, græða þau offjár á gengismuna- og hlutafjárbraski,“ sagði hann einn- ig. Kristján ræddi einnig um lága dagvinnutaxta og vinnu Íslendinga í samanburði við nágrannalöndin. „Við Íslendingar þurfum að vinna 8–10 tímum lengur í hverri viku eða 20% meira en félagar okkar á Norðurlöndum, til að halda uppi sömu lífsgæðum og þeir,“ sagði Kristján. Vandi láglaunahópanna, einkum í umönnunargeiranum, væri hróp- andi. „Við verðum að hækka laun fyr- ir dagvinnu, þannig að þau dugi til viðunandi lífskjara. Það þarf að endurskoða launakerfi lands- manna í þessu ljósi og við verðum að hefjast handa strax um þá end- urskoðun með Samtökum atvinnu- lífsins, ríki og sveitarfélögum, þeirri vinnu verður að vera lokið áður en samningstími gildandi kjarasamninga er úti,“ sagði Kristján. Formaður Starfsgreinasambandsins um afnám verðtryggingar lána Tal um afnám árás á launafólk Kristján Gunnarsson ÖGMUNDUR Jónasson, formaður BSRB, segir það umhugsunarefni að þeir, sem hæst hefðu látið í gagnrýni á Reykjavíkurborg og þá aðila sem hafa lyft lægstu kaup- töxtunum að undanförnu, væru sjálfir á margföldum þessum laun- um og standi flestir utan allra kauptaxtaviðmiða. Það eigi til dæmis við um forsvarsmenn Sam- taka atvinnulífsins. Þetta kom fram í ávarpi sem hann flutti í Stapa í Reykjanesbæ í tilefni 1. maí í gær. „Fyrr á tíð tíðkaðist það á tog- urum að skipstjórinn fékk tvo hluti en hásetinn einn og það mun vera almenna reglan enn. Væru menn reiðubúnir að taka upp slíkt fyr- irkomulag? Væru forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og ritstjór- ar Morgunblaðsins reiðubúnir að vinna að slíku kerfi? Að efna til þjóðarsáttar um tekjuskiptinguna þar sem munur- inn væri aldrei meiri en tvöfald- ur eða eigum við að vera sveigjan- leg og tala um þrefaldan mun eða jafnvel fjór- faldan, þótt slíkt væri mér þvert um geð. Og að þessi fastnegldi, niðurnjörvaði, samningsbundni munur gilti ekki bara fyrir aðra – heldur einnig um þá sjálfa, for- svarsmenn og forstjóra, alla að- standendur Samtaka atvinnulífs- ins. Eitt veit ég að umræðan um kjör hinna lægst launuðu yrði þá ekki aðeins beintengd samvisku manna heldur einnig pyngjunni. Það hefur oft reynst áhrifarík tenging,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að atvinnurekendur verði nú að endurskoða sína af- stöðu og nálgun við samningsgerð. Þeir hafi litið á það sem sitt verk- efni að standa gegn kröfum verka- lýðshreyfingarinnar um kjarabæt- ur. Því minni kjarabætur í samningum, þeim mun hróðugri séu þeir. Þetta væri vissulega skiljanleg afstaða því einhver mörk væru á því hvað fyrirtæki og stofnanir geti greitt starfsfólki í kaup. En á atvinnurekanda hvíldu einnig aðrar kvaðir og hann þyrfti að geta mannað sitt fley. Ábyrgðin hjá þeim sem neit- uðu að semja um hærri laun Þá sagði Ögmundur, að ábyrgð hvíldi á þeim, sem hefðu neitað að semja um hærri laun handa starfs- fólki á öldrunarheimilum og undir þeirri ábyrgð hefðu þeir ekki risið. „Fyrst og fremst er það þó fjár- veitingarvaldið sem hefur brugð- ist. Það hefur ekki sinnt skyldum atvinnurekandans, ekki gert öldr- unarheimilum og hjúkrunarstofn- unum kleift að manna sitt fley,“ sagði Ögmundur og tók fram að það merkilega væri samt að þó þróunin væri í þessa átt hefðu flestir á henni ímugust. „Það vita það allir, líka hálauna- maðurinn, að þjóðfélag jafnaðar og jafnréttis er betri íverustaður en þjóðfélag mismununar. Sérstak- lega veit þetta sá sem eignast fatl- að barn eða barn sem gengur ekki vel í skóla eða þá sá sem er sjálfur veikur, á veika foreldra, systkini eða vini, að samfélag samhjálpar er hlýrra en samfélagið sem býður upp á þjónustu fyrir hinn þurfandi gegn gjaldi – þar sem hjálpin er ekki mæld í velvild og þolinmæði heldur í krónum og aurum, þar sem meira er lagt upp úr bókhaldi en vellíðan.“ Þjóðarsátt um tekjuskiptingu Ögmundur Jónasson ÚTHLUTAÐ hefur verið úr Minn- ingarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2006. Fræðimannsstyrk að þessu sinni hlýtur Margrét Ein- arsdóttir, til að vinna að verkefni er nefnist „Launavinna íslenskra ung- menna: Áhersla á vernd eða rétt- indi.“ Styrkurinn er ætlaður til verk- efna er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks og til að efla rannsóknir og útgáfu á verkum sem varða sérstaklega íslenskt samfélag, vinnumarkaðinn, hagsmuni launa- fólks og starfsemi verkalýðshreyf- ingarinnar. Á vef Alþýðusambands Íslands kemur fram að rannsókn Mar- grétar, sem er undirbúningur dokt- orsverkefnis, byggist bæði á eigind- legum og megindlegum aðferðum og um tilgang hennar segir m.a. í umsókn hennar: „Rannsókninni er ætlað að gefa fræðileg svör við því hvernig hægt er að sameina sjón- arhorn sem leggja áherslu á vernd barna annars vegar og réttindi barna hins vegar og vera innlegg í fræðilega umræðu um vinnuhugtak- ið, efnahagslega stöðu barna, um barndóminn sem félagslega smíð (e. social construction) og um aðferðir sem beitt er við rannsóknir á börn- um og unglingum.“ Margrét Einarsdóttir styrkþeki ásamt Grétari Þorsteinssyni, forseta ASÍ, og Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar, sem sitja í stjórn sjóðsins. Úthlutun úr Minn- ingarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.