Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 23
SUNDABRAUT er mesta
framkvæmd sem ráðist verður í á
næstu árum í samgöngumálum
Reykjavíkur, en hafist var handa
við undirbúning hennar á árinu
1996. Gert er ráð fyrir að leiðin
liggi frá Reykjavík, yfir (eða und-
ir) Kleppsvík, um Gufunes og
Geldinganes og áfram á fyllingu
yfir Leiruvog, síðan um Álfsnes
og yfir Kollafjörð.
Brautin tengist síðan Vest-
urlandsvegi undir Esjuhlíðum.
Tengingin við gatnakerfi Reykja-
víkur hefur löngum verið Akkil-
esarhæll allrar áætlunarinnar og
um hana hefur verið deilt í 10 ár.
Tekist hefur verið á um háar eða
lágar brýr, löng eða stutt göng,
ytri eða innri leið, tengingar, mis-
læg gatnamót og ótalmargt ann-
að.
Vandinn er að flestar útfærslur
raska verulega grónum hverfum
og fáir vilja hafa þessa miklu um-
ferðaræð við húsvegginn hjá sér.
Á tímabili var, fyrir þrýsting frá
Vegagerðinni, nánast búið að
taka ákvörðun um svokallaða eyj-
arlausn yfir innanverða Klepps-
vík. En nú er eins og allar hug-
myndir séu enn uppi á borðum og
endanleg ákvörðun bíði um sinn.
Árið 1999 skrifaði ég grein í Mbl.
um að best væri að leysa Sunda-
brautarmálið með jarðgöngum
frá Kirkjusandi og í Gufunes, en
ýmsir höfðu velt þeim möguleika
upp.
Allt sem gerst hefur síðan,
bæði í skipulagsmálum og jarð-
gangatækni, er þessari útfærslu
Sundabrautar í vil.
Hún veldur minnstu raski á
umhverfi, byggð og náttúrufari,
étur ekki upp dýrmætt bygginga-
land á yfirborði, lágmarkar hljóð-
og sjónmengun og kemur vel út
kostnaðarlega.
Ég rifja hana því upp hér en
þó í breyttri mynd. (sjá mynd 1)
Jarðgöng
Jarðgöng frá Kirkjusandi og í
Gufunes yrðu aðeins um 4 km
löng. Þau myndu liggja undir
Laugarás og Sundahöfn, þaðan
undir Kleppsvík og yfir í Gufunes
og opnast til yfirborðs í grennd
við gömlu Áburðarverksmiðjuna.
Að auki bætist við um 1,2 km
langur leggur frá göngunum sem
opnast myndi við Sæbraut suður
af Holtavegi.
Þannig má dreifa umferð-
arþunganum sem um göngin þarf
að komast og sameina kosti stof-
næðar í vegakerfinu og innanbæj-
arleiðar.
Sjávardýpi í
Kleppsvíkinni yfir
göngunum yrði vart
meira en 8–10 m.
Laus jarðlög eru á
sjávarbotni en
mesta dýpi á fasta
klöpp þar er um 30
m.
Til samanburðar
má geta þess að
Hvalfjarðargöng eru
5,6 km löng, mesta
sjávardýpi er 40 m
en mesta dýpi á
fasta klöpp þar er 116 m. Sunda-
göngin eru því töluvert styttri en
Hvalfjarðargöng og þurfa ekki að
fara nærri eins djúpt.
Jarðfræðilegar aðstæður ráða
miklu um kostnað við jarð-
gangagerð. Þess vegna verða
svör við mörgum jarðfræðilegum
spurningum að liggja fyrir áður
en kostnaðaráætlun er gerð.
Hvernig berg er á jarð-
gangaleiðinni?
Hverjir eru tæknilegir eig-
inleikar jarðlaganna?
Er hætta á leka inn í göngin?
Er hætta á sprungum og mis-
gengjum á leiðinni sem gætu
hreyfst í jarðskjálftum? Gæti
jarðhiti skapað vandamál? Þetta
hefur ekki verið rannsakað sér-
staklega er jarðfræði Reykjavík-
ur þó það vel þekkt að unnt er að
svara spurningunum með nokk-
urri vissu. Til eru vönduð jarð-
fræðikort af höfuðborgarsvæðinu
sem koma að góðum notum við
hverskonar skipulagsvinnu, ekki
síst þegar jarðgöng
koma til álita.
Jarðlög
Á meðfylgjandi
korti og þversniði er
jarðlagaskipan á jarð-
gangaleiðinni sýnd.
Við Kirkjusand yrðu
göngin grafin í
Reykjavíkurgrágrýti,
en það er sú bergteg-
und sem myndar
grunninn undir mest-
um hluta borg-
arinnar.
Þetta er hraun sem kom upp í
eldgosi Reykjavíkursvæðinu fyrir
200–300 þúsund árum. Eftir um
það bil einn kílómetra er komið
niður úr grágrýtinu og í Elliða-
vogssetið.
Það er að mestu gert úr setlög-
um sem í eina tíð hafa sest til á
sjávarbotni. Þau eru sem sagt úr
sandi, leir og möl.
Í þeim finnast samlokur, kuð-
ungar og leifar fleiri lífvera sem
lifðu hér við ströndina fyrir 200–
300 þúsund árum. Lögin eru 10–
20 m þykk.
Jarðgöngin liggja á ská niður í
gegn um þau svo þau mynda
gangaveggina á fremur stuttum
kafla.
Undir Elliðavogssetinu er
miklu eldra berg, hið svokallaða
Viðeyjarmóberg, sem er meira en
tveggja milljón ára. Þetta er gríð-
arþykkt og mikið lag sem orðið
hefur til við eldsumbrot í eldfjalli
sem í eina tíð reis við himin þar
sem Viðey er nú.
Fjallið hefur verið kallað Við-
eyjareldstöðin.
Í móberginu eru innskot úr
djúpbergi, stór og smá, sem
mynduð eru úr hraunkviku sem
hefur troðið sér inn í móbergið.
Móbergið og djúpbergið sést á
yfirborði bæði við Sundahöfn og í
Gufunesi.
Í þessu bergi mun afgangurinn
af göngunum liggja.
Þær bergtegundir sem hér hafa
verið nefndar hafa ólíka tækni-
lega eiginleika og henta misvel
fyrir jarðgöng. Grágrýtið er
sæmilegt jarðgangaberg. Það
stendur vel en vatnsleki gæti orð-
ið einhver.
Elliðavogssetið er þéttara en
hins vegar er það ekki eins sterkt
og þar þarf að gæta sín á hruni á
meðan á gangagerðinni stendur
og styrkja vel veggi og loft.
Móbergið og djúpbergið í Við-
eyjareldstöðinni er hins vegar
bæði sterkt og þétt og þar er gott
til jarðgangagerðar. (sjá mynd 2)
Hættur
Ekki er vitað um sprungur eða
misgengi á þessum slóðum og
ekki er sérstök ástæða til að ótt-
ast erfiðleika af þeim sökum.
Reykjavík er á jarðskjálftasvæði
en reynslan sýnir að neðanjarð-
armannvirki standa betur af sér
jarðskjálfta en mannvirki á yf-
irborði jarðar. Í því tilliti eru
göng öruggari en brýr.
Í Laugardal er jarðhitasvæði
og nokkrar af borholum Hitaveitu
Reykjavíkur eru ekki langt frá
umræddum jarðgöngum.
Hins vegar eru mörg hundruð
metrar niður á heita vatnið svo
ekki er ástæða til að óttast að það
hafi erfiðleika í för með sér.
Vatnsleki gæti orðið nokkur í
þeim hluta ganganna sem liggur í
grágrýtinu.
Með réttri fóðringu á að vera
auðvelt að koma í veg fyrir hann.
Sá hluti ganganna sem liggur
undir sjó er hins vegar allur í vel
þéttu bergi.
Niðurstöður
Niðurstaðan er sú að jarð-
gangaleiðin frá Kirkjusandi og í
Gufunes sé góð frá jarðfræðilegu
sjónarmiði. Vitaskuld gætu leynst
erfiðir staðir á leiðinni og nauð-
synlegt verður að kanna jarð-
gangastæðið vandlega áður en
endanleg veglína er lögð.
Reynsla af jarðgöngum hér-
lendis er ágæt.
Menn hafa verið að átta sig æ
betur á tæknilegum eiginleikum
íslenskra bergtegunda og þeim
sérstöku vandamálum sem upp
geta komið við jarðgangagerð. Öll
grundvallarþekking, þjálfun og
tæki eru til staðar.
Reynslan af Hvalfjarðargöng-
unum kemur að góðum notum við
gerð Sundaganga. Jarðlagaskip-
anin er að vísu gerólík en tækni-
lega séð eiga þessi göng að vera
auðveldari viðfangs.
Hér verður ekkert farið út í
kostnaðarreikninga en einungis
fullyrt að jarðgöng standast fylli-
lega samanburð við brýr og önn-
ur yfirborðsmannvirki í því tilliti
og benda má á að Hvalfjarð-
argöngin hafa þótt hin arðbær-
asta framkvæmd.
Jarðgöng sem þessi hafa mikla
kosti.
1. Þung og mikil umferð hverf-
ur af yfirborðinu og þar með
sá farartálmi sem umferð-
aræð af þessari stærð er.
2. Dýrmætt byggingarland
hverfur ekki undir umferð-
aræð.
3. Hljóðmengun verður í lág-
marki.
4. Röskun á landslagi við
Sundin, sem uppfyllingar og
brýr valda, er úr sögunni.
5. Lífríkið í Sundunum sleppur
undan skaða.
6. Íbúðahverfi verða ekki fyrir
truflunum af framkvæmdum
og skipulagsbreytingum.
7. Hálka, ófærð og slagveður
verður ekki til staðar.
8. Útmoksturinn úr göngunum
er verðmætt fyllingarefni
sem getur komið að góðu
gagni víðs vegar um borgina.
9. Umferð skipa og báta um
Sundin verður ótrufluð.
10. Kostnaður virðist í lægri
kantinum miðaður við aðrar
leiðir.
Að öllu samanlögðu sýnast löng
jarðgöng vera besti kosturinn í
fyrsta áfanga Sundabrautar.
Þau þurfa ekki að liggja eins
og sýnt er á myndinni sem hér
fylgir. Vandkvæðalaust er að hag-
ræða legu þeirra á ýmsa lund en
einn af stórum kostum jarðganga
er að rýmið og frjálsræðið neð-
anjarðar er svo miklu meira en á
yfirborðinu.
Sundabraut – Sundagöng
Eftir Árna
Hjartarson
’Að öllu samanlögðusýnast löng
jarðgöng vera
besti kosturinn í
fyrsta áfanga
Sundabrautar.‘
Árni Hjartarson
Höfundur er jarðfræðingur hjá
Íslenskum orkurannsóknum og
sérfræðingur í jarðfræði
Reykjavíkur.
!
!" # $
%
# $ & &$&
sagði Einar og hló. Hann sagði um 15 veiðimenn
hafa verið mætta um sjöleytið, þegar mátti hefja
veiðar. „Það var svo mikið að gera að ég náði
varla að flagga,“ sagði Einar.
Félagar sem hófu veiðar við Þinganes klukkan
sjö létu vel af sér. Annar var kominn með átta sil-
unga strax um níuleytið, mestanpart bleikju, og
tók strax í fyrsta kasti hjá honum. Hinn var kom-
inn með fjóra.
Auk þeirra sem voru að kasta fyrir fiskinn var
straumur áhugasamra veiðimanna upp að vatni,
að forvitnast um aflabrögðin. Einn sagðist hafa
komið við hjá Vífilsstaðavatni. „Það voru ekki
færri að veiða þar,“ sagði hann. „Það var hrein-
lega ekki hægt að fá bílastæði.“
Morgunblaðið/Einar Falur
enn
akkur í því fyrir listamenn að geta
leigt sér aðgang að sameiginlegum
verkstæðum, auk þess sem í boði
verði nokkrir tugir vinnustofa.
Spurður hversu marga húsnæðið
geti rúmað segir Stefán Jón það enn
á mótunarstigi, en ljóst að margir
munu hafa not af þessu, enda um að
ræða 4.300 fm rými. Aðspurður um
kostnað segir Stefán Jón leigu rým-
isins vera 32 milljónir króna á ári, en
borgin leggur rekstrarfélaginu til 26
milljónir króna árlega. „Það má þá
segja að það sé niðurgreiðsla á leigu
til listamanna og rekstrarfélagið
þarf ekki að skila nema 6 milljónum
á ári, sem er mjög lágt fyrir allt
þetta hús. En við í menningar- og
ferðamálaráði ákváðum á síðustu
metrunum að leggja aukapeninga í
þetta til að koma þessu í höfn til
þess að hægt væri að hafa leiguna
mjög lága.“
ða sem
ast en
að búa til
m heldur
að Korp-
og vera
ð heildin
anda að
bendir á
aðsetur
uða úr
ar munu
ga sér stað
yrirtækja
nýsköpun,
nframt
uaðstaða
é fyr-
samstarfi
ykjavík
þar með
orðna.
mikill
ndirritað í gær
Morgunblaðið/ÞÖK
aður menningarráðs, og Áslaug Thorlacius, for-
a myndlistarmanna, við undirritunina í gær.