Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Regína Thor-arensen fæddist á Stuðlum í Reyð- arfirði 29.4. 1917. Hún lést í Huldu- hlíð, dvalarheimili aldraðra á Eski- firði, 22. apríl síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Hildur Þur- íður Bóasdóttir, húsfreyja, f. 24.8. 1886, d. 11.12. 1933, og Emil Tómasson bóndi og búfræðingur, f. 8.8. 1881, d. 11.9. 1967. Systkini Regínu voru: a) Sigurbjörg, f. apríl 1912, d. 11. mars 2001, b) Guðrún, f. 20. apríl 1913, d. 15. júní 1997, c) Kristjana Elín, f. 7. júlí 1914, d. 15. janúar 1963, d) Borghildur, f. 2. ágúst 1915, d. 9. janúar 1929, e) Tómas, f. 14. maí 1918, d. 6. desember 2002, f) Bóas Arn- björn, f. 17. júní 1920, d. 27. maí 1997, g) Jón Pálmi, f. 23. okt. 1923, d. 16. október 1978, i) drengur f. á Stuðlum 20. apríl 1926, d. samdægurs. ilía, gift Rúnari Kristinssyni. Börn þeirra: a) Ragna Krist- björg, gift Sigurði Þór Þórssyni. Þeirra börn: Bjarni Rúnar, Silvía Sara og Bjarki Þór. b) Katrín Regína, hennar maður Guð- mundur Einarsson. Þeirra börn: Andri Brynjar, Marinó og Garð- ar. c) Hildur Þuríður, gift Finn- boga Sigurgeir Sumarliðasyni. Börn þeirra Emma Kamilla og Gabríel Tumi. d) Alma Rún. 4) Emil, kvæntur Báru Rut Sigurð- ardóttur. Börn þeirra: a) Aron, b) Regína, unnusti Arnór Friðrik Sigurðsson, c) Emil. Regína og Karl bjuggu í Skerjafirði á árunum 1939–1942, í Djúpuvík á Ströndum 1942– 1947, á Gjögri 1947–1962, á Eskifirði 1962 til 1981 og á Sel- fossi frá 1981 til 1996, þegar Karl lést. Síðan hefur Regína al- ið sinn aldur í Hulduhlíð, dval- arheimili aldraðra á Eskifirði. Regína var fréttaritari Morgun- blaðsins frá 1954 til 1963 og Dagblaðsins frá stofnun þess og síðar DV á Eskifirði, Gjögri og Selfossi. Regína var afar áhuga- söm um almannaheill og fé- lagsmál og lét mikið til sín taka á opinberum vettvangi á mann- fundum og með skrifum í blöð. Útför Regínu verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hinn 24. ágúst 1939 giftist Regína Karli Ferdinand Thorarensen, ján- smíðameistara, f. 8.10. 1909, d. 28.2. 1996. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hanna Sigrún Guð- mundsdóttir, hús- freyja, f. 4.2. 1884, d. 12.1. 1931, og Jakob Jens Jakobs- son Thorarensen, bóndi, vitavörður, hákarlaformaður, símstöðvarstjóri, bréfhirðinga- maður og úrsmiður, f. 24.10. 1861, d. 5.10. 1943. Börn Regínu og Karls eru: 1) Hilmar Friðrik, kvæntur Ingigerði Þorsteins- dóttur. Börn þeirra: a) Sigurrós, hennar dóttir er Karen Hilma, b) Karl Ferdinand, kvæntur Natal- íu Jukhnovskaju, c) Ingi Hilmar. 2) Guðbjörg Karólína, gift Búa Þór Birgissyni. Börn þeirra: a) Birgir Heiðar, kvæntur Ásu Kar- itas Arnmundsdóttur. Synir þeirra Búi Þór og Konráð Ingi, b) Karl Heimir. 3) Guðrún Em- Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Við vitum að það er vel tekið á móti þér. Nú færðu að hitta hann Kalla þinn aftur, þú varst búin að segja okkur hvað þú sakn- aðir hans mikið. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig, eins og t.d. þegar við vorum lítil og þið Kalli afi komuð austur, þá lést þú okkur svo oft lesa nokkrar setningar upp úr Mogg- anum til að þjálfa okkur í lestri og fengum við í verðlaun ,,5 kall“ eins og þú kallaðir 500 króna seðilinn, ef vel gekk hjá okkur. Ennfremur var gaman að heimsækja ykkur á Sel- foss. Ein jólin, sem við vorum fyrir sunnan var sko gaman að heim- sækja ykkur og dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. Þú áttir stórt koffort sem var fullt af brjóst- sykri, karamellum, súkkulaði og negrakossum. Og fengum við oft kærkomið bland í poka. Þessar minningar og allar hinar sem við eigum um þig munum við varðveita í hjarta okkar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Takk fyrir allt, elsku amma. Guð blessi minningu þína. Aron, Regína og Emil. Höfðingi heim að sækja, góð vin- kona og leikfélagi er það fyrsta sem okkur systrum dettur í hug þegar við hugsum til þín, elsku besta amma okkar. Við minnumst með gleði í hjarta hvað þú varst viljug að fara með okkur í skollaleik þegar við vorum litlar stelpur. Þá varst þú í hlutverki skolla og við máttum snúa þér eins mikið og við lifandi gátum. Þú stökkst svo á eftir okkur með bundið fyrir augun og við hlóg- um eins og hross á meðan við reyndum að koma okkur undan. Alla snúningana og svitadropana lagðir þú á þig í þeim einlæga til- gangi að skemmta okkur. Eins víl- aðir þú ekki fyrir þér að bregða þér í fótbolta með okkur krökkunum og fætur þína prýddu stórir röndóttir innitréklossar sem svifu um loftin blá í öllum hasarnum. Nammiskálarnar þínar sitja okk- ur í fersku minni. Hvað okkur fannst við lánsamar þegar þú leidd- ir okkur inn í herbergi þar sem stóð smekkfull kista af karamellum, Opal brjóstsykri, rjóma-toffý og negra- kossum. Okkur þykir sú tilhugsun svo fjarlæg að við eigum ekki eftir að taka aftur í hlýju og traustu hönd- ina þína sem leitt hefur okkur í gegnum árin. Við vitum að þið afi leiðist nú hönd í hönd sæl og glöð. Við kveðjum þig í bili, elsku hjart- ans amma, með erindi úr ljóði sem samið var til þín á sjötugsafmælinu þínu og lýsir þér vel: Ef fannstu beygðan, á bröttum vegi bugaðan þreytu... það um segi hughreystir, og hans gladdir geð. Göfuglynd tókstu sviða úr sárum sóma kona... á liðnum árum gæsku þinni og góðleik með. (Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum.) Þínar Ragna Kristbjörg, Katrín Regína, Hildur Þuríður og Alma Rún Rúnarsdætur. Aldin og ellimóð kona er gengin fyrir ætternisstapann. Fyrir því vekur brottför hennar ekki sorg, en þeim, sem þekktu Regínu á Gjögri meðan hún var og hét, þykir mikill sjónarsviptir að henni. Sá, sem hér heldur á penna, kynntist Regínu vorið 1963. Auðvit- að vissi hann á henni deili miklu fyrr, enda vandvirkur lesandi Morg- unblaðsins frá unglingsárum, en Regína atkvæðamikill fréttamaður blaðsins á ættarslóðum hans á Ströndum norður frá því um miðja síðustu öld og í allmörg ár. Það var þó ekki fyrr en vorið 1963 að fund- um okkar bar fyrst saman, þegar undirritaður hafði verið kvaddur til pólitískra hernaðarumsvifa um Austurland. Regína var þá flutt bú- ferlum til Eskifjarðar og lagði strax lykkju á leið sína og bauð frambjóð- andanum í heimsókn upp á siginn fisk og selspik. Það var Matur með stórum staf. En aðaláhugi Regínu var ekki stjórnmálalegs eðlis heldur vegna þess að í hlut átti Vestfirð- ingur og einkum og sér í lagi Strandamaður í ættir fram, en kon- an var ákaflega spurul um menn og málefni. Regína gekk ung að eiga Karl Thorarensen, járnsmíðameistara frá Gjögri, bróður sægarpsins Axels, sem þjóðfrægur varð m.a. af ljós- myndum RAX. Karl var hinn mesti ljúflingur og skapfellilegur svo af bar. Þau Karl bjuggu um fimmtán ára skeið á Gjögri, en fluttust þá búferlum til Eskifjarðar. Meðan beggja heilsa leyfði munu þau þó ávallt hafa dvalið á Gjögri á sumr- um um lengri eða skemmri tíma. Regína var röskleika kvenmaður til orðs og æðis. Hún fór ekki í laun- kofa með skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Tannhvöss og dóm- hörð ef svo bar undir, en hjartað gott, sem undir sló. Hún fór ekki í manngreinarálit, enda voru engir í hennar augum, sem æðri gátu talizt. En meðaumkvunarsöm og góðgjörn við þá, sem minna máttu sín. Og sínu fólki sinnti hún af hinum mesta myndarskap. Að leiðarlokum þökkum við Greta góð og skemmtileg kynni og send- um ástvinum hennar samúðarkveðj- ur. Sverrir Hermannsson. Kynni okkar fjölskyldunnar og frú Regínu Thorarensen hófust eftir að þau hjónin fluttu á Selfoss en þar höfðu þau búið sér notalegt heimili. En hugurinn var mikið á Gjögri þar áttu þau sitt hús og sinn sælustað og þangað var farið á hverju sumri meðan heilsan leyfði. Oft litu þau við hjá okkur hér í Hveragerði, ef þau áttu leið um og þá fyrst í Kjörís að hitta framkvæmdastjórann eins og Regína sagði. Þá voru stjórn- málin rædd og önnur þau mál er efst voru á baugi í það sinnið. Ekk- ert var Regínu óviðkomandi og hafði hún ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var ófeim- in að tjá sig hvort sem var í frétta- pistlum eða töluðu orði. Eftir sviplegt fráfall eiginmanns míns sýndu þau hjón okkur sér- staka vináttu og ræktarsemi. Ein- hverju sinni trúði Regína mér fyrir því að hún færi með bænirnar sínar á hverju kvöldi og hefði alltaf gert en eftir lát manns míns hóf hún einnig að biðja fyrir okkur fjöl- skyldunni og Kjörís, fyrirtæki okk- ar. Það er ekki ónýtt að eiga slíka að og trúi ég því að gæfa okkar og velgengni sé ekki síst bænum Reg- ínu að þakka. Er Regína hafði ákveðið að flytja á Eskifjörð eftir fráfall manns síns hafði hún opið hús og bauð til sölu ýmislegt af dóti sínu því ekki gat hún haft nema lítinn hluta með sér. Sat hún þá í eldhúsinu og bauð þeim er komu í staupinu ásamt kaffi og meðlæti og kvaddi alla með virkt- um. Hafði hún mikla ánægju af hve margir komu, minna skipti hvað seldist eða fyrir hvað. Það er dýrmætt að hafa kynnst þeim hjónum Regínu og Karli og vil ég nú að leiðarlokum þakka vináttu og tryggð við mig og fjölskyldu mína í gegnum árin. Með þessum fátæklegu línum kveð ég þessa stórbrotnu merkis- konu og bið henni fararheilla inn í sumardýrðina fyrir handan. Aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Laufey S. Valdimarsdóttir, Hveragerði. Látin er á Eskifirði frú Regína Thorarensen. Regína fæddist á Stuðlum í Reyðarfirði, dóttir sæmd- arhjónanna Hildar Þuríðar Bóas- dóttur og Emils Tómassonar bú- fræðings. Hún ólst upp í fjölmennum systkinahópi. Regína giftist Karli Thorarensen frá Ströndum. Þau hjón stofnuðu heim- ili á Gjögri. Karli var margt til lista lagt, stundaði hann jöfnum höndum sjósókn, sem og vélavörslu og við- gerðir í landi. Um tíma vann Karl ýmis störf í hinni þáverandi risa- vöxnu og fullkomnu síldarbræðslu í Djúpuvík. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Þeirra elstur er Hilmar, bú- settur í Reykjavík, önnur í röðinni er Guðbjörg, búsett á Drangsnesi, þá kemur Guðrún sem búsett er í Mosfellsbæ, yngstur er Emil bú- settur á Eskifirði. Þau hjón fluttu á sjöunda áratugnum til Eskifjarðar eftir að atvinnuástand á Ströndum hafði versnað til mikilla muna. Karl byggði stórt hús yfir fjölskyldu sína innarlega í bænum Eskifirði, eins og hann var þá. Síðar fluttu þau hjón sig til Selfoss. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja. Karl og Regína voru um margt ólík en virtu skoðanir hvort annars. Ekki fóru alltaf saman skoðanir þeirra hjóna á mönnum og málefnum. Karl var yfirvegaður og rólegur, en Regína hikaði ekki við að setja fram sínar skoðanir ef henni fannst þess þurfa án þess að skeyta um hvað öðrum fyndist um þær. Eftir að til Eskifjarðar var komið fluttu þau hjón sig að Gjögri yfir sumartímann, þar sem Karl stund- aði sjóinn á trillunni sinni henni Hönnu, auk þess sem hann hélt við eignum sínum á Gjögri. Eitt sumarið var ég að keyra um á Ströndum og kom við hjá þeim hjónum. Ekki var við annað kom- andi en að gista þar eina nótt. Dag- inn eftir keyrði ég Karl í verslun norður á Norðurfjörð. Á leiðinni var Karl óþrjótandi viskubrunnur við að segja okkur mömmu, og Ásgeiri, systursyni mínum, frá hinum ýmsu örnefnum sem á vegi okkar urðu. Karl lést árið 1996. Regína var um langt skeið af- kastamikill fréttaritari fyrir hin ýmsu fréttablöð. Oft gustaði af henni í því starfi, þar sem hún var ófeimin í að viðra skoðanir sínar. Mörgum líkaði vel þessi ferski stíll hennar, enda var það forgangsverk- efni hjá Jónasi Kristjánssyni við stofnun Dagblaðsins að fá hana til starfa við fréttaöflun. Í eitt skiptið olli frétt í Morgunblaðinu um síld- arsöltun smá uppnámi á Eskifirði. Þar greindi frá því að háttsettir embættismenn staðarins hefðu haft nóg að gera við að passa börn á sama tíma og mikið barst af síld að landi og allir sem vettlingi gátu valdið unnu við síldarsöltun og þar með björgun verðmæta. En viðkom- andi skildu ekki húmorinn á bak við fréttina. Fjölskyldu og vinum Regínu votta ég samúð mína. Júlíus. REGÍNA THORARENSEN ✝ Páll Gísli Stef-ánsson fæddist á Vatnsenda í Ólafs- firði 28. febrúar 1946. Hann lést á LSH við Hringbraut 20. apríl síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Önnu Jó- hönnu Sveinsdóttur, f. 21. febrúar 1919, d. 21. ágúst 1994 og Stefáns Sveinssonar Stefánssonar bónda á Vatnsenda í Ólafs- firði, f. 29. septem- ber 1902, d. 4. september 1974. Systkini Páls eru Sveinn Sigurjón, f. 25. apríl 1940, d. 29. nóv. 1989, Stefanía, f. 12. jan- úar 1942, Anna Lilja, f. 2. ágúst 1944, Guðlaug Sig- ríður, f. 5. maí 1947, d. 11. ágúst 2003, Jóhanna Lovísa, f. 13. júlí 1948 og Sig- urrós Þórleif, f. 30. nóvember 1950. Páll átti tvö uppeldis- systkini, þau Svein- björn, f. 13. febrúar 1935 og Emelíu, f. 12. september 1939, Sigurðarbörn. Páll verður jarðsunginn frá Ólafs- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þegar ég kynntist Palla þá var ég fyrir margt löngu síðan að stíga mín fyrstu skref sem gæslumaður á deild 2 á Kleppsspítala. Ég var á algjörum brauðfótum og með þum- alputta á öllum eins og sagt er. Ég var þá nýkominn úr öðrum og alls óskyldum geira í atvinnulífinu og þurfti sjálfur á mikilli leiðbeiningu að halda. Sú aðstoð og aðhlynning sem Palli þurfti höfðaði svo vel til mín að það leiddi til að ég fór í sjúkra- liðanám. Ég hef ennþá sömu ánægju af þessu og fyrstu hand- tökin leiddu til. Hans erfiði andlegi sjúkdómur setti sín stífu mörk á hann og geir- negldi þá vitund að bera virðingu fyrir heilsunni. Sá tími rann þó upp að heilsa hans náði sér eitthvað á strik og hann útskrifaðist og fékk inni í góðu umhverfi á Reykjalundi. Við það tækifæri samdi ég smávís- ukorn: Kyrrð er komin yfir Kleppsspítalanum á. Vonin lengi lifir ljúflingunum hjá. Mörgum árum seinna komst ég aftur í samband við hann og mundi hann þá vel eftir mér. Ég vil að endingu þakka Palla innilega fyrir að hafa stuðlað að mjög ánægjulegri U-beygju í mínu lífi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi ættingjum hans mínar hjartans samúðarkveðjur. Valdimar Elíasson. Elsku Palli minn, síðast þegar við hittumst áttum við góða stund saman yfir kaffi og meðlæti. Okk- ur grunaði hvorugan þá að það yrði okkar síðasta samverustund, við töldum okkur eiga eftir að hitt- ast oft í sumar. Við vinirnir fórum margar skemmtilegar bílferðir saman, austur á Selfoss, Flúðir, Stykkishólm og marga fleiri staði heimsóttum við saman. Ég mun sakna þess mikið að geta nú ekki lengur farið í svona ferðir með þér, Palli minn. Oft er sagt að það sé sælla að gefa en þiggja. Palli minn, þú gafst mér mikið bara með því að vera til, þú gafst mér það að vera þakklátur fyrir þá sæmilegu heilsu sem ég hef, þín var verri. Nokkr- um dögum áður en þú kvaddir fór ég í hjartaskurð og í þeirri aðgerð var skipt um fjórar æðar og tókst þessi aðgerð vel. Í hjarta mínu geymi ég ennþá minningar um þig og við þeim verður aldrei hróflað eins og æðunum. „Út á sæinn, út á sæinn, öll mín bestu ár“ hljómar oft í eyrum mínum, þetta lag ásamt mörgum öðrum söngst þú þegar við lékum okkur á Úlfljóts- vatni í fyrrasumar, þeirri stund gleymi ég aldrei. Hugur minn verður hjá þér þegar þú verður borinn til grafar, elsku Palli minn, Guð varðveiti þig systkini þín og ættingja, innilegar kveðjur frá konu minni og börnum, það sakna þín margir. Björn Birgisson. PÁLL GÍSLI STEFÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.