Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 29 MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ Adolf Smithfæddist á Ísa- firði 4. ágúst 1912. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 20. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristján O. Smith, f. 1871, d. 1929 og Karoline Paulsdatter Smith,, f. 1872, d. 1965, bæði fædd í Noregi. Systkini Adolfs voru Óskar, f. 1897, Astrid, f. 1899, Sverre, f. 1902, Karen, f. 1905 og Axel, f. 1910. Þau eru öll látin. Adolf kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Björnsdóttur Smith 31. desember 1938 og eiga þau fjórar dætur, Kötlu Smith Henje, maki Jan Henje, hún á þrjú björn, Heklu Smith, maki Björn Sigurðs- son, hún á tvær dæt- ur, Hrefnu Smith, maki Hilmar Heið- dal, látinn, hún á þrjú börn, og Birnu Smith, maki Guð- mundur Lárusson, hún á þrjú börn. Adolf vann sem vaktmaður á Land- spítalanum til ársins 1946 að hann stofn- aði Þvottahús A. Smith og rak það þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Adolfs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Látinn er í Reykjavík öðlingur að nafni Adolf J. Smith. Hann fæddist á Ísafirði 4. ágúst 1912, af norskum foreldrum þeim Karoline og Christi- an Olafsen Smith, sem komu til Ís- lands upp úr aldamótunum 1900 og settust hér að. Þau voru reyndar á leið til Norður-Ameríku eins og svo margir aðrir á þeim tímum, en dvöl þeirra á Íslandi ílengdist þar sem vinnu var hér að fá. Til að byrja með settust foreldrar Adolfs að í Hafn- arfirði og átti Christian m.a. þátt í rafvæðingu Hafnarfjarðar. Það var fyrir um tuttugu árum að ég hitti Adolf í fyrsta sinn eða um það leyti sem ég kynntist dóttur hans og eiginkonu minni Heklu. Fljótlega fann ég fyrir því að milli þeirra feðgina var afar sterkt sam- band. Skýring kom fljótlega á því en Hekla hafði frá unga aldri starfað við hlið föður síns við rekstur fyr- irtækis hans sem Adolf stofnaði um 1950 eftir að hafa starfað um skeið á Landspítala Íslands. Við störf sín á Landspítalanum sá hann tækifæri sem átti eftir að verða honum og fjölskyldu hans heilladrjúgt. Hann stofnaði Þvotta- hús A. Smith og útheimti það mikla vinnu og útsjónarsemi sem var hon- um í blóð borin og stóð Guðbjörg eiginkona hans ætíð þétt við hlið hans. Honum tókst að gera hag- kvæma samninga við hótel og veit- ingastaði og aðra þá sem á þessari þjónustu þurftu að halda. Þar má ef- laust þakka vinsældum hans og kunningsskap við marga mæta menn enda var hann vinmargur. Adolf var meðlimur í Oddfellow reglunni um árabil og var einn af stofnfélögum Kiwanisklúbbsins Heklu. Í gegnum starf sitt á Landspít- alanum var hann ætíð vinsæll í leik og starfi. Oftlega var hann fenginn til að sjá um akstur fyrir yfirlækni spítalans Gunnlaug Classen. Þá myndaðist á þessum árum ævilang- ur vinskapur við ýmsa mæta menn svo sem Úlfar Þórðarson augnlækni, Pétur Snæland forstjóra og Lárus Blöndal bóksala. Adolf var einn af stofnendum byggingavöruverslunarinnar A. Jó- hannsson & Smith sem var til húsa fyrstu árin í húsi hans að Bergstaða- stræti. Hann seldi hlut sinn í því fyr- irtæki nokkrum árum síðar og réðst í byggingu stórhýsis á Bergstaða- stræti 52. Sem vott um framsýni og fram- takssemi Adolfs skal nefna að fljót- lega eftir lok seinni heimsstyrjaldar réðst hann ásamt mági sínum Har- aldi Ólafssyni skipstjóra í byggingu sumarhússins Bræðratungu í Mos- fellssveit. Síðar eignaðist Axel bróð- ir Adolfs hlut Haraldar í bústaðnum, en afar kært var á milli þeirra bræðra og dvöldu þeir ásamt fjöl- skyldum sínum sumarlangt í bú- staðnum á hverju ári og áttu margar góðar stundir saman. Adolf var mik- ill áhugamaður um skógrækt og má sjá um það ríkuleg merki við sum- arhúsið að Bræðratungu. Adolf lét sér annt um starfsfólk sitt í þvottahúsinu og hélst honum vel á því og var margt þeirra við störf hjá honum um árabil. Hann var einstaklega hjálpsamur og lipur og gott til hans að leita. Ég vil að leiðarlokum þakka tengdaföður mínum samfylgdina í þau tuttugu ár sem ég naut vinskap- ar hans og ljúfmennsku sem mér mun seint úr minni líða. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. (Sigurður Kr. Pétursson.) Björn Sigurðsson. Við kveðjum í dag mikinn höfð- ingja og öðling, Adolf Smith, tengdaföður minn og vin, tæplega 94 ára, saddan lífdaga. Foreldrar hans sem voru norskir komu hingað ásamt 4 börnum sínum á leið til fyrirheitna landsins Am- eríku. Ferðin til Ameríku varð aldr- ei að veruleika því hér voru næg verkefni fyrir pípulagningameistara og var Christian Smith gripinn glóð- volgur frá Ameríku-hugleiðingum í að leggja pípur í Landspítalann sem þá var í byggingu. Þetta var mikið happ því þetta sómafólk hefur allt alla tíð verið harðduglegt og sérlega vel liðið. Á Íslandi fæðist síðan Adolf Smith 1912. Skólaganga var oft ekki löng í þá daga enda takmarkaðir aurar til slíks. Adolf var eitthvað viðriðinn pípulagnir ásamt bræðrum sínum en réðst síðan sem vaktmaður á Lands- spítalann og gat sér þar gott orð eins og reyndar alls staðar allt sitt líf, enda óvenju greiðvikinn og ósér- hlífinn að eðlisfari og stutt í brosið. Á Landspítalaárunum kynntist Adolf þvottahúsi spítalans og í fram- haldi af því stofnaði hann sitt eigið þvottahús á lóð sinni á Bergstaða- stræti 52 og er það starfandi enn. Þótt ekki gæfist tóm til viðskipta- menntunar þá voru viðskipti hans og þjónusta frábær alla tíð. Adolf kunni að gera viðskiptavini sína ánægða og það var síðan lykillinn að velgengni hans í lífinu því Adolf kom víða við og hefur hans ljúfa framkoma við háa sem lága átt drjúgan þátt í því hvað honum vegnaði vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Adolf byggði stórhýsi á horni Bergstaðastrætis og Bragagötu fyr- ir fjölskyldu sína til að búa í, jafn- framt fyrir þvottahúsið sem dafnaði hratt og einnig leigði hann út nokkr- ar hæðir fyrir skóla og fyrirtækja- rekstur. Samdóma álit þeirra sem leigðu hjá Adolf var að það ríkti góð- ur andi þar sem hann réð ríkjum og vel að öllu staðið, enda leigðu flestir í áratugi. Færi ég honum hér með þakkir okkar allra. En þótt Adolf væri oft stórhuga og djarfur gengu hlutirnir ávallt honum í hag enda mikill vinnuþjark- ur og kunni að fara vel með hluti og ekki síst peninga. Þar kemur sterkt inn gamla hagfræðiformúlan að það auðgast enginn sem á eyðslusama konu. Og enn var Adolf í góðum mál- um því Guðbjörg P. Smith, hans heittelskaða eiginkona, kunni að fara vel með fé. Þar var hagsældin meðfædd. Hún var og er óvenju út- sjónarsöm og nýtti allt vel og var sönn listakona í allri handavinnu og afkastamikil. Guðbjörg vann með Adolfi langa daga í þvottahúsinu, hélt glæsilegt heimili og saumaði t.d. flest föt á 4 dætur sem gerðu miklar kröfur auk þess að halda heimili fyrir Carolinu tengdamóður sína. Efins er ég um að nútímakonan léki þetta eftir. En Adolf og Guðbjörg voru samhent og heppin með allt sitt og gerðu gott úr öllu enda vel liðin jafnt í leik sem starfi. Sumarhús reistu þau í Mosfells- sveit með Axel bróður Adolfs og hans konu og undu þau sér þar öll sumur í áratugi. Adolf sýndi af sér mikla skógræktarhæfileika því ekki var jarðvegur upp á það besta. Enn- fremur voru laxveiðar yndi þeirra hjóna og Norðurá í Borgarfirði þar efst á blaði. Einnig var Adolf mjög liðtækur í Oddfellow-reglunni og Kiwanis. Seinni árin fór Alzheimer sjúk- dómur að gera vart við sig og naut hann þess þá að vera í fallegu íbúð- inni sinni á Bergstaðastræti og horfa á hið mikla útsýni þar. Guð- björg hugsaði afar vel um hann alla tíð og fór með hann í göngutúra um 101 Reykjavík enda Adolf alltaf mik- ill göngugarpur. Loks lá leiðin á Skjól og naut hann þar góðs útsýnis út á Flóann sem og frábærrar aðhlynningar starfsfólksins þar og var alltaf að þakka Guði fyrir hlýhug þeirra og umhyggju. Þegar hans nánustu komu í heim- sókn þá brosti hann og ljómaði allur og að öðrum ólöstuðum töfraði Hekla dóttir hans trúlega oftast fram þetta bros því hún sýndi hon- um einstaka ræktarsemi. Um leið og ég kveð þennan mikla öðling og þakka samfylgdina og alla velvild og hjálpsemi,ekki aðeins við mig og mína heldur fjölda fólks sem naut hans í erfiðleikum og sorgum sínum. Guðbjörgu tengdamóður minni og fjölskyldunni allri votta ég djúpa samúð. Guð blessi þig og varðveiti, höfð- ingi og heiðursmaður! Guðmundur Lárusson. Nú við upphaf sumars kveðjum við afa okkar Adolf eða Adda afa eins og við kölluðum hann. Vor í lofti og lóan við það að senda sínu fyrstu tóna sem óneitanlega minna okkur á Adda afa. Afa uppi í sumarbústað í brúnu peysunni sinni með útprjón- uðum löxum og Tiny í fanginu, flaut- andi farfuglatóna. Afi var jú alltaf að flauta, bæði við leik og störf. Við áttum margar stundir með afa bæði í þvottahúsinu og uppi í sum- arbústað. Hann hafði ótakmarkað umburðarlyndi gagnvart okkur systrunum sem þreyttumst ekki á að skottast í kring um hann og sníkja far með bílnum, þvottakörf- um eða jafnvel hjólbörum, því afi var jú alltaf að keyra. Hann var líka mikið úti að ganga og var einn af þessum herramönn- um sem tóku ofan hattinn þegar við átti. Ungur stofnaði hann Þvotta- húsið og vorum við svo heppnar að búa í sama húsi og þar með varð Þvottahúsið okkar fyrsti leikvöllur og síðar fyrsti vinnustaður. Heilu söngleikirnir voru settir á svið fyrir afa og annað starfsfólk. Ekki urðum við systur frábærar söngkonur upp úr þess en að strauja og stífa lærð- um við snemma undir handleiðslu afa og ömmu. Við kveðjum Adda afa með virð- ingu og stolti og höfum að leiðarljósi hans jákvæða viðhorf til alls og allra. Hvíli hann í friði. Kristín og Karolína. Létt fótatak fylgir sérstökum skellinum í þvottahúshurðinni og afi skokkar upp stigann, ótrúlega léttur á sér. Það er hádegi á Bergstaða- stræti og fiskurinn kominn á borðið. Afi sest og kveikir á útvarpinu. Dán- arfregnir og jarðarfarir fylla eldhús- ið og síðan taka fréttirnar við. Mat- urinn borðaður í þögn. Húsbóndinn, þvottahúseigandinn og afinn Adolf Smith hlustar af athygli um leið og hann borðar. Afi er fyrir mér holdgervingur af- ans sem nánast er horfinn úr okkar þjóðfélagi. Afi með hatt. Alltaf virðulega klæddur, jafnvel þegar hann þvoði bílinn sinn úti í porti. Ekki síst á sunnudögum þegar hann fór með okkur barnabörnin í bíltúr niður á höfn á svörtum Renault með H-límmiða á mælaborðinu til að minna ökumanninn á hægri umferð. Ef heppnin var með var jafnvel boð- ið upp á ís. Afi var af uppbyggingarkynslóð- inni, þeirri sem skapaði þjóðfélagið sem við njótum í dag. Af miklum dugnaði byggði hann upp blómlegt fyrirtæki og talsverðar eignir. Veitti fjölda manns atvinnu og sá vel fyrir fjölskyldu sinni. Allar fjórar dætur hans hófu búskap sinn á Bergstaða- stræti. Þar nutum við elstu barna- börnin þeirra forréttinda að hafa greiðan aðgang að afa og ömmu auk þvottahússins. Þvílíkur undraheim- ur til að leika sér í. Stórar þvotta- vélar, þurrkarar og rullur út um allt. En það gat líka verið ógnvekjandi fyrir lítinn snáða að þræða leiðina frá Stínu frænku og yfir í gamla húsið í myrkrinu. Þá urðu vélarnar allt í einu að skrímslum. Þá var gott að vita af afa í hinum endanum að flokka þvott og undirbúa næsta dag. Það var einmitt fyrsta lexían sem maður fékk í þvottahúsfræðum, að flokka þvott. Við barnabörnin hófum flest okkar feril á vinnumarkaðnum við að aðstoða í þvottahúsinu. Þar lærðum við að brjóta saman hand- klæði og sængurver og að rulla lök og dúka. Ekki skemmtilegasta vinna í heimi, en mikið höfðum við gott af því að kynnast henni snemma. Afi var gamaldags á góðan hátt. Hann var maður þess tíma þegar handaband jafngilti undirrituðum samningi. Hann sagði mér oft að það verðmætasta sem maður ætti væri mannorðið. Þess vegna skyldi mað- ur ætíð standa við orð sín. Góð ráð, líka á þessum tímum. Og það var alltaf hægt að sækja góð ráð hjá afa, eða bara sögur um hvernig lífið var á uppvaxtarárum hans. Sérlega hollt þeim sem alinn er upp við allsnægtir að heyra mann sem fæddur var árið 1912 segja frá heimi sem virðist svo fjarlægur í dag, en er það þó ekki. Ég er þakklátur fyrir þá arfleifð sem afi skildi eftir sig og og þann þátt sem hann átti í uppeldi mínu. Hann reyndist mér, eins og öðrum í kringum hann, stoð og stytta. Ég vona að ég hafi erft fleira frá honum en nafnið og litla fætur. Adolf Ingi. Sumardaginn fyrsta lauk langri lífsgöngu afa Adda. Á efri árum hafði hann oft orð á því hve hann hefði upplifað stórkostlegar breyt- ingar og hve allt væri nú orðið betra en það var þegar hann var að alast upp á Lindargötunni og húsnæðis- skortur og atvinnuleysi voru ríkjandi. Það sem vakti þó sérstaka ánægju afa var allur gróðurinn í borginni en hann var mikill áhuga- maður um trjárækt eins og sum- arbústaðurinn í Mosfellssveitinni ber fagurt vitni um. Skýringuna á þessum trjáræktaráhuga má e.t.v. rekja til uppruna afa en foreldrar hans voru norskir og settust að hér á landi í upphafi síðustu aldar. Reyndar var stefnan sett á Ameríku og ættarnafnið Smith því tekið upp, þar sem heimilisfaðirinn var smiður. En örlögin höguðu því svo að fjöl- skyldan fluttist til Íslands sem að þeirra mati var land tækifæranna. Upphaflega settust þau að í Hafn- arfirði þar sem verið var að setja upp trésmiðju en síðan lá leiðin til Ísafjarðar þar sem Adolf Jakob fæddist, yngstur af sex systkinum. Dvölin á Ísafirði var stutt og flutti fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem afi ólst upp. Ungur hugðist afi leggja fyrir sig pípulagningar sem faðir hans og bræður stunduðu við góðan orðstír en fljótlega kom þó í ljós að hann hafði ekki líkamlega burði í þá erf- iðisvinnu og gerðist hann vélgæslu- maður á Landspítalanum. Líkaði honum það vel þó að vinnan væri mikil og viðveran oft meiri en góðu hófi gegndi, jafnvel þannig að ekki fékk hann frí á sjálfan brúðkaups- daginn. Afi og amma hófu búskap í gömlu timburhúsi á Bergstaðastræti sem þau festu kaup á og var það mikið gæfuspor að sögn afa enda gerði það þeim mögulegt að hýsa fjölskyldu og vini og einnig að stofna eigið fyrirtæki, Þvottahús A. Smith, árið 1946. Þvottahúsið starfar enn og byggist á þeim trausta grunni sem afi lagði. Afi var óvenju kvikur í spori og hafði yndi af gönguferðum auk þess sem hann var fastagestur í sund- laugunum til margra ára. Í minning- unni var afi alltaf að, annaðhvort í þvottahúsinu eða í sumarbústaðnum og eru margar ánægjulegar æsku- minningar mínar tengdar þessum stöðum því alltaf tók hann fagnandi á móti okkur krökkunum. Minning- arnar um afa tengjast einnig jóla- böllum hjá Oddfellow og afa í kjól- fötum á leið á fund eða sólbrúnum og sælum að koma úr utanlandsferð. Því þó afi væri iðinn kunni hann einnig að njóta lífsins og gleðjast í góðra vina hópi. Afi var sannkall- aður herramaður og mikill fagurkeri eins og sjá mátti bæði á klæðaburði hans og heimili þeirra ömmu. Per- sónuleg kynni þeirra af nágranna sínum Jóni Stefánssyni urðu til þess að þau eignuðust ágætt safn af mál- verkum sem ég dáðist oft að sem barn og átti vafalítið þátt í að vekja áhuga minn á myndlist. Síðustu árin voru afa erfið þar sem hann þjáðist af heilabilun. Eftir sem áður var hann þó léttur á fæti og tók öllum fagnandi. Að leiðarlok- um þakka ég afa fyrir allar þær ánægjulegu minningar sem honum tengjast og eiga eftir að létta mér sporin á lífsleiðinni. Dagný Heiðdal. ADOLF SMITH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.