Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK Innritun stendur yfir SJÁ TONO.IS BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TIL STENDUR að loka fæðing- ardeildinni við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í 4 vikur í sumar, 10. júlí til 7. ágúst. Af þessu tilefni vil ég mótmæla þessari lokun og óska eftir frekari skýringum varðandi það hvers vegna verið er að loka á þessa bráðnauðsynlegu þjónustu fyrir barnshafandi konur á Suð- urnesjum. Hvernig réttlæta stjórn- endur spítalans lokun fæðing- ardeildar í einum af mestu fæðingarmánuðum ársins? Á Suð- urnesjunum búa tæplega 18 þúsund manns samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Undanfarin sumur höfum við búið við mikið óöryggi varðandi heilbrigðisþjónustu og dæmin hafa sannað það að lokun skurðdeildar hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér þó ekki bætist lokun fæðingardeildarinnar einnig við. Fæðing barns getur kallað á ýmsar skjótar aðgerðir sem krefjast úr- lausnar þegar í stað og ekki er tækt að tilvonandi mæður þurfi að aka til Reykjavíkur, sem er um 45 mínútna akstur, þegar að fæðingu kemur, sérstaklega þegar skjótra aðgerða er þörf. Þessar 45 mínútur geta orð- ið afdrifaríkar. Með þessari lokun er verið að stofna bæði öryggi barnshafandi kvenna og ófæddra barna þeirra í hættu. Hver eru rök- in fyrir slíkri lokun og eru fjárhags- legir hagsmunir Heilbrigðisstofn- unarinnar mikilvægari en öryggissjónarmið. Hvað tekur svo við þegar konurnar koma heim eftir fæðingu, hver sinnir þeirri þjónustu sem konurnar eiga rétt á? Óskað er eftir rökstuddu svari fyrir 15. maí n.k. og skorað á stjórn- endur Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja að endurskoða afstöðu sína, íbúar á Suðurnesjum munu fagna. SIGRÚN KÆRNESTED ÓLADÓTTIR, Faxabraut 55, 230 Reykjanesbæ. Opið bréf til forstjóra og stjórnar Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja Frá Sigrúnu Kærnested Óladóttur: GUÐNI Stefánsson, fv. bæj- arfulltrúi í Kópavogi, ritar grein í Morgunblaðið fyrir skemmstu og fagnar þar hugmynd um byggingu Óperuhúss í Kópavogi. Guðni er ágætis maður og nú veit ég að hann er óperuunnandi af lífi og sál. Ég held samt að þetta sé fyrsta greinin sem hann skrifar í Morgunblaðið, síðan hann hætti sem bæj- arfulltrúi fyrir nokkr- um árum, þar sem hann fagnar einhverri hugmynd núverandi oddvita sjálfstæð- ismanna í Kópavogi. Sá maður er samt sí og æ að fá einhverjar hug- myndir við eldhús- borðið heima hjá sér. Í þessari grein manar Guðni sam- fylkingarmenn í Kópavogi til að taka afstöðu til þess hvort þeir eru með eða á móti byggingu óp- eruhúss í Kópavogi. Það er eins og aldrei hafi komið fram merkilegri hugmynd frá núverandi meiri- hluta en þessi; ann- aðhvort ertu í okkar liði eða ekki! „Það er grundvallarspurn- ing,“ segir Guðni. Grundvallarspurning um hvað, spyr undirritaður? Þarf maður endilega að hafa skoðun á því hvort í Kópa- vogi verði byggt óperuhús eður ei? Kannski bara vegna þess að bæj- arstjóranum datt það í hug ? Ég get svarað fyrir sjálfan mig. Að mínu áliti tel ég ekki vera brýna þörf á þessari byggingu sem yrði al- veg rosalega dýr, bæði í byggingu og í rekstri. Í stuttu máli: Ég er á móti henni. Ég veit að í Samfylkingunni eru skiptar skoðanir um málið og ég fullyrði að það er ekki einhugur meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi um sama mál. Þannig að það er bara hallærislegt að reyna að stilla Sam- fylkingunni upp við vegg í máli sem mér finnst ekki vera neitt stórmál. En ástæðan fyrir því að ég ákvað að svara þessari grein Guðna er að í henni rifjar hann upp þegar horn- steinn Salarins var lagður og að sögn Guðna voru frambjóðendur Samfylkingarinnar þar fjarverandi til að mótmæla á táknrænan hátt því, að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra, skyldi leggja hornstein að bygging- unni. En fjöldi bæj- arbúa var þarna mætt- ur, að sögn Guðna. Ég fullyrði að þeir hefðu orðið miklu fleiri, bæjarbúarnir sem hefðu verið viðstaddir þennan atburð, ef sjálf- stæðismenn í bæj- arstjórn Kópavogs hefðu ekki ákveðið að nota þennan viðburð í pólitískum tilgangi. Þeir gátu ekki unnt Sigurði heitnum Geir- dal, þáverandi bæj- arstjóra, framkvæmd- ina og sviðsljósið. Frekar vildu þeir fá fyrrverandi borg- arstjóra úr Reykjavík, sem þjáðist árum sam- an af löngun til að mal- bika yfir Fossvogsdal- inn en varð að hætta við framkvæmdina vegna frábærrar sam- stöðu fólksins í Kópa- vogi, hvar í flokki sem það stóð. Við fundum það vel í kosningabaráttunni þetta vorið, hversu mörgum Kópa- vogsbúum var misboðið vegna þess- arar ákvörðunar og það er alveg kristalklárt að Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi tapaði mörgum atkvæð- um vegna þessa, en því miður fóru þau flest til Framsóknarflokksins. Þetta er ástæðan fyrir fjarveru okkar fólks. Getur þú, Guðni, séð fyrir þér að Gunnar Birgisson muni biðja ein- hvern annan en sjálfan sig um að leggja hornstein að óperuhúsinu nýja á „Vesturbakkanum“ þar sem þú vilt að það rísi ? Ópera/fjarvera Loftur Þór Pétursson svarar Guðna Stefánssyni ’Getur þú, Guðni,séð fyrir þér að Gunnar Birgisson muni biðja ein- hvern annan en sjálfan sig um að leggja hornstein að óperuhúsinu nýja á Vestur- bakkanum þar sem þú vilt að það rísi?‘ Loftur Þór Pétursson Höfundur er samfylkingarmaður í Kópavogi. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir les- endur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningar FRÁFARANDI borgarstjóri í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, blandar Akureyri inn í karp sitt við nágrannasveitarfélögin og heldur því fram í grein í Morgunblaðinu 28. apríl sl. að Akureyri feti í fótspor Reykjavíkur með því að lækka leikskólagjöld. Heyr á endemi! Þetta er alrangt. Staðreynd málsins er þessi: Akureyr- arbær lækkaði leikskólagjöld um 25% fyrir einu ári og þá sá borgarstjórinn í Reykjavík sitt óvænna. Fáeinum dögum eftir að tilkynnt var um breytingarnar hér nyrðra, boðaði Steinunn Valdís til blaðamanna- fundar og baðaði sig í sviðsljósinu. Þar tilkynnti hún að innan skamms tæki ámóta lækkun gildi í Reykjavík og að stefnt yrði að ,,gjaldfrjálsum“ leikskóla í framtíð- inni, á kostnað ríkissjóðs að stórum hluta. Það getur verið spaugilegt að sjá fólk hreykja sér hátt en gam- anið fer að kárna ef fólk skreytir sig með stolnum fjöðrum. Steinunni Valdísi sjálfri fer eins og fleirum að vilja eigna sér Lilju sem er þó ekki frá Eysteini munki í þessu tilviki heldur frá Akureyri þar sem tekin var for- ysta um að lækka leikskólagjöld 1. maí 2005. Kveð- skapur borgarstjórans þar sem hún reynir að stæla norðlensku Liljuna er því stolinn og hálfgerður leir- burður því að henni hefur ekki enn tekist að ríma al- mennilega við fyrripartinn sem bæjarstjórn Akureyrar kastaði fram á sínum tíma. Kveðskapur borgarstjóra Eftir Kristján Þór Júlíusson Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. ALMENNINGUR á Vest- urlöndum hefur sífellt minni af- skipti af stjórnmálum. Þetta áhugaleysi er mörgum áhyggju- efni. Það hefur m.a. verið skýrt með þeirri meintu af- stöðu almennings að stjórnmál séu ætluð afmörkuðum hópi útvaldra sem bítist um málefni er komi daglegu lífi almennings lítið við. Af þessum sökum þurfa stjórn- völd að gera stjórnmálin áhuga- verðari og aðgengilegri fyrir al- menning. Lítill tími til þátttöku Fjöldi Reykvíkinga hefur ekki tækifæri til að fylgjast eins vel með borgarmálunum og ákvarðanatöku um nánasta umhverfi sitt og þeir gjarnan vildu. Nú er að vísu hægt að finna upplýsingar um flest mál- efni á vefum Reykjavíkurborgar og stofnana hennar. Fæstir gefa sér hins vegar tíma til að leita að, og fylgjast með, fundargerðum nefnda og ráða og greinaskrifum þeirra sem um málin fjalla. Mikilvægt er að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum um mál sem eru í brennidepli og auka virka þátttöku í borgarmálunum. Samráð er lykilatriði Virkt samráð við íbúa hefur ver- ið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins í borgarmálunum. Samráð við íbúa felst nú helst í því að boðað er til kynningarfunda þar sem íbúar geta látið skoðanir sínar í ljós. Eins og gefur að skilja hafa ekki allir tækifæri til að sækja slíka fundi og umræðan verður því athugasemd- um og innleggi þeirra fátækari. Við þykjumst ekki vita allt best Tími borgarbúa er dýrmætur. Samráðsvettvangur sem ekki gerir ráð fyrir þeirri mikilvægu stað- reynd, er gamaldags og óskilvirk- ur. Við þurfum nýja hugsun og nýj- ar aðferðir til að tryggja þátttöku borgarbúa í borgarmálefnum fram- tíðarinnar. Það er þýðingarmikið að grandskoða alla möguleika í þessum efnum með það fyrir aug- um að sem flestir geti með auðveld- um hætti tekið virkan þátt í að undirbúa ákvarðanir um það um- hverfi sem þeir sjálfir lifa og hrær- ast í. Við sjálfstæðismenn ætlum okkur ekki þá dul að vita hvað er hverjum og einum fyrir bestu. Þess vegna viljum við valfrelsi. Við þykj- umst heldur ekki vita hvernig allir hlutir eiga að vera. Þess vegna vilj- um við þróa aðferð sem gerir borg- arbúum kleift að koma sjálfir að ákvarðanatöku um sitt nánasta um- hverfi. Tími til að við öll tökum þátt Sjálfstæðismenn hafa í gegnum tíðina stuðlað að gegnsæi og skil- virkni opinberrar stjórnsýslu. Nú er kominn tími til að nýta nútíma- legar aðferðir til að auka tengsl við íbúa í Reykjavík og að því munum við sjálfstæðismenn vinna á næsta kjörtímabili. Nýta þarf rafrænar lausnir mun betur en gert hefur verið. Með þeim hætti má byggja upp samráðsvettvang borgarbúa þar sem markmiðið verður að kanna vilja íbúa um ólík málefni og hlusta á hugmyndir almennings. „Mín rafræna Reykjavík“ verður hvoru tveggja, þjónustugátt og vettvangur skoðanaskipta. Með því má bæði auðvelda íbúunum sjálfum að láta að sér kveða og færa þannig hugmyndir og vilja borgarbúa enn nær kjörnum fulltrúum og embætt- ismönnum. Þátttaka sem flestra skiptir máli. Líka þátttaka þín. Tími til að taka þátt Eftir Áslaugu Maríu Friðriksdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur kosið sér það hlut- skipti í umræðum um Sundabraut að velja yfirstandandi samráðsferli hin verstu orð. Samráðið er þó raunar lögboðið og áskilið samkvæmt nýgengnum úrskurði umhverfisráðherra. Að auki hefur Sturla látið sér sæma að ráðast á mig með persónu- legum svívirðingum. Tilefnið virðist það að ég leyfði mér að kalla eftir fjármögnun Sundabrautar alla leið. Fyrir því hef ég barist árum saman. Þeir átta milljarðar sem nú hafa verið tryggðir af símafé eru vissulega fagnaðarefni. Þeir duga þó aðeins fyrir „hraðbraut hálfa leið“. Við svo búið verður ekki unað. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala nefnilega út og austur um þær leiðir sem fara á í fjármögnun á afgangi framkvæmdarinnar. Þangað til ríkisstjórnin hefur komið sér saman og tekið af skarið um fulla fjármögnun verkefnisins standa spjótin á henni. Jarðgöng eru fyrsti kostur Raunar er engu líkara en að Sturlu sé mest í mun að breiða yfir þann farsæla farveg sem samráðið hefur leitt Sundabrautamálið í, þvert á bölbænir hans. Honum væri sæmst að lýsa stuðningi við þær jarð- gangahugmyndir sem nú eru til athugunar. Ég hef tekið af skarið um það að í mínum huga er Sundabraut í jarðgöngum fyrsti kostur. Sturla á að láta af hótunum um að senda Reykvíkingum reikninginn ef sú leið reynist eitthvað dýrari en ódýrasti kosturinn, sem er verstur og vitað er að engin sátt næst um. Síðast en ekki síst myndi hann verja tíma sínum best í að tryggja fjármagn til Sundabrautar alla leið. Samgönguráð- herra og Sundabraut Eftir Dag B. Eggertsson Höfundur er formaður samráðsnefndar um Sundabraut og borgarstjóraefni Samfylkingarinnar. Fáðu úrslitin send í símann þinn Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.