Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 9 FRÉTTIR Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Þú minnkar um 1 númer Litir: Svart - hvítt - húðlitað Póstsendum Allar gerðir af Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Ný sending Kvartbuxur – Röndóttar og einlitar Fullt af sumarbolum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 vor Hörjakkar Hörpils Hörbuxur Laugavegi 84 • sími 551 0756 MARGRÉT Oddsdóttir frá Jörva í Haukadal átti aldarafmæli í liðinni viku. Vinkonur hennar í Dalabyggð héldu henni veglegt kaffisamsæti í Félagsheimilinu Árbliki sl. laug- ardag. Afkomendur og vinir Mar- grétar fjölmenntu í veisluna til að heiðra hana og fjölskyldu hennar. Glöddu gestir hana með söng og hljóðfæraleik auk þess að margar ræður voru haldnar um þessa sí- ungu konu. Sveitarstjóri Dalabyggðar Har- aldur L. Haraldsson færði afmæl- isbarninu blómakörfu og tilkynnti að á sveitarstjórnarfundi 27. apríl sl. hefði verið ákveðið að tilnefna Margréti ,,heiðursborgara Dala- byggðar“. Er hún vel að sæmd- arheitinu komin, og er elsti íbúi Dalabyggðar. Margrét var ákaf- lega ánægð með daginn og hversu margir komu í afmælisveisluna. Hundrað ára heiðursborgari UM 100 mál voru óafgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu í byrjun apríl, sem eru nokkuð fleiri mál en hafa verið óafgreidd hjá eftirlitinu að meðaltali frá því það varð til. Þetta kom fram í svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, í fyrirspurnartíma á Alþingi. Sigurjón spurði ráðherra hversu mörg óafgreidd mál væru í gangi hjá Samkeppniseftirlitinu, og hver meðal afgreiðslutími slíkra mála sé. Hann benti á að þegar Sam- keppnisstofnun var lögð niður og Samkeppnisyfirlitið stofnað hafi eitt markmiðanna með því verið að efla þennan málaflokk, og ástæða væri til að kanna hvort sá til- gangur hafi náðst. Valgerður sagði að þegar Sam- keppniseftirlitið tók við af Sam- keppnisstofnun hafi eftirlitið tekið við tæplega 80 óafgreiddum mál- um, sem hafi beðið í 13 mánuði að meðaltali. Svipaður fjöldi mála hafi verið í gangi hverju sinni hjá eft- irlitinu síðan, á bilinu 70–80 á hverjum tíma. Undanfarið hafi þó verið mikið um tilkynningar um samruna fyrirtæki, sem beri að af- greiða innan fjögurra mánaða, sem hafi tafið afgreiðslu almennra mála. 100 óafgreidd mál hjá Samkeppnis- eftirlitinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.