Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 25 MINNINGAR ✝ Guðrún Sig-þrúður Agnars- dóttir fæddist á Suð- ureyri við Súgandafjörð 19. júní 1922. Hún and- aðist á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 24. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sturla Agnar Guðmundsson, skip- stjóri á Ísafirði, f. 14.10. 1897, d. 2.10. 1981, og kona hans Kristjana Margrét Sigmundsdótt- ir, f. 2.3. 1897, d. 6.1. 1983. Systk- ini Sigþrúðar eru Hulda, f. 2.4. 1921, d. 30.12. 2003, Kristján Jón- atan, f. 11.5. 1924, d. 21.11. 1978, Höskuldur, f. 27.9. 1925, d. 18.1. 2000, Kristín Svava, f. 27.7. 1927, d. 1927, Kristín Svava, f. 14.10. 1928, Agnes Sturlína, f. 18.6. 1930, Hjaltlína Sig- ríður, f. 17.7. 1931, Guðmundur, f. 14.3. 1933, d. 2.6. 2002, Guðbjörg Erna, f. 11.11. 1934, Margrét Sigmunda, f. 28.2. 1937, Agnar, f. 22.7. 1938, d. 19.12. 1977, Sigmundur, f. 30.10. 1941, og Eyj- ólfur, f. 22.7. 1944. Útför Sigþrúðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við móður mína Þrúðu, sem hét fullu nafni Guðrún Sigþrúður Agnarsdóttir. Hún fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 19. júní 1922 og var skírð í höfuðið á föðurömmu sinni. Hún var önnur í röðinni af 14 systk- inum. Þegar Þrúða móðir mín er fjög- urra ára gengur mannskæð pest í Súgandafirði sem fólk deyr úr og lamast. Þrúða veikist og verður það mikið veik að henni er ekki hugað líf. En þegar hún nær sér getur hún ekki talað, en hafði áður verið altalandi og var það hennar tollur að ná sér líkamlega en verða and- lega veil fyrir lífstíð. Þegar amma mín og afi, Margrét Sigmundsdóttir og Agnar Guð- mundsson skipstjóri, flytja frá Súg- andafirði 1928 er Þrúða orðin sex ára. Þrúða verður eftir hjá ömmu sinni. Amma hennar kenndi henni bænir, ljóð og sálma utanbókar. Þrúða fermdist á réttum tíma og lærði allt sem þurfti að læra fyrir ferminguna með góðri hjálp Guð- rúnar ömmu sinnar. Hún flytur 14 ára til foreldra og systkina sinna á Ísafjörð, þá falleg ung stúlka sem gat unnið hin ýmsu störf, við fisk, sem vinnukona við heimilisstörf og á elliheimilinu. Hún átti fullt af skondnum til- svörum, var létt í lund, hláturmild og glöð að eðlisfari, en andlegt ójafnvægi hennar ágerðist með ár- unum og olli henni oft erfiðleikum þegar rétt lyf voru ekki til staðar. Ég hef oft hugsað um það, hvað það hlýtur að hafa verið djúpt sár í hjarta hennar þegar hún fæðir mig 17. ágúst 1951 og er ekki fær um að sjá um ungbarn. Þá er amma mín orðin 64 ára og búin að eiga 14 börn og yngstu börnin ennþá heima. Þá ákveður Hulda elsta systir hennar og Gunnar Örn Helgason að taka ungbarnið að sér og ættleiða það. Þar eignast ég góða foreldra og fann aldrei annað en ég væri sem þeirra eigið barn. Ég á erfitt með að setja mig í spor Þrúðu, að sjá á eftir barni sínu, sem henni þótti ævinlega vænt um. Þrúða fór suður í Kópavog á Kópavogshæli þegar það var opnað og var með fyrstu vistmönnum þar 19. ágúst 1958. Síðar flytja amma, afi, pabbi og mamma búferlum frá Ísafirði til Keflavíkur árið 1965. Fljótlega fer ég með mömmu og systrum hennar Ernu, Svövu og Höddu í Kópavog að heilsa upp á Þrúðu. Mér fannst áfall að koma þangað, þarna var mikið af mis- veiku fólki sem lá á gólfinu eða skreið, mikið fatlað. Þrúddan tók á móti okkur, eitt geislandi bros og hamingjusöm að sjá okkur. Það hrærðust blendnar tilfinningar í hjarta mínu, fannst mér þetta erfitt og ánægjulegt í senn. Við komum með konfekt og annað sælgæti og er mér minn- isstætt þegar hún tók konfektmola og stakk upp í alla sjúklingana í kringum okkur, ég hafði áhyggjur af að einhver myndi kafna því hún sá til þess að þeir héldu namminu uppí sér. Hún var eins og ráðskona, búin að laga kaffi og lék við hvern sinn fingur. Þrúðu hefur alltaf þótt gaman að syngja, var mjög lagvís og hafði góðan takt. Lærði hún mörg lög á sínum yngri árum. Það var gaman þegar hún söng hástöfum og dillaði sér. Þrúða var sótt reglulega í Kópa- vog. Þá voru haldnar veislur, hlað- borð af kræsingum og öllum boðið í kaffi, alltaf á kvenréttindadaginn 19. júní þegar flaggað var í heila stöng. Þá átti Þrúddan afmæli, eigum við margar myndir og góðar minn- ingar frá þeim samverustundum. Hjá Þrúðu í Kópavogi fóru vist- arverur alltaf stækkandi og urðu alltaf fallegri með árunum og síð- ustu 20–25 árin átti hún glæsilegt herbergi með fallegum húsgögnum sem hún var stolt af. Þegar hún var hjá okkur í Kefla- vík og var orðin hundleið á okkur talaði hún um að nú vildi hún kom- ast heim í Kópavog. Þegar við kíkt- um í heimsókn í Kópavoginn sat hún inni og kallaði til starfsfólksins: „Á ekki að bjóða fólkinu kaffi?“ Það var alltaf gott að koma til Þrúddu, hún hafði einstaka ánægju af því að vera vel til höfð og þá alltaf með skartgripi enda búin að fá ófáar hálsfestarnar, úr og eyrnalokka. Það hefur alltaf verið hugsað vel um Þrúddu í Kópavogi, enda ein- stakt starfsfólk þar. Þrúða var síðast hjá okkur á ann- an í páskum. Hún var þreytt en ánægð og spurði mig hvort ég ætl- aði ekki að fylgja henni til grafar því nú færi hún bráðum að deyja. „Jú, auðvitað,“ svaraði ég, „ég er nú dóttir þín.“ Hún var mjög sátt við þetta svar. Ég og fjölskylda mín þökkum öll- um þeim sem hafa verið góðir við móður mína og hugsað óaðfinnan- lega um hana. Kristínu og starfsfólki hennar vil ég þakka fyrir allar þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa á þessu fallega heimili. Takk fyrir allt, kæra starfsfólk. Guð veri með ykkur. Elsku mamma mín, við Gummi og fjölskylda okkar biðjum Guð að blessa minningu þína. Þökkum samfylgd á lífsins leið, það lýsandi stjörnur skína. Og birtan himneska björt og heið, hún boðar náðun sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Höf. ók.) Guð geymi þig Gunnhildur. Elsku amma. Þinn tími kom með stuttum fyrirvara, en samt varstu búin að segja okkur að þú værir að fara þó að ekkert væri að. Ég veit að það var hugsað vel um þig þar sem þú varst og þú varst mjög ánægð í fallega herberginu þínu. Alltaf þegar þú komst í heimsókn þegar maður var lítill, þá voru alltaf veislur og allir komu til að hitta þig. Og þá fékkstu langþráð Contreau og sígarettu, sem var víst á bann- listanum, og hlegið var að gullmol- unum sem komu frá þér, sérstak- lega um tengdasoninn. Amma mín, ég veit að það eru margir að taka á móti þér, m.a. mamma þín sem þú hefur svo oft talað um og saknað. Amma, við elskum þig. Farðu með ljós í hjart til hinna. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Þín ömmustelpa og langömmu- stelpa Hildigunnur og Emma. Hún Þrúða systir er dáin, hún er horfin yfir móðuna miklu, hún er komin til mömmu og pabba, til bræðra og systra, hún er líka horfin frá þjáningu og veikindum og nú trúi ég því að hún sé orðin alheil. Þrúða veiktist barn að aldri og losnaði ekki við þann sjúkdóm á meðan hún lifði, þó gat hún bæði dansað og sungið þegar vel lá á henni, hún mátti ekkert aumt sjá svo að hún væri ekki tilbúin að hjálpa. Ég man vel eftir henni heima í foreldrahúsum í Fjarðar- strætinu þegar hún fór gangandi til að skúra fyrir nágrannana. Það þekktu flestir Þrúðu og tóku vel á móti henni. Hún átti líka erfiða tíma heima á Ísafirði, og þurfti þá oft að fara að heiman í skemmri eða lengri tíma. Þrúða systir eignaðist yndislega dóttur, þá tuttugu og níu ára, en vegna síns sjúkdóms gat hún ekki hugsað um hana. Tóku þá Hulda systir og Gunnar við henni, og gengu henni í foreldra stað. Gunnhildur hefur reynst móður sinni afskaplega vel og hugsað vel um hana, og, Gunnhildur mín, megi guð styrkja þig í sorg þinni þar sem þú hefur nú séð á eftir báðum mæðrum þínum á svo skömmum tíma. Ég vil þakka systrum mínum fyrir umhyggju þeirra gagnvart Þrúðu, og, Eyi bróðir, þú átt allan hug minn fyrir þá ræktarsemi og natni sem þú sýndir Þrúðu systur. Það var æðislegt að þú skyldir fara með mig til hennar og þegar hún sagði: „Kemur þú himneskur Eyi, og Simbi bróðir, komdu komdu og kysstu Þrúðu.“ Og Sigga hafði braggatertu með og við drukkum kaffi og spjölluðum saman. Það má segja það að mikil er breytingin til batnaðar frá skúrunum á bak við elliheimilið á Ísafirði og til þessarar yndislegu stofnunar í Kópavogi, að ég tali nú ekki um starfsfólkið sem þar vinnur. Það má með sanni segja að Kópavogshælið hafi verið hennar eina heimili, og þar voru margir sem þótti vænt um hana og vildu allt fyrir hana gera. Elsku Þrúða, ég þakka þér fyrir móttökurnar fyrir svo agnarstuttu. Ég geymi þá mynd í brjósti mér og hún er mér dýrmæt. Farðu í guðs friði og kysstu mömmu og pabba frá mér. Kveðja. Þinn bróðir Sigmundur. Þrúða okkar, kæra vinkona. Okk- ur langar að skrifa nokkur orð og þakka þér samfylgdina. Það var svo auðvelt að þykja vænt um þig, þú gafst okkur alltaf svo mikið af sjálfri þér. Þau eru nú orðin nokkuð mörg árin síðan við kynntumst og ófá eru ferðalögin sem við fórum saman. Þrúða var afar félagslynd og glæsileg kona með áhrifamikinn persónuleika. Það var gaman og gefandi að vinna við hlið hennar. Hún var mikill gleðigjafi, vakti jafnan glaðværð og setti svip á hverja þá samkomu sem hún tók þátt í. Hagmælt var hún og flugu oft snjallar ljóðlínur og stökur frá henni. Þrúða vildi alltaf vera vel til höfð og vel til fara, þannig leið henni best, hún hafði gaman af að fara í bíltúr og heimsóknir. Það voru svo margar minningar sem rifjuðust upp, þegar við hugs- uðum til þín. Við mundum einn dag- inn þegar við fórum í Kringluna,þér fannst stigarnir ansi erfiðir en upp fórstu, móð og másandi en hálfhlæj- andi samt. Við kveðjum Guðrúnu Sigþrúði Agnarsdóttur með virðingu og þökk fyrir allt. Fyrir okkur voru það for- réttindi að fá að kynnast þessari einstöku merkiskonu sem nú hefur gengið sinn veg á enda, en minning- arnar eigum við sem fjársjóð sem ekkert fær grandað. Blessuð sé minning þín, Þrúða mín. Dóttur hennar, barnabörnum og öðrum vandamönnum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þínar vinkonur, Helga, Jó-Ann, Dagbjört, Guðrún og Sigríður Þ. Elsku besta systir, nú ert þú far- in til betri heima. Ég læt hugann reika um öll þau ár sem varst á Kópavogshælinu, allt það góða fólk sem hugsaði um þig og þótti svo vænt um þig. Þú varst sérstök og skemmtileg. Mér þótti alltaf indælt að koma í heimsókn til þín, þú bauðst upp á kaffi og meðlæti og allt var borið fram á glæsilegan hátt. Ég man eftir þér heima á Ísa- firði, með gítarinn þinn, spilandi og syngjandi fyrir okkur krakkana, yngri systkini þín. Ég veit að það eru margir komn- ir til að taka á móti þér mín kæra systir, bæði foreldrar og systkini. Ég fékk hugboð um að heimsækja þig daginn áður en þú lést, þó gerði ég mér ekki grein fyrir að hverju stefndi, hversu veik þú varst orðin. Ég bið Guð almáttugan að styrkja okkur í sorginni. Elsku Gunnsa mín og fjölskylda, systkini og fjölskyldur ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Ég vil um leið þakka starfsfólkinu á deild 18 á Kópavogshælinu fyrir allan kær- leikann í garð systur minnar á um- liðnum árum. Megi guð blessa ykk- ur öll. Guðs friður fylgi þér, kæra systir mín. Erna Agnarsdóttir. GUÐRÚN SIGÞRÚÐ- UR AGNARSDÓTTIR ✝ Margrét Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 30. októ- ber 1918. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 24. apríl síðast- liðinn. Hún var dótt- ir hjónanna Vilborgar Þorkels- dóttur og Magnúsar Björnssonar nátt- úrufræðings. Systk- ini Margrétar eru Björn, f. 1913, Gunnlaugur, f. 1915, Margrét, f. 1917, Árni, f. 1919, sem öll eru lát- in, og Katla, f. 1924. Margrét giftist 2. febrúar 1946, Sigurði Jónssyni, lyfjafræðingi og síðar apótekara á Húsavík og Sauðárkróki, f. 11. ágúst 1916, d. 28. október 1994. Börn þeirra eru: 1) Margrét lyfjatæknir, f. 16. júlí 1947, var gift Hallbirni Sævars, þau skildu. Sonur þeirra er Sig- urður Jóhann, f. 22. júlí 1969, börn hans eru Gréta Ingibjörg, f. 18. október 1999 og Sveinbjörn Sævar, f. 22. júní 2001. Sonur Mar- grétar og Jóhanns Péturs Jóhannsson- ar er Arnar Már, f. 14. október 1981, unnusta Þorbjörg Elsa Ingólfsdóttir, f. 18. maí 1982. Seinni maður Margrétar er Guðmundur Haf- steinn Friðriksson. 2) Magnús efna- verkfræðingur, f. 19. febrúar 1949. Maki Alfa Sigrún Sverrisdóttir. Börn þeirra eru, Jó- hannes, f. 19. júní 1975, Jón Bjarni, f. 20. september 1976 og Margrét, f. 16. maí 1984. Margrét ólst upp í Reykjavík og gekk í Landakotsskóla. Hún var símastúlka hjá Landsíma Íslands á Borðeyri og í Reykjavík áður en hún giftist. Eftir það sinnti hún húsmóðurstörfum. Útför Margrétar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á tengdar ömmu. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í pössun hjá ömmu á meðan jafnaldrar mínir voru á leikskóla. En það var mikill skóli að vera hjá ömmu. Hún kenndi mér margt og leyfði mér að taka þátt í því sem hún var að gera, hvort sem það var að fara í morgunkaffi til vin- kvennanna, baka kökur, elda matinn eða spila á spil. Amma hafði mjög gaman af því að spila og þegar ég var orðinn eldri fórum við oft saman að spila félagsvist. Einnig hafði hún gaman af hannyrðum og var lista- kona í útsaum, prjónaskap og hekli. Og ófáar flíkurnar saumaði hún um ævina á börnin sín og barnabörnin. Einnig leituðu ófáar konurnar til hennar til að fá ráð og aðstoð í saumaskap. Það var alltaf mikill gestagangur hjá ömmu og afa, enda frændrækin bæði. Amma hafði yndi af því að taka á móti gestum og alltaf var til nóg með kaffinu og lítið mál að bæta við matargestum með skömmum fyrir- vara. Heimili þeirra á Sauðárkróki var alltaf iðandi af lífi og sjaldan leið sá dagur að ekki kom einhver við í heimsókn. Það var alltaf reisn yfir ömmu og hún hugsaði vel um útlit sitt. Aldrei fór hún út úr húsi nema uppáklædd og með hatt, veski og hanska. Og helst þurfti hún að fara á hár- greiðslustofu einu sinni í viku í lagn- ingu. Eftir að afi hætti að vinna fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu sér fallegt heimili. En fimm árum seinna dó afi og heilsu ömmu tók að hraka. Hún var greind með Alzheimer og lagðist sá sjúkdómur þungt á ömmu. Hún bjó á sambýli fyrir Alzheim- ersjúklinga í nokkur ár uns hún flutti á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún bjó sín síðustu ár. Það var erfitt að horfa upp á ömmu hraka jafnt og þétt en ég hugga mig við að nú er hún komin á betri stað, komin til afa. Elsku amma, minning þín mun lifa með mér og ylja mér um ókomna framtíð. Hafðu þökk fyrir allt, þinn ömmustrákur Sigurður Jóhann. Nokkrar af mínum fyrstu minn- ingum eru um það þegar ég var í pössun hjá þér á Skagfirðingabraut- inni á Króknum. Þú varst alltaf svo hlý og góð við mig og fannst óteljandi leiðir til að hafa ofan af fyrir mér, þú kenndir mér að spila og sagðir mér sögur, laumaðir í mig súkkulaði öðru hverju, sem var alltaf vinsælt og kenndir mér kvöldbænirnar sem ég fer ennþá með í dag. Eitt af því sér- staka við þig var að þegar kom að kaffinu eða matnum áttir þú alltaf til samsvarandi glös, hnífapör og diska í barnastærðum svo að ég fengi nú al- veg eins og fullorðna fólkið, þú hugs- aðir fyrir öllum smáatriðum. Það var alltaf þægilegt að vera í kring um þig og þegar ég varð eldri komst ég að því að hægt var að tala við þig um allt milli himins og jarðar. Ég saknaði þess að tala við þig og vera með þér eins og í gamla daga en síðustu árin háðirðu erfiða baráttu við skelfilegan sjúkdóm. Ég mun alltaf sakna þín og minnast þín sem yndislegu ömmunn- ar sem þú varst mér en ég veit að þér líður vel núna, þú ert komin til afa. Arnar Már. MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.