Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 30
Elsku langafi, mér finnst svo
skrýtið að þú sért farinn og eig-
ir ekki lengur heima hjá lang-
ömmu. Mér þótti gaman að
heimsækja þig og man þegar
ég og vinur minn fórum oft í
heimsókn til ykkar langömmu
og það var mjög gaman. Mér
fannst líka gaman þegar þú
varst hjá okkur á jólunum,
borðaðir með okkur og horfðir
á okkur taka upp pakkana. Veit
að Guð geymir þig fyrir okkur.
Þinn
Hjalti Ásberg.
Elsku langafi, ég er leið af því
að þú ert dáinn. Afi, þú varst
svo skemmtilegur og góður,
það var svo gaman að leika við
þig. Þú varst svo kátur og
hress, hlóst svo mikið og sagðir
bara já og nei. Við skulum
passa langömmu fyrir þig.
Þín
Elín Rut.
HINSTA KVEÐJA
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Oddur Sigurðs-son fæddist í
Einholtum í Hraun-
hreppi 27. október
1908. Hann lést á
sjúkrahúsinu á
Akranesi 23. apríl
síðastliðinn. Hann
var sonur Sigurðar
Jósefssonar, f. 13.6.
1854, d. 24.6. 1940
og Sesselju Davíðs-
dóttur, f. 26.7.
1868, d. 1.4. 1958.
Systkini Odds voru
Jón, f. 1897, d.
1992, Davíð Valdimar, f. 1899, d.
1998, Þórarinn Herluf, f. 1901, d.
1987, Þorleifur, f. 1903, d. 1976,
Guðrún, f. 1905, d. 1992, Hjör-
leifur, f. 1906, d. 2000 og Stefán,
f. 1910, d. 1988.
Oddur kvæntist 24. júní 1944
Guðbjörgu Helgadóttur, f. 5.8.
1918. Börn Odds og Guðbjargar
eru: 1) Jónasína, f. 19.10. 1946,
gift Reyni Bragasyni, þau eiga
þrjú börn, a) Odd, b) Fanneyju í
sambúð með Ingvari Ragnarsyni
og eiga þau tvö börn og c) Finn-
boga. 2) Sigurður, f. 28.9. 1947.
3) Helgi, f. 30.11. 1949, kvæntur
Sigríði Þórðardóttur, þau eiga
Boga, í sambúð með Unni Sig-
urðardóttur, þau eiga eitt barn,
Jóhannes, Soffíu,
Helgu, Teit, Guð-
björgu, Margréti,
Láru, Þóri og Þórð.
4) Hjalti, f. 25.8.
1951, kvæntur El-
ínu Þorsteinsdótt-
ur, börn þeirra eru
a) Guðrún Berg-
lind, gift Jóni Þor-
steinssyni, þau eiga
þrjú börn, b) Guð-
björg, í sambúð
með Þorleifi Reyn-
issyni, þau eiga tvö
börn, c) Hildur, í
sambúð með Jóni Pálma Ólafs-
syni, þau eiga tvö börn, d) Hlyn-
ur Þór, e) Þorsteinn Oddur og f)
Hrannar Ingi. 5) Sesselja, f. 2.11.
1952, gift Lárusi Fjeldsted, þau
eiga Kristínu Lilju, Lárus Viðar
og Arnþór. 6) Jón, f. 2.11. 1954,
kvæntur Herdísi Þórðardóttur,
þau eiga Stíg, Þórdísi, á hún einn
son, Gunnhildi og Guðmund Elv-
ar. 7) Þorbjörn, f. 7.9. 1957,
kvæntur Jóhönnu Þorvaldsdótt-
ur, þau eiga Jónínu Margréti, í
sambúð með Jóni Inga Einarsyni,
þau eiga eina dóttur, Elsu, Rögn-
vald, Reyni, Þorvald og Hrefnu.
Útför Odds verður gerð frá
Borgarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Mig langar til að minnast afa míns
hans Odds Sigurðssonar sem bjó
lengst af ævi sinni í Kolviðarnesi í
Eyjahreppi. Að heimsækja afa og
ömmu í Kolviðarnesi var alltaf til-
hlökkunarefni aðallega vegna þess að
maður fann alltaf fyrir hlýju og vænt-
umþykju hjá þeim. Það hljómar enn í
eyrum mínum þau orð og tóninn í
röddinni sem afi sagði alltaf þegar
maður kom í heimsókn en þau voru
„komið þið nú sæl og blessuð“ og allt-
af varð hann jafn glaður þegar maður
kom hvort heldur þegar hann bjó í
Kolviðarnesi eða á Dvalarheimilinu í
Borgarnesi. Mikið sport var það þeg-
ar ég var í Laugargerði að fá að fara
labbandi niður í Kolviðarnes til að
heimsækja afa og ömmu og fórum við
þá oft nokkur saman.
Afi hafði alveg sérstakan húmor og
gott dæmi er það er að þegar maður
spurði hann „hvað hann segði gott“ þá
varð hann yfirleitt snöggur að svara
„ég segi það ekki“ og svo hló hann. Afi
var alveg ótrúlega heilsuhraustur
maður og alltaf gekk hann teinbeinn
þó hann væri orðinn 95 ára og nánast
alltaf fór hann sinn daglega rúnt út úr
matsalnum á Dvaló og út og inn niðri.
Hann afi var sannarlega betri en eng-
inn við ömmu bæði í að sinna heim-
ilisverkum í Kolviðarnesi og þá sér-
staklega uppvaski og eins að annast
hana ef hún veiktist og ég tala nú ekki
um þegar hún fótbrotnaði. Þá var það
hann sem sá um að koma henni á milli
staða í hjólastólnum og fannst það
sjálfsagt.
Afi las mikið og var mikill marka-
maður og kunni markaskrárnar utan
að. Hann var líka fróður og alltaf gat
maður spurt hann ef það var eitthvað
sem maður vildi vita. Þegar ég var að
vinna í Hyrnunni kom hann reglulega
til að kaupa sér krossgátur en þá iðju
stundaði hann mikið og ekki voru
mörg orðin sem hann gat ekki. Ég var
svo lánsöm að dvelja hjá ömmu og afa
í Kolviðarnesi í eitt sumar þegar ég
var að vinna á Eldborg og sá tími er
mér ómetanlegur. Afi vaknaði alltaf á
morgnana til að skutla mér í vinnuna
og sótti mig líka alltaf á kvöldin.
Þakklátust er ég fyrir þau 7 jól sem
afi eyddi aðfangadagskvöldi með mér
og fjölskyldu minni. Elsku afi, takk
fyrir allt og við munum gæta ömmu
fyrir þig.
Guðbjörg.
Mig langar að kveðja hann afa með
örfáum orðum.
Afi og amma bjuggu lengst af í Kol-
viðarnesi. Alltaf var gaman að koma í
heimsókn til þeirra, var það mjög
mikið tilhökkunarefni að fara að
heimsækja þau hjá okkur systkinun-
um. Þegar ég var í Laugargerðisskóla
þá löbbuðum við oft að heimsækja
þau, það var alltaf mjög gaman og
kom þá oft hópur af krökkum með
okkur. Alltaf heyrðist viss ánægju-
tónn í röddinni þegar við komum í
heimsókn, þessi sama gleði var einnig
þegar við komum að heimsækja þig
og ömmu núna í síðustu skiptin, þegar
þú gast nánast ekkert tjáð þig nema
já og nei, þú varst svo glaður að sjá
okkur, hlóst og varst ofsakátur, varst
að glettast við Bóel og Heiðar Óla.
Það var svo ánægjulegt að heyra hvað
þú varst glaður, þó það hafi verið sárt
að sjá hvað þú varst orðinn aldraður.
Afi var alltaf hraustur til heilsunn-
ar, leit alltaf vel út, teinréttur og
hressilegur, ég held svei mér þá að
hann afi hafi ekki orðið gráhærður
fyrr en hann var orðinn níræður. Vil
ég þakka guði fyrir hvað við höfðum
þig lengi hjá okkur hérna megin.
Elsku afi, nú er það í okkar höndum
að passa hana ömmu fyrir þig eins vel
og þú gerðir það. Guð geymi þig.
Hildur.
ODDUR
SIGURÐSSON
Elsku Sigríður mín,
nágranni og vinur.
Þá ert þú búin að
yfirgefa líkama þinn
og ég trúi því að vel hafi verið tekið
á móti þér, konu sem sagði aldrei
styggðaryrði við nokkurn mann,
gerði frekar gott úr öllu.
Þú fluttir hingað í húsið eftir að
þú misstir eiginmann þinn svo að
við höfum búið hér saman í 20 ár.
Það er mikil gæfa að vera bæði
greind og viðræðugóð.
Þú áttir mikla ástúð að gefa
börnunum þínum og ég held að það
hafi verið gagnkvæmt.
Þegar ég kom til þín og við sátum
yfir kaffibolla leið ekki á löngu að
þú minntist ekki á börnin þín og
ekki hvað síst á Gunnar Þór.
Við komum báðar heim af sjúkra-
húsi sama dag, þú með göngugrind
SIGRÍÐUR
BJARNADÓTTIR
✝ Sigríður Bjarna-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. febr-
úar 1920. Hún lést á
heimili sínu,
Lyngmóum 14 í
Garðabæ, 24. mars
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Ví-
dalínskirkju í
Garðabæ 6. apríl.
og ég á hækjum. Ég
hélt einhvern veginn
að þú myndir ná þér
aftur en svo reyndist
ekki vera. Þinn tími
var kominn. En ekki
varst þú að kvarta, ég
held að þú hafir ekki
kunnað það.
Ég fór niður til þín
24. mars. Kristín
dóttir þín stóð í dyr-
unum og sagði mér að
þú værir sofnuð
svefninum langa. Þú
varst búin að klæða
þig og sast í græna stólnum þínum.
Ég vil þakka Kristínu dóttur
þinni fyrir að bjóða mér inn.
Þú varst eins og engill á kodd-
anum. Þannig fékk ég að kveðja
þig.
Ég held að ekki sé hægt að
kveðja þennan heim á friðsælli hátt.
Ég og aðrir íbúar að Lyngmóum
14 þökkum fyrir að hafa fengið að
hafa þig á meðal okkar. Þú hafðir
svo góða nærveru.
Farðu í friði og ró til Gunnars
þíns.
Guð fylgi þér og gefi þeim líkn
sem lifa.
Kveðja, þín
Elín Stefánsdóttir.
Við komum til að kveðja
hann í dag,
sem kvaddi löngu fyrir
sólarlag.
Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut,
hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut,
sem börnum átti að búa vernd og skjól
er burtu kippt af lífsins sjónarhól.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku Lúlli. Við fengum þær sorg-
legu fréttir að morgni 3. apríl að þú
hefðir látist í slysi kvöldinu áður. Tím-
inn hreinlega stöðvast og minning-
arnar um þig hrannast upp í huga
okkar og söknuðurinn gagntekur
okkur þó svo að við gerum okkur
varla enn grein fyrir því að þú sért
farinn. Það er svo erfitt að hugsa til
þess að við eigum ekki eftir að rekast
á þig á balli eða í sveitinni heima svo
það sé nú ekki talað um að geta ekki
komið í kaffi til þín oftar og gantast í
þér og fá til baka þínar athugasemdir
og stríðnisbros.Við höfum hugsað
mikið til þín á síðustu dögum og rifj-
ast upp svo margt allt frá því við vor-
um litlir grallarar að gera ýmsar til-
raunir á ánamöðkum og fiðrildum eða
bara að horfa á sjónvarpið og borða
nammi til síðustu skiptanna sem við
hittum þig, þú varst svo hamingju-
samur og ánægður. Við eigum marg-
ar góðar minningar sem við geymum í
hjarta okkar um ókomna tíð. Þín
verður sárt saknað en er missirinn þó
mestur hjá dætrum þínum sem missa
góðan og hjartahlýjan föður.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert einn af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Guðrún og Björn, Krithóli.
Fallinn er nú frá mikill vinur og fé-
lagi minn, Lúðvík Alfreð Halldórsson,
eða Lúlli á Krithóli eins og hann var
alltaf kallaður. Ég fékk hringingu á
sunnudagskvöldið 2. apríl og var sagt
að hann hefði dáið í vinnuslysi við
Kárahnjúka. Þetta var erfitt og tók
mikið á mig og ég er enn að átta mig á
að þetta sé satt.
LÚÐVÍK ALFREÐ
HALLDÓRSSON
✝ Lúðvík AlfreðHalldórsson
fæddist á Sjúkra-
húsi Sauðárkróks
19. janúar 1973.
Hann lést af slysför-
um sunnudaginn 2.
apríl síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Sauðárkróks-
kirkju 15. apríl.
Það er margs að
minnast af vináttu okk-
ar og frá þeim stundum
sem við áttum saman á
Krithóli og hjá systrum
þínum þar sem ég og
allir okkar vinir vorum
alltaf velkomnir. Gæsa-
veiðarnar voru nú oft
skrautlegar og varst þú
oftast ragur við að snúa
þær, ef þess þurfti þá
kom í minn hlut að gera
það. Svo fórum við sam-
an á grásleppu á Þórs-
höfn með pabba þínum.
Það var nú meiri gleðin hjá okkur þar,
en fæst orð um það ævintýri. Við vor-
um svo samrýndir og það sem okkur
datt í hug þá var það framkvæmt og
gert með stæl og það eru margar
skýrslur til um það hjá okkur. Við vor-
um svo mikið á mótorhjólunum og fór-
um víða um og þó oftast á Akureyri til
Siggu systur þinnar þar sem við gist-
um oft og vorum í góðu yfirlæti hjá
hennar fjölskyldu.
Þú varst mjög duglegur í vinnu og
þó að þú værir handarbrotinn í tvo
mánuði misstir þú ekki dag úr vinnu
en læknirinn á Hólmavík sagði að þú
værir tognaður og gaf þér bólgueyð-
andi og sagði að þetta myndi jafna sig
á hálfum mánuði. Þetta lýsir þér svo
vel, hvað þú varst harður af þér. Þú
varst búinn að vinna á gröfu í mörg ár
og með góða reynslu á því sviði.
Það eru margar góðar sögur til af
okkur, Lúlli minn, en þær verða í
huga mér um ókomna tíð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ég votta foreldrum, fósturforeldr-
um og systrum Lúlla, vinum, unnustu
og fjölskyldu innilega samúð mína.
Megi góður guð blessa minningu góðs
drengs og vinar.
Þorbjörn Ólason (Tobbi).
Við fráfall Gretu
hlaðast upp minningar
úr barnæsku tengdar þeim hjónum
Gretu og Bomma (Birgi). Greta var
gift ömmubróður okkar og voru þau
hjónin tíðir gestir á heimilinu. Sum-
ir sem verða á vegi manns hafa
þannig afstöðu til lífsins að maður
vildi óska að fleiri væru þessum
kostum búnir. Jákvætt hugarfar, ró-
lyndi og eljusemi var henni Gretu
eðlislæg.
Sumt fólk hefur einstaklega þægi-
lega viðveru og barngæsku að börn
laðast að. Þannig áhrif hafði Greta á
öll börnin á okkar heimili enda voru
hún og Bommi ósjaldan fengin til að
GRETA MARÍA
JÓHANNSDÓTTIR
✝ Greta María Jó-hannsdóttir
fæddist í Skógarkoti
í Þingvallasveit 5.
september 1916.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 29. mars síð-
astliðinn og var
útför hennar gerð
frá Seltjarnarnes-
kirkju 7. apríl.
gæta okkar systkin-
anna þegar foreldrar
okkar voru að heiman.
Óhætt er að segja að
tilhlökkun hafi verið í
brjóstum okkar þegar
von var á þeim hjón-
um því aldrei var nein
lognmolla í kringum
þau. Endalausir spila-
leikir, vöfflur, hlýja og
gott atlæti var alltaf
að finna hjá þeim. Við
minnumst þess til
dæmis aldrei að Greta
hafi nokkurn tímann skipt skapi þó
að oft hafi eflaust verið tilefni til
með 6 börn á okkar heimili.
Það er ógerningur að setja á blað
hve þakklát við erum fyrir að hafa
fengið að njóta nærveru hennar á
uppvaxtar- og mótunarárum okkar.
Við vorum sannarlega lánsöm og
vafalaust betri manneskjur fyrir
vikið.
Við vottum aðstandendum Gretu
samúð okkar.
Kristján Tómas, Gunnar,
Margret, Hallgrímur Helgi
og Guðjón Halldór.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, fæddist,
hvar og hvenær hann lést, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. .
Minningar-
greinar