Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 19 UMRÆÐAN HINN 30. apríl sl. birti Morg- unblaðið nokkuð ítarlega frétt um breytingar sem meirihluti mennta- málanefndar hefur gert á frum- varpi um Ríkisútvarpið hf. milli 2. og 3. umræðu um frumvarpið. Þar er meðal annars rætt við formann nefndarinnar, Sigurð Kára Krist- jánsson, og Mörð Árnason, full- trúa Samfylkingarinnar í mennta- málanefnd. Að gefnu tilefni vil ég upplýsa að þegar ég tók sæti á Al- þingi hinn 19. apríl sl. sem vara- maður Kolbrúnar Halldórsdóttur, alþingismanns VG, kom það í minn hlut að fjalla um frumvarp um Ríkisútvarpið hf. Við skoðun mína á frumvarpinu varð mér ljóst að það var haldið verulegum ann- mörkum. Sérstaklega kom mér á óvart að ýmsir alvarlegir ágallar á frumvarpinu höfðu hvorki komið til umfjöllunar í löngum ræðum þingmanna um málið né í mennta- málanefnd milli 1. og 2. umræðu. Þar vil ég fyrst nefna að þá miklu menningararfleið, þjóðargersemar, sem á að renna til væntanlegs hlutafélags í samkeppnisrekstri sem eign þess og að engar skorð- ur voru settar við sölu þeirra eigna. Þá hafði engin umfjöllun átt sér stað um höfundarétt o.fl. atriði og þessara þátta er í engu getið í frumvarpinu. Ég greindi frá þess- um alvarlegu annmörkum og fleir- um í ítarlegri þingræðu 21. apríl sl. Vakti ræðan töluverða athygli en um hana var ekki fjallað í Mbl. Þessum athugasemdum fylgdi ég eftir, rökstuddi og reifaði ítarlega í menntamálanefnd. Jafnframt vakti ég athygli á því að RÚV- frumvarpið og fjölmiðlafrum- varpið, sem kynnt var í síðustu viku, stönguðust á, þau hefðu ver- ið samin óháð hvort öðru og þörfnuðust samlestrar og samhæf- ingar. Undir það hafa fræðimenn tekið. Frumvörpin eru enn að hluta til ósamrýmanleg. Ég benti ennfremur á að hin ómetanlega menningararfleifð, sem RÚV hf. á skv. frumvarpinu að eiga og hafa eitt aðgang að, feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og mismunaði öðrum fjölmiðlum og skerti rétt almennings, fræði- manna o.fl. til aðgangs. Meirihluti menntamálanefndar tók mark á hluta athugasemda minna, sbr. breytingatillögur hennar. Engu að síður er frumvarpið enn meingall- að og jafnframt er það algjörlega órökstutt að mínu mati af hverju verið er að samkeppnis- og hluta- félagavæða ríkisútvarp í almanna- þágu, útvarp sem hefur menningu og þjónustu við almenning að leið- arljósi en ekki hagnaðarvonina. Núverandi rekstrarform hentar slíkum rekstri mun betur en sam- keppnisformið. Í þessari grein gefst ekki tóm til að fjalla um alla þá alvarlegu ágalla sem enn eru á frumvarpinu. Vísa ég til nefndrar þingræðu. Það verður þó að halda því til haga, að það blasir við að mínu mati að frumvarpið brýtur í bága við jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar bæði hvað varðar ríkisstyrkinn og ennfremur þann heimanmund sem RÚV hf. fær, menningararfleifðina, án þess að aðgangur annarra fjölmiðla, fræði- manna, kvikmyndagerðarmanna o.fl. o.fl. sé tryggður eða reglur settar um hann. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður þessi menningararfleifð í uppnámi og mun mæta afgangi og ræktarleysi í samkeppnisrekstri. Þá er það með öllu ólíðandi að frumvarpið felur það í sér að stjórnarskrár- varin eignarréttindi starfsmanna eru skert, það er lífeyrisréttindi og biðlaunaréttur, fyrir utan önn- ur starfskjör og starfsöryggi. Einnig eru borgaraleg réttindi starfsmanna og almennings, eink- um á grundvelli stjórnsýslulaga og laga um Umboðsmann Alþingis, fyrir borð borin. Það er sér- kennilegt í ljósi þess að RÚV hf. á að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, mannréttindi og frelsi til orða og skoðana. RÚV-frumvarpið samrýmist ekki fjölmiðlafrumvarpinu að þessu leyti. Í störfum mínum sem þing- maður mun ég aldrei greiða at- kvæði með frumvarpi sem felur í sér stjórnarskrárbrot. Stjórn- arskráin, starfsmenn ríkisútvarps- ins, aðrir fjölmiðlar og allur al- menningur eiga að njóta alls vafa, ég tala nú ekki um þegar hann er jafn rökstuddur og hér er raunin. Ég fullyrði jafnframt að frum- varpið, eins og það er nú úr garði gert, sé vopnabúr illdeilna og málaferla. Það kistuleggi Rík- isútvarpið en jarðarförin verði auglýst síðar. Með hliðsjón af framanrituðu vekur það undrun mína að Morgunblaðið hafi hvorki gert ræðu minni á Alþingi hinn 21. apríl sl. og frumkvæði skil né leit- að álits míns sem fulltrúa í menntamálanefnd á niðurstöðu meirihluta hennar. Ríkisútvarpið kistulagt – Jarðarförin auglýst síðar Atli Gíslason fjallar um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið hf. ’Ég fullyrði jafnframt aðfrumvarpið, eins og það er nú úr garði gert, sé vopnabúr illdeilna og málaferla.‘ Atli Gíslason Höfundur er þingmaður VG og hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.