Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 16
til 1977. Ég kom hingað í æv- intýraleit, tvítugur stráklingur en svo kynntist ég konunni minni og ílengdist hér. Við eignuðumst þrjá syni og nú á ég bæði afa- börn og langafabörn og þau toga í mig. Ég vil búa í ná- lægð við þau. Konan mín er löngu dáin en við skildum á meðan hún var á lífi og þá flutti ég aftur til Fær- eyja og ég var þar með skradd- araverkstæði á Káta horninu í miðbænum. Þar var mikið að gera því fólk vildi láta klæðskera af gamla skólanum gera hlutina fyr- ir sig. En nú er ég kominn á annað horn og mér finnst gott að sjá hér til sjávar og hafa Esjuna fyrir augunum.“ Aðallega í fatabreytingum „Ég er alveg hættur að sauma föt, en ég gerði það til margra ár, enda er ég meistari, lærði svokall- aðan fyrsta flokks saum hjá Andr- ési Andréssyni sem var á Lauga- vegi 3 og ég var með klæðagerð sjálfur í mörg ár hér á Íslandi. Núna er ég er fyrst og fremst í fatabreytingum, stytti buxur, stytti ermar, stytti jakka, þrengi í bakið og margt fleira. Ég skipti jafnvel um rennilása og festi hnappa almennilega og geri nánast hvaðeina sem fólk biður um. Hing- að kemur fólk á öllum aldri, til dæmis koma margar ungar stúlk- ur og ég þrengi fyrir þær föt eða breyti þeim á þann hátt sem þær vilja. Svo er ég með einn fastan viðskiptavin sem er 93 ára, mjög frískur eldri maður sem notar ekki gleraugu og keyrir bíl.“ Árni segir Færeyinga miklu ró- legri en Íslendinga. „Hér eru allir brjálaðir í umferðinni og borgin hefur þanist svo mikið út frá því ég bjó hér fyrir 27 árum. Og mörg gömul hús hafa verið rifin hér í miðbænum, en ég hef alltaf kunn- að vel við mig í gamla bænum. Ég vann árið 1958 hjá Silla og Valda í Aðalstrætinu þegar ég tók mér tveggja ára hlé frá saumaskapn- um. Þá var Mogginn þarna niður frá og ég kynntist mörgum sem unnu þar. Það var góður tími.“ Daglegtlíf maí  FATABREYTINGAR | Árni Gærdbo skraddari styttir buxur meðan beðið er Skraddarinn á horninu Morgunblaðið/Ásdís Árna Gærdbo leiðist aldrei í vinnunni. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Skraddarinn á horninu Vatnsstíg 11 sími 552 5540 Best er að koma akandi upp Vatnsstíginn að Skraddarahorninu Morgunblaðið/Ásdís Færeyskt sauða- horn sem lengi hefur fylgt Árna. Ein af mörgum saumavélum sem Árni notar á vinnustofu sinni. „ÉG HEF unnið sem skraddari alla mína starfsævi og vil ekki gera neitt annað. Á meðan ég hef nógu góða sjón til að sjá hvað ég er að gera, þá verð ég í þessu. Mér finnst skemmtilegt að vera skraddari og ég nenni ekki að hætta,“ segir Færeyingurinn Árni Gærdbo sem opnaði verkstæði sitt á horni Vatnsstígs og Lindargötu um áramótin síðustu, þar sem hann býður upp á alls slags fata- breytingar. „Ég er nýfluttur aftur til Íslands eftir tuttugu og sjö ára hlé, en ég bjó hér á landi frá 1951 NÝLEG rannsókn bendir til þess að í heila þeirra sem láta stjórn- ast af kaupæði sé bilun í mik- ilvægu ákvarðanatökusvæði heil- ans. Greint er frá niðurstöðum þessarar bandarísku rannsóknar í Sunday Times og þar kemur fram að ákvarðanir um hvað eigi að kaupa og hvað ekki séu í rauninni teknar á örlitlu svæði í heilanum, aftan við augun. Camillo Padoa-Schioppa, taugalíffræðingur, stjórnaði rannsókninni sem fór m.a. þann- ig fram að heilastarfsemi apa var könnuð um leið og þeim var boð- ið að velja á milli greipsafa og appelsínusafa í mismunandi magni. Aparnir völdu venjulega greipsafann en völdu appels- ínusafann frekar þegar a.m.k. þrisvar sinnum meira magn var í boði. Vísindamennirnir komust að því að mismunandi svæði í heilanum koma við sögu þegar smekkur er mótaður, en þegar ákveðið er að breyta um val eins og í apatilrauninni, eru það örfá- ar taugafrumur í heilasvæðinu á bak við augun sem stýra ferð- inni. Lítið ör eða skemmd á því svæði getur haft mikil áhrif á kaupgleði fólks og þegar inn- kaupin jaðra við kaupæði eða má flokka sem verslunarfíkn, má álykta sem svo að um einhverja vanhæfni á því svæði sé að ræða, að sögn vísindamannanna. Það getur einnig átt við þegar um aðra fíkn er að ræða. Spilafíkn hefur t.d. verið tengd þessu svæði. Bandaríska sálfræðingafélagið hefur komist að þeirri niðurstöðu að kaupæði sé ekki geðröskun. Hins vegar hefur kaupæði verið skilgreint sem nokkurs konar fíkn sem tengist litlu sjálfs- trausti. Einnig hefur mikið verið rætt um óteljandi valkosti sem neytendum standa til boða og þar geta niðurstöður áðurnefndr- ar rannsóknar varpað ljósi á um- ræðuna. Sumar rannsóknir hafa sýnt að of mikið vöruúrval fælir neyt- endur frá og nýlega kom í ljós að Marks & Spencer verslunin jók söluna m.a. vegna þess að val- kostum var fækkað. Kaupæði vegna bilunar í heila  RANNSÓKN ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISSTOFNUNIN WHO hefur breytt vaxtarkúrfum og ráðgjöf varðandi brjóstagjöf m.a. vegna þess að gildandi meðaltöl um þyngd ung- barna hafa verið reiknuð út frá þyngdaraukningu barna sem fá pela, að því er fram kemur í forsíðufrétt Svenska Dagbladet. Jafnvel er talið að vaxtarkúrfurnar sem gilt hafa undanfarin fjörutíu ár hafi lagt sitt af mörkum til aukinnar tíðni offitu meðal barna. Nýjar vaxtarkúrfur hafa nú verið gefnar út af WHO og ráðgjöfin hljóðar upp á að best sé að ungbörn fái eingöngu brjóstamjólk í sex mánuði. Vaxtarkúrfur eru títtnefndar í ungbarna- eftirliti víða um heim og ljósmæður og hjúkrunarfræð- ingar kunna þær upp á sína tíu fingur. Kúrfurnar eru leiðbeinandi þegar kemur að því að athuga hvort ung- börn þyngist eðlilega á fyrstu vikum og mánuðum æv- innar og á grundvelli þeirra hefur foreldrum stundum verið ráðlagt að gefa börnum sínum pelaábót þar sem þau þyngist ekki nægilega af brjóstamjólkinni einni saman. Af þessum sökum hafa ýmsir foreldrar fundið fyrir streitu og áhyggjum vegna þess að börnin þeirra fylgja ekki vaxtarkúrfunum, ekki síst mæður sem hafa kannski haldið að þær mjólki ekki nóg. Orsökin er að vaxtarkúrfurnar voru gerðar út frá meðalþyngd- araukningu barna sem nærðust á pelamjólk en það er ávísun á hraðari þyngdaraukningu en ef uppistaðan er brjóstamjólk. Sofia Zwedberg, ljósmóðir og brjóstagjaf- arráðgjafi við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, seg- ir í SvD að tenging geti verið á milli barnaoffitu og nær- ingarvenja í frumbernsku vegna þess að eðlishvöt þeirra er trufluð á þessu skeiði. Hún segir of mikla áherslu lagða á vaxtarkúrfurnar. Eðlilegt sé að brjósta- börn séu aðeins undir meðalkúrfunni við fjögurra mán- aða aldur en þau nái því síðar. Ef börnum líði vel og séu frísk eigi ekki að trufla náttúrulegt ferli með ábótum. Rannsókn á vegum WHO leiddi í ljós að börn sem ein- göngu fá brjóstamjólk vaxi eins og best verður á kosið. Nýju kúrfurnar eru byggðar á þeirri rannsókn sem byggir á gögnum frá 8.000 ungbörnum í sex löndum. Eingöngu brjóstamjólk í hálft ár  BRJÓSTAGJÖF Morgunblaðið/Brynjar Gauti LYF VIÐ beinþynningu getur einnig veitt vörn gegn brjósta- krabbameini. Í Svenska Dagbladet er greint frá nýrri bandarískri rannsókn á tæplega 20 þúsund mið- aldra konum sem leiddi þetta í ljós. Niðurstöðurnar benda til þess að lyfið Evista, sem notað hefur verið gegn beinþynningu, gefi sama ár- angur og lyfið Tamoxifen, með minni aukaverkunum en hið síð- arnefnda. Bæði lyfin virka á þann hátt að þau hindra áhrif östrogens á brjóstvefinn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Tamoxifen minnkar hættu á að fá brjóstakrabbamein um 50%. Lyfið getur haft aukaverkanir en þær eru sjaldgæfar. Konunum, öllum í áhættuhópi fyrir brjóstakrabbamein, var skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn tók Tamoxifen og hinn Raloxifen sem er annað heiti á Evista. Ætl- unin var að fylgja konunum eftir í fimm ár en niðurstöðurnar eftir fjögur ár voru svo jákvæðar að rannsókninni var hætt og konunum gefinn kostur á að skipta yfir í Raloxifen síðasta árið. Brjósta- krabbamein greindist í næstum jafnmörgum konum í báðum hóp- unum. Hins vegar fengu mun færri blóðtappa eða leghálskrabbamein í Raloxifen-hópnum og hættan á að fá augnsjúkdóminn, sem er sjald- gæf aukaverkun Tamoxifens, var mun minni. Beinþynningarlyf gegn krabbameini?  HEILSA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.