Morgunblaðið - 02.05.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.05.2006, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÆSTVIRTUR ráðherra. Innan skamms mun berast inn á borð yðar ný reglugerð um björgunar- og ör- yggisbúnað skemmti- báta. Forsagan er sú að þann 30. júlí 2004 skrif- aði ráðuneytið Sigl- ingastofnun bréf þar sem óskað var eftir að stofnunin gerði úttekt á með hvaða hætti skemmtibátar eru skráðir í nágrannalönd- um okkar og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Einnig var stofnuninni falið að meta þau rök sem eru fyrir kröfum til ís- lenskra skemmtibáta. Siglingastofnun svaraði með bréfi dags. 28. október 2004 og eftir nokkra fundi með Snarfara, Siglinga- sambandi Íslands og Kjölbáta- sambandinu – með öðru bréfi dags. 27. maí 2005. Í bréfinu frá 27. maí má sjá að kröfur um skoðanir og eftirlit með skemmtibátum eru hvergi í ná- grannalöndunum jafn íþyngjandi og hér. Enda hafa kröfur til íslenskra skipa jafnan tekið mið af kröfum fisk- veiðiþjóðarinnar til öryggisbúnaðar í fiskibátum sem sækja allt árið um kring – og á allt öðrum forsendum en skemmtibátar. Nú vona ég að hin nýja reglugerð sé efst í bunkanum á skrifborði ráð- herra. Skemmtibátaeigendum er jafn um- hugað um líf sitt og öryggi fjölskyldu sinnar og öðrum. Skemmtibátaeigendur fagna því að í fyrsta sinn lítur dagsins ljós sérstök reglugerð sem fjallar eingöngu um öryggismál skemmtibáta. Hins vegar eru það vonbrigði að enn skuli eima eftir af gömlu forræð- ishyggjunni með ríkisafskiptum sem birtast okkur í sérreglum Sigl- ingastofnunar Íslands. Þannig er Siglingastofnun falið að samþykkja eða hafna búnaði sem Evrópusambandið hefur fyrir löngu síðan lagt blessun sína yfir til nota í skemmtibátum. Þetta er hið sama Evrópusamband sem býr yfir dóm- stóli sem við Íslendingar höfum allt of oft fengið á lúðurinn frá. Það er einnig til marks um forræð- ishyggjuna að samkvæmt reglugerð- inni gilda ákvæði hennar um erlend skráð skip sem sigla á íslensku haf- svæði og einnig um íslensk skip sem sigla í ,,hlýju loftslagi“ – t.d. við sigl- ingar í Miðjarðarhafi og í Karíbahaf- inu – eins og segir í reglugerðinni. Þetta hlýtur að vera alveg með ein- dæmum. Ég er hræddur um að ráð- herra yrði farið að leiðast ef ég byði honum í siglingu um Miðjarðarhafið með íslenskt flagg og við tækjum land í Líbýu og þyrftum að bíða eftir skoðun þar. Það er sanngjörn krafa að íslenskir skemmtibátar fái að nota við- urkenndan vottaðan búnað, sam- þykktan af Evrópusambandinu til nota í skemmtibátum. Á þennan hátt má koma í veg fyrir einokun á mark- aðinum sem sérreglur Siglingastofn- unar hafa boðið heim og þýða ekkert annað en hærra verð til neytenda. Það er til marks um gildandi sér- reglur Siglingastofnunar að þegar gúmmíbjörgunarbátur rennur út af færibandinu í Noregi (samþykktur af Norsk Veritas) er hann ekki opnaður í a.m.k. 3 ár ef hann er svo heppinn að vera seldur á innan- landsmarkaði. Hann er hins vegar opnaður ár- lega ef hann lendir uppi á Íslandi, þrátt fyrir að hann fái ekki einu sinni saltbragð í munninn í 6 mánuði á ári. Fyrir þessu hefur okkur skemmtibáta- mönnum alltaf skort rök. Það hillir þó undir breytingu hér, því í hinni nýju reglugerð (4.gr. 3.msgr.) segir að gúmmíbjörgunarbátar og neyðarsendar skuli skoðaðir ár- lega af viðurkenndum þjónustuaðila sem auðvitað Siglingastofnun þarf að samþykkja. Síðar í málsgreininni er fallið frá þessu með heimild til að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um skoðanatíðni. ,,Af hverju í ósköpunum – hæst- virtur ráðherra – má ekki fara eftir viðurkenndum Evrópustöðlum varð- andi björgunar- og öryggistæki þannig að ekki þurfi að sækja um undanþágur hér og þar – t.d. til Sigl- ingastofnunar?“ Þetta minnir á haftatímabilið þeg- ar fulltrúar fyrirtækja stóðu í röð við Seðlabankann betlandi gjaldeyri í skömmtum. Í hinni nýju reglugerð er talað um þrjú þrep farsviðs: Takmarkað farsvið Strandsiglingu Úthafssiglingu Bátur sem er með takmarkað far- svið og er minni en 8 metrar þarf ekki að hafa gúmmíbjörgunarbát fyrir alla um borð. Bátur yfir 8 metrum þarf hins vegar að hafa slíkan búnað jafn- vel þó hann sigli innan takmarkaðs farsviðs þ.e. innan 15 sjómílna frá heimahöfn. Staðreyndin er sú að oft eru fleiri um borð þegar siglt er innan fjarða og eyja heldur en þegar farið er í langferðir. Þannig að sanngirnismál er að þótt bátur sé stærri en átta metrar sé ekki krafist annars gúmmíbjörgunarbáts þegar siglt er innan takmarkaðs farsviðs. Slík kvöð eykur aðeins álögur á eiganda bátsins án þess að sýnt sé fram á að honum og farþegum hans sé meiri hætta búin en væru þeir á bát sem er undir 8 metrum. Það er ósk þess sem þetta skrifar að ráðuneyti yðar fari rækilega yfir reglugerðina, enda ber hún með sér handbragð Siglingastofnunar. Alls ekki svo að skilja að ég beri kala til stofnunarinnar heldur hitt að mér hefur oft fundist stofnunin föst í fiskibátahugmyndafræðinni. Hagsmunaaðilar sportbátaíþrótt- arinnar hafa komið sjónarmiðum sín- um á framfæri m.a. með því að spyrja hvaða málefnaleg rök eru fyrir því að við skulum þurfa að hlíta öðrum og mun harðari reglum en gilda á hinum Norðurlöndunum. Við förum fram á að á okkur sé hlustað og tillit tekið til okkar sjón- armiða enda varðar reglugerðin okk- ur fyrst og fremst. Það sagði mér gamall sjómaður að ,,sjórinn hér væri hvorki blautari eða kaldari að sumarlagi en víðast við strendur Skandinavíu“. Virðingarfyllst. Opið bréf til samgönguráðherra Jóhannes Valdemarsson skrifar bréf til Sturlu Böðvars- sonar samgönguráðherra ’Við förum fram á að áokkur sé hlustað og tillit tekið til okkar sjónarmiða enda varðar reglugerðin okkur fyrst og fremst.‘ Jóhannes Valdemarsson Höfundur er formaður Snarfara. Á ALÞINGI er til meðferðar frumvarp sem breytir Ríkisútvarp- inu í hlutafélag. Ég er andvígur því og hef margt við það að at- huga. Í fyrsta lagi er nef- skattur ekki betri lausn en núverandi af- notagjald, heldur verri. Dreifing skatts- ins eftir fjöl- skyldustærð og tekjum er ekki til bóta frá afnotagjald- inu, þótt það sé svo sem ekki gallalaust. Það er heldur ekki góð lausn að mínu mati að ráðstafa al- mennum skatti til hlutafélags, sem þar að auki fellur ekki undir stjórnsýslulög og upplýsingalög. Í öðru lagi hefur hlutafélags- formið skýran tilgang, það er til þess að búa vöru í söluhæfan bún- ing. Varan þarf að uppfylla kröfur um arðsemi af rekstrinum. Varan í þessu tilviki er Ríkisútvarpið bæði rekstur þess og eignir. Það er tómt mál að tala um að færa RÚV í sölu- klæði án þess að ætla sér að selja, þótt síðar verði. Eini tilgangur hlutafélagsvæðingar er sala hluta- fjárins og það mun fylgja í kjölfarið við fyrsta tækifæri. Það sem ekki á að selja á ekki að vera í hlutafélags- formi, þess vegna á Ríkisútvarpið ekki að vera hlutafélag, ef einhver alvara er í fullyrðingum um að ekki standi til að selja RÚV síðar. Í þriðja lagi fylgir strax hf- væðingu Ríkisútvarpsins að forræði eigna stofnunarinnar færist frá Al- þingi til forstjórans eins. Nú verður að fá heimild á fjárlögum ríkisins til sölu eigna Ríkisútvarpsins svo sem gildir um allar stofnanir ríkisins. Eftir lagabreytinguna er það, sýnist mér, algerlega á valdi forstjórans eins að taka ákvörðun um sölu eigna, hverjum selt og á hvaða verði. Hann mun geta selt allar eignir útvarpsins, svo sem húseign, tæki og dreifikerfi hverjum sem honum sýnist og á því verði sem honum þóknast. Hvernig dettur mönn- um í hug í fyllstu al- vöru að fela einum manni slíkt vald yfir eignum sem hann á ekki heldur þjóðin öll? Þetta mál hefur ver- ið bitbein stjórn- arflokkanna í mörg ár. Allt síðasta kjörtímabil stóð járn í járn milli flokkanna, Sjálfstæð- isflokkurinn vildi breyta RÚV í hluta- félag en Framsókn ekki. Til þess að árétta afstöðu og staðfestu Framsóknarflokksins var málið tekið til sérstakrar um- fjöllunar innan flokksins sem lauk með þeirri stefnu að Ríkisútvarpið skyldi verða sjálfseignarstofnun og reksturinn tryggður með þjónustu- samningi við ríkið. Þessa stefnu bar flokkurinn svo fram fyrir síðustu Alþingiskosningar þannig að ekki fór á milli mála hvar flokkurinn stóð í þessu ágreiningsmáli í rík- isstjórn. Ég tel affarasælast að standa við þessa stefnu og tel að hún hafi meirihlutafylgi á Alþingi. Á síðasta þingvetri var lagt fram stjórnarfrumvarp um að breyta RÚV í sameignarfélag og sér- staklega var útskýrt hvers vegna það form varð niðurstaðan en ekki hlutafélag. Í greinargerð með frum- varpinu stendur: „Við samningu frumvarps þessa var ekki farin sú leið að stofna hlutafélag um rekstur Ríkisútvarpsins. Ástæða þess er sú að Ríkisútvarpið hefur sérstöðu – hér er um að ræða félag sem ekki er ráðgert að selja“. Það frumvarp náði ekki fram að ganga og á yfirstandandi þingi gerðist það að ákveðið var að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Nú er sagt að ekki standi til að selja og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fallið frá þeim áformum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki séð þess stað í samþykktum flokks- ins eða yfirlýsingum forystumanna hans og tel að viljinn til þess að selja RÚV sé til staðar og vísa þar til frumvarps á Alþingi um hf- væðingu RÚV og sölu þess sem nokkrir þingmenn hans hafa flutt. Þá má benda á atkvæðaskýringu eins þingmanns flokksins sem benti á að RÚV hf. væri áfangi á leið til einkavæðingar stofnunarinnar. Það þarf ekki frekar vitnanna við. Ríkisútvarpið verði sjálfseignarstofnun Kristinn H. Gunnarsson fjallar um frumvarp til Alþingis varð- andi Ríkisútvarpið ’Ég er andvígurþví og hef margt við það að at- huga.‘ Höfundur er alþingismaður. ÞEIR ERU margir, já býsna margir, sem bölva hátt og í hljóði þeirri sjálfsbjarg- arviðleitni okkar Sunn- lendinga, að nýta þá náttúruauðlind sem malargryfjurnar í Ing- ólfsfjalli vissulega eru. „Hörmulegt um- hverfisslys“, „Sár í fag- urri fjallshlíð“, „Sjón- mengun“ tauta þeir vandlætingarpost- ularnir og mega vart vatni halda af ein- skærri ánægju með eig- ið fegurðarskyn. Það er ekki hugmynd mín að fara að rekja tölfræðilega hvað húsbygg- endur, veghaldarar og aðrir sem nýtt hafa gullnámuna í Ingólfsfjalli hafa sparað sér með því að þurfa ekki að sækja jarðefnin út í Þrengsli, eða jafnvel enn lengra á undanförnum ár- um. Ég er með í huga umræðuna, sem brotist hefur fram um áfram- haldandi nýtingu á jarðefnum Ing- ólfsfjalls. Mig langar til að gerast svo djarfur að bera í bakkafullan lækinn og hneyksla vandlætarana meira en orð- ið er með því að segja að það sem ætti núna að gera er að stækka malargryfjuna til vest- urs um allt að því annað eins og það sem þegar hefur verið tekið. Ástæðan er einföld. Hið fagra standberg, sem birtist þegar fjalls- hlíðin, sem veðrun und- anfarinna 10 þúsund ára hefur mengað og hulið aurskriðum og grjóthruni hefur verið hreinsuð, er fáu líkt. Hamraborgin sem reis úr hafi í lok ísaldar sýnir sig nú í allri sinni dýrð. Þökk sé manns- hendinni. Svo vegfarendur fái notið útsýn- isins sem best, þurfa hinir ágætu verktakar, sem hér hafa að unnið að hreinsa allan úrgang, sem hlaðist hef- ur upp og byrgir að nokkru útsýnið til bergsins frá þjóðveginum. Hætt yrði með öllu að taka möl ofan af fjallinu, a.m.k. næstu áratugina, enda óþarft verði gryfjan stækkuð til vesturs. Rennuumræðan inni í fjallinu gæti því beðið betri tíma Í framtíðinni kæmi svo túrista- afleggjari inn í gryfjuna með bekkj- um og tilheyrandi, þar sem ferða- menn fengju notið hinna fögru jarðmyndana og útsýnisins yfir slétt- una miklu og misháa turna borg- arinnar við ána. Gullnáman Sigurfinnur Sigurðsson fjallar um malartekjuna í Ingólfsfjalli ’Í framtíðinni kæmi svotúristaafleggjari inn í gryfjuna með bekkjum og tilheyrandi, þar sem ferðamenn fengju notið hinna fögru jarðmyndana og útsýnisins yfir sléttuna miklu og misháa turna borgarinnar við ána.‘ Sigurfinnur Sigurðsson Höfundur er fyrrverandi skrifstofustjóri. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.