Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR REYKVÍKINGAR voru á meðal þeirra sem héldu baráttudag verka- lýðsins hátíðlegan í gær. Safnast var saman á Hlemmi og síðan gengin kröfuganga að Ingólfstorgi undir leik Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svansins. Úti- fundur hófst á Ingólfstorgi kl.14.10 og virtust veðurguðirnir hafa gengið í lið með aðstandendum samkom- unnar. Þrátt fyrir skúraveður stytti upp er fundurinn hófst og skein sólin glatt á fundargesti þá rúmu klukku- stund sem fundurinn stóð. Síðar um daginn hófust svo Tónleikar fólksins í boði Iðnnemasambands Íslands og X-fm í samstarfi við Sparisjóð vél- stjóra. Í bænum mátti sjá skilti með hvatningarorðum í tilefni dagsins og sumir fundargesta lögðu mikla áherslu á að þetta væri baráttudagur en ekki hátíð. Ágúst Þorláksson frá stéttarfélaginu Eflingu var fund- arstjóri og á milli ávarpa flutti Ragn- heiður Gröndal ásamt hljómsveit nokkur lög. Þá fóru leikararnir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sig- urjónsson með óhefðbundið ávarp þar sem þeir rifjuðu upp ýmsa áfanga í verkalýðsbaráttunni í skop- legu ljósi. Var þar meðal annars minnst hinna óskiljanlegu tíma er launafólk vann allt að sjötíu klukku- stundir á sólarhring og lögð var áhersla á að fá sjónvarp á fimmtu- dögum, á flatskjám. Luku þeir fé- lagar atriði sínu með slagorðinu „Af- nemum ruglið strax“. „Verjum Ísland allra“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, for- maður Landssambands íslenskra verzlunarmanna, sagði borðana sem vörðuðu leiðina niður Laugaveginn minna á afrakstur níutíu ára sögu Al- þýðusambandsins og þá fjölmörgu karla og konur sem lagt hefðu bar- áttunni lið. Hún bað viðstadda að minnast þeirra með þakklæti en að minnast einnig þeirra sem byggju við ófrelsi og mannréttindabrot. Hún sagði marga í leit að atvinnu og betra lífi og að fjöldi fólks hefði lagt leið sína hingað til lands. Því miður hefði þó reynsla margra verið neikvæð. Ingibjörg gerði frjálsa för verkafólks að umfjöllunarefni en lög þess efnis tóku gildi á Alþingi í gær og sagði hún erfitt að horfast í augu við að fjöldi Íslendinga væri svo gráðugur að hann vílaði ekki fyrir sér að ráða erlent fólk í vinnu á miklu minna en lágmarkskjörum. Hún spurði sig hvort gerendur væru tilbúnir að tak- ast á við afleiðingar þess að lág- markslaun í samfélaginu lækkuðu. „Okkur ber að gæta systra okkar sem bræðra, innlendra og erlendra.“ Ingibjörg fjallaði líka um vaxandi launamun í samfélaginu og spurði sig hvernig einn starfsmaður gæti verið hundraðfalt verðmætari en annar í sama fyrirtæki. Þá sagði hún skorta umræðu um afleiðingar hinna hröðu breytinga í samfélaginu. „Fyrirtæki ganga kaupum og söl- um sem aldrei fyrr en djúpt er á um- fjöllun um rekstur þeirra og áhrif sviptinga á starfsfólk og aðra hags- munaaðila. Bera fyrirtæki enga sam- félagslega ábyrgð?“ spurði hún og sagði að lokum: „Fljótum ekki stefnulaust eins og korktappar, spriklandi af hamingju yfir því hvað við séum klár og allt blómstri á með- an það fjarar undan sáttinni í sam- félaginu. Við verðum að setja markið hátt og ætlast til mikils af sjálfum okkur. Verjum og styrkjum velferð- arlandið Ísland, land þjóðarsáttar og vinasamfélags, gestrisni og mann- kærleika. Verjum Ísland allra.“ Þjóðfélagið þarf á mismunandi fólki að halda Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, minnti á að víða um heim væri starf í verkalýðs- félögum lífshættulegt og sagði Ís- lendinga lánsama að hafa frelsi til að hafa skoðanir og láta þær í ljósi. Hann sagði réttindi hafa orðið til fyr- ir þrotlausa baráttu og sagði 1. maí gefa tilefni til að líta til liðinnar tíðar og þakka fyrir það sem vel hefði ver- ið gert. Vernharð varaði við að stétt- arfélögin breyttust í sjálfhverfa stofnanarisa sem óljóst væri hver stjórnaði og sagði að aldrei skyldi setja kíkinn fyrir blinda augað þegar félagar og samferðarmenn ættu erf- itt uppdráttar. Hann fjallaði einnig um hækkandi húsnæðisverð og sagði afleiðingar þess skelfilegar fyrir venjulegt heimilishald. Loks varaði hann við einkavæðingu á vissum sviðum og sagði að grunnþjónustu og öryggisþætti mætti aldrei gera háða duttlungum markaðarins. „Við skulum halda í það sem er gott úr fortíðinni,“ sagði hann að lok- um. „Saman skulum við byggja nýja framtíð á grundvelli samstöðu, já- kvæðni og velvilja. Ef við gerum þetta verður framtíðin okkar.“ Guðni Rúnar Jónasson, formaður Iðnnemasambands Íslands, fagnaði ákvörðun menntamálaráðherra um frestun styttingar náms til stúdents- prófs. Styttingin væri mjög var- hugaverð og alls ekki tímabær. Hann fjallaði um kjör námsmanna og sagði fullt nám vera fulla vinnu. Náms- menn gætu ekki endalaust bætt á sig vinnu til að brúa bilið á milli lána og raunverulegrar tekjuþarfar. Guðni sagði einnig hamrað á því að stúdentspróf og háskólamenntun væru eina leiðin að góðri framtíð og að þess vegna gætti þurrðar í sumum stéttum en yfirflæðis í öðrum. Hann minnti á að ekki ættu allir best heima í bóknámi og sagði þjóðfélagið þurfa á mismunandi fólki að halda. Í lok dagskrárinnar sungu við- staddir alþjóðasöng verkalýðsins, Internasjónalinn, við undirleik lúðra- sveitanna og voru lokaorð fund- arstjóra „Lengi lifi baráttan“. Okkur ber að gæta systra okkar sem bræðra Morgunblaðið/ÞÖK Fundarmenn á Ingólfstorgi voru brosmildir í sólskininu enda eru jákvæðni og bjartsýni gott veganesti í verkalýðsbaráttunni. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Reykvíkingar héldu fyrsta maí hátíðlegan í gær með velþóknun veðurguðanna ardagskrá og skemmtun og svo boðið upp á kaffi. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur og vona að við fáum að ganga sam- „MÉR er alvarlega misboðið með því að ekki skuli vera kröfuganga í ár,“ sagði Rósa Eggertsdóttir, sérfræðingur við Háskólann á Ak- ureyri, í samtali við Morgunblaðið þar sem hún stóð með frið- armerkið sitt fyrir utan Alþýðu- húsið á Akureyri og hlýddi á Lúðrasveit Akureyrar. „Ég hef tekið þátt í kröfugöngu árlega síðan ég flutti til bæjarins, í 29 ár, og þó við höfum oft verið fá í göngunni er ég mjög ósátt við þessa ákvörðun og tek hana per- sónulega.“ Kjörorð baráttudagsins á Ak- ureyri að þessu sinni var: Sam- staða við Eyjafjörð í 100 ár, en með ákvörðun um að fara ekki í kröfugöngu finnst Rósu sú sam- staðan rofin; „sú hefð er rofin að fólk úr öllum flokkum gat samein- ast um kröfur fyrir bættum lífs- kjörum.“ Hún hafði líka orð á því að eng- in kröfuspjöld væru sjáanleg, eins og kröfur væri óþarfar – að allt væri nú í himnalagi. „Í Reykjavík er auglýst að ganga eigi undir kröfu dagsins en mér finnst lágt risið á hátíðahöld- um hér í bænum. Auglýst er hátíð- einuð á ný að ári, undir kröfum sem varða lífskjör fólks. Það þarf að komast aftur að kjarnanum á næsta ári,“ sagði Rósa. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rósa Eggertsdóttir var óánægð með að geta ekki tekið þátt í kröfugöngu. „Alvarlega misboðið“ MARGT hefur áunnist frá því 88 framsýnir einstaklingar við Eyja- fjörð komu saman til fundar á Hótel Oddeyri við Strandgötu 6. febrúar árið 1906 og stofnuðu Verkmanna- félag Akureyrar. Svo segir í 1. maí- ávarpi stéttarfélaganna á Akureyri. Þar segir að margt sem í dag þyki nánast sjálfgefin réttindi hafi feng- ist með mikilli baráttu í gegnum ár- in. „En það er ekki nóg að huga að því sem er að baki. Verkalýðshreyf- ingin má aldrei sofna á verðinum því baráttan er eilíf. Ef við spilum ekki rétt úr þeim spilum sem við höfum á hendi þá er alltaf hætta á að við glötum því sem áunnist hefur.“ Ekki kröfuganga í ár Hátíðardagskrá fór fram í Al- þýðuhúsinu um miðjan dag í gær en athygli vakti að engin kröfuganga fór fram á baráttudegi verkalýðsins á Akureyri að þessu sinni. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, for- maður 1. maí-nefndar stéttarfélag- anna á Akureyri, sagði helstu ástæðu þess að ekki var farið í kröfugöngu að undanfarin ár hefði verið mjög léleg þátttaka í göng- unni. „Í annan stað vorum við ekki með hátíðarfundinn í Borgarbíói eins og mörg undanfarin ár, en venjulega var gengið þangað. Kaffið var svo hér í Alþýðuhúsinu á eftir, nú var bæði hátíðarfundurinn og kaffið hér í húsinu. Auðvitað hefði verið hægt að ganga einhvern hring en það var ákveðið að sleppa göngunni núna.“ Úlfhildur sagði að 1. maí-nefndin hefði orðið vör við óánægju vegna þess að ekki var kröfuganga „og við- brögð okkar eru þau að við höfum ekki lagt niður kröfugöngu á Ak- ureyri til frambúðar. Mér finnst mjög ánægjulegt ef í ljós kemur mikill áhugi á kröfugöngu; ef svo verður förum við að sjálfsögðu í kröfugöngu á næsta ári. Ég hvet fólk til þess að hafa samband við sitt stéttarfélag og lýsa skoðun sinni. Ef þetta er tilfellið gleðjast engir meira en við, forsvarsmenn félaganna. Við viljum að það sem gert er hér á Ak- ureyri 1. maí sé gert með reisn þannig að sómi sé af,“ sagði Úlfhild- ur Rögnvaldsdóttir. Ekki má sofna á verðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.