Morgunblaðið - 02.05.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 02.05.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 21 UMRÆÐAN MENNTARÁÐ Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að fjölga sérstökum úrræðum í borginni fyrir nemendur með alvarlegan atferl- isvanda. Alkunna er hve illa er búið að geðfötluðum unglingum sem bíða lengi eftir greiningu á Barna- og ung- lingageðdeild. Reykjavíkurborg hafði forgöngu um það fyrir þremur árum að stofna Brúarskóla, sem er fyrir nemendur sem geta ekki verið úti í almenna skólakerf- inu vegna atferl- isvanda. Reynslan af skólanum er góð, og nú ætlum við að fjölga rýmum þar, auk þess sem menntasviði borg- arinnar hefur verið falið að hefja und- irbúning að sérhæfðri sérdeild í tengslum við Brúarskóla í austur- hluta borgarinnar. Sérstökum úr- ræðum mun því fjölga og fleiri nem- endur sem eiga í miklum erfiðleikum úti í almenna skólakerfinu fá tæki- færi til að byggja sig upp á ný undir sérstakri umsjá, vonandi tímabund- inni. Agavandamál í skólum Menntaráð ræddi ítarlega aga- vandamál í skólum á síðasta fundi sínum. Þar voru kynnt frumgögn úr könnun á vegum borgarinnar sem beinist að starfsfólki skólanna til að meta umfang agavandamála. Tekin hafa verið ítarleg viðtöl við kennara, skólastjórnendur og aðra starfs- menn, alls um 270 manns í öllum grunnskólum borgarinnar. Verkefnið er undir stjórn Ingvars Sigurgeirs- sonar frá KHÍ. Margs konar goð- sagnir eru um agavandamál í skólum nú til dags og því mikilvægt að afla gagna og ræða málið á grunni stað- reynda en ekki sleggjudóma. Það sem við blasir er að staðan er mjög misjöfn eftir skólum, sums staðar eru alls engin agavandamál, annars stað- ar meiri. Hægt er að flokka skólana í 4-5 flokka eftir því hve málið liggur þungt á þeim. Skólarnir nýta greini- lega ólíkar aðferðir og margs konar skapandi lausnum er beitt til að tak- ast á við verkefnið. Vandi er líka breytilegur eftir hverfum og virðast margir þættir skipta máli. Oftast eru örfáir nemendur sem um ræðir, en allur fjöldinn er prýðilega hæfur til að takast á við skólann og umhverfi hans. Eða nær væri að segja, skólinn virðist prýðilega fær um að skapa langflestum nemendum umgjörð við hæfi, og í þeim tilvikum sem það tekst ekki beita þeir margvíslegum aðferðum sem geta verið mjög breytilegar og ná misgóðum árangri eftir atvikum. Dæmi um aðferðir sem hafa gefist vel eru lausnateymi sem taka á málum í skóla, eða hafa ,,opnar dyr“ í upphafi skóladags þar sem nemendur ganga til stofu eftir því sem þeir koma í skólann, og virðist ekki skapa spennu eða streitu á göngum. Reynst hefur vel að umsjón- arkennarar borði með börnum í mötuneyti. Þyngstu málin er geð- raskanir og við því bregst nú mennta- ráð með því að undirbúa opnun fleiri rýma fyrir börn sem þjást vegna þeirra. Fullnaðarskýrsla um málið mun birtast síðar á árinu og verður örugglega góður grunur fyrir nýtt menntaráð að taka á þessu fjölþætta viðfangsefni sem menn hafa hugs- anlega miklað fyrir sér. Agavanda- mál í skólum alvarlegur atferlisvandi Eftir Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar. REKSTRARAFKOMA Mos- fellsbæjar var jákvæð um 542 milljónir króna árið 2005. Þessi nið- urstaða byggist á sölu lóða í Krika- hverfi og hefur því ekkert með hefð- bundinn rekstur bæjarfélagsins að gera. Jafnframt hafa álögur á bæjarbúa snarhækk- að eins og rækilega hefur verið sýnt fram á að undanförnu. Ná- grannasveitarfélögin afsaka sínar hækkanir með því að benda á Mosfellsbæ. Afkoman væri nær núllinu ef þetta hvorttveggja hefði ekki komið til. Auk þess stunda sjálfstæð- ismenn löglegar en siðlausar bók- haldsbrellur. Stofnað var sérstakt eignarhaldsfélag um íþrótta- miðstöðina við Lækjarhlíð utan um þriggja milljarða skuldbind- ingu bæjarins til þess að þurfa ekki að telja þá upphæð með. Skuldir og skuldbindingar bæj- arins hafa því stórhækkað á kjör- tímabilinu. Nú þegar meirihluti sjálfstæð- ismanna er orðinn hræddur við út- komuna í næstu kosningum eru álögur á bæjarbúa lækkaðar. Þeir hafa auðvitað vitað það í marga mánuði hver afkoma bæjarsjóðs yrði. Það átti bara alls ekki að lækka álögur á bæjarbúa. Það er ekki fyrr en það fóru að streyma inn upplýsingar um okrið á bæj- arbúum að þeir gefast upp. Betra er seint en aldrei. Þetta er hefðbundin að- ferðafræði sjálfstæðismanna og hefur stundum gefist þeim vel. Ég spáði því stuttu eftir síðustu kosn- ingar að þetta yrði svona. Tilgang- urinn með lækkunum núna er auð- vitað augljós. Ég vona að kjósendur átti sig á því að vara- samt er að treysta flokki sem fer svona að. Hefði ekki verið nær að hækka álögur á bæjarbúa minna fyrr á kjörtímabilinu? Ég hef ítrekað spurt um það í bæjarblaðinu Sveitunga hvar sjálf- stæðismenn hafi sparað í rekstri bæjarins en engin svör fengið. Þeir vita það sennilega ekki sjálf- ir. Verða svo álögur á bæjarbúa hækkaðar aftur eftir kosningar ef sjálfstæðismenn halda meirihluta sínum í bæjarstjórn Mosfells- bæjar? Kosningabrellur sjálfstæð- ismanna í Mosfellsbæ Eftir Ólaf Gunnarsson Höfundur skipar 6. sæti á lista VG í Mosfellsbæ. mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.