Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 35 DAGBÓK Við veljum Reykholt þar sem eitt þekkt-asta morð Norðurlanda var framið 1241,þegar Snorri Sturluson var veginn,“segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur og prófessor í félagsfræði sem skipuleggur ásamt fleirum norræna ráðstefnu um ofbeldi. Það er norræna sakfræðiráðið sem stendur að ráð- stefnunni í Reykholti í Borgarfirði dagana 4. til 7 maí nk. „Ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á tegundir og þróun ofbeldis í einstökum löndum Norð- urlanda, það verða lykilerindi frá hverju landi fyr- ir sig um þróun og einkenni ofbeldis í löndunum. Auk þess kemur einn kunnasti afbrotafræðingur samtímans, Steve Messner prófessor í New York fylki, og heldur erindi um ofbeldi í New Yorkborg, einkum manndráp.“ Hvað er hið norræna sakfræðiráð, nánar til- tekið? „Þetta er norrænn samstarfsvettvangur sér- fræðinga á sviði afbrota úr heimi fræða og þeirra sem starfa að málaflokknum, svo sem lögreglu, lögmanna og dóms- og fangelsisyfirvalda, það eru dómsmálaráðuneyti Norðurlanda sem fjármagna starfsemina og skipa fulltrúa sinna landa í ráðið. Fyrir Íslands hönd sitja í ráðinu auk mín þau Ragnheiður Bragadóttir prófessor í lagadeild HÍ og Kristrún Kristinsdóttir frá dómsmálaráðuneyt- inu. Tengiliður ráðsins á Íslandi er Rannveig Þór- isdóttir félagsfræðingur hjá ríkislögreglustjóra.“ Hvað gerir þetta ráð annað en halda ráð- stefnur? „Fyrir utan árlegar ráðstefnur stendur ráðið að útgáfu tímarita og gefur út fréttabréf, það hefur og látið útbúa gagnabanka yfir norrænar rann- sóknir. Einnig úthlutar sakfræðiráð styrkjum til rannsókna. Loks eru alltaf haldin námskeið á veg- um ráðsins fyrir sérfræðinga á afmörkuðum svið- um málefnisins. Það er mjög mikilvægt fyrir Norðurlöndin að eiga svona sameiginlegt sakfræðiráð sem eflir samstarf á milli landanna, þar sem menn koma saman og læra hver af öðrum og veita ráðgjöf sín á milli þegar þörf er á. Það er ekki ónýtt þegar vinna á t.d. lagafrumvörp að hafa greiðan aðgang að sérfræðiáliti frá hinum Norðurlöndunum.“ Er þetta fjölmenn ráðstefna? „Það verða þarna tæplega sextíu manns, um það bil tíu frá hverju landi. Auk lykilerinda verða málstofur um hin ýmsu málefni og einnig verða umræður um niðurstöður rannsóknanna sem kynntar verða á ráðstefnunni. Við Íslendingar munum kynna t.d. nýja frum- varpið um kynferðisbrot, rannsókn á tengslum vímuefnanotkunar og ofbeldis ungmenna og nýja rannsókn á ofbeldi á veitingahúsum og hvernig það tengist áfengisnotkun.“ Afbrot | Ráðstefna í Reykholti um ofbeldi Norræn sakamál  Helgi Gunnlaugsson er doktor í félagsfræði frá Missouri háskóla í Bandaríkjunum og er prófessor við Háskóla Íslands. Hann fæddist 1957 í Reykjavík og lauk BA-prófi í fé- lagsfræði frá HÍ áður en hann hélt til náms í Bandaríkjunum. Hann hefur stundað rann- sóknir og skrifað fjölda greina og bók um sér- fræðifag sitt. Hann er kvæntur og á tvö börn. Er ekki komið nóg? NÚ get ég bara ekki orða bundist lengur! Hvert stefnir þetta presta- mál? Þetta minnir orðið á ofsa- trúarhóp sem gengur um með kröfuspjöld og undirskriftalista, sem mér skilst að sjálfur George Bush hafi meðal annarra skrifað undir, allt gert til að fá prestinn sinn sem sóknarprest en ekki að- stoðarprest! Er ekki einhver ástæða, sem þessu fólki hefur ekki verið sögð, fyrir því að ekki er mælt með séra Sigfúsi í stöðu sóknarprests, eru ekki einhverjar sérstakar kröfur sem gerðar eru til sóknarprests sem hann ekki uppfyllir? Ég persónulega kann ágætlega við séra Sigfús, eftir þau fáu skipti sem ég hef hitt hann eða þurft á þjónustu hans að halda, hef alls ekk- ert yfir honum að kvarta. Ekki er ég kirkjurækin kona, frekar en þessi rúmlega 4.000 sóknarbörn sem skrifuðu nöfn sín á listann. Einnig finnst mér ótrúlegt að rit- stjóri Víkurfrétta taki svo sterka af- stöðu í málinu sem hann gerir og noti þannig „hlutlausan“ fjölmiðil sinn til að koma skoðunum sínum á framfæri í ritstjórapistli. Nú er mál að linni. Við búum við lýðræði og í því felst meðal annars að við treystum nefndum og ráðum fyrir ýmsum ákvörðunum, meðal annars að meta hæfni manna þegar sótt er um stöður eins og sókn- arprests. Ég viðurkenni fúslega og er stolt af því að ég er frænka Skúla Sigurðar þótt ég hafi ekki hitt hann síðan hann var táningur eða sé í nokkru sambandi við hann, hvatinn að þessari grein er því ekki frænd- semi við Skúla Sigurð heldur finnst mér nú nóg komið og að stuðnings- hópur sr. Sigfúsar eigi nú að láta staðar numið. Ég býð Skúla Sigurð og fjöl- skyldu hjartanlega velkomin í bæj- arfélagið og vona að önnur sókn- arbörn geri það líka og veit að hann á eftir að standa sig vel hér. Rannveig Sigurðardóttir, íbúi í Reykjanesbæ. Kirkjan þungt skip í siglingu Í MORGUNBLAÐINU 27. apríl á bls. 12 var frábær fyrirsögn, „Kirkjan er þungt skip í siglingu“. Í sambandi við þessa fyrirsögn og frétt dettur mér í hug fólkið sem var að mótmæla í Keflavík ráðn- ingu sóknarprests í embætti, þar sem meirihlutinn vill prestinn sem er búinn að þjóna þeim í 13 ár. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og það er svolítið líkt með sjúkrahús- inu og kirkjunni. Sumt starfsfólk heldur að sjúkrahúsið sé til fyrir það en ekki það fyrir sjúkrahúsið. Sama mætti segja um kirkjuna, er hún fyrir fólkið eða er hún fyrir prestana, þ.e. embættin. Auðvitað á fólkið að fá að ráða hver er ráðinn prestur því það er fólkið sem sækir kirkjuna. Svona embættisverk eiga ekki að eiga sér stað, hvorki á spítölum eða kirkj- unum. Reið kona í Austurbænum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is „Smátt í annarri.“ Norður ♠G ♥97652 V/AV ♦ÁD95 ♣D104 Vestur Austur ♠K9863 ♠D752 ♥103 ♥ÁD4 ♦G ♦106 ♣Á7532 ♣K986 Suður ♠Á104 ♥KG8 ♦K87432 ♣G Suður verður sagnhafi í fimm tíglum dobluðum eftir líflega sagnbaráttu: Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 lauf 1 tígull 1 spaði Dobl * 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar 5 tíglar Dobl Allir pass Legan er góð – ÁD rétt í hjarta – svo ekki er að sjá annað en ellefu slag- ir séu auðteknir. En sagnhafi veit ekk- ert um hjartaleguna og reynir því skiljanlega að gera sér mat úr laufinu fyrst. Spilið kom upp á bandarísku stór- móti fyrir nokkrum árum. Út kom spaði, sem suður tók með ás, spilaði tígli á blindan og laufi lymskulega úr borðinu. Í austur var einn sterkasti kvenspilari Bandaríkjanna, Shawn Quinn, og hún rauk snarlega upp með kónginn! Og spilaði hjartaás og hjarta. Sagnhafi taldi nú víst að austur hefði byrjað með ÁK í laufi og stakk því upp hjartakóng, fór inn í borð á tromp, spilaði laufdrottningu og henti hjartagosa heima. Skiljanleg spila- mennska, en vestur átti laufásinn og samningurinn fór einn niður. Það voru vonbrigði fyrir sagnhafa að sjá laufásinn í vestur, en hitt var enn verra þegar í ljós kom að hjarta- drottningin lá fyrir svíningu. Byrjendum er jafnan kennt að fylgja „smátt í annarri hendi“, en eng- in regla er án undantekninga. Sú spila- mennska sagnhafa að spila strax laufi úr borði var grunsamleg og Quinn var nógu vakandi til að sjá í gegnum blekkinguna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. h3 Bxf3 6. Dxf3 e6 7. Bd3 Rbd7 8. Bd2 Bd6 9. Rc3 0-0 10. g4 dxc4 11. Bxc4 e5 12. g5 Re8 13. h4 Bb4 14. 0- 0-0 De7 15. Bb3 Rc7 16. h5 Dxg5 17. Hdg1 Df6 18. Dh3 Re6 19. Hg6 fxg6 20. Bxe6+ Kh8 21. Re4 Bxd2+ 22. Kxd2 De7 23. hxg6 h6 24. Dxh6+ gxh6 25. Hxh6+ Kg7 26. Hh7+ Kxg6 27. Hxe7 Rf6 28. Rd6 exd4 29. e4 Had8 30. Bf5+ Kh5 31. Rxb7 Hde8 32. Hxe8 Rxe8 33. f3 Rc7 34. Rc5 Kg5 35. Kd3 Hd8 36. Bg4 Kf4 37. b4 Ke5 38. Rd7+ Kd6 39. Rc5 Ke5 40. a3 Kf4 41. Rd7 Rb5 42. a4 Rc3 43. Rc5 Ke5 Staðan kom upp í SM-flokki fyrsta laugardagsmótsins í Búdapest sem lauk fyrir skömmu. Serbneski stór- meistarinn Zlatko Ilincic (2.534) hafði hvítt gegn Ungverjanum Gyozo Pat- aki (2.375). 44. f4+! Kxf4? illskárra var að leika 44. … Kf6 þó að hvítur kæmi þá frípeðunum sínum af stað með 45. e5+ Kf7 46. f5. Eftir texta- leikinn fær hvítur unnið ridd- araendatafl. 45. Re6+ Kxg4 46. Rxd8 Rxa4 47. Rxc6 Kf4 48. Kxd4 a6 49. Rb8 Rb6 50. Rxa6 hvítur er nú tveim peðum yfir og þurfti þá ekki að spyrja að leikslokum. 50. … Rc8 51. Rc5 Rb6 52. Rd3+ Kg5 53. Kc5 Ra4+ 54. Kd6 Kf6 55. e5+ Kf7 56. e6+ Ke8 57. b5 Rb6 58. Rc5 Rc4+ 59. Kc6 Ke7 60. b6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos sögn í vinnustofum fellur niður frá hádegi, spilasalur opinn. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 aðstoð við böðun. Kl. 13 spilað og kl. 14.45 koma frambjóðendur Framsóknarflokksins og kynna stefnuskrá flokksins til borg- arstjórnarkosninga. Kaffiveitingar kl. 15. Allir velkomnir. Garðaholt, samkomuhús | Kven- félag Garðabæjar. Lokafundur vetr- arins verður haldinn í Garðaholti kl. 19.30. Konur, munið að skrá ykkur á fundinn. Stjórnin. Hótel Loftleiðir | Aðalfundur Sval- anna verður haldinn kl. 19.30 á Hótel Loftleiðum, Víkingasal. Húsið opnað kl. 19. Aðalfundarstörf, kvöldverður og skemmtiatriði. Fé- lagskonur hvattar til að mæta. Hraunbær 105 | Kl. 9 Kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leikfimi. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus. Kl. 13 myndlist. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Bútasaumur kl. 9–13. Boccia kl. 9.30. Banka- þjónusta kl. 9.45. Jóga kl. 11–13. Helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar, söngstund á eftir. Námskeið í myndlist kl. 13.30. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Sími 535 2720. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun er félagsvist á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Allir alltaf velkomnir. Lagt af stað í Skálholt 2. maí frá Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Leikfimi kl. 9. Boccia kl. 9.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, sund, vefnaður, línudans, boccia, fótaað- gerð. Bólstaðarhlíð 43 | Tískusýning á morgun kl. 14. Þátttakendur í fé- lagsstarfinu sýna tískufatnað frá Tískuversluninni Smart og kl. 14.30 verður dansað við harmonikkuleik Ingvars Hólmgeirssonar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák í dag kl. 13. Félagsvist spiluð kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl. 9.50. Gler- og postu- línsmálun kl. 9.30. Handavinna kl. 10. Rólegar æfingar kl. 10.50. Al- kort kl. 13.30. Ganga kl. 14. Mynd- listarsýning 5 kvenna stendur til 4. maí. Munið að skila munum sem á að sýna á Vorsýningu Gjábakka sem fyrst. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Línudans kl. 13 í Kirkjuhvoli. Vatns- leikfimi kl. 9.45 og karlaleikfimi kl. 13.15 í Mýri. Lokað í Garðabergi en í safnaðarheimilinu er opið hús á vegum kirkjunnar kl. 13. Bókband í Kirkjuhvoli kl. 9. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Á morg- un kl. 13 er lagt af stað í heimsókn til eldri borgara í Þorlákshöfn, leið- Gjábakka kl. 9, síðan rennt við í Hæðargarði 32 og Dalbraut 18–20. Smámöguleiki á miða? Uppl. 568– 3132. Kvenfélag Kópavogs | Óvissuferð og kvöldverður 17. maí. Mæting kl. 18 í Hamraborg 10. Nánari uppl. og þátttaka tilkynnist til Helgu S. s. 554 4386/ Elísabetar s. 695 8222/ Helgu J. s. 554 1544. Kynjakettir, Kattaræktarfélag Ís- lands | Haustsýningar Kynjakatta verða haldnar helgina 14. og 15. október í Reiðhöll Gusts, Kópavogi. Sjá: www.kynjakettir.is Norðurbrún 1, | kl. 9 smíði, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, kl. 10 boccia, kl. 13–16.30 postulínsmálning, opin hárgreiðslu- stofa, sími 588 1288. Safnaðarheimili Breiðholts | Kven- félag Breiðholts heldur fund kl. 19.30 í safnaðarheimili Breiðholts- kirkju. Matur verður framreiddur og spilað bingó. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátúni 12: Bingó í kvöld kl. 19.30, allir velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 enska. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–16 postulínsmálun. Kl. 13–16 bútasaumur. Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30. Hárgreiðsla kl. 9. Morg- unstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, handmennt almenn 9–16.30, fé- lagsvist kl. 14. Allir velkomnir. Við ætlum að kenna að þæfa trefla í handavinnustofunni í dag, allt efni á staðnum. Allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Áskirkja | Opið hús í dag frá kl. 10. Kaffi og spjall. Hádegisbæn kl. 12. Léttur hádegisverður. Vorbrids í Áskirkju kl. 13.30 til 16. Kaffihlé með meðlæti. Allir velkomnir. Digraneskirkja | ÍAK: Hreyfiferð á Suðurnes. Lagt af stað frá kirkj- unni kl. 11. www.digraneskirkja.is Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara, kl. 13.30–16. Helgi- stund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Hjallakirkja | Bæna- og kyrrð- arstund er í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 18. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 3. maí kl. 20. Jóhannes Ólafsson talar. Kari Bö segir frá handavinnuverkefni í Suður-Eþíópíu. Kaffi. Allir eru vel- komnir. Laugarneskirkja | Kl. 20 Kvöld- söngur. Þorvaldur Halldórsson leið- ir sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar. sr. Bjarni Karlsson flytur Guðsorð og bæn. Kl. 20.30 ganga 12 spora-hópar til sinna verka en í gamla safnaðarheimilinu býður sóknarpresturinn upp á Bibl- íulestur. Allt fólk velkomið. UPPLESTRARHÁTÍÐIN Bókin og birtan verður haldin í Garða- bæ í kvöld. Garðakórinn, kór Fé- lags eldri borgara í Garðabæ, kemur fram á hátíðinni og syng- ur nokkur lög, en auk þess lesa Jón Kalman Stefánsson, Kristín Marja Baldursdóttir og Ólafur Gunnarsson úr verkum sínum. Kristín Helga Gunnarsdóttir rit- höfundur verður kynnir kvölds- ins. Hátíðin hefst kl. 20 og stendur til 21.15. Boðið verður upp á kaffi og kleinur. Upplestrarhátíð í Garðabæ ÁRLEGIR vortónleikar Samkórs Kópavogs verða haldnir annað kvöld, 3. maí, kl. 20 í Digra- neskirkju í Kópavogi. Á dagskrá kórsins annað kvöld verða meðal annars íslensk þjóðlög og syrpa úr söngleiknum My fair lady. Ein- söngvari með kórnum verður Jó- hann Friðgeir Valdimarsson og undirleikari Antonia Hevesi. Stjórnandi kórsins er Björn Thor- arensen. Vortónleikar Samkórs Kópavogs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.