Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Berlín, París, Moskvu. AP, AFP. | Milljónir manna tóku í gær þátt í 1. maí-göngum víða um heim þar sem áherslan var á hagsmunamál hins vinnandi manns og annað það, sem er ofarlega á baugi í hinum ýmsu löndum. Fóru göngurnar yfirleitt friðsamlega fram en þó kom til rysk- inga sums staðar. Í Bandaríkjunum er ekki hefð fyrir hátíðahöldum 1. maí en þar var dag- urinn notaður til að mótmæla hugsanlegum lög- um um ólöglega innflytjendur. Í Þýskalandi voru 1. maí-göngurnar um 500 talsins og var dagurinn notaður annars vegar til að vara ríkisstjórn Angelu Merkel við því að skera niður velferðarkerfið og hins vegar var áhrifum alþjóðavæðingarinnar og undirboðum á vinnumarkaði mótmælt. Í Frakklandi fögnuðu verkalýðsfélögin sigri yfir tilraunum Dominique de Villepin forsætis- ráðherra til að breyta vinnulöggjöfinni og í sér- stakri göngu, sem andstæðingar innflytjenda efndu til, var skorað á kjósendur að velja Jean- Marie Le Pen næsta forseta lýðveldisins. Talið er, að hálf önnur milljón manna hafi komið saman í tilefni dagsins í Rússlandi og var fjölmennasta gangan í Moskvu. Var hún skipulögð af verkalýðsfélögum hollum stjórn- völdum en nokkrar þúsundir kommúnista gengu fylktu liði frá minnismerki Leníns á Október-torgi að brjóstmynd af Karli Marx á Rauða torginu. Gengu þeir undir rauðum fán- um og myndum af Stalín. Annars staðar í Evrópu, í Asíu og víðar krafðist verkafólk betri kjara og aðbúnaðar en í Istanbul í Tyrklandi kom til átaka milli lög- reglunnar og fólks, sem mótmælti Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Bandaríkjunum. Voru 85 handteknir. „Kjarnorku“-gangan snerist upp í mótmæli Athygli vakti, að í Teheran í Íran höfðu stjórnvöld skipulagt göngu til stuðnings við kjarnorkuáætlun sína en hún snerist fljótlega upp í mótmæli gegn erfiðum kjörum og at- vinnuleysi. Slagorð göngunnar átti að vera „Nýting kjarnorkunnar er skýlaus réttur okkar“ en þess í stað hrópaði fólkið „Að leggja niður vinnu er skýlaus réttur okkar“ og „Við eigum heimtingu á að hafa vinnu“. „Við erum alveg réttlaus og hægt að reka okkur athugasemdalaust,“ sagði Esmail Ram- ezanzadeh, 48 ára gamall maður, og annar kvaðst ekki hafa fengið útborgað í rúmt ár. „Verkafólk fær aldrei tækifæri til að láta í sér heyra og það, sem við heyrum og sjáum í dag, er aðeins brotabrot af erfiðleikum fólks í þessu landi,“ sagði Arash Faraz, opinber starfs- maður. Ólöglegir innflytjendur mótmæla í Bandaríkjunum „Dagur án innflytjenda“ var kjörorð mót- mælanna í Bandaríkjunum en skorað var á ólöglega innflytjendur, sem eru taldir vera um 12 milljónir, að kaupa ekkert, hverju nafni sem nefndist, og sýna þannig hve mikið munaði um þá í verslun og viðskiptum. Var mótmælunum stefnt gegn hugsanlegri lagasetningu, sem myndi senda flesta ólöglega innflytjendur aftur til síns heima. Tom Tancredo, einn þingmaður repúblikana og stuðningsmaður slíkra laga, sagði, að „dagur án innflytjenda“ væri „gleðidagur“ fyrir banda- ríska skattborgara. Sagði hann, að kostnaður hins opinbera vegna ólöglegra innflytjenda á síðasta ári væri áætlaður 847 milljarðar ísl. kr. eða rúmlega 22.000 kr. á hverja fjölskyldu. AP 1. maí-hátíðahöldin í Moskvu voru eins konar þjóðahátíð en fremst í göngunni fór fólk í hefðbundnum búningum hinna ýmsu héraða Rússlands og þjóð- arbrota. Var safnast saman í vorblíðunni við borgarstjórnarskrifstofurnar við Tverskaja-stræti þar sem haldnar voru ræður og ýmis skemmtiatriði flutt. Milljónir manna tóku þátt í 1. maí-göngunum Áherslan víða á að standa vörð um áunnin réttindi á tímum alþjóðavæðingar London. AFP. | Vaxandi þrýstingur er á, að þeir Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, og John Prescott aðstoðarfor- sætisráðherra segi af sér vegna hneyksl- ismála. Búist er við, að Verkamanna- flokkurinn fari illa út úr sveitarstjórnarkosningunum á fimmtu- dag og því er talið líklegt, að Tony Blair forsætisráðherra stokki upp í stjórninni að þeim loknum. Prescott viðurkenndi í síðustu viku að hafa haldið framhjá konu sinni í tvö ár og síðan hefur önnur kona upplýst, að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við hann og sú þriðja sakar hann um kyn- ferðislega áreitni. Staða Prescotts er því slæm en öllu verri hjá Clarke eftir að upp komst, að rúmlega 1.000 erlend- um afbrotamönnum var sleppt úr fang- elsi án þess að vera sendir til síns heima. Dagblaðið The Guardian sagði í gær, að ýmsir ráðherrar og valdamiklir menn í Verkamannaflokknum legðu nú hart að Blair að ákveða hvenær hann stæði upp úr forsætisráðherrastólnum fyrir Gordon Brown fjármálaráðherra. Afsagnir og uppstokkun Tony Blair Jammu. AFP. | Þrjátíu og fjórir hindúar lágu í valnum eftir árás vopnaðra manna í Kasmír í gær. Talið er, að íslamskir öfgamenn hafi verið að verki og tilgangurinn með fjöldamorðunum sá að spilla fyrir friðarviðræðum milli indverskra stjórnvalda og hófsamra aðskilnað- arsinna. Flest morðin eða 22 voru framin í þorpinu Thawa en þar var fólkinu stillt upp og það síðan skotið. Í ná- grannahéraðinu Udhampur voru 12 drepnir en þeim var rænt í fyrra- dag. Haft er eftir fólki, sem komst lífs af í Thawa, að morðingjarnir hefðu verið klæddir herbúningi og sagt íbúunum að koma saman til fundar. Þegar það mætti tók á móti því skothríð. Viðræður í Nýju Delhi á morgun Manmohan Singh, forsætisráð- herra Indlands, og einn leiðtogi ísl- amskra aðskilnaðarsinna fordæmdu morðin í gær en þau eru mesta hryðjuverkið í Kasmír í sex ár. Friðarviðræður eiga að hefjast á morgun í Nýju Delhi milli stjórn- valda og samfylkingar 12 íslamskra aðskilnaðarhópa en indverskir fjöl- miðlar hafa það eftir heimildum, að árásarmennirnir tilheyri samtökun- um Lashkar-e-Taiba, Hersveitum hinna guðhræddu, en þau hafa stað- ið fyrir mörgum mestu hryðjuverk- unum. Indverjar og Pakistanar ráða hvorir sínum helmingi Kasmírs en hvorirtveggju krefjast fullra yfir- ráða yfir héraðinu. Talið er, að um 44.000 manns hafi fallið síðan músl- ímar í indverska hluta Kasmírs hófu skæruliðabaráttu gegn stjórn- inni í Nýju Delhi árið 1989. Fjöldamorð á hindúum í Kasmír fyrir því, að Súdanstjórn standi við fyrirhugað friðarsamkomulag. Bandaríkjastjórn hvött til að skerast í leikinn Talið er, að um 300.000 manna hafi týnt lífi í óöldinni í Darfur á þremur árum og 2,4 millj. hrakist á vergang. Fjölmenn mótmæli voru í Bandaríkjunum í fyrradag þar sem þess var krafist, að Bandaríkjastjórn kæmi íbúum hér- aðsins til hjálpar strax. Tóku ýms- ir kunnir menn þátt í mótmæl- unum, meðal annars leikarinn George Clooney. Abuja. AFP. | Stríðandi fylkingum í Súdan var gefinn tveggja sólar- hringa frestur í gær til að fallast á friðarsamkomulag, sem Einingar- samtök Afríkuríkja höfðu forgöngu um. Hefur Súdanstjórn samþykkt það en tvenn samtök uppreisnar- manna í Darfur-héraði neita því og segja, að ekki hafi verið orðið við ýmsum grundvallarkröfum þeirra. Segja talsmenn þeirra, að ekki sé gert ráð fyrir, að varaforseti Súd- ans verði frá Darfur auk þess sem almennt sé lítið sagt um skiptingu valda og fjármagns milli héraða. Þá vilja skæruliðar fá tryggingu Friðarsamkomulag í Darfur frestast Kaupmannahöfn. AFP. | Danska stjórn- in ætlar að kalla heim fimmtung her- liðs síns í Írak, 100 hermenn, á síðara misseri þessa árs. Var það fullyrt í dönskum fjölmiðlum í gær en þeir sögðu, að opinberlega yrði ekki frá því skýrt fyrr en 10. maí. Í Írak eru 500 danskir hermenn undir stjórn Breta og hefur vera þeirra þar jafnan verið ákveðin á misserisfresti, síðast um áramótin. Meirihluti Dana er hins vegar and- vígur veru danskra hermanna í Írak og stjórnarandstaðan vill, að allt her- liðið verði kallað heim um mitt þetta ár. Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, fer til fundar við George W. Bush Banda- ríkjaforseta 9. júní og mun að því stefnt, að danska þingið verði þá bú- ið að samþykkja fyrirhugaðan brott- flutning. Danir ætla að fækka í Írak ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.