Morgunblaðið - 02.05.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 02.05.2006, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR w w w . b a k k a v o r . c o m BAKKAVÖR GROUP – HLUTHAFAFUNDUR 9. MAÍ 2006 Hluthafafundur hjá Bakkavör Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 9. maí 2006, kl . 16:00 í Ársal Hótel Sögu, 107 Reykjavík. Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins: 1. Kynning á þriggja mánaða uppgjöri félagsins. 2. Kynning á kaupum Bakkavör Group á Laurens Patisseries Limited. 3. Til laga til breytinga á samþykktum. Eftirfarandi málsgrein bætist við 3. gr. samþykkta félagsins: Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að 85.000.000 króna að nafnvirði, með áskrift nýrra hluta. Hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar að þessum nýju hlutum, skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Engar hömlur verða á viðskiptum með hina nýju hluti . Þeir skulu veita réttindi í félaginu frá skrásetningardegi þeirrar hækkunar sem þeir ti lheyra. Hinir nýju hlutir skulu vera í sama flokki og með sömu réttindi og aðrir hlutir í félaginu. Stjórn félagsins er falið að ákveða nánari útfærslu á hækkun þessari m.t.t . verðs og greiðsluskilmála. Stjórn félagsins er heimilt að ákveða að áskrifendur greiði fyrir hina nýju hluti að hluta eða öllu leyti með öðru en reiðufé. Heimild þessi gildir ti l 9. maí 2007 að svo miklu leyti sem hún hefur ekki verið nýtt fyrir það tímamark. 4. Önnur mál. Fundarstörf fara fram á ensku. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Stjórn Bakkavör Group hf. FJÖLÞJÓÐLEG rannsókn á gos- inu í Grímsvötnum sem varð í nóv- ember 2004 hefst í sumar og mun standa yfir næstu þrjú árin. Magn- ús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sem stýrir verkefninu, segir að í júlí og ágúst muni vísindamenn fara í Grímsvötn til rannsókna. Auk íslenskra sérfræðinga á þessu sviði taka fræðimenn, meðal ann- ars frá Þýskalandi og Ítalíu, þátt í rannsókninni, en hún er styrkt af Rannsóknasjóði Vísinda- og tækni- ráðs. „Grímsvatnagosið síðasta var fremur stutt en frekar kröftugt meðan á því stóð. Gosmökkinn lagði nánast allan í sömu átt, norð- ur og norðaustur og gjóskugeirinn sem lagðist yfir jökulinn var því mjög afmarkaður,“ segir Magnús Tumi. Síðastliðið sumar hafi verið mælt nokkuð nákvæmlega dreifing, þykkt og magn gosmakkarins á jöklinum. „Það sem við ætlum svo að gera í samvinnu við hina út- lendu sérfræðinga er að rannsaka betur en hægt hefur verið að gera áður í hvað orka gossins fór, hvernig sprengivirknin var í gosinu og hvaða gerð af sprengingum myndaði öskuna og er ráðandi í gosum af þessu tagi,“ segir Magn- ús Tumi. Ferðir í Grímsvötn verði einnig farnar á næsta ári og þá verði líka gerðar tilraunir. „Gríms- vatnakvika verður brædd upp og sprengingar endurteknar með því að dæla vatni inn í kvikuna. Það verður gert í Þýskalandi en það er eini staðurinn í heiminum þar sem slíkar tilraunir eru gerðar,“ segir Magnús Tumi. Sérstakar aðstæður í Gríms- vötnum nýttar til rannsókna Hann segir að þau líkön sem til eru af hegðun eldgosa, og sérstak- lega gosmakka, byggist aðallega á gosum eins og í Heklu þar sem ut- anaðkomandi vatn komi ekki við sögu. Í rannsóknunum á Gríms- vatnagosinu vonist vísindamennirn- ir til þess að geta gert betri grein fyrir því en hægt hefur verið hing- að til hvernig gosmökkur hegðar sér og hvernig sprengivirkni goss- ins á sér stað. Þá hafi gosið að hluta til farið í gegnum jökul og brætt ís og því sé hægt að meta nokkuð nákvæmlega hversu mikil orka fór í það. „Ísinn hjálpar okkur að hluta til að fá nákvæmari mynd af svona gosi heldur en er hægt að gera víða annars staðar. Við erum að nýta okkur þessar sérstöku að- stæður sem voru í þessu gosi og eru í Grímsvötnum til þess að varpa skýrara ljósi á þessa gerð eldvirkni. Þetta er líklega besta tækifæri sem gefist hefur til þess hingað til,“ segir Magnús Tumi. Hann segir að fyrstu niðurstöður verði ljósar í haust eða á næsta ári, en þær snúi meira að gosinu sjálfu og tengslum gosmakkarins og gossins. Sprengivirknitilraunirnar verði svo gerðar á næsta ári og unnið verði úr þeim þá og á árinu 2008. Sprengivirkni goss- ins í Grímsvötnum rannsökuð í sumar Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Morgunblaðið/RAX Frá eldgosinu í Grímsvötnum í nóvember 2004. „VIÐ lítum á þetta sem góða við- urkenningu á því starfi sem við höf- um unnið síðastliðin þrjú ár. Hún verður okkur hvatning til þess að halda áfram á sömu braut,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir, tals- kona Femínistafélags Íslands, en félagið hlaut í gær jafnrétt- isverðlaun Reykjavíkurborgar sem þá voru veitt í fyrsta sinn. „Okkur finnst það líka lýsa hugrekki hjá Reykjavíkurborg að verðlauna Femínistafélagið sem er af mörgum álitið vera róttækt félag þó svo að okkur finnist við vera mjög stillt,“ segir Katrín Anna. Til jafnréttisverðlaunanna var stofnað af jafnréttisnefnd Reykja- víkurborgar og er tilgangur verð- launanna að vekja athygli á því sem vel er gert og vera þeim hvatning sem vinna einarðlega að jafnrétt- ismálum, að því er segir í tilkynn- ingu frá Reykjavíkurborg vegna verðlaunanna. Þar segir fjölmargar tilnefningar hafi borist en dóm- nefnd hafi verið einhuga um að veita Femínistafélaginu verðlaunin enda hafi félagið unnið ötullega að jafnrétti kynja á ýmsum vettvangi. Nefna megi vefsíðu félagsins, virk- an póstlista, ýmsar sýningar og uppákomur sem ætlað sé að vinna gegn staðalímyndum kynjanna og fegurðardýrkun. Þá hafi félagið staðið fyrir karlmennskukvöldum, sinnt fræðslu um jafnréttismál í skólum, félagar þess haldið erindi á fjöldamörgum málþingum og tekið virkan þátt í opinberri umfjöllun um jafnréttismál. Óhefðbundnar leiðir farnar „Félagið hefur á stundum farið óhefðbundnar leiðir til að vekja at- hygli á jafnréttismálum og má þar nefna útgáfu krónu konunnar en á hana vantar 35% sem er í takt við þann tekjumismun sem er á milli karla og kvenna. Einnig má nefna bleiku börurnar sem nýr forsætis- ráðherra fékk stútfullar af bókum um jafnréttismál og femínisma. Fé- lagið hefur átt samstarf við auglýs- endur til að hamla gegn klámi í auglýsingum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Spurð um hvað sé framundan hjá Femínistafélaginu segir Katrín Anna að félagið ætli að taka þátt í megrunarlausa deginum 6. maí næstkomandi. Þá standi til að halda aðalfund þess 30. maí og einnig sé verið að undirbúa að mála bæinn bleikan á kvenréttindadaginn, 19. júní. Fólk verði hvatt til þess að styðja jafnrétti með því bera eitt- hvað bleikt þennan dag. „Þá höfum við líka afhent bleiku steinana, sem eru hvatning til ým- issa aðila um að sinna jafnrétt- ismálum,“ segir Katrín Anna Guð- mundsdóttir. Góð viðurkenning Femínistafélag Íslands hlýtur Jafn- réttisverðlaun Reykjavíkurborgar Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands. KRISTINN Ólason hefur verið ráðinn næsti rektor Skálholts- skóla og tekur til starfa 1. júlí næstkomandi, en stjórn Skálholts tók ákvörðun um ráðninguna á fundi í síðustu viku. Kristinn tek- ur við stöðunni af Bernharði Guð- mundssyni. Kristinn Ólason er fæddur árið 1965 á Selfossi. Hann lauk emb- ættisprófi frá guðfræðideild Há- skóla Íslands 1992 og lagði stund á klassísk fræði frá 1992 til 1996 við sama skóla. Hann nam gamla- testamentisfræði við Otto-Fried- rich háskólann í Bamberg og Al- bert-Ludwigs háskólann í Freiburg. Hann lauk doktorsprófi árið 2003. Síðan þá hefur hann gegnt rannsóknarstöðu á vegum Rannís með aðstöðu hjá Guðfræðistofnun Háskóla Íslands. Hann hefur jafn- framt verið stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann er einn af stofnendum og ritstjórum guðfræðitímaritsins Glímunnar. Kristinn Ólason nýr rektor Skálholtsskóla ÁBENDING um innbrot í fyrirtæk- ið Papino’s pizzur við Núpalind í Kópavogi um kl. 3 í fyrrinótt kom lögreglu á spor þjófanna. Eftir að ábendingin barst hóf lög- reglan leit að bifreið eftir lýsingu sjónarvotta. Fannst bifreiðin skömmu síðar og í henni hinir meintu þjófar, fjórir menn um tvítugt sem allir voru handteknir og færðir til fangageymslu lögreglu. Eru þeir grunaðir um fjölda annarra innbrota undanfarið og voru yfirheyrðir í gær. Málið er enn í rannsókn. Brotist inn hjá Papino’s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.