Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR IMPREGILO GAF FRÍ Verkamenn við stíflu- og ganga- gerð við Kárahnjúka sem starfa hjá ítalska fyrirtækinu Impregilo fengu flestir frí í gær, á alþjóðlegum frí- degi verkalýðsins. Hins vegar mættu starfsmenn íslensku verktak- anna Suðurverks, Arnarfells og Fosskrafts til vinnu eins og vant er. Flestir starfsmenn Bechtel, sem reisir álver Alcoa á Reyðarfirði, voru við vinnu í gær. DeCODE tapar Tap deCODE genetics, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 20,3 milljónum dala, um 1.500 millj- ónum króna, samanborið við 16,9 miljóna dollara tap eftir sama tíma- bil í fyrra. Tap á hvern hlut nam nú 37 dollurum, var 32 dollarar fyrir ári. Breytt snið hátíðahalda? Þátttakendum í kröfugöngum og útifundum hefur fækkað á liðnum árum og eru hugmyndir uppi um breytt snið á hátíðahöldunum 1. maí. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, telur eðlilegt að verkalýðsfélög sameinist um veglega fjölskyldudagskrá. Eng- inn gangi lengur með steytta hnefa niður Laugaveginn. Bíða með að opna Þótt ýmis ríki á Evrópska efna- hagssvæðinu hafi nú um mán- aðamótin opnað vinnumarkað sinn fyrir fólki í hinum nýju aðildar- ríkjum Evrópusambandsins í Aust- ur-Evrópu, þá fer fjarri, að það eigi við um öll gömlu ríkin. Takmarkanir gilda enn í sumum þeirra stærstu, Þýskalandi, Frakklandi og Aust- urríki og önnur, til dæmis Belgía og Lúxemborg, ætla að opna hann síðar en bara smám saman. Það á einnig við um Frakkland og Ítalir ætla að auka kvóta erlends vinnuafls. Hol- lendingar taka sína ákvörðun fyrir árslok. Þessu ræður fyrst og fremst ótti við ókyrrð og undirboð á vinnu- markaði. Áhersla á réttindi Milljónir manna tóku þátt í hátíða- höldunum vegna 1. maí, baráttudags verkalýðsins, í gær og fóru göng- urnar yfirleitt friðsamlega fram þótt sums staðar kæmi til ryskinga. Í Bandaríkjunum efndu ólöglegir inn- flytjendur og stuðningsmenn þeirra til mikilla mótmæla og kröfðust dvalar- og atvinnuleyfis í landinu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 20 Fréttaskýring 8 Minningar 24/30 Viðskipti 14 Dagbók 34/37 Erlent 12 Víkverji 35 Landið 14/15 Velvakandi 36 Daglegt líf 16 Staður og stund 34 Menning 17 Ljósvakamiðlar 42 Umræðan 18/21 Veður 43 Forystugrein 26 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SKREIÐARHJALLAR í Hafn- arfjarðarhrauninu vekja gríðarmik- inn áhuga ferðamanna og hafa m.a. verið notaðir sem leikmynd í aug- lýsingum og kvikmyndum. Fyr- irtækið sem á hjallana, Svalþúfa, hefur nú verið beðið að setja upp skreiðarhjalla á Seltjarnarnesi gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. „Þegar við byrjuðum að nota hjalla og þurrka úti fyrir um tíu ár- um höfðu þeir nánast verið aflagðir á Íslandi,“ segir Magnús Gylfason, framkvæmdastjóri Svalþúfu, en fyrirtækið þurrkar m.a. fiskhausa og bein fyrir Nígeríumarkað. Út- flutningurinn nemur líklega um 400 tonnum á ári. Gætu horfið aftur Flest fyrirtæki þurrka sína skreið innandyra en Svalþúfa þurrkar bæði úti og inni. Áður fyrr voru útiþurrkaðar afurðir verð- mætari en þær inniþurrkuðu, en eftir að síðarnefnda aðferðin varð algengari og viðurkenndari hefur það verið að breytast að sögn Magnúsar. Í dag er um 90% af allri skreið framleidd innandyra hér á landi. „Það gæti því alveg gerst að hjallarnir hverfi aftur,“ segir Magnús. Svalþúfa byggir sjálf sína skreiðarhjalla og notar til þess hefðbundnar aðferðir. „Þeir voru svo að hafa samband við okkur frá Seltjarnarnesi en þeir vilja reisa hjalla eingöngu í menn- ingarlegum tilgangi og byggja aft- ur upp hjalla sem voru notaðir þar til mjög langs tíma.“ Þá er stöðugur straumur ferða- manna í skreiðarhjallana í Hafn- arfjarðarhrauninu. Einnig hafa hjallarnir nokkrum sinnum verið notaðir sem leikmynd í auglýs- ingum og kvikmyndum, m.a. á veg- um Sagafilm. Það eru ekki aðeins hjallarnir heldur einnig skreiðin sem heillar kvikmyndagerðarmenn- ina og hafa þurrkaðir fiskhausar verið fengnir að láni í þeim tilgangi. Kalla fram minningar „Hugsanlega kalla þeir fram minningar um gamla tíma,“ svarar Magnús aðspurður um ástæður að- dráttarafls skreiðarhjallanna. „Þetta var notað mjög mikið hér áður fyrr og einnig finnst fólki þetta mjög sérstök aðferð við að vinna fisk. Sérstaklega ferðamönn- um sem finnst þetta alveg stór- merkilegt.“ Fljótlega mun Svalþúfa færa sig lítið eitt um set í hrauninu og reisa nýja hjalla enda nálgast byggðin á Ásvöllum hjallana óðfluga. Verðmæti skreiðarhjalla er margvíslegt Hafa verið notaðir sem leikmynd í kvikmyndum og auglýsingum Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Blönduós | Þessar merktu gæsir, sem ganga undir nöfnunum SLH og LFL, eru búnar að skila sér heim á æskustöðvarnar í það minnsta í sjötta sinn, en þær voru merktar á Blönduósi sumarið 2000. Svo virðist að SLH sé nú gæs einsömul en í fyrra kom hún upp ungum. Aftur á móti er SLH með maka með sér og líkleg til að viðhalda gæsastofn- inum á Blönduósi. Ekki voru nein flensueinkenni á þessum gæsum en gæsin SLH hélt sig engu að síður í nálægð við Hér- aðshælið líkt og hún hefur gert undangengin ár. LFL hin einstæða var aftur á móti á tjaldsvæðinu eigi fjarri kirkjunni á Blönduósi. Flestir farfuglar hafa skilað sér á varpstöðvarnar við botn Húna- fjarðar og er nú aðeins beðið eftir því að krían láti sjá sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson SLH og LFL komnar heim ÞESSA dagana er verið að rífa timburhúsin Austurbugt þrjú og fimm norðan við Faxaskála við Reykjavíkurhöfn, en þau eru fyrstu húsin sem víkja vegna framkvæmda við fyrirhugað tónlistar- og ráð- stefnuhús. Íslenskir aðalverktakar annast verkið fyrir Reykjavíkur- borg. Stefán Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Austurhafnar, segir að fyrsta skrefið til þess að búa lóð- ina undir stórframkvæmdirnar hafi verið að rífa brúna sem stóð við Kolaportið, en hún hvarf í síðustu viku. Stefán segir að Íslenskir að- alverktakar muni fljótlega byrja að grafa og að þeir muni fylla aðeins út í þann hluta Austurhafnarinnar sem kölluð sé Austurbugt. „Svo verður byrjað að vinna við ræsi sem þarf að breyta legu á í Sæ- braut, á þeim kafla sem kallaður var Kalkofnsvegur, beint fyrir framan Seðlabankann,“ segir Stefán. Hann segir fleiri hús þurfa að víkja á ein- hverju stigi málsins og mun fram- kvæmdasvið Reykjavíkurborgar til að mynda flytja Zimsenshúsið við Hafnarstræti. Endanleg staðsetn- ing þess hefur þó ekki verið ákveðin. „Síðan verður nokkurt hlé á en í haust verður sjálfur Faxaskálinn rifinn, væntanlega í september,“ segir Stefán. „Svo fer bensínstöðin fyrsta janúar.“ Morgunblaðið/Júlíus Byrjað er að rýma fyrir tónlistarhúsi STJÓRNIR Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræð- inga (LH) hafa samþykkt að fastir vextir LSR-lána skuli frá og með 27. apríl sl. vera 4,6% en voru áður 4,15%. Umsóknir um lán með föst- um vöxtum, sem þegar hafa borist sjóðnum til afgreiðslu og standast reglur sjóðsins, verða afgreiddar í samræmi við efni þeirra og þau vaxta- kjör sem boðin voru hjá sjóðn- um þegar umsóknirnar voru lagðar inn, segir í frétt á heimasíðu LSR. Þessi sam- þykkt hefur ekki áhrif á vaxta- kjör eldri lána sem tekin hafa verið með föstum vöxtum. Jafnframt hefur verið ákveðið að vextir lána með breytilegum vöxtum verði 4,75% og að sú breyting taki gildi frá og með 22. maí nk. Breyting á vöxtum þeirra lána sem eru með breytilegum vöxtum nær jafnt til nýrra sem eldri lána. Breytilegir vextir eru endurskoðaðir fjór- um sinnum á ári og er við það miðað að þeir séu 0,50 pró- sentustigum yfir ávöxtunar- kröfu á markaði á lengstu bréfum Íbúðalánasjóðs. Vextir LSR hækka í 4,6%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.