Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÁLENDI ÍSLANDS GRIÐASVÆÐI Á aðalfundi Landverndar sl.laugardag var samþykkttillaga, sem ástæða er til að vekja athygli á. Þar er hvatt til þess, að hálendi Íslands verði tímabundið skilgreint sem griðasvæði og mannvirkjagerð þar verði einungis heimiluð, ef afar brýnir hagsmunir séu í húfi. Jafnframt hvetur Landvernd til að fram fari heildstætt end- urmat á skipulagi miðhálendis- ins með hliðsjón af þeim mik- ilvægu náttúruverndarhags- munum, sem séu í húfi. Þetta eru orð í tíma töluð. Uppi eru hugmyndir um vegalagningu með varanlegu slitlagi fram og aftur um hálend- ið. Augljóst er að með því yrði hálendið eyðilagt og í kjölfar uppbyggðra vega mundu koma benzínstöðvar, sjoppur og annað slíkt. Nú dettur mönnum í hug að byggja hótel í námunda við Langjökul og augljóst af greina- skrifum formanns Samvinnu- nefndar um miðhálendið hér í Morgunblaðið að hann hefur engan skilning á því hvaða verðmæti eru hér í húfi. Í ályktun Landverndar segir: „Verðmæti hálendisins sem náttúruverndarsvæðis mun án efa vaxa í framtíðinni og því brýnt að allar ákvarðanir um landnýtingu þar byggist á þekk- ingu og langtímasjónarmiðum.“ Allt það sem fram kemur í ályktun Landverndar er rétt. Og tímabært að þeir alþingismenn úr öllum flokkum, sem hafa sömu afstöðu til þessa máls og Landvernd taki höndum saman á Alþingi um að knýja fram friðun hálendisins, þegar hér er komið sögu. Þess er líka að vænta að Sig- ríður Anna Þórðardóttir, um- hverfisráðherra, taki undir þessi sjónarmið og skipi sér í fylking- arbrjóst þeirra, sem vilja koma í veg fyrir frekari framkvæmdir á hálendinu en orðið er. Nú er nóg komið og ekki á að ganga lengra. Morgunblaðið vill lýsa sér- stakri ánægju með ályktun Landverndar og stuðningi við þau sjónarmið, sem þar koma fram. STAÐA FJÁRMÁLAEFTIRLITS Í Morgunblaðinu í gær er hafteftir Valgerði Sverrisdóttur, viðskiptaráðherra, að hún sé ekki hlynnt hugmyndum, sem fram hafa komið um sameiningu Seðla- banka og Fjármálaeftirlits á nýjan leik. Ráðherrann segir í samtalinu, að búið sé að efla Fjármálaeftirlit- ið mjög með löggjöf og auknum fjárframlögum, það njóti trausts. Viðskiptaráðherra telur einnig, að þau rök, sem sett voru fram á sín- um tíma fyrir því, að Fjármálaeft- irlitið yrði sjálfstæð stofnun séu í góðu gildi og þess vegna sé engin ástæða til breytinga. Loks telur Valgerður Sverrisdóttir, að at- hugasemdir Barclays Capital fyrir nokkru við íslenzka Fjármálaeftir- litið hafi nánast verið broslegar. Nú er það svo, að frá því Fjár- málaeftirlitið var fært frá Seðla- banka og gert að sjálfstæðri stofn- un hefur mikið breytzt í rekstrarumhverfi fjármálafyrir- tækja á Íslandi. Þau eiga í vök að verjast á alþjóðlegum mörkuðum. Þótt dregið hafi úr skýrsluflóðinu frá útlöndum, þar sem haldið hefur verið uppi harðri gagnrýni á bank- ana sérstaklega, hefur veruleikinn ekki breytzt á alþjóðamörkuðum. Það á eftir að reynast flókið verkefni fyrir íslenzku bankana að endurfjármagna sig á næsta ári á viðunandi kjörum. Það er augljóst, að þeir taka þann vanda alvarlega og hafa þegar hafið aðgerðir til þess að auðvelda það verk. Í þessum umræðum hefur komið fram, að traust hins alþjóðlega fjármálamarkaðar á fjármálaeftir- lit viðkomandi landa getur skipt sköpum um möguleika banka á að fá lán á þeim mörkuðum. Raunar hljóta fleiri spurningar að vakna en bara sú, hvort sameina eigi Seðlabanka og Fjármálaeftir- lit á ný. Það er áleitin spurning, sem Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Norræna Fjárfestingarbankans, hefur m.a. fjallað um, hvort nauðsynlegt kunni að vera vegna breyttra að- stæðna að taka upp svæðisbundið fjármálaeftirlit t.d. á Norðurlönd- um. Það er ekki hægt að vísa til þeirra röksemda, sem uppi voru, þegar Fjármálaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum, eins og Val- gerður Sverrisdóttir gerði í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Að- stæður eru gjörbreyttar og algerlega ný viðhorf komin til sög- unnar. Það getur t.d. verið nauð- synlegt fyrir íslenzku bankana til þess að efla traust til þeirra á al- þjóðamörkuðum að sameina Seðla- banka og Fjármálaeftirlit á ný. Slík sameining getur verið nauð- synlegur þáttur í ráðstöfunum til þess að auka traust til okkar Ís- lendinga almennt í öðrum löndum. Enda hefur þessum hugmyndum verið vel tekið af bankamönnum hér sem gera sér skýra grein fyrir því hvað í húfi er. „ÞAÐ er bleikja þarna,“ sögðu tveir kappsamir unglingspiltar við blaðamenn og bentu, þar sem þeir stóðu á brúnni milli Helluvatns og Elliða- vatns í gærmorgun og köstuðu flugum fyrir fisk- inn, án árangurs. Þrátt fyrir að silungurinn væri ekkert sérlega tökuglaður, var hátíðarstemning meðal veiðimanna í blíðunni við Elliðavatn. Í hugum margra markar 1. maí upphaf veiði- tímabilsins en þá hefst stangveiði í flestum stöðuvötnum landsins. Þegar blaðamaður var ferð um tíuleytið í gærmorgun voru um 50 manns við veiðar, víða um vatnið, flestir nærri s h v v s u t i s a k f l Elliðavatnsbænum, einhverjir voru við Hellu- vatn en nokkrir höfðu vaðið lengst út á Engin. Sól skein í heiði og örlítil gjólan náði varla að hreyfa vatnsborðið; fiskar vöktu hér og þar og nýbyggingar og byggingakranar spegluðust á vatninu. Einn veiðimaður sem óð í land sýndi fal- legan tveggja punda urriða, sagðist hafa fengið hann yfir í Helluvatni. Sumir höfðu sett í einn, aðrir í tvo, fleiri höfðu samt ekki fengið högg. „Geir Thorsteinsson var kominn með 11 hér áðan, hann fékk þá á Engjunum,“ sagði Einar Óskarsson veiðivörður sem var önnum kafinn við að selja veiðileyfi. Geir er einn allra mesti sérfræðingurinn í vatninu og veiðir eftir því. „Ég rak hann aftur útí og sagði honum að ná í fleiri,“ Veðrið lék við veiðime Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is UNDIRRITAÐ var samkomulag um Sjónlistamiðstöð á Korpúlfs- stöðum á Korpúlfsstöðum í gær. Það voru þau Stefán Jón Hafstein, formaður menningar- og ferða- málaráðs Reykjavíkurborgar, Ás- laug Thorlacius, formaður Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, Hrafnkell Birgisson, formaður samtaka hönnuða – Form Ísland og Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, sem sam- þykktu formlega fyrir hönd um- bjóðenda sinna að gerður yrði sam- starfssamningur um rekstur Sjónlistamiðstöðvar á Korpúlfs- stöðum sem tekur til starfa 1. sept- ember nk. Samband íslenskra myndlistarmanna, Form Ísland og Iðntæknistofnun mynda rekstr- arfélag sem er viðsemjandi menn- ingar- og ferðamálsviðs fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Samningurinn gildir til fimm ára með möguleika á framlengingu um ókomin ár. „Þetta er hið besta mál,“ segir Áslaug í samtali við Morgunblaðið og tók fram að með samningnum væri stigið mjög mikilvægt skref. „Þarna verður frumkvöðlastarf á sviði sjónmennta,“ segir Áslaug og bendir á að Iðntæknistofnun muni reka ýmis ólík verkstæði sem nýt- ast muni bæði hönnuðum, mynd- listarmönnum og fleirum. „Út frá sjónarhóli myndlistarmanna er mjög gott að geta fengið aðgang að alls konar verkstæðum, því í dag er fólk ekki lengur bundið við eina grein og það geta auðvitað ekki all- ir komið sér upp fullkomnum verk- stæðum.“ Korpúlfsstaðir verði lifandi samfélag listamanna Í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Stefán Jón afar ánægður með að tekist hefði að tryggja Korpúlfs- staði fyrir listalífið og að þeir geti orðið lifandi samfélag listamanna. Segist hann binda miklar vonir við miðstöðina, sérstaklega í ljósi þess að undirbúningur hafi verið mikill og góður. „Við gerum öll miklar væntingar til þessa samstarfs og það eru stórir draumar í kringum þetta hús. Við höfum verið í mikl- um viðræðum við talsmenn lista- hópa, myndlistarmanna og hönn- uða í vetur. Ég tel þetta vera mjög vel undirbúið,“ segir Stefán Jón og bendir á að miðstöðin verði bæði listrænt og rekstrarlega á ábyrgð þeirra listamanna og hönnu að samningnum koma. „Síða ekki síst, þá erum við ekki a mörg lítil hólf af vinnustofum felst hugmyndafræðin í því úlfsstaðir eigi að fá eigið líf o mikilvæg miðstöð þannig að sé stærri en hlutanir sem st henni,“ segir Stefán Jón og að í hönnunarsetrinu verði a fyrir nýsköpunarstarf hönn ólíkum hönnunargeirum. Þa fjölbreytt hönnunarferli eig í samstarfi milli hönnuða, fy og stofnana með áherslu á n tilraunir og vöruþróun. Jafn sem þar verði gisti- og vinnu fyrir erlenda hönnuði. Þá sé irhugað að SÍM starfræki í s við Myndlistarskólann í Rey útibú frá skólanum og verði námskeið fyrir börn og fullo Að mati Stefán Jóns felst Samkomulag um Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum un „Það eru stórir draumar í kring- um þetta hús“ Stefán Jón Hafstein, forma maður Sambands íslenskra Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.