Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 17 MENNING Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup 95 ára Þann 30. júní, n.k. verður dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, 95 ára. Af því tilefni hefur verið ákveðið að gefa út í einni veglegri bók prédikunar- og ræðusöfn hans sem löngu eru ófáanleg: Um ársins hring Meðan þín náð Helgar og hátíðirDDr. Sigurbjörn hefur verið áhrifaríkasti kirkjunnar maður á seinni tímum.Mannvit hans og málsnilld ásamt skáldlegu innsæi hafa gert hann einnkraftmesta prédikara þjóðarinnar. Nú gefst fólki tækifæri til að heiðra dr. Sigurbjörn á merkum tímamótum með því að skrá nafn sitt í Tabula Gratulatoria (heillaóskaskrá). Umsjón með útgáfu hefur Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Texti bókarinnar er allur endurskoðaður af afmælisbarninu, dr. Sigurbirni. Útgáfan er að frumkvæði og að hluta kostuð af vinum afmælisbarnsins. Bókin er 540 bls. Verð kr. 3980,- Skráningu á heillaóskaskrá má tilkynna fyrir 10. maí í síma 552 1090 og 562 1581 eða á skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is Miðasala á Listahátíð hefst MIÐASALA á viðburði Listahátíðar í Reykjavík, sem stendur yfir frá 12. maí til 2. júní, verður opnuð í Bankastræti á hádegi í dag, en miðasala hefur staðið yfir á netinu um nokkurt skeið. Aðeins örfáir miðar eru eftir á tónleika Miram Makeba í Laug- ardalshöll 20. maí, sýningu bras- ilíska dansflokksins Grupo Corpo í Borgarleikhúsinu 12. maí, harm- ónikkubandsins Motion Trio í Nasa 13. maí og sænska djasspíanistans Anders Widmark og tríós hans í Nasa 1. júní. Rífandi miðasala er einnig á búlgarska kvennakórinn Angelite sem syngur í Hallgríms- kirkju 20. og 21. maí og á Mugison og hljómsveit í Austurbæ 28. maí, en alls eru 50 viðburðir á Listahátíð í ár með þátttöku 400 listamanna hvaðanæva úr heiminum. Miðasala Listahátíðar verður op- in 12 til 18 virka daga og laug- ardaga og sunnudaga frá 12 til 16 í Bankastræti 2, nánar tiltekið í port- inu á bak við Lækjarbrekku. Þar má jafnframt nálgast dag- skrárbækling með ítarlegum upp- lýsingum um hátíðina í ár. Miða- sölusíminn er 552 8588. Miðasalan á netinu fer fram á slóðinni www.listahatid.is og þar er jafnframt hægt að skoða myndskeið af helstu viðburðum Listahátíðar í ár. TÓNLISTARHÓPURINN Aton hefur starfað frá 1998 og hefur á þessum átta árum frumflutt um fjörutíu íslensk tónverk. Hópurinn samanstendur af átta tónlist- armönnum og flytja þeir almennt ný tónverk eftir ung íslensk tón- skáld sem mörg hver eru úr röðum liðsmanna hljómsveitarinnar. Ný- verið fóru þau til Bandaríkjanna og héldu þar alls sex tónleika, eina í galleríi í Cambridge og fimm á há- skólasvæðum víðsvegar í Kali- forníu. Hugmyndin að þessari ferð mun hafa komið frá Kolbeini Einarssyni sem hafði skrifað tónverk fyrir hóp- inn en hann lærði í CalArts háskól- anum í Kaliforníu og hafði því góð- an aðgang þar að hjálpsömu fólki. Verkefnið var svo gert mögulegt með styrkjum frá Tónlistarsjóði og Reykjavík Loftbrú. Að sögn Berglindar Maríu Tóm- asdóttur, flautuleikara og skipu- leggjanda, fékk hópurinn almennt mjög jákvæðar viðtökur og birtist meðal annars nokkuð viðamikil grein um hljómsveitina í dagblaðinu Boston Globe. Þar var umsögn um tónleika sem þau héldu ásamt Know tríóinu í Cambridge og sagði greinarhöfundur að það væri greinilega margt fleira sem kæmi frá Íslandi en Björk og Sigur Rós. Tónelskandi háskólafólk „Þetta var allt saman hið ánægjulegasta,“ segir Berglind. „Við vorum aðallega að spila fyrir háskólafólk sem að stórum hluta var í ýmiskonar tónlistarnámi og náttúrulega sérlegt áhugafólk um nýja tónlist. Þar af leiðandi voru þetta yfirleitt mjög skemmtilegir hópar sem við vorum að spila fyrir og alls kyns skemmtileg ummæli sem við fengum. Davíð Fransson, sem var okkar tengiliður við Stanford háskólann þar sem við spiluðum, var t.d. spurður að því hvort hópurinn væri samansettur úr lærisveinum tónskáldsins Mor- tons Feldmans. Þá fannst viðkom- andi tónlistin hljóma eins og bar- barískur Feldman,“ segir Berglind og hlær. Hún segir einnig að fólk hafi talað um einhvern ákveðinn ís- lenskan stíl í tónverkunum. Berglind vill þó meina að verkin séu nokkuð ólík eftir því hvaða tónskáld á í hlut en alls eru tólf tónskáld á efnisskránni. Þó svo að verkin séu flest eftir ung íslensk tónskáld þá segir Berglind að það sé alls engin yfirlýst stefna hópsins að huga sérstaklega að þeim hópi tónskálda. Fyrst og fremst séu þau á höttunum eftir góðri tónlist, hvað- an sem hún kemur. Þessa dagana er Aton að taka upp hluta af þessum tónverkum sem þau fluttu í Bandaríkjunum en þau hyggjast gefa út sína fyrstu plötu á næstu misserum. Tónlist | Hljómleikaferð tónlistarhópsins Aton til Bandaríkjanna Villimannslegur Feldman Fjöllyndi tónlistarhópurinn Aton. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is KUNNINGI minn einn hefur dá- læti á þungarokki af hörðustu gerð. Kannski ekki í frásögur færandi nema það rifjaðist upp fyrir mér á leiðinni út af Mike Attack að hann segir stundum að eiginlega eigi framgangur slíkra tónlistarmanna meira skylt við afreksíþróttir en tónlist. Kristján Ingimarsson er að sumu leyti leiklistarleg hliðstæða við þetta. Fráleit fimi hans, áreynslu- laust öryggi og ótrúleg snerpa er það sem fangar athyglina öðru fremur. Mér er til efs að Íslend- ingar hafi nokkurn tíma áður átt skemmtikraft sem jafnast á við Kristján. Jafn hreinræktaðan virtú- ós á sviði leiklistar. Það er enda einstök unun að fylgjast með honum leika listir sín- ar. Í Mike Attack byrjar hann á að efna til samsæris við áhorfendur með einföldum trúðabrellum sem hafa virkað að minnsta kosti síðan á miðöldum og hafa engu glatað af áhrifamætti sínum þegar þeim er beitt af jafn mikilli snilld og hér er gert. Eftir þann inngang hefur Kristján alræðisvald yfir gestum sínum og getur leikið þær listir sem hann langar til. Og gerir það. Stóri galdurinn er náttúrulega galdur umbreytingarinnar. Með skýru líkamsmáli og að því er virð- ist áreynslulausri nákvæmni getur Kristján látið ósýnilega hluti og persónur birtast, blásið lífi í dauða hluti og skapað dramatíska spennu úr engu. Þó míkrófónninn sé miðlægur þá er hlutverk hans og staða gagnvart leikaranum sífellt að breytast, allt eftir því hvað hann langar að sýna okkur næst. Stundum er hann míkrófónn, stundum dansfélagi, ótemja, kálfur, elskhugi, loftnet, byssa, billjardkjuði. Og fyrir utan samleik við míkrófóninn þá birtast aðrar ósýnilegar persónur á sviðinu. Dvergarnir sjö kannski eft- irminnilegastir. Sýningin er að sönnu fremur sundurlaus. Svolítið eins og sýn- ishornamappa þar sem ólíkar brell- ur fimleikatrúðsins eru settar fram sjálfra þeirra vegna. Það er meira eins og hún sé ætluð sem afsökun fyrir Kristján til að leika listir sínar frekar en að hæfileikarnir og getan séu virkjuð til að miðla einhverju sérstöku. „Etýður“ væri þetta kall- að ef hann væri píanóleikari. Veit ekki með þungarokkið. Það er engin framvinda, sem ger- ir ekkert til, en heldur engin þróun í sambandinu milli leikarans og hljóðnemans, sem væri verra ef hvert og eitt atriði væri ekki svona fáránlega vel útfært, fyndið, satt og við fyrstu sýn nokkurnveginn óframkvæmanlegt. Samstilling Kristjáns við þriðja leikarann, hljóðrásina, er líka hnökralaus með öllu. Og auðvitað verða allar al- vörugefnar efasemdir næsta hjákát- legar andspænis svona hreinrækt- aðri list. Það er vandalaust að gefa sig á vald virtúósinum, hlæja að og með honum. Því ómennsk tæknin er ævinlega og stöðugt gegnsýrð af einlægri leikgleði sem gefur kjána- legustu uppátækjum líf og sína eig- in dýpt. List Kristjáns Ingimarssonar er einstök og kærkomin viðbót við leikhúsið hér. Virtúós LEIKLIST Borgarleikhúsið Höfundur og leikari: Kristján Ingimars- son, leikstjóri: Rolf Heim. Nýja sviðinu 30. apríl 2006, Mike Attack Þorgeir Tryggvason: „List Krist- jáns Ingimarssonar er einstök og kærkomin viðbót við leikhúsið hér.“ Þorgeir Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.