Morgunblaðið - 02.05.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 02.05.2006, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín ÁstaÓlafsdóttir fæddist á Reykhól- um 15. september 1922. Hún lést í Seljahlíð 20. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Bjarnleifs- son, verkamaður í Reykjavík, f. 28. maí 1899, d. 28. desember 1946, og Brandís Árnadóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1900, d. 14. júlí 1973. Kristín var elst 10 systkina. Hin eru: Sigurður, f. 23. nóvember 1923, d. 2. mars 1998; Þórhallur, f. 13. nóvember 1926; Jón, f. 14. febrúar 1929, d. 17. maí 1997; Leifur, f. 29. jan- úar 1931, d. 6. janúar 2001; Odd- ur, f. 29. ágúst 1932; Sigurbjörn, f. 26. mars 1934; Ingibjörg, f. 11. maí 1936; Guðjón, f. 2. júlí 1937, d. 4. nóvember 1998, og Arndís, f. 16. ágúst 1939. 30. maí 1946 gekk Kristín að eiga Óskar Pálmarsson, línu- mann hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, f. 3. september 1922, d. 18. janúar 1989. Foreldrar hans voru Jón Pálmar Sigurðsson, f. 7. apríl 1895, 18. maí 1978, og Anna Guðbjörg Helgadóttir, f. þaðan ársgömul til Straumfjarð- ar, þar sem Sigurður bróðir hennar fæddist 1923. Þaðan fer fjölskyldan til Vestmannaeyja þar sem þau eru í nokkur ár. Frá Eyjum fara þau út í Viðey þar sem Þórhallur fæðist og eru þar í einhvern tíma. Fjölskyldan flyt- ur síðan til Reykjavíkur og flytur oft milli staða þar. Kristín klárar barnaskóla og fer 1 ár í Kvenna- skólann, en eftir það fer hún að vinna fyrir sér og er í vist hjá ýmsum fjölskyldum í Reykjavík þar til hún hittir Óskar á Gríms- staðaholtinu og þau stofna sitt heimili. Þau hittust á Fálkagöt- unni og þar á nr. 28 hófu þau sinn búskap og þar bjuggu þau til ársins 1988 með öll sín börn, fyrst í bakhúsinu en síðan á 1. hæð í stóra húsinu sem Óskar og bræður hans ásamt föður byggðu. 1988 ákváðu þau að minnka við sig og fluttu í Klyfj- asel í Breiðholti ásamt dóttur sinni. Stuttu seinna lést Óskar en Kristín bjó þar áfram til ársins 1994 að hún fékk sér litla íbúð í Aðalstræti 9 þar sem hún bjó þar til hún flutti á Seljahlíð í janúar á þessu ári. Kristín helgaði sig uppeldi barna sinna og heimilinu en fór að vinna sem vökukona 1974 á Borgarspítalanum, eftir að yngstu börnin urðu sjálf- bjarga og vann þar til ársins 1989 þegar hún hætti vegna ald- urs. Útför Kristínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 11. september 1898, d. 11. október 1969. Börn Kristínar og Óskars eru: 1) Krist- ján, f. 1942, maki Ragnheiður Guð- mundsdóttir, þau eiga fjögur börn og níu barnabörn; 2) Sigurður, f. 1945, maki Ólöf Húnfjörð, látin. Vinur Hulda Þórólfsdóttir; 3) Brandur, f. 25. jan- úar 1947, d. 27. jan- úar 1947; 4) Lárus, f. 1948, maki Svala G. Sigurjóns- dóttir, þau eiga eitt barn og þrjú barnabörn; 5) Anna Hulda, f. 1949, maki Sigurður Kjartan Lúðvíksson, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn; 6) Guð- finna, f. 1952, maki Jóhann B. Garðarsson, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 7) Ásdís, f. 1954, maki Jón G. Bergsson, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn; 8) Ólafur Óskar, f. 1958, maki Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, þau eiga eitt barn; 9) Ingibjörg, f. 1959, maki Ómar Árnason, þau eiga fjögur börn og 10) Halldóra, f. 1962, maki Ólafur Kristmunds- son, þau eiga tvö börn. Kristín fæðist að Reykhólum, en flyst með foreldrum sínum Elsku amma Stína, nú ert þú farin frá okkur og það er svo sárt að hafa ekki náð að kveðja þig. Mér finnst svo ósköp stutt síðan ég fékk að kynnast þér. Ég var orðin sextán ára þegar ég kom fyrst til þín í heimsókn og þú tókst svo vel á móti mér, eins og þú hefðir þekkt mig vel alla tíð. Þó að oft væri langt á milli heim- sókna og samviskubitið hjá mér mikið vegna þess fann ég aðeins fyrir gleði og væntumþykju frá þér þegar við komum, það var eins og þú fyndir það hvernig mér leið. Það var svo gaman að fá að hlusta á þig segja frá okkar stóru fjöl- skyldu og gömlu tímunum. Þegar þú kvaddir okkur var það alltaf með svo hlýjum orðum og þú lést okkur alltaf vita hvað þér þætti yndislegt að fá að sjá okkur. Elsku amma, mikið hefði ég vilj- að kynnast þér betur, við ætluðum sko aldeilis að venja komur okkar til þín mun oftar í framtíðinni þar sem þú varst flutt svo nálægt okk- ur. Ég náði ekki að heimsækja þig í Seljahlíðina en var glöð að heyra að þér líkaði vel, þann stutta tíma sem þú áttir þar. Ég veit að þér líður vel á nýja staðnum þínum með afa. Hvíldu í friði, amma mín, og guð geymi þig. Þín Kristjana Þórdís. Systir mín, Kristín Ásta Ólafs- dóttir, lést í Seljahlíð 20. apríl sl. Hún fæddist á Reykhólum vestra 15. september 1922, fyrsta barn foreldra okkar, Brandísar Árna- dóttur og Ólafs Bjarnleifssonar. Fyrstu fjögur til fimm árin fylgdi hún foreldrum sínum úr einum stað í annan. Þannig var hún að- eins ársgömul með þeim í Straum- firði á Mýrum, en næstu árin voru þau í Vestmannaeyjum. Ég hygg, að hún hafi fylgt móður sinni í kaupavinnu undir Eyjafjöllum sumarið 1926, en um haustið var öll fjölskyldan komin til búsetu í Viðey. Þaðan átti hún minningar, aðeins tæplega fjögurra ára; mundi hún þá eftir því, þegar hún fór með frænku sinni að sækja mjólk til Viðeyjarbúsins. Fljótlega var flutt búferlum til Reykjavíkur, þar sem Stína var búsett æ síðan. Oft er það svo, að leiðir systkina á fullorðinsárum liggja ekki mikið saman, ef aðstæður eru með þeim hætti, að vík sé á milli. En í byrjun búskapar Stínu og Óskars í litla bakhúsinu á Fálkagötunni, átti ég systur minni og mági mikið upp að unna fyrstu árin mín í háskólanum fyrir að taka mig í fæði, sem svo var kallað. Það var ekki alltaf, að sumarhýran dygði út allan vetur- inn. Sannaðist það fornkveðna, að þeir eru örlátastir, sem minnst eiga. En fólkið var ungt og bjart- sýnt, og jafnan var maður manns gaman í litla eldhúsinu hennar systur minnar í þá daga. Mörgum árum síðar, og ég betur staðsettur, fluttur aftur til heimabyggðarinn- ar, vorum við nær hvort öðru. Þá voru heimsóknir, barnaafmæli og jafnvel fermingar og ættarmót. Og svo var farið í ferðalög um landið undir yfirskini veiðimennsku, eða bara til skoða þetta fallega land. Í tímans stöðugu framrás fennir alltaf að einhverju leyti yfir gömul spor og fólk verður viðskila hvert við annað, hittist kannske bara við jarðarfarir. Eftir að systir mín varð ekkja, bjó hún vel að sínu. Af miklum höfðingsskap léði hún sum- arbústað sinn í Lækjarbotnum undir niðjamót foreldra okkar. Það var vel heppnað og sólríkt. Stína var fríð sýnum og grann- vaxin. Hún sór sig mjög í föðurætt- ina, bæði í útliti og atferli ; var jafnvel svolítið útskeif eins og pabbi okkar var. Úr sömu átt hafði hún einnig glaðlyndi og hispurs- leysi. Þar með er ekki sagt, að hú hafi ekki fengið eitthvað frá móður sinni í vöggugjöf; hún var bæði vel gerð og vel gefin. Það er stór hópur barna, sem nú kveður móður sína með söknuði, og minnkandi hópur systkina sér á bak stóru systur sinni. Þórhallur B. Ólafsson. Stína frænka er ein af mörgum Kristínum sem skipa sess í lífi mínu og ég hef tengst sterkum böndum, haft mætur á, elskað og virt, stundum allt þetta í senn. Hún var elsta systir hans pabba heitins. Við fórum til þeirra Óskars á Fálkagötuna þegar við fórum í bæinn, eins og það heitir þegar maður fer ofan af Skaga til höf- uðborgarinnar. Brandís amma, Stína og Óskar, Maddý og Leifur, Bjössi og Fjóla, Jón og Ella. Þetta voru viðkomustaðirnir í Reykjavík- urdeild föðurfjölskyldunnar þegar við Skagafólkið skruppum suður. Það var eitthvað örlagaríkt og öðruvísi við þetta borgarfólk í aug- um drengs úr fásinninu. Maður fékk mjólk og kökur og lék sér á meðan fullorðna fólkið sötraði kaffi, reykti og talaði um lífsins gagn og nauðsynjar, mest frá sósíalískum útgangspunkti. Maður kynntist fullorðna fólkinu ekki beint. Það var búið að eiga svo mörg börn að maður hvarf í fjöldann. En ég fékk ungur tilfinn- ingu fyrir Stínu frænku. Hún var sterk, hrjúf og kvenleg í senn, hefðarfrú og alþýðukona. Lífs- reynd og hló ekki alltaf við manni en á hinn bóginn glaðleg, kímin og heillandi. Þegar Kristín kona mín frétti andlát nöfnu sinnar minntist hún fyrstu kynna sinna af henni. Við vorum bara kynþroska börn en mér fannst að ég þyrfti endilega að kynna hana fyrir Stínu frænku. Hún var í hvassara lagi þennan dag, sem kona mín man enn sem hann hefði verið í gær, en kvaddi hana með kossi og hlýju. Og konan hefur æ síðan haft mætur á þessari einlægu konu úr reykvískri verka- mannafjölskyldu. Hún var odd- hvassari en konurnar sem við átt- um að venjast. En fölskvalaus og maður hafði ekkert að óttast í hennar návist. Löngu síðar áttum við Stína löng og einlæg samtöl um fortíðina. Ég geymi þau. Ég vildi vita um föð- urfjölskylduna mína og hún sagði frá, stundum frjálst og fúslega en stundum treglega og var jafnvel ekki laust við að dimmdi yfir. Það voru dýrmætar stundir. Ég hringdi hjá henni bjöllunni niðri í sundinu og það leið dágóð stund áður en ég heyrði mjúkráma röddina í dyra- símanum. „Blessuð Stína, þetta er Gæi, við ætluðum að hittast núna.“ Hún hleypti mér inn og lyftan ætl- aði að vera allan daginn á leiðinni upp á hæðina hennar. „Ég var að lesa,“ sagði hún afsakandi og bauð mér inn, „og svo steinsofnaði ég. Maður hefur ekkert betra að gera núorðið. Má ekki bjóða þér kaffi?“ Svo hvarf hún inn í eldhús en kom von bráðar aftur með kaffið og með því. Og við töluðum saman. Um for- eldra og systkin, erfiði, ósætti, ár- ans brennivínið, að vera síflytjandi af einum stað á annan, að þurfa að sækja kaupið fyrir fullorðna menn svo þeir færu ekki sér og öðrum að voða, góðar stundir og slæmar. Það voru frek örlög og ekki fyrir alla að vera stóra systir í svona fjölskyldu. Þegar við Stína hittumst síðast vorum við bæði að fylgja góðri konu síðasta spölinn. Ég minntist við hana á kapellutröppunum en hún treysti sér ekki í erfikaffið svo við náðum ekki að tala saman að KRISTÍN ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET BENEDIKTSDÓTTIR frá Erpsstöðum, Dalasýslu, Álfheimum 36, Reykjavík, sem lést föstudaginn 21. apríl á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. maí kl. 15.00. Anna Margrét Albertsdóttir, Hildiþór Kr. Ólafsson, Guðrún Albertsdóttir, Páll Björnsson, Svanhildur Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg fóstursystir mín, ALDA STEINA TÓMASDÓTTIR ANDERSEN andaðist á heimili sínu á Lollandi, Danmörku, föstudaginn 28. apríl. Pálína Magnúsdóttir (Palla). Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN S. ALEXANDERSSON Aðalstræti 9, lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. maí. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, RÚNAR JÓN ÓLAFSSON, Vogatungu 105, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju laugardaginn 6. maí. Jarðsett verður í Hvalsneskirkjugarði sama dag. Margrét Guðmundsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Þuríður Ólöf Rúnarsdóttir, Róbert Ingi Guðmundsson, Guðmundur Rúnar Rúnarsson, Kolbrún Fjóla Kristensen, Hjördís Úlla Rúnarsdóttir, Einar Birgisson, Helena Rúnarsdóttir, Kjartan Andrésson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR frá Bíldudal, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Jón Hannesson, Björn Jónsson, Hallfríður Kristinsdóttir, Hlynur Þór Björnsson, Kristín Birna Björnsdóttir, Margrét Ásdís Björnsdóttir. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 24, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 26. apríl. Ólöf Soffía Jónsdóttir, Guðríður Eyrún Jónsdóttir, Viggó Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.