Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
✝ Árni Geir Stef-ánsson, lektor
við Kennaraháskóla
Íslands, fæddist í
Neskaupstað 3.
nóvember 1932.
Hann lést af slys-
förum í gönguferð
á Madeira á páska-
dag 16. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Elín Guðjónsdóttir,
f. 9. maí 1898, d.
20. nóvember 1995,
og Stefán Jóhann
Guðmundsson, byggingameistari
og bæjarfulltrúi í Neskaupstað og
síðar byggingameistari og hrepp-
stjóri í Hveragerði, f. 26. október
1899, d. 29. október 1988. Árni
fluttist með foreldrum sínum frá
Neskaupstað til Hveragerðis
1935. Þau Elín og Stefán eign-
uðust fimm börn auk Árna. Þau
eru: Unnar, viðskiptafræðingur
og fv. ritstjóri Sveitarstjórnar-
mála, f. 20. apríl 1934, kvæntur
Maríu Ólafsdóttur, handrita- og
prófarkalesara, f. 17. janúar
1939; dóttir, f. 10. apríl 1936, sem
lést á fyrsta ári; Guðmundur
hljóðfærasmíðameistari, f. 5.
október 1937, sambýliskona Erla
K. Valdimarsdóttir sjúkraliði, f.
10. ágúst 1937; Guðjón Ingvi,
verkfræðingur og fv. fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé-
laga á Vesturlandi, kennari við
Iðnskólann í Reykjavík frá 2001,
f. 3. mars 1939, kvæntist Guð-
rúnu Broddadóttur hjúkrunar-
fræðingi, f. 28. ágúst 1941, þau
um í Reykjavík 1953, sótti nám í
landafræði, mannkynssögu og
uppeldisfræði við Háskóla Íslands
1953–1955. Stundaði nám við Há-
skólann í Stokkhólmi 1956–1961
og lauk þaðan fil. mag. prófi í
landafræði, sálarfræði, uppeldis-
fræði og félagsfræði 1961. Hann
stundaði nám í landafræði og
landafræðikennslu við Háskólann
í Osló 1977-1978. Árni var
stundakennari við Brännkyrka
Läroverk í Stokkhólmi 1960,
skólastjóri Gagnfræðaskólans á
Selfossi 1961–1968, kennari við
Kennaraskóla Íslands 1968–1973
og lektor við Kennaraháskóla Ís-
lands frá 1973 til ársloka 2002.
Stundakennari í landafræði við
Háskóla Íslands 1973–1977. Hann
var formaður landsprófsnefndar
1969–1973, var í prófanefnd
menntamálaráðuneytisins 1973–
1977 og formaður prófanefndar
Kennaraháskólans frá 1978 til
2003. Hann var fulltrúi Íslend-
inga í stjórn félags landafræði-
kennara á háskólastigi á Norð-
urlöndum og skipulagði fundi og
ráðstefnur á þess vegum. Árni
var um árabil leiðsögumaður og
fararstjóri bæði innanlands og
utan. Á eigin vegum og með sín-
um nánustu fór hann á hverju
sumri í gönguferðir um Ísland og
ferðaðist mikið erlendis. Árni lét
sig varða ýmis félagsmál og var
m.a. formaður Félags íslenskra
stúdenta í Stokkhólmi 1957–1958.
Árni var jafnaðarmaður, virkur í
Alþýðuflokknum og gegndi ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn. Árni unni listum, s.s. tónlist
og leiklist, og var fastagestur á
tónleikum, óperum og í leikhús-
um allt frá námsárum til æviloka.
Útför Árna verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
skildu; Atli Þor-
steinn tæknifræðing-
ur hjá VST, f. 11.
desember 1942.
Árni kvæntist 28.
september 1963 Að-
albjörgu Árnadóttur
hjúkrunarfræðingi,
f. 17. janúar 1939,
dóttur Árna Vil-
hjálmssonar læknis
á Vopnafirði, og
konu hans, Aagotar
Fougner-Johansen.
Börn þeirra eru: 1)
Gerður Aagot heim-
ilislæknir, f. 7. júní 1964, gift Alf-
onsi Sigurði Kristinssyni slökkvi-
liðsmanni, f. 1. mars 1957. Börn
þeirra eru Árni Kristinn, f. 18.
ágúst 1993, og Sigríður Ása, f.
18. ágúst 1995. 2) Elín Huld,
söngkona og verkefnastjóri hjá
Glitni í Lundúnum, f. 5. júlí 1965.
3) Kristín Sif hjúkrunarfræðing-
ur, f. 3. mars 1969, gift Páli
Sveinssyni iðnfræðingi, f. 4. sept-
ember 1961. Dætur þeirra eru
Bergrún Adda, f. 3. febrúar 1996,
og Elín Ásta, f. 26. apríl 1999. 4)
Stefán Baldur, bókmenntafræð-
ingur, vefstjóri hjá Íslenskri
erfðagreiningu, f. 22. desember
1972, kvæntur Ásdísi G. Sig-
mundsdóttur bókmenntafræðingi
og kennara, f. 13. júní 1973. Börn
þeirra eru Steingrímur Viljar, f.
31. maí 2001, og Stefanía Védís,
f. 3. nóvember 2003.
Árni stundaði nám við mennta-
skóladeild Héraðsskólans að
Laugarvatni 1949–1950, lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
Við bræðurnir vorum fimm, Árni
okkar elstur, brautryðjandinn.
Hann varð okkur fyrirmyndin,
samviskusamur, vandvirkur og
stakur reglumaður.
Við, fjölskyldan vorum meðal
frumbyggja í Hveragerði. Menn
byggðu hús sín með jarðhitann allt
um kring, á melum sem sá þá varla
á stingandi strá. Staðurinn sem
með árunum er löngu orðinn
þekktur sem „blóma- og garð-
yrkjubær“. Þetta umhverfi kveikti
áhuga Árna á jarðfræði, undrum
og sköpunarmætti náttúrunnar. Ég
man vel, þegar Árni dró okkur
yngri strákana með sér upp á
Kambabrún til að verða vitni að
Heklugosinu 1947.
Árni var listunnandi. Þegar
plötuspilari kom fyrst inn á heim-
ilið mætti Árni með Tannhäuser og
Jussi Björling á meðan framlag
annarra var MA kvartettinn og
önnur dægurtónlist þeirra daga.
Þegar við vorum strákar, átti
hann frumkvæðið að því, að við
tókum okkur til og plöntuðum
trjám, sem síðar urðu að litlum
skógi með stígum. Þessi staður
fékk nafnið Bræðralundur. Árni
var alltaf að yrkja jörðina, til ævi-
loka.
Á bernskuheimili okkar voru
ávallt frjóar umræður um sam-
félagsmál. Árni var enda frá fyrstu
tíð mjög áhugasamur um mennta-
mál og stjórnmál. Hann var ein-
lægur jafnaðarmaður.
Árni bróðir minn var vandaður
maður. Hamingjumaður í lífinu.
Hann átti góða konu og börn
þeirra eru öll vel af Guði gerð.
Lífsstarf hans og áhugamál fóru
saman, rannsóknir og fræðsla á
náttúrusviði. Þekkingu sinni miðl-
aði hann til þúsunda nemenda og
ferðafólks sem leiðsögumaður hér
og erlendis.
Að leiðarlokum þakka ég góða
leiðsögn og ævilanga samfylgd sem
aldrei bar skugga á.
Guðjón Ingvi.
Það tekur tíma að jafna sig á því
þegar góður vinur fellur frá, lang-
an tíma. Kærar minningar og
þakklæti fyrir samfylgdina er þó
það sem áfram lifir og við búum að.
Við brottför Árna G. Stefánsson-
ar stendur eftir mikið ófyllt skarð.
Öll framkoma hans einkenndist af
hógværð og háttvísi. Þess vegna
urðu áhrif hans mikil á samferða-
menn. Hann gekk lífsgönguna án
þess að trana sér fram en alltaf
fékk maður eitthvað nýtt og at-
hyglisvert um að hugsa eftir að
hafa skipst á skoðunum við hann.
Árni var gjörhugull maður, ákaf-
lega sjálfstæður, frjáls og heiðar-
legur í hugsun og lífsskoðun sína
byggði hann á heilbrigðu mati
sannmenntaðs manns með mikla
yfirsýn.
Hann var mikill unnandi ís-
lenskrar náttúru og naut áreiðan-
lega uppeldisins í Hveragerði í
þekkingu sinni og ást á því fjöl-
skrúðuga gróðurríki sem hann
kynntist í þeim gróðurreit. Um-
gengni við náttúruna var Árna heil-
agt mál. Hann vann við að gera
garðinn okkar sumarið 1969. Eitt
sinn gekk þar hjá hópur ungs fólks
og einn úr hópnum fleygði tómum
sígarettupakka á gangstéttina. Árni
sá þetta, brást snarlega við, greip
pakkann upp og rétti unglingnum
með þeim orðum að hann hefði
misst hann. Fáir sýna slík viðbrögð
en fyrir Árna voru þau sjálfsögð.
Það er engin tilviljun að við höfum
munað þetta atvik um nær hálfrar
aldar skeið.
Þau hjónin Árni og Aðalbjörg
gerðu víðreist, bæði hér heima og
um flestar álfur heims. Leiðsögn
ferðamanna hér heima og erlendis
var löngum starf Árna á sumrum
og fór þar vel saman gróin þekking
sagn- og landfræðingsins og ást
hans á náttúru og menningu í þeim
löndum sem farið var um. Annað
þessu skylt var ást hans á sígildri
tónlist og þakklátur var hann fyrir
miðlun Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og kynningu á klassíkinni hér
á landi og átti hún hollvin þar sem
hann var.
Árni var áhugamaður um þjóð-
mál og fór aldrei leynt með það að í
jafnaðarstefnunni sá hann skil-
greint það réttlæti og samábyrgð
meðal þjóða sem féll að hans heims-
sýn. Bindindismaður var Árni alla
sína ævi og lét þau mál til sín taka,
sérstaklega á námsárunum.
Það er sárt að sjá á bak þessum
góða dreng sem sannarlega skilaði
miklu og farsælu dagsverki. Þau
hjónin færðu þjóðfélaginu fjögur
vel menntuð börn sem áfram halda
óræðan lífsins veg með mökum sín-
um og börnum.
Á sviði skólamála á Árni langt,
fjölbreytilegt og farsælt starf að
baki. Margir nemendur munu
minnast hans sem mikils læriföður
og jafningja í daglegri umgengni.
Þegar við nú kveðjum Árna G.
Stefánsson lifir minningin um heið-
ríkan en einarðan svip, frjálsa og
frjóa hugsun og opinn huga fyrir
öllu því sem lifði og hrærðist í um-
hverfi hans.
Missir Aðalbjargar, barna þeirra
og allra aðstandenda er mikill en í
þeirra djúpa söknuði er minningin
um góðan dreng björt.
Megi guð hjálpa þeim að lifa í
þeirri birtu.
Hólmfríður og Hörður.
Góður vinur minn, Árni G. Stef-
ánsson, er látinn. Þau hörmulegu
tíðindi bárust frá Madeira, að Árni
hefði látist þar af slysförum en
hann var þar á ferðalagi. Við Árni
kynntumst í Menntaskólanum í
Reykjavík og í Félagi ungra jafn-
aðarmanna. Það tókst þegar með
okkur mjög náin vinátta og við
störfuðum mikið saman innan Fé-
lags ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík og innan Alþýðuflokks-
ins. Við gegndum báðir trúnaðar-
störfum í FUJ samhliða námi í
Menntaskólanum. Árni vakti strax
athygli í unghreyfingu Alþýðu-
flokksins fyrir heilbrigðar skoðanir
á þjóðfélagsmálum og fyrir brenn-
andi áhuga á jafnaðarstefnunni.
Árni var strax í æsku mikill eld-
hugi. Mér er ávallt minnistætt er
við sóttum fræðslunámskeið um
stjórnmál hjá Gylfa Þ. Gíslasyni.
Þar lagði Árni fram ritsmíð, sem
hreif alla viðstadda fyrir frumlega
hugsun og einlæga jafnaðarstefnu.
Árni var alla tíð mikill Alþýðu-
flokksmaður og Samfylkingarmað-
ur eftir að hún var stofnuð. Árni
var einn af hinum traustu flokks-
mönnum, sem alltaf studdu flokkinn
hvort sem vel eða illa áraði. Hann
vann margvísleg trúnaðarstörf fyrir
Alþýðuflokkinn og skilaði öllu vel,
sem hann tók að sér. Hann hafði
alla tíð mikinn áhuga á stjórnmál-
um en kennsla varð hans atvinna og
hann aflaði sér góðrar menntunar
hér og erlendis til undirbúnings
kennarastarfinu.
Það er mikil eftirsjá að Árna G.
Stefánssyni. Ég votta eftirlifandi
eiginkonu hans, Aðalbjörgu Árna-
dóttur, og börnum þeirra mína inni-
legustu samúð vegna fráfalls Árna.
Drottinn blessi minningu hans.
Björgvin Guðmundsson.
Kveðja frá
Kennaraháskóla Íslands
Okkur brá við þegar við fréttum
lát Árna G. Stefánssonar fyrrver-
andi lektors við Kennaraháskólann.
Við kvöddum hann fyrir páska,
glaðan og reifan því hann hlakkaði
til að fara í draumaferðina sína til
Madeira, ætlaði að eiga nokkra frí-
daga með góðum vinum og sinna
sínum helstu áhugamálum, göngu
og skoðunarferðum um framandi
slóðir. Úr þeirri ferð átti hann ekki
afturkvæmt. Með honum er horfinn
enn einn þeirra ágætu kennara sem
fylgdu þróun Kennaraháskólans frá
fyrstu skrefum til þess sem hann er
í dag.
Árni G. Stefánsson átti að baki
langan feril sem kennari. Hann var
fyrst gagnfræðaskólakennari eins
og þá var kallað og einnig skóla-
stjóri á Selfossi, en hóf kennslu við
Kennaraskólann 1968 og varð lekt-
or við Kennaraháskólann þegar
kennaranám fluttist á háskólastig
árið 1971.
Sérgrein Árna var landafræði og
landafræðikennsla en auk kennslu
sinnti Árni ýmsum trúnaðarstörfum
bæði innan skólans og utan. Árni
hafði einlægan áhuga á sérgrein
sinni og samdi t.d. námsefni bæði
fyrir unga nemendur og fyrir há-
skólanemendur. Hann ferðaðist
víða um heiminn til að skoða sig um
og var frábær fræðari og leiðsögu-
maður. Árni hætti kennslu þegar
hann varð sjötugur eins og lög gera
ráð fyrir, en var þrátt fyrir það
ekki hættur störfum við Kenn-
araháskólann því hann átti hingað
mörg erindi og sinnti ýmsum störf-
um eftir að kennsluferli hans lauk.
Hann tók að sér að stjórna próf-
ahaldi við skólann og vann einnig
undanfarin ár við inntöku nýrra
nemenda. Hvort tveggja eru mik-
ilvæg trúnaðarstörf þar sem ná-
kvæmni Árna og vandvirkni voru
dýrmætir kostir og við þau störf
naut hann sín ekki síður en við
kennsluna.
Árni G. Stefánsson var einstak-
lega greiðvikinn, hógvær og ljúfur
maður sem vildi hvers manns vanda
leysa. Hann var einn þeirra sem
settu svip sinn á kennarastofuna í
Kennaraháskólanum við Stakkahlíð
með hæglátri, vinsamlegri fram-
göngu sinni og hlýju brosi. Starfs-
fólk Kennaraháskóla Íslands kveð-
ur Árna G. Stefánsson með virðingu
og þakklæti.
Fyrir hönd skólans sendi ég
kveðjur til eftirlifandi konu Árna,
Aðalbjargar Árnadóttur, barna
þeirra og fjölskyldna.
Ólafur Proppé rektor.
ÁRNI G.
STEFÁNSSON
Nú er hann Guðni
stjúpi allur, en það
hlýjar manni um
hjartarætur að hann
sé nú í faðmi eigin-
konu og sonar sem bæði létust fyr-
ir aldur fram.
Ég er og verð ætíð þakklát fyrir
að hafa kynnst Guðna en hann
kom inn í líf okkar systkina, þegar
ég var 14 ára gömul árið 1978, þá
svo barnung en elst okkar systk-
ina. Ég man svo vel, þetta var
fermingarár okkar elstu, þú keyrð-
ir okkur Eyþór í nýrri Audi-bifreið
í Bústaðakirkju, það var eins og að
sitja í forsetabíl. Tveimur árum
seinna kvæntist þú Ingibjörgu
Jónsdóttur móður minni eða 20.9.
GUÐNI G.
SIGFÚSSON
✝ Guðni G. Sigfús-son fæddist í
Vífilsstaðadal í
Hörðudal í Dala-
sýslu 8. júlí 1932.
Hann lést 3. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 11.
apríl.
1981.
Í rúman áratug
vorum við samferða-
fólk en þann tíma var
ég að þroskast og
læra, við vottuðum
hvort öðru í hljóði
vináttu sem risti
djúpt öll árin.
Gunnar Ingi var
aðeins fjögurra ára
þá, eða 14 ára þegar
leiðir ykkar lágu
sundur, hann hafði
þetta að segja:
Guðni kom alltaf
vel fram við okkur og gerði vel,
mjög góður og hjartahlýr maður,
og ég vil meina að það sé Guðna að
þakka hvernig ég er í dag, uppeld-
ið hjá honum var mjög gott, jújú
hann var strangur, en ég er þakk-
látur fyrir það í dag.
Aftur lágu leiðir saman kringum
1995, en þá vorum við systkinin
orðin ungt fólk, hálffullorðin, flest
í námi. Það var enn betri tími, að
kynnast þér svo vel á fullorðins-
árum, þá fengum við staðfestingu
á hvað þú varst glaðlyndur og
hjartahlýr maður. Við áttum góðar
stundir, hittumst í sumarbústað,
og ég var auðvitað fastur gestur á
heimili ykkar mömmu á Þorfinns-
götu í Reykjavík.
Þið mamma gátuð aldei slitið
ykkur í sundur þrátt fyrir að þið
hefðuð slitið hjúskap, þannig var
það, og ekki heldur núna, nærri
þremur áratugum frá fyrstu kynn-
um og fyrir nokkrum vikum varstu
í kaffi hjá mömmu og til staðar, þú
fórst aldrei.
Á síðasta ári settir þú, Guðni,
upp fallega eldhúsinnréttingu fyrir
Toddu systur í Naustabryggju og
mun sú íbúð vera enn fallegri fyrir
það.
Með þakklæti kveð ég þig Guðni
minn.
Ég sendi ykkur, Maja, Valur,
Sigfús og afabörn, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Vertu, góði Guð, hjá mér,
gleði sönn er veitt af þér.
Gjörðu bjart mitt berskuvor,
blessa, faðir, öll mín spor,
Þú veist alltaf um minn veg,
allt þú veist, sem tala ég,
öll mín verk sér auga þitt,
einnig hjartalagið mitt.
(Einar Jónsson.)
Hrafnhildur L.
Steinarsdóttir.