Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. VEIÐIMENN fjölmenntu að Elliðavatni í gærmorgun en að vanda hófst veiðin þar að morgni 1. maí og markar dagurinn upp- haf veiðitímabilsins hjá mörgum. Veðrið lék við veiðimenn, sem voru margir hverjir í hátíð- arskapi, þrátt fyrir að silung- urinn væri ekkert sérlega töku- glaður. Þó fréttist af nokkrum sem drógu fisk og fisk, og ein- hverjir fengu á annan tug bleikju og urriða. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimenn í hátíðarskapi  Veðrið lék | 23 VERKAMENN við stíflu- og ganga- gerð við Kárahnjúka sem starfa á vegum ítalska fyrirtækisins Imp- regilo voru flestir í fríi í gær í tilefni alþjóðlegs dags verkalýðsins. Hins vegar mættu starfsmenn íslensku verktakanna, þ.e. Suðurverks, Arn- arfells og Fosskrafts, til sinnar vinnu eins og vant er. 1.400–1.500 manns vinna nú á virkjunarsvæðinu. Flestir starfsmenn bandaríska fyrirtækisins Bechtels, sem reisir ál- ver Alcoa á Reyðarfirði, voru við störf í gær, en um 1.400 manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Dagvinnu- fólk var þó í fríi. Ekki gátu allir starfsmenn Imp- regilo tekið sér frí í gær, t.d. voru starfsmenn í ræstingum, við örygg- iseftirlit og í mötuneyti að störfum. Sigurður Arnalds, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar um Kára- hnjúkavirkjun, heyrði hljóðið í ís- lensku verktökunum í gær og sagði það hafa fylgt sögunni, m.a. frá Suð- urverki, að þeir starfsmenn sem vildu taka frí mættu það gjarnan. „Hinir verktakarnir ákváðu í sam- ráði við starfsmennina og trúnaðar- mennina að vinna,“ segir Sigurður. „Þeir vinna líka allir á samfelldum, stöðugum vöktum, þannig að vinnan stoppar aldrei.“ 1. maí um allan heim Ómar R. Valdimarsson, upplýs- ingafulltrúi Impregilo, segir fyrir- tækið halda upp á 1. maí og gefa starfsfólki sínu frí í öllum þeim lönd- um sem fyrirtækið starfar í, hvort sem það er viðtekin venja í viðkom- andi landi eða ekki. Starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka hafa því allt frá árinu 2003 fengið frí 1. maí. Nú eru starfsmenn fyrirtækisins hér á landi um 1.100. Spurður hvort slegið yrði upp há- tíðarhöldum í tilefni dagsins í búðum Impregilo norðan Vatnajökuls segir Ómar: „Það verður væntanlega ein- hver hátíðarbragur á matnum, en lítið annað.“ Reglulegar rútuferðir séu til Egilsstaða og megi vænta þess að einhverjir starfsmannanna hafi notað tækifæri og brugðið sér í bæinn. Björn Lárusson, kynningarstjóri Bechtel, segir engar athugasemdir hafa borist frá starfsmönnum fyr- irtækisins vegna vinnu 1. maí. 70% starfsmanna Bechtel eru Pólverjar, 20% Íslendingar og 10% af öðrum þjóðernum. Samtals starfar fólk af um 30–40 þjóðernum við byggingu álversins. Um 3.000 manns vinna við Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði Aðeins Impregilo gaf starfsfólki frí 1. maí Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is BORUNUM sem notaðir eru við gerð aðrennslisganga á Kárahnjúkum mið- aði hægt síðustu vikurnar í apríl. Þeir skiluðu samtals einungis 300 metr- um í 16. viku en hins vegar bættust 94.000 rúmmetrar af fyllingarefni við í Kárahnjúkastíflu þá vikuna. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar um Kára- hnjúkavirkjun, segir aprílmánuð munu verða í meðallagi hvað snertir framgang framkvæmdanna. Hins vegar hafi mars verið metmánuður. „Það voru einhverjar truflanir í apríl vegna bilana og bor 2 hefur ekki gengið mjög hratt því hann er að fara í gegnum misgengi, sem var reiknað með.“ Framgangur í meðallagi í apríl Reykjahverfi | Sauðburður er hafinn og byrjar víða vel hvað varðar lambafjölda. Á Einarsstöðum í Reykjahverfi hefur verið líflegt í húsunum að undanförnu og eru sumar ærnar þrí- og fjórlembdar. Ærin Þóra sem er átta vetra, bar í vikunni fjórum hrútum, þremur bíldóttum og einum svörtum. Hún hefur oft áður verið marglembd og hefur alls eignast 23 lömb. Hér má sjá Guðnýju J. Buch á Ein- arsstöðum að annast þessa marglitu fjölskyldu en sauðburðurinn er hennar uppáhalds tími á árinu. Fjórlembingar á Einarsstöðum FISKVINNSLUFÓLK hlýtur að vera næst í röðinni að fá leiðréttingu sinna launa að mati Aðalsteins Á. Baldurssonar, formanns Verkalýðs- félags Húsavíkur. Einnig fólk sem starfar á hótelum og veitingahúsum sem og almennt iðnverkafólk. Segist hann ætla að beita sér í þessu máli á næstunni. „Undanfarið hefur starfsfólk á höf- uðborgarsvæðinu verið með skærur og uppskorið hærri laun og leiðrétt- ingar,“ segir Aðalsteinn. „Áður höfðu starfsmenn sveitarfélaganna fengið leiðréttingar. Ég kalla eftir því að næsti hópurinn sem bíði [eftir launa- hækkunum] verði fiskvinnslufólk og verkafólk almennt á hótel- og veit- ingastöðum og iðnverkafólk. Það fólk er með sambærileg kjör og þeir sem hafa verið í setuverkföllum á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta eru hópar sem hafa ekkert síður setið eftir. Ég mun vinna í þessu máli.“ Milli 600–700 manns hlýddu á ræðu Aðalsteins á Fosshóteli á Húsavík í gær, á degi verkalýðsins, en þar fjallaði hann m.a. um kjaramál þeirra lægst launuðu. | 6 Fiskvinnslu- fólkið verði næst í röðinni SCHÄFER-tík og fimm hvolpar hennar drápust á laugardag eftir að búr sem hundarnir voru í valt með þeim afleiðingum að skrúfaðist frá heitavatnskrana og vatn fór að flæða. Atvikið átti sér stað í þvottahúsi heimahúss á Akranesi og segir lög- reglan á staðnum að tilkynning vegna þess hafi borist um klukkan 11 á laugardagsmorgun. Óskað hafi verið eftir aðstoð slökkviliðs til þess að dæla út vatni sem safnaðist fyrir í þvottahúsinu. Sex hundar drápust LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði á sjötta tímanum í gær för ökumanns á Miklubraut, en maðurinn ók á 156 km hraða þar sem leyfilegur há- markshraði er 80 km á klukkustund. Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var stöðvaður austan við Grensásveg. Hann var fluttur á lögreglustöð og þar tekin af honum skýrsla. Að því loknu var hann sviptur ökuréttind- um sínum, að sögn lögreglu. Á 156 km hraða á Miklubraut TAP deCODE genetics, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 20,3 milljónum dala, um 1.500 milljónum króna, samanborið við 16,9 milljóna dollara tap eftir sama tímabil á síðasta ári. Í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem birt var á Nasdaq-markaðnum í New York eftir lokun viðskipta í gærkvöldi, segir að aukið tap megi einkum skýra með hærri kostnaði við lyfjarannsóknir og -þróun. Jókst sá kostnaður um 79% milli ára og nam 14,9 milljónum dollara. Einnig er þess getið að innleiðing nýrra reikningsskilaaðferða hafi kostað 900 þúsund dollara, um 66 milljónir króna. Tekjur hafa aukist Tekjur deCODE fyrstu þrjá mánuðina námu 10,1 milljón doll- ara, um 750 milljónum króna, sem er aukning um 600 þúsund dollara frá sama tíma í fyrra. Óinnkomnar tekjur í lok mars sl. námu 15,9 milljónum dollara og í komandi árs- hlutauppgjörum verður tekið tillit til þess. Handbært fé frá rekstri nam á sama tíma 140,3 milljónum dollara, um 10,3 milljörðum króna, og hafði minnkað um 15 milljónir dollara frá áramótum. 1.500 millj- óna tap hjá deCODE ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.