Morgunblaðið - 02.05.2006, Page 6

Morgunblaðið - 02.05.2006, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhrif öldrunar og álags á ónæmiskerfið ASTMA- OG OFNÆMISSKÓLINN heldur rabbfund og AÐALFUND á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins miðvikudaginn 3. maí nk. kl. 20 í Síðumúla 6 í húsakynnum SÍBS. Dagskrá: 1. Dr.med. Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir og dósent í klínískri ónæmisfræði, fjallar um „Áhrif öldrunar og álags á ónæmiskerfið“ og svarar fyrirspurnum. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn er öllum opinn Sjá nánari á www.ao.is Þökkum AstraZeneca fyrir stuðningin ÞÁTTTAKA í kröfugöngum og úti- fundum hefur minnkað með árunum og sumir telja tímabært að breyta fyrirkomulaginu á hátíðahöldum hér- lendis fyrsta maí. Bent er á að víðast annars staðar en í Reykjavík hafi kröfugöngur verið lagðar niður en þess í stað safnist fólk saman í íþrótta- og samkomuhúsum bæj- arfélaga. Nú í ár var í fyrsta skipti í langan tíma ekki gengin kröfuganga á Akureyri og á Selfossi var þriðja ár- ið í röð ekki haldið upp á daginn með hefðbundnum hætti. Verslunarmannafélag Suðurlands bauð félögum sínum í opið hús í sum- arbústað félagsins á Flúðum í gær, þar sem gestir fengu grillaðar pylsur, kaffi og kleinur. Margrét Ingþórs- dóttir, formaður félagsins, segir það ná yfir mjög stórt svæði og að of viða- mikið sé fyrir ekki stærra félag að halda hátíðir í öllum bæjarfélögunum. Þörf hafi því verið á að finna einhvern núllpunkt auk þess sem bústaðurinn hafi nýlega verið tekinn í gegn og tækifærið því notað til að sýna hann. Margrét segir aðsókn að hátíða- höldum á Selfossi hafa verið orðna mjög dræma auk þess sem Hótel Sel- fossi hafi verið lokað vegna end- urbyggingar fyrir þremur árum og ekkert annað húsnæði á Selfossi hafi getað rúmað hátíðahöld. „Það virtist enginn sakna þess, svo árið eftir var prófað að gefa sjúkra- húsi Suðurlands gjöf í staðinn fyrir að halda hefðbundna dagskrá,“ segir hún. „Við í Verslunarmannafélaginu höfum verið að teygja okkur nær frí- degi verslunarmanna og á síðasta ári stóðum við þá fyrir stórri ferð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra inn í Þakgil fyrir innan Vík í Mýrdal. Þangað komu hundrað manns saman á fjölskylduhátíð og í ár munum við fara í Þórsmörk.“ Margrét segist ekki endilega telja að baráttuandinn sem tengist deg- inum sé að hverfa en að grundvöll- urinn hafi breyst. Aðstæður gætu breyst „Þessi barátta sem forverar okkar, þau heljarmenni, stóðu í var svo stór og það var verið að berjast fyrir svo miklum hagsmunum. Nú eru þessi verkefni nokkuð fast bundin í kjara- samninga og það hefur í raun ríkt ágæt sátt um kjaramál,“ segir hún. „Þessar gömlu kröfugöngur hafa ekki hlotið hljómgrunn allra síðustu ár en kannski mun þetta breytast aftur. Mér finnst hugsanlega ástæða til þess. Við erum í dag að horfa fram á óskaplega miklar breytingar með þessari opnun og hinu frjálsa streymi erlends verkafólks til landsins og það kæmi mér ekkert á óvart þótt ástand- ið á vinnumarkaði myndi breytast og að aftur yrði þörf fyrir þessa bar- áttu.“ Guðmundur Gunnarsson, formað- ur og framkvæmdastjóri Rafiðn- aðarsambands Íslands, hefur viðrað hugmyndir um breytt form á hátíð- arhöldunum í Reykjavík. „Ég hef bent á að launþegum sem mæta í kröfugönguna í Reykjavík hefur farið sífellt fækkandi og á sama tíma höfum við í stéttarfélögunum í Reykjavík haldið vel sóttar fjöl- skylduuppákomur. Það er augljóst hvað félagsmenn okkar vilja; þeir mæta ekki í kröfugöngur en mæta á fjölskylduhátíðirnar,“ segir hann. „Ef maður telur saman fólk sem mætir á þessar fjölskyldusamkomur verka- lýðsfélaganna í Reykjavík eru það um þrjú til fjögur þúsund manns. Á með- an eru kannski fjögur til fimm hundr- uð manns á útifundinum og drjúgur hluti af því er fólk sem kemur frá ýmsum samtökum sem nota tækifær- ið til að vekja athygli á sjálfum sér. Án þess að ég tali neitt niður til þeirra þá nýta þau sér þennan dag á meðan við verkalýðsforingjarnir stöndum þarna frekar fáir með fána og höldum ræður hver yfir öðrum.“ Erfitt að fá fólk til að taka þátt Guðmundur á þó ekki við að ekki sé lengur þörf á þessum baráttudegi heldur telur hann að samræma megi dagskrána því sem fólkið vilji. Það hafi verið gert annars staðar en í Reykjavík. „Við Reykjavíkurfélögin erum að leggja í kostnað við þessar hátíðir hvert fyrir sig og ég velti því fyrir mér hvort við ættum ekki að fara sömu leið og hinir og leigja til dæmis Laugardalshöllina og fjöl- skyldugarðinn. Við gætum lagt undir okkur Laugardalinn og verið með veglega dagskrá þar sem okkar starf- semi væri til dæmis kynnt. Það má gera öðru vísi en með ræðuhöldum, til dæmis á básum eða með tölvutækni,“ segir hann. „Ég sé menn ekki ganga niður Laugaveginn með hnefann á lofti, það gerir það enginn lengur. Þeir sem eru að mótmæla þessum hugmyndum í verkalýðshreyfingunni eru menn sem áður stóðu í þessum slag, áttu í höggi við óðaverðbólgu og fóru kannski í langt og gott verkfall bara til að efla félagsandann. Þessir menn sakna þessa tíma en við lifum ekki á þessum tímum í dag.“ Á Akureyri var í fyrsta skipti í langan tíma ekki farin kröfuganga fyrsta maí í gær en fólk kom saman í Alþýðuhúsinu og hlýddi á ræðuhöld. Björn Snæbjörnsson, formaður Ein- ingar-Iðju, segir menn hafa verið sammála um að prófa þetta fyr- irkomulag. Frekar fámennt hafi verið í göngunum undanfarin ár. Hann tel- ur þó ekki að áhugiinn hafi minnkað. „Nei, mér finnst það ekki. Mér finnst fólk vera vel vakandi yfir þessu og það veit hvaða gildi þetta hefur. Það er bara þannig að það er svo oft erfitt að fá fólk til að taka þátt, hvort sem það er í hátíðahöldum eða öðru. En það er full þörf á þessu og ef menn hættu að halda upp á fyrsta maí væri illa komið fyrir verkalýðshreyfing- unni,“ segir hann. „Við stöndum í sömu sporum og forfeður okkar. Við erum að berjast í málum eins og því hve menn fá greidd lág laun og þá ekki síst útlendingar,“ segir hann. „Samstaðan hefur sama gildi og áð- ur.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Engin kröfuganga var í gær á Akureyri í fyrsta skipti í áratugi. Eina kröfuspjaldinu sem sást í gær, hafði verið komið fyrir í anddyri Alþýðuhússins. Ekki voru allir Akureyringar ánægðir með þessa skipan mála. Hugmyndir hafa komið fram um að breyta fyrirkomulagi á hátíðahöldum fyrsta maí „Samstaðan hefur sama gildi og áður“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FÉLAGSLEG réttindi erlendra starfsmanna sem hingað koma eru ekki nægjanlega tryggð í lögum um frjálsan atvinnu- og búseturétt launa- fólks innan Evrópska efnahagssvæð- isins (EES) og um atvinnuréttindi út- lendinga, en samkvæmt breyt- ingu á lögunum sem tóku gildi í gær, 1. maí. ná lögin nú til ríkis- borgara átta nýrra aðildarríkja Evrópusam- bandsins. Þá eru eftirlitsstofnanir á borð við Vinnu- málastofnun illa búnar undir aukið flæði vinnuafls frá þessum löndum hingað til lands. „Það er verið að bjóða til veislu en það gleymdist að baka tertuna fyrir gest- ina.“ Þetta segir Aðalsteinn Á.Bald- ursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. „Ég hefði viljað að þetta hefði verið undirbúið miklu, miklu betur,“ segir Aðalsteinn. „Ég skil ekki að Alþingi Íslendinga skuli af- greiða svona stórt mál á hlaupum eins og gert var.“ Það líti út fyrir að frumvarpið hafi lent milli stafs og hurðar og yfirvöld hafi hreinlega runnið út á tíma varðandi umsókn um frest til að taka breytingarnar upp hér á landi. Því til marks hafi Verka- lýðsfélagið á Húsavík aðeins fengið fjóra daga til að skila inn umsögn um frumvarpið. „En þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það hefði þurft að fá mun meiri umfjöllun. Ekki spurning.“ Aukið flæði erlends vinnuafls hing- að til lands í kjölfar lagabreytinganna mun að sögn Aðalsteins þýða að verkalýðsfélögin þurfi að takast á við aukið hlutverk og vera sérlega vel á verði. „Við verðum að taka okkur verulega á og vera með það sem ég vil kalla löggæslu á vinnumarkaði til að geta fylgst með þessu,“ segir Aðal- steinn. „Því Vinnumálastofnun ræður ekkert við þetta að mínu mati.“ Breytingarnar eiga ekki að kosta neitt Aðalsteinn segir málið í heild illa skipulagt og gerir verulegar athuga- semdir við að breytingarnar eigi ekki að kosta neitt, en í greinargerð með frumvarpinu sem lögð var fram á Al- þingi í byrjun apríl, segir orðrétt: „Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það hafi í för með sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.“ Hins vegar komi fram í frumvarpinu að sögn Aðalsteins að aukin krafa sé gerð á Vinnumálastofnun. Hún eigi að sjá til þess að allt sé í lagi og að kjarasamningum sé framfylgt. „En hvernig á að mæta því? Það er alveg ljóst að þeir þurfa að bæta við mann- skap.“ Þá segir Aðalsteinn hættulegt að félagsleg réttindi þessa launafólks séu ekki tryggð hér á landi með lög- unum, t.d. hvað varðar íslensku- kennslu. „Hvað gerum við til að fræða allan þennan hóp erlends verkafólks um íslenskan veruleika? Það er eiginlega verið að segja gjörið þið svo vel, gangið í bæinn, en ekki söguna meir. Þetta er eins og brúð- hjón væru að bjóða til veislu en þegar gestirnir kæmu væri engin terta og ekkert kaffi.“ Hann segir að málið myndi snúa allt öðruvísi við ef lagðar hefðu verið skyldur á stjórnvöld að setja aukið fjármagn til fræðslu til handa fólkinu og til eflingar eftirlits- stofnana. Áhrifin koma hægt og bítandi Að mati Aðalsteins er ekki víst að áhrifa lagabreytinganna fari að gæta strax. Það muni gerast hægt og bít- andi. „Ég tel að atvinnuleysi muni aukast hér á landi samfara þessari opnun,“ segir Aðalsteinn. Hann veit til þess að atvinnurekandi hafi verið tilbúinn að ráða hingað til lands verkafólk frá nýju aðildarlöndum ESB fyrir 300 krónur á tímann. Fólk- ið sé vel tilbúið að koma hingað til lands og vinna á þessum kjörum. „Það er því svo mikil hætta á að þetta hafi áhrif á allt kerfið hér.“ Aðalsteinn Á. Baldursson um frjálst flæði vinnuafls Boðið til veislu en engar veitingar eru í boði Aðalsteinn Baldursson „SVO virðist sem nokkur hreyfanleiki sé meðal ríkisborgara hinna nýju ríkja, enda atvinnuleysi þar nokkurt,“ segir í greinargerð með frumvarpi félagsmálaráðherra um frjálst flæði vinnuafls innan allra aðildarríkja EES. Í greinargerðinni kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Vinnu- málastofnun voru gefin út tæplega 4.000 ný atvinnuleyfi á árinu 2005 en þar af komu 2.765 launamenn frá nýju aðildarríkjunum, eða rétt tæp 70%. Til samanburðar voru gefin út 1.375 atvinnuleyfi á árinu 2004 en þar af komu 626 launamenn frá nýju aðildarríkjunum, eða rúm 45%. Hlutfall út- lendinga á innlendum vinnumarkaði hefur hækkað stórlega á síðustu árum og er nú orðið um 7%, sem er það hæsta á Norðurlöndum. 7% vinnuaflsins útlendingarEftir Sunnu Ósk Logadóttursunna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.