Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Íslandsmótið í knattspyrnu 2006 Blaðauki með Morgunblaðinu Föstudaginn 12. maí fylgir Morgunblaðinu glæsilegur blaðauki um Íslandsmótið í sumar: Handbók þeirra sem ætla að fylgjast með boltanum í sumar. • Kynning á öllum liðum mótsins • Valinkunnir menn spá í spilin • Leikmannalistar og breytingar á liðunum • Allir leikdagar sumarsins • Markakóngar frá upphafi Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 9. maí. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Inside Man kl. 8 og 10.25 Rauðhetta m/íslensku tali kl. 6 The Hills Have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 6 Ice Age 2 m/ensku tali kl. 8 Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 4, 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 4 og 6 Prime kl. 8 og 10.30 Prime Lúxus kl. 5.30, 8 og 10.30 The Hills have Eyes kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 4, 6 og 8 Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 4 og 6 When a Stranger Calls kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd með íslensku og ensku tali eee V.J.V Topp5.is eee H.J. Mbl eee J.Þ.B. Blaðið „Ég var ónýtur eftir myndina hún var svo fyndin.“ Svali á FM 957 „Rauðhetta á sterum“ H.Þ.H. bio.is Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! N ý t t í b í ó Eins og þú hefur aldrei séð hana áður Sýnd með íslensku og ensku tali Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni GRIMMSBRÆÐUR skrásettu flest nafntoguðustu ævintýri sögunnar, frameftir 19. öldinni og áttu þau eft- ir að leggja undir sig heimsbyggð- ina síðar meir. Hver kannast ekki við Hans og Grétu, Mjallhvíti og dvergana sjö, Þyrnirós og Rauð- hettu, svo nefnd séu nokkur af þeim ástsælustu, og m.a. Disney hefur gert að almenningseign. Weinsteinbræður eru skrásetj- arar okkar tíma, naskir kvikmynda- framleiðendur með nef fyrir góðum sögum, hæfileikum og ekki síst pen- ingum. Nú eru þeir komnir í arf- leifðina þeirra Grimmsbræða, Rauð- hetta (Hoodwinked), að hætti The Weinstein Company, er fremur groddalegur útúrsnúningur, teikni- mynd sem hittir ekki beint í markið, hvorki hjá börnum né fullorðnum, eða einhverjum ákveðnum ald- urshóp, að því að séð verður. Út- koman er bræðingur Grimms- ævintýrsins, Shreks og Ísaldar, krydduð hversdagslegum tónlistar- atriðum og klisjukenndum auka- persónum. Þó hún bryddi upp á nokkrum, skoplegum hugmyndum, situr maður ósnortinn eftir. Fullmikið er sagt að Weinstein- arnir hafi nauðgað Rauðhettu litlu, en aðförin jaðrar við ósiðlegt athæfi og, því miður, virðist stefna í að þeir hyggi á frekari efnistök í smiðju bræðranna þýsku. Miðað við flumbruganginn í Rauðhettu vona ég að okkur verði forðað frá meira af slíku, en lokakaflinn verður ekki skilinn á annan veg. Undir stjórn Cory Edwards snýst ævintýrið upp í réttarhöld þar sem allir sakborningarnir rekja sína hlið málsins. Einhver er langt kominn með að ræna sælgætisuppskrift- unum í skóginum, meðal þeirra sem mæta fyrir rétti eru Rauðhetta, Amman, Úlfurinn og Skógarhöggs- maðurinn. Fyrir utan réttarhöldin vinnur Edwards það helst afreka að gera ömmu gömlu að ósigrandi snjóbrettakempu, Skógarhöggs- manninn að hálfvita og hálftrölli, Schwarzeneggerættar, og Úlfinn að Marlowe-legum rannsóknarblaða- manni. Íslenska raddsetningin er fag- mannleg að venju, en leikararnir fá takmörkuð tækifæri til að spreyta sig og fátt kemur á óvart annað en góð frammistaða Gísla Péturs sem talar fyrir Úlfinn, sama má segja um Berg Þór (Nikki lappir). Rauðhetta Weinsteinbræðra KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó, Borgarbíó Akureyri Teiknimynd með enskri og íslenskri tal- setningu. Leikstjóri: Cory Edwards. Enskar raddir: Anne Hathaway, Glenn Close, Jim Belushi, Patrick Warburton, David Ogden Stiers, Chazz Palminteri, o.fl. Leikstjóri íslenskrar talsetningar: Jakob Þór Einarsson. Þýðandi: Svanhildur Thors. Íslenskar raddir: Rauðhetta: Birg- itta Haukdal. Úlfur: Gísli Pétur Hinriks- son. Amma Krumpa: Selma Björnsdóttir. Nikki Lappir: Bergur Þór Ingólfsson. Grámi varðstjóri: Jóhann Sigurðarson. Geir, storkur og lögga: Sigurður Sig- urjónsson, ofl. 80 mín. Bandaríkin 2005. Rauðhetta (Hoodwinked)  Gagnrýnanda þykir aðförin að Rauðhettu jaðra við ósiðlegt athæfi. Sæbjörn Valdimarsson Bandaríski töframaðurinn DavidBlaine hóf í gær vikulanga dvöl sína í 2,5 metra háu gullfiskabúri. Blaine fær súrefni og næringu um tvær slöngur og ætlar þannig að halda lífi, en gullfiskabúrið verður í byggingunni Lincoln Centre í New York. Þessu nýjasta bragði sínu hef- ur Blaine gefið nafni Drowned Alive eða Drekkt lifandi. Undir lok þess, á seinasta degi, ætlar töframaðurinn að halda niðri í sér andanum í vatninu í rúmar 8 mínútur og 58 sekúndur. Blaine hefur unnið svipuð afrek áð- ur, hann dvaldi í glerbúri án matar í 44 daga við Thames í Lundúnum fyr- ir þremur árum. Í Lincoln Center mun fólk geta gengið upp að búrinu og sent honum stuðningsmerki eða sýnt honum skrifuð skilaboð. Galdur Blaine er ekki áhættulaus. Hann gæti ofkælst, það gæti liðið yfir hann, húð- in gæti farið illa af vatninu og hann gæti orðið fyrir taugaskemmdum, að því er greint er frá á fréttavef Sky. Því lengur sem Blaine dvelur í vatninu þeim mun meira verður hita- tap líkamans og gæti hann þá þurft á meira súrefni að halda til að auka lík- amshita sinn. Það mun gera dvöl hans sífellt erfiðari. Fólk folk@mbl.is Reuters Samkvæmt síðustu fregnum erKeith Richards, gítarleikari Rolling Stones enn að jafna sig á heilahristingi sem hann hlaut þegar hann féll úr pálmatré á Fiji- eyjum. Ljós- myndarar sitja enn um spítalann þar sem að Rich- ards er hlynnt en hvorki starfsmenn spítalans né aðrir nákomnir gítarleikaranum hafa fallist á að veita nokkrar upplýsingar um líðan hans. Þrátt fyrir það má reikna með að hann sé allur að braggast því að samkvæmt fréttastofunni TV3 sást aðstoðarmaður tónlistarmannsins bera þrjá gítara inn á spítalann. Eig- inkona Richards og fyrrum fyrirsæta, Patti Hansen, er sögð vera við hlið eiginmanns síns í Aukland.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.