Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.05.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Allra veðra von Viðarvörn er ekki það sama og viðarvörn. Kjörvari er sérstaklega þróaður fyrir íslenska veðráttu þar sem mikilvægt er að gæðin séu í lagi. Notaðu viðarvörn sem þolir íslenskt veðurfar ● SEÐLABANKI Evrópu ákvað á fundi sínum í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum, 2,5%. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextirnir eru ákveðnir 2,5% hjá Seðlabanka Evrópu, en þeir voru lækkaðir um 0,25 prósentustig í marsmánuði síð- astliðnum. Óbreyttir stýrivextir á evrusvæði ● KREDITKORTAVELTA heimila var 20,6% meiri á fyrsta ársfjórðungi 2006 en á sama tímabili í fyrra, að því er kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Aukning síðustu tólf mánuði er 15,5% borið saman við tólf mánuðina á undan. Debetkortavelta jókst um 14,5% frá janúar til mars 2006, en síð- ustu tólf mánuði nemur aukningin 18,9%. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila síðustu tólf mánuði um 17,3%. Kreditkortavelta Íslendinga fyrir utan landsteinana jókst um 35,2% á fyrsta ársfjórðungi 2006 frá sama tímabili árið áður. Erlend greiðslu- kortavelta hér á landi jókst um 6,4% á fyrsta ársfjórðungi 2006 miðað við sama fjórðung á síðasta ári. Samtals voru 7.143 bílar ný- skráðir á fyrsta ársfjórðungi 2006, sem er 37,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Tólf mánaða aukning nýskráningar nemur 50,9%. Velta kreditkorta eykst um 20,6% ● SAMTALS komu 133 þúsund far- þegar til landsins um Keflavíkur- flugvöll á fyrsta ársfjórðungi 2006. Miðað við sama tímabil á síðasta ári er aukningin 15% en þá voru farþeg- arnir 122 þúsund. Síðastliðna 12 mánuði komu 767 þúsund farþegar til landsins sem er aukning upp á tæp 8% miðað við tólf mánuðina á undan. Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um 15% ● VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var óhagstæður um 9,7 milljarða króna í apríl, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Íslands. Út- flutningur í mánuðinum var 17,7 milljarðar króna en innflutningur 27,4 milljarðar. Vöruskiptahalli 9,7 milljarðar í apríl AUKINN hagnaður íslensku bank- anna á fyrsta fjórðungi þessa árs hefur dregið úr ótta um að miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi það sem af eru þessu ári hafi haft nei- kvæð áhrif á bankana. Þessu er haldið fram í frétt í breska við- skiptablaðinu Financial Times. Í fréttinni er haft eftir Tiaga Parente, sérfræðingi hjá franska bankanum BNP Paribas, að niðurstöðurnar úr árshluta- uppgjörum íslensku bankanna, sem birtar hafa verið að und- anförnu, séu góðar, og að bank- arnir séu að gera það sem þeir þurfi að gera við núverandi að- stæður. Parente segir að íslensku bankarnir; Glitnir, Kaupþing banki, Landsbankinn og Straum- ur-Burðarás Fjárfestingarbanki, hafi sýnt að þeir geti skilað góðri afkomu við þær sveiflukenndu að- stæður sem verið hafi í íslensku efnahagslífi. Þá hafi einnig komið vel í ljós að stór hluti hagnaðar þeirra komi erlendis frá. Ekki sé þó hægt að draga of miklar álykt- anir nú, því einungis sé um einn ársfjórðung að ræða. Aðlögun í ís- lensku efnahagslífi sé enn í gangi og það muni taka lengri tíma fyrir áhrifin á bankana að koma að fullu í ljós. Bankarnir gera það sem þeir þurfa ● FISKAFLI á fyrsta ársfjórðungi 2006, reiknaður á föstu verðlagi, dróst saman um 18,2 % miðað við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í Hagtíðindum sem Hagstofa Íslands gefur út. Aflinn síð- stliðna tólf mánuði var 11,4% minni en tólf mán- uðina þar á undan. Verð á sjávarafla í íslenskum krónum var 4,5% hærra á fjórðungnum en í fyrra og útflutn- ingsverð sjávarafurða í íslenskum krónum hækkaði um 5,3%. Með- altal gengisvísitölunnar í íslenskum krónum lækkaði um 0,9% milli fyrstu ársfjórðunganna 2005 og 2006. Fiskafli 18,2% minni en í fyrra ● LAUNAVÍSITALA var 0,3% hærri í mars en í fyrri mánuði. Vísitalan hef- ur þá hækkað um 8,6% frá því í mars 2005, að því er kemur fram í Hagtíð- indum Hagstofu Íslands. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 5,0%. Mælt á þessa kvarða var kaupmáttur launa 3,4% meiri í mars 2006 en á sama tíma í fyrra. Með- alkaupmáttur fyrstu þriggja mánaða þessa árs er 3,8% meiri en á sama tímabili á síðasta ári. Kaupmáttur eykst um 3,4% milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.