Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 50

Morgunblaðið - 05.05.2006, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Lýsing hefur áhrif á það hvernig hlutir líta út. Sama landslag getur virst drungalegt eða himneskt, allt eftir því hvernig birtan er. Sérhvert val varpar ljósi á umhverfi manns og þá sem eru í því. Naut (20. apríl - 20. maí)  Foreldri sagði nautinu hugsanlega eitt sinn að ekki væri rétt að búa til sögur, en stundum hjálpar það manni í sam- skiptum að kríta liðugt. Leiktu þér. Ef þú þjálfar ímyndunaraflið laðar þú ein- mitt að þér fólkið sem er kleift að auðga anda þinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Himintunglin hjálpa tvíburanum að verða enn betri í að leysa vandamál. Ef þú berð ekki kennsl á vandamálið, gagnast það þér hins vegar ekkert. Orðaðu það sem veldur þér áhyggjum og spáðu í það í nokkrar mínútur í dag. Það gæti leyst á þeim tíma. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þú veist hvernig á að nota það, hjálpar innsæið þér við að taka meiri- háttar ákvörðun í lífinu. Æfðu þig í að sjá hluti fyrir þér. Kannski situr þú við skrifborð, en hugurinn er á ævintýra- slóðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Flautaðu, syngdu eða sönglaðu við vinnuna. Þannig nærðu að einbeita þér þrátt fyrir margvíslegar truflanir sem verða á vegi þínum. Allar hindranir sem þú mætir færa þér heppni, því þær ljá framtaki þínu persónulegri blæ. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gamlir vinir þrá að vera í sambandi við þig, en óttast að þú erfir ennþá gamlar syndir við þá. Ef þú vilt eiga samskipti við einhvern aftur skaltu stíga fyrsta skrefið í kvöld. Vog (23. sept. - 22. okt.)  F. Scott Fitzgerald, sem var í vogar- merki, sagði að það væri gáfumerki að geta geymt tvær andstæðar hugmynd- ir í kollinum á sama tíma. Það er ósanngjarnt, enda mjög auðvelt fyrir vogina. Gáfur þínar vekja hrifningu í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn er yndisleg ráðgáta í augum einhvers sem elskar hann. Ekki vera hissa ef einhver reynir á þessu augnabliki að ráða í brosið sem leikur um varir þínar á meðan þú sefur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Haft er á orði að kossar út í loftið séu sóun, en það er ekki rétt því þeir lenda alltaf einhvers staðar. Bogmaðurinn eyðir deginum í að feykja vangaveltum sínum, athygli og ást út í vindinn. Hún lendir á réttum stað á réttum tíma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Spennan magnast í vinnunni. Breyt- ingar eru yfirvofandi. Fyrst engar lík- ur eru á því að óreiða og brjálæði fari minnkandi í kringum þig er best að reiða sig á skipulag sem rúmar bæði reglu og ringulreið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áhyggjur sem áður voru stórbrotnar virðast alls ekkert svo yfirdrifnar akk- úrat núna. Það er merki um að þú kunnir að taka lífinu með sömu léttúð og barnið. Þess vegna gerir þú það vel. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Rótin að vanda dagsins í dag felst í eðlislægri skoðun sem þarf ekki endi- lega að henta þér. Ekki spá í hvort hún sé rétt eða ekki – ef hún bætir líf þitt skaltu halda þínu striki, ef ekki losaðu þig þá við hana. Stjörnuspá Holiday Mathis Tunglið er í ljóni og lætur eins og fyrirgangssamur skipuleggjandi sem hvetur alla til þess að standa upp og dansa. Sól og Júpíter eru í mótstöðu sem getur af sér yfirdrifnar hugmyndir um hvernig við eigum að lifa betur með hlutum sem við njótum en þurfum ekki beinlínis á að halda. Er það rangt? Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 eira, 4 hælbein, 7 ákæru, 8 gaul, 9 lík, 11 stillt, 13 vanþóknun, 14 frek, 15 tiginn valds- maður, 17 að ótöldum, 20 guði, 22 hryggur, 23 kvendýrið, 24 und- irnar, 25 hreinar. Lóðrétt | 1 óskar ákaft, 2 rödd, 3 eyðimörk, 4 heit- ur, 5 ungi lundinn, 6 lík- amshlutinn, 10 veldur ölvun, 12 blekking, 13 skelfing, 15 einn postul- anna, 16 klettasnös, 18 svardagi, 19 mannsnafn, 20 sóminn, 21 reitt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 pennalata, 8 messu, 9 tigna, 10 mær, 11 tjara, 13 ausan, 15 atlas, 18 ógild, 21 tól, 22 kafla, 23 asnar, 24 gallharða. Lóðrétt: 2 elska, 3 nauma, 4 letra, 5 tagls, 6 smit, 7 raun, 12 róa, 14 ugg, 15 aska, 16 lyfta, 17 stagl, 18 ólata, 19 iðnað, 20 durt. Tónlist Café Rosenberg | Í tilefni af útgáfu geisla- disksins „Leiðin er löng“, mun Halli Reynis halda útgáfutónleika á föstudags- og laugardagskvöld. Grensáskirkja | Lillukórinn í Húnaþingi vestra heldur tónleika 6. maí kl. 15. Kór- stjóri er Ingibjörg Pálsdóttir undirleikari og stjórnandi er Guðjón Pálsson. Efnisskráin er fjölbreytt, bæði innlend og erlend lög. Kórinn hefur gefið út tvo geisladiska: Ég hylli þig Húnaþing og Sendu mér sólskin. Hafnarfjarðarkirkja | Vortónleikar kórs Hafnarfjarðarkirkju með kór Lindakirkju, sunnudaginn 7. maí kl. 17. Flutt verður messa e. Gounod, verk e. Mozart o.fl. Ein- söngvarar: Gréta Jónsdóttir, Hrönn Haf- liðadóttir, Jóhannes A. Jónsson og Svava K. Ingólfsdóttir. Píanó: Antonia Hevesi. Komið og njótið. Frír aðgangur. Íslenska óperan | Burtfararprófstónleikar Guðbjargar Sandholt messósópran verða kl. 20. Guðbjörg er að ljúka námi sínu við Tónlistarskólann í Reykjavík. Á efnis- skránni eru ýmis verk eftir t.d. Händel, Schubert og M. de Falla. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Loftkastalinn | Neyðarhjálp úr norðri stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Loft- kastalanum laugardaginn 6. maí kl. 14. Fram koma yfir 100 tónlistarmenn og skemmtikraftar. Ágóði rennur til fórnar- lamba flóða í Tékklandi. Miðaverð 1.500 kr. og miðasala hefst í Loftkastalanum kl. 12 á hádegi laugardaginn 6. maí. Salurinn, Kópavogi | Tónleikar kennara Tónlistarskóla Kópavogs laugardaginn 6. maí kl. 13. Frönsk 20. aldar píanótónlist fyr- ir tvo. Nína Margrét Grímsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir leika píanótónlist fyrir tvo flygla eftir Fauré, Debussy og Milhaud. Stúdentakjallarinn | Föstudagsdjamm Jazzakademíunnar, djassklúbbs HÍ, kl. 16– 18. Aðgangur ókeypis. Egill er áberandi í ís- lensku djasslífi en á háskólasvæðinu er hann þekktari sem prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði. Auk Egils leika Stefán Stefánsson, Ari Bragi Kárason, Högni Egilsson og Birgir Baldursson. Myndlist 101 gallery | Steingrímur Eyfjörð – Bein í skriðu. Til 3. júní. Akranes | Kjartan Guðjónsson sýnir olíu- verk í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi til 7. maí. Anima gallerí | Björg Örvar barnasaga/ fiskisaga – málverk. Til 21. maí. Aurum | Sunna Dögg Ásgeirsdóttir sýnir grafíkverkin Pá - lína sem eru prentuð á striga til 15. maí. Bókasafn Garðabæjar | 13 myndlistar- nemar úr Garðabæ eru með málverkasýn- ingu í húsnæði Bókasafns Garðabæjar. Café Karólína | Þorvaldur Þorsteinsson – Íslandsmyndir. Til 5. maí. Classic Rock | Myndlistasýningin „Slettur“ á veggjum staðarins. Energia | Kristín Tryggvadóttir – Rauður þráður. Til 19. maí. Gallerí Dvergur | „MUCUS“ Magnús Árna- son myndlistarmaður flytur gjörning 6., 13. og 17. maí kl. 20–20.30. Gjörningurinn stendur aðeins yfir í 20 mínútur. Gallerí Fold | Tryggvi Ólafsson sýnir mál- verk til 14. maí. Gallerí Húnoghún | Þorvaldur Óttar Guð- laugsson til 5. maí. Gallerí Sævars Karls | Graeme Finn sýnir 300 teikningar sem mynda innsetningu í galleríinu. Gallerí Úlfur | Torfi Harðarson er með sýn- ingu á hestamálverkum til 7. maí. Gallerí Boreas frá New York sýnir verk eftir Adam Bates. Sýningin „Sögur“ il 31. maí. Hallgrímskirkja | Sýning á olíumálverkum Sigrúnar Eldjárn stendur til 30. maí. Kaffi Sólon | Unnur Ýrr sýnir málverk á striga. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Til 6. okt. Ketilhúsið Listagili | Sýningu Soffíu Sæ- mundsdóttur framlengd til 7. maí. Listaháskóli Íslands Laugarnesi | 1. og 2. árs nemendur LHÍ sýna afrakstur nám- skeiðsins Textíll og samtíminn undir leið- sögn Guðrúnar Gunnarsdóttur í Kubbnum, sýningarsal Listaháskólans í Laugarnesi til 5. maí. Listasafn Reykjanesbæjar | Í EYGSJÓN? Sex færeyskir málarar. Myndefnið er fær- eysk náttúra. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Ásmundur Sveinsson – Maður og efni. Sýn- ing á úrvali verka úr safneign Ásmundar- safns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, stein, brons, og aðra málma – og hvernig sömu viðfangsefni birtast í ólíkum efnum. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning fyrir unga listunnendur sem sett er upp í tengslum við útgáfu nýrrar bókar Eddu útgáfu um myndlist fyrir börn þar sem kynnt eru verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Til 3. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Innsetningar eftir Joseph Kosuth og Ilja & Emiliu Kabakov sem eru fremstu konsept- listamenn heimsins í dag. Á sýningunni vinna þau með ólík þemu úr ævintýrum sagnaskáldsins mikla, H.C. Andersen. Hluti sýningarinnar fer einnig fram í porti Hafnarhússins. Til 5. júní. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs | Humberto Velez, listamaður frá Panama kemur með suður-ameríska strauma. Hann ætlar að heimsækja skóla á Fljótsdalshér- aði auk þess sem hann verður með vinnu- stofu í Kompunni til 5. maí. Laug. 6. maí verður farið í skrúðgöngu frá Kompunni kl. 13. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos/  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða MINNUM á hina árlegu messu Fáskrúðsfirðinga- félagsins í Breiðholtskirkju sunnudaginn 6. maí kl. 14. Fáskrúðsfirðingar taka virkan þátt í athöfninni. Þór- ólfur Þorsteinsson spilar á harmonikkuna og dætur hans, Marína og Helena, syngja. Örvar Ingi Jóhann- esson leikur á píanó og spilar einnig undir söng hjá Eydísi Sunadóttur. Hafdís Jónsdóttir og Guðrún Kristinsdóttir lesa úr Ritningunni. Prestur sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Kaffisamsæti í Safnaðarheimilinu eftir messuna. Hvetjum Fáskrúðsfirðinga til að fjölmenna á skemmtilega sam- verustund. Fáskrúðsfirðingafélagið. Fáskrúðsfirðingamessa í Breiðholtskirkju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.