Morgunblaðið - 09.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 21
MINNSTAÐUR
Suðurnes | Söngsveitin Víkingar
heldur sína árlegu vortónleika í
vikunni. Sungið verður í Sandgerði,
Keflavík og Garði.
Efnisskráin er létt og skemmti-
leg, blanda af íslenskum og erlend-
um lögum frá ýmsum tímum, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu.
Fyrstu tónleikarnir verða á
morgun, miðvikudag, í Safn-
aðarheimilinu í Sandgerði. Á
fimmtudag verður með tónleika í
Reykjanesbæ, í Duushúsum, og á
föstudag í Gerðaskóla í Garði. Allir
tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Stjórnandi er sem fyrr Sigurður
Sævarsson. Bassaleikari er
Rebekka Björnsdóttir, Vignir Berg-
mann leikur á gítar, Einar Gunn-
arsson og Ólafur Eyjólfsson á
harmonikku, Einar Gunnarsson á
túbu og Þorvaldur Halldórsson á
slagverk.
Víkingarnir
syngja inn
vorið
Árborg | Menningar- og mann-
lífshátíðin Vor í Árborg verður hald-
in í fjórða sinn 11.–14. maí. Í upp-
hafi hátíðarinnar verður Menn-
ingarviðurkenning Árborgar 2006
afhent við hátíðlega athöfn og verð-
ur örleikritið Geirþrúður og Hamlet
sem nýverið var sýnt í Borgarleik-
húsinu einnig sýnt.
Á hátíðinni gefst kostur á að
skoða sýningu á næfistaverkum úr
fórum Áslaugar G. Harðardóttur og
Jóns Hákons Magnússonar þar sem
sýnd verða verk eftir alla helstu
næfista landsins. Nýstofnuð Stór-
sveit Suðurlands heldur djass-
tónleika ásamt Djasskvartett Krist-
jönu Stefánsdóttur og dixieland-
hljómsveitinni Sýlumönnunum.
Tónlistarmenn koma fram í Sund-
höll Selfoss og verður til dæmis
skemmtilegt að sjá og heyra Kór
Fjölbrautaskóla Suðurlands syngja
ofan í lauginni.
Á Eyrarbakka geta menn lesið
ljóð og texta á ljósastaurum, litið
inn á þorpsmarkað við Rauða húsið,
farið á bókamarkað í Verslun Guð-
laugs Pálssonar eða fylgst með leir-
brennslu utanhúss og fleira.
Á Selfossi verða hugmyndir Sig-
rúnar Ólafsdóttur að listaverki á
hringtorgið við Ölfusárbrú til sýnis
og menn ætla að dansa afródans
fyrir framan verslunina Afró-
butique þar sem einnig verður fjár-
og fatasöfnun fyrir Gana.
Unga fólkið mætir í poppsmiðju
hjá hljómsveitinni Á móti sól, í
Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri og
lýkur deginum með hljóm-
sveitakeppni.
Myndlista- og ljósmyndasýningar
verða víða í sveitarfélaginu og opið
hús á vinnustofum fjölmargra lista-
og handverksmanna. Þá eru glugga-
sýningar í mörgum verslunum og
þjónustustofnunum þar sem mynd-
list, hönnun, handverk og ljós-
myndir eru til sýnis. Dagskráin er
birt á vef sveitarfélagsins, arborg.is.
Sýnd verk eftir helstu næfista landsins
Vor í Árborg Vorið er komið á Eyrarbakka.
Akranes | Undirritaður hefur verið
kaupsamningur á milli Fasteigna-
félags Akranesbæjar og Smáragarðs
ehf. þar sem Fasteignafélag Akra-
nesbæjar kaupir hluta af verslunar-
miðstöðinni á Dalbraut 1, miðbæjar-
svæði, fyrir Bóka- og skjalasafn
Akraness.
Hér er um að ræða um það bil
1300 fermetra húsnæði sem verður
afhent kaupanda til afnota 1. októ-
ber. Í verslunarmiðstöðinni verða til
húsa ný matvöruverslun Kaupáss og
fleiri smærri verslanir og fyrirtæki.
Myndin var tekin við undirrit-
unina, f.v. Guðmundur Halldór Jóns-
son framkvæmdastjóri Smáragarðs,
Brynja Halldórsdóttir fram-
kvæmdastjóri Norvikur, Jón Helgi
Guðmundsson forstjóri, Guðmundur
Páll Jónsson bæjarstjóri og Jón
Pálmi Pálsson bæjarritari.
Kaupa hús-
næði fyrir
bókasafn
LANDIÐ
♦♦♦
Fréttir á SMS