Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 33
MINNINGAR
1982, fyrst sem leikskólastjóri í
Hamraborg en síðar varð hún deild-
arstjóri fagdeildar og við skipulags-
breytingar yfirmaður sálfræði- og
leikskólaráðgjafar leikskólanna. Hluti
af starfi hennar var þátttaka í und-
irbúningi bygginga leikskóla og lagði
hún þannig með störfum sínum fram
mikilvægan skerf í þeirri miklu upp-
byggingu á leikskólastiginu sem varð
á síðasta áratung síðustu aldar í
Reykjavík. Skömmu eftir að yfir-
stjórnir leik- og grunnskóla samein-
uðust síðastliðið vor og til varð
menntasvið Reykjavíkurborgar varð
Margrét Vallý tímabundið aðstoðar-
maður sviðsstjóra menntasviðs þar til
hún veiktist seint á síðasta ári.
Áður en Margrét Vallý kom til
starfa hjá Reykjavíkurborg hafði hún
verið leikskólastjóri í heimabyggð
sinni á Dalvík. Þannig helgaði hún sig
alla starfsævi sína velferð og uppeldi
ungra barna, en hún var menntaður
leikskólakennari.
Margrét Vallý hafði sérlega hlýja
og fágaða framkomu. Traust og elju-
semi einkenndu öll hennar störf og
samstarfsmenn nutu yfirsýnar henn-
ar og þekkingar á sviði leikskóla-
starfs.
Fyrir hönd menntasviðs Reykja-
víkurborgar er Margréti Vallý þakk-
að mikilvægt framlag til uppeldis
ungu kynslóðarinnar í Reykjavík um
árabil. Við sendum eftirlifandi eigin-
manni hennar, Páli Magnússyni, og
börnum innilegar samúðarkveðjur.
Gerður G. Óskarsdóttir,
sviðsstjóri menntasviðs
Reykjavíkurborgar.
Fyrstu kynni mín af Margréti Vallý
voru árið 1982, þegar hún var ráðin í
starf leikskólastjóra í Hamraborg.
Var eftir störfum hennar sóst og þeim
sem að ráðningunni komu og þekktu
til starfa hennar fyrir norðan þótti
hún happafengur fyrir leikskóla
Reykjavíkur. Reyndist það æ svo en
árið 1988 réðst hún til starfa á skrif-
stofunni fyrst sem leikskólaráðgjafi
og síðar eða árið 1990 sem deildar-
stjóri fagdeildar. Varð hún yfirmaður
leikskólaráðgjafa og sérfræðiþjón-
ustu leikskóla Reykjavíkur og dag-
gæsluráðgjafa og var ásamt fjármála-
stjóra nánasti samstarfsmaður
framkvæmdastjóra og leikskólaráðs.
Á þessum árum var mikil aukning í
allri starfsemi leikskóla, nýir leikskól-
ar voru byggðir og öðrum var breytt
að kröfum nýrra tíma. Hafði Margrét
Vallý umsjón með faglegum þáttum
sem sneru að byggingunum fyrir
hönd stofnunarinnar og leysti þau
störf með sóma.
Endurskoðuð lög um starfsemi
leikskóla voru samþykkt árið 1991 og
aftur árið 1994. Var leikskólinn þar
gerður að fyrsta skólastigi barnsins
og miklar kröfur gerðar um faglegt
starf, áætlanagerð og endurmat á
starfsemi leikskóla. Mikið starf hvíldi
því á fagdeild í ráðgjöf og mótandi
starfi í leikskólum Reykjavíkur.
Rækti Margrét Vallý öll þau störf
með lipurð og reisn og má segja að
frábær niðurstaða í skoðanakönnun-
um meðal foreldra barna í leikskólum
gefi bestan vitnisburð um það hvernig
til tókst í starfi leikskólanna í Reykja-
vík með stuðningi frá fagdeild og öðru
starfsfólki á skrifstofunni.
Þó oft gustaði um vinnustaðinn
okkar var þar samt ávallt gott og vin-
samlegt andrúmsloft. Við áttum sam-
an margar gleðistundir en einnig var
sýndur samhugur þegar á bjátaði.
Þar átti hún Margrét Vallý sinn þátt
með hófsamri og fallegri framkomu
og góðri nærveru.
Fyrir allt þetta vil ég þakka á þess-
ari stundu sem kom svo allt of fljótt.
Ég sendi Páli og öllum öðrum að-
standendum samúðarkveðjur.
Bergur Felixson.
Nú er komið að kveðjustund. Góð-
ur samferðamaður og veiðifélagi er
kvaddur.
Fyrir rúmum 20 árum kynntist ég
Páli og Vallý er við fórum að veiða
saman norður í Laxá í Þingeyjar-
sýslu, þau hjón höfðu stundað þar
veiðiskap um Jónsmessuna í áraraðir,
en í eitt skipti komst Vallý ekki með
og fékk ég að koma í staðinn.
Þannig hófst félagsskapur okkar
um veiðiferðir og útivist.
Á þessum árum var tjaldað við ár-
bakkann og dvöldum við viku í senn.
Þau Páll og Vallý höfðu komið sér upp
ágætu tjaldi og öðrum búnaði til úti-
vistar svo að í hléum við veiðarnar,
dvöldum við í fortjaldinu þeirra,
snæddum og hlógum saman. Fyrir
þessa samverustundir verðum við
Kristín ævinlega þakklát.
Við nýgræðingarnir í veiðinni lærð-
um mikið af þeim hjónum við árbakk-
ann. Virðing þeirra og hógværð gagn-
vart umhverfinu og lífinu í ánni er
aðdáunarverð. Á göngu okkar niður
Hofstaðaey las Páll ána en Vallý
skynjaði frekar flóruna og umhverfið
í heild sinni. Hún átti það til að staldra
við á göngunni til að hlúa að sjaldséðu
blómi sem með vanmætti var að
brjóta sér leið upp úr sinu vetrarins.
Örnefni sveitarinnar vöfðust ekki
fyrir henni frekar en heiti flóru lands-
ins og var nóg að spyrja Vallý ef efi
hvarflaði að. Á löngum tíma höfum við
Kristín farið víða með Páli og Vallý og
skal helst nefna Bjarnarfjarðará á
Ströndum, Skálmardalsá og Veiði-
vötn og fleiri staði, hver ferðin ann-
arri betri og skemmtilegri, að ónefnd-
um Svarfaðardalnum, Kóngsstaðir,
gamla ættarsetrið hennar, en þangað
þótti henni gott að koma.
Ég man er við gengum þar öll upp í
fjall í berjamó og er komið var niður í
hús var séð að eftirréttur kvöldmál-
tíðar þessa dags yrði nokkuð hressi-
legur. Vallý hins vegar tíndi einnig
sveppi og ýmsar kryddjurtir sem hún
notaði við matargerð þessa eftir-
minnilega dags. Hún var frumleg á
því sviði og hafði þann eiginleika að
setja saman ólíka hluti á óhefðbund-
inn hátt svo undrun sætti og orð fór af
og sannast best er ég rakst á grein í
tímariti þar sem fjallað var um henn-
ar færni í matargerðarlist og kom
engum á óvart sem til þekktu.
Í okkar huga var Vallý lífsins lista-
maður, hún kunni að njóta þess sem
umhverfið bauð upp á hverju sinni og
gaf þannig af sér til okkur hinna.
Seinna fórum við að ferðast erlend-
is og minnumst við helst er við fórum
til Kyoto. Það var ánægjulegt að upp-
lifa þessa ferð með Vallý því áhuginn
hennar á siðum í landinu, á garðrækt
Japana, Zen búddisma og matargerð
var með þeim hætti að ánægjulegt var
að fylgjast með.
Það má með sanni segja að Vallý
var góður ferðafélagi og samferða-
maður.
Nú drúpum við Kristín höfði af
virðingu og vinsemd og vottum Páli
og öðru venslafólki samúð okkar.
Eyjólfur Bragason,
Kristín Kristmundsdóttir.
Við kynntumst Vallý Jóhannsdótt-
ur fyrir um 25 árum þegar hún og Páll
bróðir okkar rugluðu saman reytum
sínum. Kynni okkar urðu hægfara,
enda allir meira og minna á ferð og
flugi og mishlédrægir og óframfærn-
ir. En þau uxu smám saman. Vallý var
hógvær og hafði hægt um sig, en var
ein traustasta og besta manneskja
sem við höfum kynnst.
Samleið með einni manneskju í ríf-
lega hálfa ævi manns hefur mikil áhrif
á lífið. Marga litlar athafnir sem mað-
ur framkvæmir næstum daglega bera
mark af Vallý og síðustu daga og vik-
ur þegar minningarbrotin eru alltaf
að hoppa upp í kollinn á manni gerir
maður sér allt í einu grein fyrir þessu.
Salatgerð, silungsveiði, Unimog,
Fjóla dúkka og fínu fötin hennar og
stofublómin kveikja mynd með til-
finningu í huganum.
Eitt svona myndskeið sem kemur
upp í hugann er laugardagseftirmið-
dagur á Bragagötu.
Svosum hversdagslegt, en tilfinn-
ingin sem fylgir er vellíðan. Svona á
lífið að vera.
Klukkan hálffjögur. Læri kryddað
með rósmarín. Grænmeti skorið í
stóra bita. Kartöflur, laukur, paprika,
sellerí og púrra. Teningur leystur upp
í vatni. Allt sett í eldfast fat og í 100°
heitan ofn.
Á meðan lærið er í ofninum er
klippt svolítið af trjánum í garðinum,
rótað í beðunum, eða farið í göngutúr.
Spjallað við tengdamóðurina á neðri
hæðinni. Öðru hvoru kíkt á lærið og
ausið yfir það soðinu. Um sexleytið,
farið inn, opnuð rauðvínsflaska. Sest í
góðan stól. Lærið tekið út úr ofninum
og hann stilltur á grill (250° opinn
ofn). Grænmetið tekið frá eða álpapp-
ír settur á það svo það brenni ekki.
Lærið sett inn og látið brúnast á báð-
um hliðum ca 5 mínútur á hvorri hlið.
Slökkt á ofninum og látið standa í 10
mínútur og jafna sig.
Matarins notið.
Vallý kunni að meta náttúru og úti-
veru, og stundaði ásamt Palla bróður
ferðalög og silungsveiðar.
Athvarfið þeirra og ættaróðal
Vallýjar, Kóngsstaðir í Skíðadal, var
staður sem var þeim báðum kær og
þau dvöldu á um tíma hvert sumar.
Þessi þröngi og gróðursæli dalur með
gamla húsinu og reynitré við gaflinn
geymir fjölskyldusögu Vallýjar marg-
ar kynslóðir aftur í tímann. Þar er
sælureitur.
Úr dalnum var líka ættað heima-
reykta hangikjötið sem borðað var
saman á hverri Þorláksmessu með
laufabrauði og baunum. Þann sið úr
heimahéraði sínu innleiddi Vallý hjá
okkur, og þessar samkomur á heimili
þeirra hjóna hafa lengi verið mikil-
vægur hluti jólahalds í fjölskyldum
okkar systkinanna. Þar var hægt að
ganga að því vísu að mæta hlýju og
vinarhug, og þar var þáttur Vallýjar
stór. Hún var einstaklega sterk
manneskja, hlý, dugleg og æðrulaus.
Við samhryggjumst innilega Páli
bróður okkar, Friðriku, Elísabetu,
Bjarka og Hlyni og fjölskyldum
þeirra.
Sigurveig Magnúsdóttir, Pétur
Magnússon, Tumi Magnússon.
Mild röddin, heillandi norðlenskur
framburður, prúð en frjálsleg fram-
koma, mjúkar hreyfingar og glettni í
brosinu eru persónueinkenni þeirrar
ágætu konu sem við kveðjum í dag.
Þetta er stúlkan sem kom norðan frá
Dalvík og settist á skólabekk í
Fóstruskóla Sumargjafar árið 1967.
Stúlkan sem helgaði börnum starfs-
krafta sína alla ævi.
Margrét Vallý öðlaðist mikla
reynslu í störfum sínum sem leik-
skólakennari og leikskólastjóri. Hún
fór í framhaldsnám bæði hér heima
og erlendis og starfaði um árabil sem
faglegur ráðgjafi og síðar deildar-
stjóri fagdeildar Leikskóla Reykja-
víkur. Hún var einn af stofnendum
Félags leikskólafulltrúa á Íslandi
1997 og var formaður þess félags í
nokkur ár. Leikskólafulltrúar höfðu
þá verið starfandi í nokkrum sveitar-
félögum á landinu um skeið.
Í starfi leikskólafulltrúa felst fagleg
og rekstrarleg ráðgjöf við starfsfólk
leikskóla. Margrét Vallý var fulltrúi
stærsta sveitarfélags landsins og
hafði því miklu að miðla til okkar
hinna. Hún hafði yfirburða sýn yfir
leikskólamálaflokkinn og upplifði í
starfi sínu gríðarlegar breytingar í
leikskólamálum. Leikskólafulltrúarn-
ir héldu hópinn og studdu hver annan
í störfum sínum og báru saman bæk-
ur sínar. Fundir voru haldnir með
reglulegu millibili og oftar en ekki
voru fundir haldnir úti á landi, Akra-
nesi, Akureyri, Húsavík, Vestmanna-
eyjum og víðar. Þessar ferðir verða
okkur félögunum eftirminnilegar og
samheldnin jókst. Margrét Vallý
hafði ávallt eitthvað gott til málanna
að leggja og var tilbúin að rökræða og
skýra málin af festu og ákveðni en þó
með sínum milda hætti.
Leikskólafulltrúar minnast Mar-
grétar Vallýjar með virðingu og þökk.
Við sendum eiginmanni hennar og
fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur.
Lifi minningin um góða stúlku að
norðan.
Fyrir hönd Félags leikskólafulltrúa
Hrafnhildur Sigurðardóttir,
Sesselja Hauksdóttir.
Okkur skólasysturnar sem út-
skrifuðust saman úr Fóstru-
skóla Sumargjafar langar að
þakka fyrir samveruna og all-
an þann ágæta tíma sem við
áttum í skólanum forðum
daga. Einnig allar góðar og
skemmtilegar stundir síðan.
Við geymum minningar um
góðan félaga.
Við vottum öllum ástvinum,
okkar dýpstu samúð. Blessuð
sé minning Margrétar Vallýar.
Útskriftarhópurinn 1969.
HINSTA KVEÐJA
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN BÆRINGSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja á
Tilraunastöðinni að Keldum,
lést föstudaginn 5. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þórunn Gunnarsdóttir, Maurice Deeley,
Elísabet Gunnarsdóttir,
Dagbjört Gunnarsdóttir, Bjarni Gunnarsson,
Paul Griggs, Carol Meriwether,
Caitlin og Ásdís Griggs.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur, afi og langafi,
ATLI ELÍASSON,
Suðurgerði 2,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja að
morgni laugardagsins 6. maí.
Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmanna-
eyjum laugardaginn 13. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hans, er bent á líknarsjóð Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmanna-
eyjum.
Kristín Frímannsdóttir,
Atli Freyr Hjörleifsson,
Aldís Atladóttir, Kristinn Ævar Andersen,
Elías Atlason, Geirþrúður Þórðardóttir,
Freyr Atlason,
Eva L. Þórarinsdóttir,
Sigurdís Ösp, Jón Valgeir,
Hlynur Már, Hulda Sif,
Birgir Hannes, Elín Björk, Davíð, Þórður Jón, Elva,
Aldís Freyja, Daníel Ingi og Tanja Björt.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR ERLINGUR ÁGÚSTSSON
vélstjóri,
Ljósheimum 20,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 4. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurjón Ólafur Halldórsson,
Linda Björg Halldórsdóttir,
Kristín Ásta Halldórsdóttir, Pétur Eyvindsson,
Diljá Catherine Þiðriksdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn,
ÁRMANN LEIFSSON
frá Bolungarvík,
Kirkjusandi 5,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum v. Hringbraut föstudaginn
5. maí.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn
11. maí kl. 13.00.
F.h. aðstandanda,
Bára Benediktsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hjallalandi,
Skagafirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudag-
inn 7. maí.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardag-
inn 13. maí kl. 11. Jarðsett verður á Reynistað.
Sveinn Jónsson,
Jón Pétur Sveinsson, Sigurveig Friðgeirsdóttir,
Sigríður Halldóra Sveinsdóttir, Eymundur Þórarinsson,
Una Sveinsdóttir,
Gígja Sveinsdóttir,
Hallfríður Sveinsdóttir, Guðmundur Helgi Helgason,
Anna Sveinsdóttir, Steven Passburg,
Sigurður Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.