Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 36

Morgunblaðið - 09.05.2006, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Hólm-fríður Sigurjóns- dóttir fæddist í Heið- arbót í Reykjahverfi 29. október 1914. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þingey- inga 1. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón bóndi í Heiðarbót Pétursson, f. 7. maí 1893 á Núpum í Að- aldal, d. 29. október 1982, og fyrri kona hans Jónína sauma- kona og húsmóðir Sigurðardóttir, f. í Heiðarbót 4. desember 1879, d. 1. júlí 1937. Systkini Þuríðar eru Sigurður, f. 1913, Helga, f. 1916, Stefán Pétur, f. 1918, Hreiðar, f. 1920, og Sigtryggur, f. 1943, sam- feðra. Helga er ein á lífi þeirra systkina. Hinn 28. október 1963 giftist Þuríður eftirlifandi manni sínum Þor- móði Jónssyni trygg- ingafulltrúa, f. 28. mars 1918 á Húsa- vík. Þau bjuggu á Húsavík, lengst í Fensölum, eða til 1991 en þá fluttu þau í Brekkuhvamm þar sem þau bjuggu þangað til þau flutt- ust á dvalarheimilið Hvamm í ágúst 2005. Þuríður stundaði fatasaum í Reykja- vík, í Heiðarbót og á Húsavík. Hún var ráðskona hjá föður sínum eftir lát móður sinnar, síðar á Sjúkra- húsi Húsavíkur og loks hjá bræðr- um sínum eftir að flutt var frá Heiðarbót til Húsavíkur. Þuríður verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Æskuárin í Heiðarbót í Reykja- hverfi mótuðu án efa að miklu leyti Þuríði föðursystur mína, eða Duddu frænku eins og við höfum alltaf kallað hana. Að alast upp í torfbæ er eitt- hvað sem við yngra fólkið getum ekki gert okkur í hugarlund, það er ekkert líkt því sem við þekkjum og búum við í dag. Í Heiðarbót bjuggu systurnar Jón- ína amma og Sigríður ásamt mönnum sínum og samtals níu börnum. Jörð- inni var skipt, en öll bjuggu þau í sama torfbænum allt til 1939. Hvor fjölskylda hafði eitt herbergi fyrir sig og svo var sameiginleg stássstofa út timbri, það var gestastofan og börnin fengu mjög sjaldan að fara þangað inn og ekki nema í fylgd fullorðinna. Eldhúsið var einnig sameiginlegt, eldað á sömu vél, en matartilbúningur aðskilinn. Þó borðuðu báðar fjöl- skyldur oft á sama tíma. Dudda minntist æskuáranna í Heiðarbót með hlýju og sagði okkur oft skemmtilegar sögur af þeim frændsystkinum sem ólust þar upp saman. Við systkinabörn hennar héldum ættarmót í Reykjahverfinu 23. júlí á síðasta ári. Þá var gaman að vera með þeim systrum, Duddu og Lóu og Gunnu frænku, en þær ólust allar upp í Heiðarbót. Við fengum að koma í Heiðarbót og skoða æskuslóðirnar, þar rifjuðu þær frænkur margt upp og fræddu okkur hin. Hópurinn er ekki stór því við systkinabörn Duddu erum ekki nema 11 talsins. Dudda var hetja okkar frænkn- anna. Hún var lengi ólofuð, sjálfstæð, ákveðin og afar stjórnsöm. Hún var einstaklega góð við okkur stelpurnar. Hún leyfði okkur að gera margt sem við fengum ekki heima, og ekki alltaf í þökk mæðra okkar. En eins og hún sagði svo oft, hafði hún mikla ánægju af þessum litlu frænkum sínum og var stolt af þeim. Alltaf var hún sjálfri sér samkvæm, var mjög vinnusöm, orðheppin, glað- vær og áhugasöm um það sem henni féll að skapi. Hún lærði fatasaum og saumaði mikið, saumaði út, og prjón- aði dúka og var mjög vandvirk á allt sem hún gerði. Margir eiga hand- prjónaða dúka eftir hana, einnig út- saum. Allar eigum við frænkur fína prjón- aða dúka sem hún gaf okkur þegar við vorum búnar að koma okkur upp heimili. Dudda stundaði nám í Hússtjórn- arskólanum á Laugum. Hún var rúmlega tvítug þegar móðir hennar lést, þá tók hún við stjórnun á heimilinu. Síðan flutti hún til Húsavíkur og var ráðskona á Sjúkrahúsinu þar um tíma, einnig gerðist hún ráðskona hjá bræðrum sínum er þeir fluttu til Húsavíkur, þar héldu þau heimili saman. Það kom fljótlega að því að Stefán og Hreiðar gengu út, og þeir byggðu saman stórt hús á Uppsalaveginum nr. 9 og 11, fyrir sig og konur sínar. Dudda og Sigurður bjuggu á neðri hæðinni hjá Hreiðari í mörg ár. Þá var oft fjör í húsinu, þegar við krakk- arnir vorum að fara á milli og mikið var sungið og gantast. Síðar byggði Sigurður gott hús á Uppsalavegi 10, og Dudda stjórnaði þar til 1962 er hann gifti sig. Á þessum árum lærði ég að baka pönnukökur hjá henni, líklega 11 eða 12 ára gömul, síðan að gera soðbrauð og kleinur og margt fleira tengt mat- reiðslu. Einnig kenndi hún mér að sníða og sauma á saumavél, hún var óþreyt- andi við að styðja mig við þessi áhugamál mín og á örugglega sinn þátt í því, hvað ég fór að læra. Sumarið áður en ég fór í kennara- nám (þá 18 ára) hjálpaði hún mér að sníða og sauma mjög fína dragt á mig. Það var skemmtilegur tími sem við áttum þá saman eins og svo oft síðar. Hlutskipti hennar var ekki alltaf auðvelt eða sársaukalaust. Hún var ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem veiktust af berklum, þeim mikla vágesti. Ég held að það hafi verið sumarið 1957 sem hún veiktist og var send á berklahælið í Kristnesi. Hún þurfti að liggja þar mjög veik í marga mánuði. Þar kynntist hún ýmsum raunum og því að lífið er ekki sjálf- gefið. Hún var ein af þeim síðustu hér á landi sem fóru í mikla lungnaaðgerð (þá sem kallað var að höggva fólk). Hún sagði mér að eftir slíka aðgerð mundi ekki vera heppilegt að reyna að ganga með börn. Ef til vill hefur þetta haft sín áhrif á umhyggju henn- ar fyrir okkur systkinabörnunum. Dudda var mikið dansfífl alla tíð eins og hún sagði sjálf, hafði einstak- lega gaman af því að fara á böll og dansa við góða dansherra, því hún var flink að dansa. Á fullorðinsárum tók hún bílpróf, keypti Fólksvagninn og ók eins og herforingi fram undir nírætt. Það var árið 1962 sem Sigurður bróðir hennar giftir sig og flytur sína konu inn á heimilið. Þar með voru þeir bræður allir gengnir út, og ráðs- konustaðan ekki lengur í boði. Þá vildi svo vel til að um þær mundir tók- ust náin kynni með Duddu og Þor- móði Jónssyni, tryggingafulltrúa á Húsavík, og þau giftu sig árið 1963, þá bæði nærri fimmtugu. Þau keyptu Fensali, gamla sýslumannshúsið á Húsavík, og settu þar upp mjög fal- legt heimili með fallegum garði, þar sem þau höfðu bæði ánægju af að stússast. Það var yndislegt að koma til þeirra í Fensali. Þau tóku öllum fagn- andi, spurðu frétta og Dudda talaði meira en Þormóður og var háværari, en hann kom sínu að í rólegheitunum. Bæði voru þau kát og glöð. Veitingarnar voru bornar fram með miklum myndarbrag og af stolti hinnar nýgiftu húsmóður sem naut líðandi stundar. Það kom sér vel bílprófið hennar Duddu, því Þormóður hafði ekki bíl- próf. Þau ferðuðust ótrúlega mikið um landið á næstu árum og Dudda ók farsællega alla tíð Á árunum sem þau bjuggu í Brekkuhvammi tóku þau þátt í starf- semi félags eldri borgara og ferðuð- ust eitthvað með þeim, einnig söng hún í kór aldraðra og hafði mikla ánægju af. Á 90 ára afmælinu hennar héldum við veislu fyrir hana og nánustu ætt- ingja. Það þótti henni afar vænt um og yngstu frændsystkinin, barnabörn Sigurðar, skemmtu með söng og hljóðfæraleik. Það var henni erfitt að þurfa að flytja frá heimili sínu síðastliðið haust inn á dvalarheimilið Hvamm, en þar fengu þau litla íbúð. Það átti ekki við hana að láta í minni pokann fyrir elli kerlingu og verða háð þjónustu frá öðrum, en það er nokkuð sem við verðum öll að gera þegar þar að kem- ur. Þeim hjónum hefur liðið afar vel í Hvammi, þar er góð þjónusta og fólki sýnd mikil umhyggja. Hún lá í tæplega sólarhring inni á sjúkrahúsinu á Húsavík áður en hún lést. Þormóður gisti þar hjá henni síð- ustu nóttina og dauðinn aðskildi þau að morgni dags. Ég þakka frænku minni fyrir langa samferð, fyrir að umvefja okkur frænkur með eftirlæti þegar við vor- um litlar stelpur og langt fram eftir aldri, og fyrir vináttu við mig og fjöl- skyldu mína alla tíð. Hún sofnar inn í sumarið sátt við Guð og menn. Við sem nutum kærleika hennar og umhyggju þökkum samfylgdina. Innilegar samúðarkveðjur til Þor- móðs og annarra syrgjenda. Hjördís Stefánsdóttir. ÞURÍÐUR HÓLMFRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Elskuleg systir mín, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Álfheimum 26, sem lést miðvikudaginn 3. maí verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudagnn 10. maí kl. 13.00. Sæmundur Þorsteinsson, Emilía Baldursdóttir og börn. GUÐBJÖRG HULD MAGNÚSDÓTTIR frá Dölum, Fáskrúðsfirði, síðar Bakka í Kelduhverfi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 10. maí kl. 15:00. Björg Gunnlaugsdóttir, Sverrir Ólafsson, Erla Óskarsdóttir, Magnús Gunnlaugsson, Ríkey Einarsdóttir, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir, Stefán Óskarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Gunnar Einarsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Páll Steinþórsson, Valdís Gunnlaugsdóttir, Vignir Sveinsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 24, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 26. apríl, verður jarð- sungin frá Laugarneskirkju föstudaginn 12. maí kl. 15.00. Ólöf Soffía Jónsdóttir, Guðríður Eyrún Jónsdóttir, Viggó Þorsteinsson, Guðrún Ágústa Viggósdóttir, Helgi Hólm Kristjánsson, Rannveig Rúna Viggósdóttir, Gunnar Þórðarson, Agnes Viggósdóttir, Júlíus Þór Jónsson, Salome Herdís Viggósdóttir, Baldur Pétursson, Jón Bachmann Viggósson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR svæfingalæknir, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðviku- daginn 10. maí kl. 11.00 Sigríður Hrafnkelsdóttir, Richard Korn, Ísak Ríkharðsson. Elskuleg móðir mín, amma okkar og langamma, SIGÞRÚÐUR KRISTÍN THORDERSEN (Dúa), áður til heimilis í Drápuhlíð 10, sem lést að dvalarheimilinu Kumbaravogi laugar- daginn 29. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 11. Margrét Thordersen Andreassen, Sigþrúður Þorfinnsdóttir, Egill Þorfinnsson, Vala Margrét Hjálmtýsdóttir, Stefán Barði Egilsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ÁGÚSTS KOLBEINS SIGURLAUGSSONAR, Hornbrekkuvegi 12, Ólafsfirði. Olga Albertsdóttir, Albert Ágústsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Guðný Ágústsdóttir, Ægir Ólafsson, Kolbeinn Ágústsson, Jónína Guðbjartsdóttir, Ólöf Ágústsdóttir, Marteinn Halldórsson, Sigurlaugur Valur Ágústsson, Nanna Árnadóttir, Geir Hörður Ágústsson, Anna Rósa Vigfúsdóttir, Elínborg Ágústsdóttir, Kristinn Steingrímsson, Sæbjörg Ágústsdóttir, Jóakim Freyr Ólafsson, afabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengafaðir og afi, GEIR GARÐARSSON, Skálateigi 1, áður Ægisgötu 3, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 11. maí kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga. Garðar Geirsson, Leah Ann Mauzey, Hörður Geirsson, Ósk Geirsdóttir, Ómar Geirsson, Emma Geirsdóttir, Kristján Grétarsson, Sólveig Jóna Geirsdóttir, Pálmar G. Edvardsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.