Morgunblaðið - 09.05.2006, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2006 41
DAGBÓK
Lækjargata 2a 101 Reykjavík sími 511-5001 opið 9.00 -22.00 alla daga
Skáldaspírukvöld
63. skáldaspírukvöldið verður
í kvöld 9. maí, kl. 20.00
Andri Snær Magnason
mun árita og
lesa upp úr metsölubók sinni
Draumalandið.
veitin
gar
í boði
Andri Snær
Foreldrarölt í Kópavogi á sér langahefð,“ segir Hrefna Gunnarsdóttir for-maður SAMKÓP, Samtaka foreldra-félaga og foreldraráða við grunnskóla
Kópavogs.
Út er kominn á vegum þeirra samtaka
bæklingurinn: „Við vökum yfir þér“.
„Með útgáfu bæklingsins erum við sérstaklega
að kynna framkvæmd og tilgang foreldraröltsins
í Kópavogi öllum foreldrum í Kópavogi og hann
verður notaður til að kynna verkefnið þeim for-
eldrum sem bætast nýir í þennan hóp,“ segir
Hrefna.
En er þetta áhrifarík aðgerð?
„Já, við viljum meina að svo sér. Það hefur
sýnt sig að það hefur skipt miklu máli að for-
eldrar láti sig málið varða. Tilgangurinn með
þessu rölti er svo margþættur. Hann er ekki að-
eins aðhald við lögbundinn útivistartíma og til
þess að vernda börn og unglinga frá utanaðkom-
andi aðilum heldur lítum við líka á þetta sem eft-
irlit með sameiginlegum eigum okkar í umhverf-
inu og einnig er mikilvægt að þarna er á ferðinni
rölthópur með foreldrum barna úr sömu bekkj-
ardeildum. Þátttaka í foreldraröltinu er kjörið
tækifæri til að kynnast foreldrum vina barnanna
og efla samstarf við þá.“
Hvernig starfið þið?
„Fulltrúi úr hverjum hóp úr hverjum grunn-
skóla Kópavogs byrjar á að fara á lögreglustöð-
ina fyrir röltvaktina og sækir þangað tösku með
gögnum, þar á meðal farsíma, sem fylgir hverj-
um rölthóp. Með þessum símum er tryggt að
rölthópurinn er í sambandi bæði við aðra rölt-
hópa, lögregluna og útivakt ÍTK, Íþrótta- og
tómstundaráð Kópavogs. Í hverjum rölthóp eru
svona 4 til 5 foreldrar og fleiri ef mikið stendur
til, svo sem eftir lok samræmdra prófa.“
Hvert er svo farið?
„Rölt er um hverfi viðkomandi grunnskóla,
farinn ákveðinn rúntur, hver og einn hópur ein-
beitir sér að sínu skólahverfi. Það er samstarfs-
hópur í kringum þetta verkefni sem hittist a.m.k.
þrisvar á ári, í þeim hópi eru fulltrúar frá hverju
foreldrafélagi, fulltrúar frá SAMKÓP og ÍTK,
auk þess sem við erum svo heppin að eiga bæði
forvarnarfulltrúa í Kópavogi og lögreglumann
sem starfar að forvörnum, hinir síðastnefndu eru
ómetanlegir í starfi hópsins.“
Og hvað er næst á dagskrá hjá ykkur?
„Það er óvenjulega mikið rölt í tilefni af lokum
samræmdra prófa sem verða núna í vikunni.
Krakkarnir fara með skólum sínum í ferðalag
flestir að loknum prófunum. En svo kemur helgin
og við hvetjum fjölskyldur til að fagna próflokum
saman enda er þetta stór stund í lífi unglingsins
og fólksins hans, í vikunni senda foreldrafélögin
bréf til foreldra þar sem hvatt er til þessa.“
Barnaverndarmál | Bæklingur kemur út um foreldrarölt í Kópavogi
Við vökum yfir þér
Hrefna Gunnars-
dóttir er formaður
SAMKÓP. Hún fæddist
1964 í Reykjavík og
lauk prófi frá Háskóla
Íslands í viðskiptafræði
og síðan löggildingu í
endurskoðun. Hún
starfar nú sem fram-
kvæmdastjóri Trygg-
ingasjóðs sparisjóða en
áður starfaði hún hjá
Deloitte sem endurskoðandi. Hún er gift kona
og á tvö börn, annað á grunnskólaaldri og hitt í
framhaldsskóla.
Frambjóðendur og fátækt
ÉG var að hlusta á símatíma hjá Út-
varpi Sögu þar sem Grétar Mar úr
Frjálslynda flokknum sat fyrir svör-
um.
Það hringdi inn maður og spurði
af hverju flokkurinn hans og Sam-
tökin gegn fátæk sameinuðust ekki
fyrir kosningar. Grétar sagðist
halda að margir úr þessum sam-
tökum væru í sínum flokki.
Auðvitað er það eins og gengur
að fólk, sem er í þessum samtökum
hefur sínar skoðanir í pólitík, en
samtökin eru ópólitísk samtök sem
stofnuð voru til að vekja athygli á
aukinni fátækt og erfiðleikum
þeirra sem minna mega sín. Þeir,
sem í þessum samtökum eru, hugsa
sig vonandi vel um áður en gengið í
kjörklefann að fenginni reynslu
vegna þess að þau öfl sem að R-list-
anum stóðu, og eru í framboði núna
þótt í sitt hvoru lagi séu, stóðu fyrir
því að fjárhagsaðstoð við fátæka var
skorin niður, hækkuðu húsaleigu
Félagsbústaða mikið og létu einnig
húsaleigubætur þessa fólks renna
beint til Félagsbústaða.
Og þegar búið var að þrengja að
þessu fólki eins mikið og hægt var
og kom að því að sumir gátu ekki
borgað leiguna, þá var fólk borið út.
Þetta er ansi dökk mynd liðinna
ára sem við viljum ekki sjá framar í
Reykjavíkurborg. Við viljum velferð
fyrir alla hér í borginni okkar og
líka fyrir fátæka fólkið.
Það væri ljómandi gott núna að
frambjóðendur myndu láta í sér
heyra hvaða stefnu þeir hafi í þess-
um málaflokki, því þótt það sé
ágætt að tala um flugvallarmálið og
Sundabraut þá þarf að ræða þetta
líka.
Sigrún Á. Reynisdóttir,
formaður Samtaka
gegn fátækt.
Skattamál
ÉG ÞARF að árétta þau orð Árna
Gunnarssonar á ráðstefnu um
skattamál.
Það þarf mikinn kjark en lítið vit
til að mótmæla því að skattaálögur
hafa aukist á láglaunafólki en lækk-
að á hátekjufólki.
Björn Indriðason.
Um Árbæjarsafn
ÞAÐ vekur undrun mína af hverju
það þarf núna allt í einu að flytja
Árbæjarsafn út í Viðey!
En til hvers að flytja safn út í
eyju? Er einhver ástæða að baki, ef
ég má spyrja?
Virðingafyllst,
Ólafur Jónas Sigurðsson.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Íslandsmótið.
Norður
♠8
♥KD5 A/Allir
♦KG982
♣9852
Vestur Austur
♠KG10642 ♠Á973
♥643 ♥72
♦4 ♦1076
♣G107 ♣D643
Suður
♠D5
♥ÁG1098
♦ÁD53
♣ÁK
Þótt slemma sé borðleggjandi, er
ekki þar með sagt að hún sé auðveld í
meldingum – aðeins 5 pör af 24 náðu að
segja slemmu í rauðum lit í spilinu að
ofan, sem er frá undankeppni Íslands-
mótsins í tvímenningi. Sigurvegarar
mótsins, Þröstur Ingimarsson og Her-
mann Lárusson, voru í hópi hinna
slemmusæknu:
Þröstur var í suður og vakti á einu
hjarta, Standard:
Vestur Norður Austur Suður
– – Pass 1 hjarta
Pass 2 hjörtu Pass 3 lauf *
Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar
Pass 4 grönd Pass 5 lauf
Pass 6 hjörtu Allir pass
Eftir einfalda hækkun á móti er
slemma ekki líkleg og sagnlatir spilarar
myndu einfaldlega segja: „Stopp – fjög-
ur hjörtu“.
En Þröstur ákvað að kanna málið.
Hann sagði þrjú lauf, sem er á því stigi
málsins áskorun í geim með veikleika í
laufi – eiginlega beiðni um aðstoð í litn-
um. Þröstur þurfti auðvitað enga hjálp í
laufinu, en hann var að fiska eftir
þriggja tígla styrkmeldingu, enda tíg-
ulkóngurinn nauðsynlegur á móti til að
nokkurt vit sé í slemmu.
Hermann var með hámark fyrir
hækkun sinni í tvö hjörtu og sagði þrjá
tígla, sem Þröstur lyfti í fjóra og lét
þannig framhaldið í hendur makkers.
Hermann þurfti ekki meiri hvatningu,
það draup smjör af hverju spili – hjarta-
hjón, tígulkóngur í fimmlit og óupplýst
einspil í spaða. Hann spurði um lykilspil
og sagði slemmuna í kjölfarið.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
90 ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudag-inn 9. maí, er níræð Sigrún
Rakel Guðmundsdóttir, fyrrverandi
kennari og hreppstjóri í Grindavík.
80 ÁRA afmæli. Í dag, 9. maí, eráttræð Guðrún Ragnarsdóttir,
Skúlagötu 20, Reykjavík. Hún tekur á
móti ættingjum og vinum kl. 20–22 í
samkomusalnum að Skúlagötu 20.
Hlutavelta |
Þessir duglegu
krakkar í 6 SS
söfnuðu 35.000 kr.
til styrktar Rauða
krossi Íslands,
fyrir fátæk börn í
Afríku.
Morgunblaðið/Ásdís