Morgunblaðið - 20.05.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 136. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. MAÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Leyndardómur
Angelite
Búlgarskur kór sem byggir á
aldagamalli sönghefð | Menning
Lesbók | Hvað er Silvía Nótt? Hinn óþarfi svefn Börn | Ljónið og
músin Verðlaunaleikurinn Íþróttir | Blakstúlkur lögðu Skota
Vangaveltur um framtíð Eiðs Smára M-ið | Veisla fyrir bragðlaukana
SPÆNSKA stjórnin bað í gær Evr-
ópusambandið um aðstoð við að
hemja straum ólöglegra innflytjenda
og flóttafólks frá meginlandi Afríku
til Kanaríeyja sem heyra undir Spán.
Alls komust um 1.500 manns á
áfangastað í vikunni. Fólkið er að
jafnaði bláfátækt og oft illa haldið eft-
ir erfiða siglingu á lélegum og yfirfull-
um smábátum yfir hafið. Vitað er að
síðustu mánuði hafa hundruð manna
drukknað á leiðinni.
Meðal flóttamannanna, sem vonast
til að fá dvalarleyfi á Spáni eða í öðr-
um ESB-ríkjum, eru mörg lítil börn.
Fólkið kemur frá mörgum Afríku-
löndum en einkum frá ýmsum V-Afr-
íkulöndum sem eru næst eyjaklasan-
um.
Alls hafa um 7.400 flóttamenn kom-
ist til Kanaríeyja það sem af er árinu
en allt árið í fyrra voru þeir um 4.750.
„Það er ljóst að þeir sem koma til
Spánar eru um leið komnir til Evr-
ópu,“ sagði Maria-Teresa Fernandez
de la Vega, aðstoðarforsætisráðherra
Spánar, í gær. „Þess vegna höfum við
lengi verið staðráðin í að félagar okk-
ar í ESB leysi vandann með okkur
vegna þess að hann snertir okkur öll.“
Hert eftirlit úr lofti
Stjórnvöld í Madríd hafa að und-
anförnu hert eftirlit úr lofti til að
reyna að stemma stigu við straumn-
um. Skýrt var frá því í gær að rúm-
lega 650 flóttamenn hefðu komið til
Kanaríeyja á aðeins einum sólar-
hring.
Reuters
Bátur innflytjenda og flóttafólks
frá Afríku við Tenerife í gær.
Vilja hjálp
vegna
flóttafólks
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
LANDSBANKI Íslands hefur sam-
hliða ákvörðun um vaxtahækkun, sem
tekur gildi næstkomandi mánudag,
ákveðið að taka upp vinnureglu sem
gerir ráð fyrir að almennt viðmið
varðandi hámarksveðsetningu íbúða-
lána verði 70%. „Starfsfólk okkar
mun starfa samkvæmt þessu viðmiði
þótt hið formlega viðmið bankans geri
enn ráð fyrir 80% veðhlutfalli sem há-
marksveðsetningu ef aðstæður
leyfa,“ segir Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbankans í samtali
við Morgunblaðið.
„Landsbankinn hefur ávallt sýnt
varfærni í sínum lánaviðskiptum, og
var til að mynda fyrstur til að lækka
hámarksveðhlutfall úr 90% í 80%. Við
teljum mikilvægt að á þenslutímum
eins og nú eru taki allir á markaði
höndum saman til að ná tökum á verð-
bólgunni.“
Bendir Halldór á að um 85% af
skuldum heimilanna séu verðtryggð-
ar og því sé það hagsmunamál allra að
halda verðbólgunni í skefjum.
„Eins og áður segir teljum við mik-
ilvægt að vinna saman að því að ná
tökum á verðbólgunni, og bendum
sérstaklega á stjórnvöld og Íbúða-
lánasjóð í þeim efnum,“ segir Halldór.
„Sjóðurinn hefur ekki sýnt nægilega
ábyrgð varðandi vaxtaákvarðanir og
veðhlutföll. Hafa ber í huga að það var
pólitísk ákvörðun að hækka hámarks-
veðsetningarhlutfall á lánum frá
sjóðnum í 90% en ekki bankaleg við-
mið. Teljum við mikilvægt að umbót-
um á íbúðalánamarkaði verði hraðað
og að hætt verði ríkisstyrktri sam-
keppni á íbúðalánamarkaði,“ segir
Halldór „Þetta er eitt það brýnasta í
hagstjórninni eins og Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn benti á í skýrslu sinni
nú í vikunni.“
Almenn hækkun vaxta
Helstu lánastofnanir hækkuðu inn-
og útlánsvexti í kjölfar hækkunar
stýrivaxta, Glitnir á fimmtudagskvöld
og Landsbanki, KB banki og SPRON
í gær. Hækkuðu óverðtryggð inn- og
útlán um allt að 0,75 prósentustig og
verðtryggð lán um allt að 0,30 pró-
sentustig. Vextir á íbúðalánum verða
eftir breytingar 4,90% hjá áðurnefnd-
um lánastofnunum að KB banka und-
anskildum, þar sem þeir verða 4,75%.
Miðað við 70% há-
marksveðsetningu
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Vextir | 16
SUÐUR-AFRÍSKA söngkonan
Miriam Makeba sagðist aldrei hefðu
trúað því að hún myndi fá tækifæri
til þess að sækja Ísland heim. Hún er
nú stödd hér á landi og syngur í
kvöld í Laugardalshöll á vegum
Listahátíðar í Reykjavík á sínum síð-
ustu tónleikum. Makeba er vel-
gjörðarsendiherra Sameinuðu þjóð-
anna og hitti aðstandendur Unicef á
Íslandi á Hótel Nordica í gær.
„Ég er afar lánsöm að hafa fengið
tækifæri til þess að heimsækja Ís-
land,“ sagði hún þegar hún ræddi
við blaðamenn.
Makeba hefur í áraraðir verið í
fremstu röð listamanna heims og er
af mörgum talin áhrifamesti sendi-
herra Suður-Afríku. Hún lýsti starfi
velgjörðarsendiherra og kvaðst vera
glöð yfir því að Unicef á Íslandi ynni
að þróunaraðstoð í Afríku, þá sér-
staklega í þágu stúlkna og kvenna.
Makeba kvaðst vera kölluð ýms-
um nöfnum í Afríku í þakkarskyni
fyrir stuðning sinn við íbúa álfunnar,
m.a. „Mama Africa“. „Af hverju vill
einhver setja heila heimsálfu á axlir
mér? Hún er of þung,“ sagði Makeba
og hló. „En fólk kallar mig þetta af
væntumþykju því það telur að ég
hafi kannski gert eitthvað fyrir
álfuna.“ | 4 og 28
Morgunblaðið/Ómar
Söngkonan víðfræga Miriam Makeba hitti forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, á Bessastöðum í gær.
Miriam Makeba sækir Ísland heim
Washington. AFP. | Átök urðu milli
fanga og fangavarða í bandaríska
herfangelsinu við Guantanamo-flóa á
Kúbu í fyrradag en talsmaður her-
yfirvalda skýrði frá málinu í gær.
Brutust átökin út eftir að verðir
reyndu að koma í veg fyrir það að
einn fanginn hengdi sig.
Fangarnir notuðu viftur og ljósa-
búnað sem barefli á verðina, að sögn
talsmannsins, Roberts Durands, en
ekki mun hafa þurft að beita miklu
afli til að kveða niður átökin. Fyrr
um daginn reyndu þrír fangar að
fyrirfara sér með því að taka inn
hættulega mikið af lyfjum. Mennirn-
ir fjórir fengu allir læknishjálp og
eru ekki í lífshættu.
Skýrt var frá málinu skömmu eftir
að Sameinuðu þjóðirnar hvöttu
Bandaríkjamenn til þess að loka
fangabúðunum.
Slegist við
fanga í
Guantanamo
Ættu að | 18
London. AFP. | Alan John-
son, menntamálaráð-
herra Breta, hefur sent
frá sér nýjar viðmið-
unarreglur um næring-
argildi skólamáltíða og
verður matur sem inni-
heldur mikið af salti og fitu bann-
aður frá haustinu. Skyndibita- eða
ruslfæði er því gert útlægt.
Ekki verður lengur að finna
súkkulaði, kartöfluflögur, gos eða
annars flokks kjötafurðir í skóla-
máltíðum frá og með haustinu. Að-
eins má bjóða tvo skammta af
frönskum í viku.
Frá og með september
munu kokkar í grunn-
skólum sjá til þess að
fyrsta flokks kjöt og fisk-
ur verði reglulega á boð-
stólum. Nemendur eiga
að fá minnst tvo skammta af ávöxt-
um og grænmeti með hverri máltíð
og djúpsteiktan mat má aðeins
bjóða tvisvar í viku.
Matur í breskum grunnskólum
varð mikið umræðuefni sl. vetur í
kjölfar þáttaraðar sjónvarpskokks-
ins Jamies Olivers.
Ruslfæði bannað í skólum
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa
uppgötvað aðferð til að vinna efnið
sem notað er í Tamiflu, lyf sem slær á
einkenni fuglaflensu, úr algengri trjá-
tegund, að sögn Jyllandsposten. Um
er að ræða svonefnt ambra-tré og vex
það víða í Bandaríkjunum. Áður hefur
virka efnið í lyfinu, shikimi-sýra, verið
fengið úr trjátegund sem aðeins vex í
Kína og Víetnam.
Vísindamenn hafa óttast að skortur
yrði á shikimi-sýru ef fuglaflensa yrði
heimsfaraldur meðal fólks. Ávextir
ambra eru nefndir „gúmmíboltar“ og
í fræjunum er mikið af sýrunni. Einn-
ig finnst efnið í berki og blöðum.
Geta fram-
leitt nóg af
Tamiflu
♦♦♦
Lesbók, Börn , Íþróttir og M-ið